Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 12

Helgarpósturinn - 23.10.1986, Side 12
Skoðanakönnun HP 85% HLYNNT AFKYNJUN ENGINN MUNUR Á AFSTÖÐU KARLA OG KVENNA Yfirgnœfandi meirihluti lands- manna telur rétt ad kynferöisaf- brotamenn verdi látnir gangast undir afkynjunaradgerd, sam- kvœmt skoöanakönnun sem Skáís framkvœmdi fyrir Helgarpóstinn helgina 11,—12. október sl. Af 800 aöspuröum tóku 87% ákveöna af- stööu, en aöeins 13% voru óákveön- ir eöa neituöu aö svara. Af þeim sem tóku afstööu sögöu 85,3% „já" viö spurningunni en „nei“ sögöu 14,7%. Mjög hátt hlutfall þeirra sem svara spurningunni játandi (Telur þú rétt að láta kynferðisafbrotamenn gang- ast undir afkynjunaraðgerð?) hlýtur að vekja athygli, þar sem um mjög almenna spurningu er að ræða, þannig að ekki var átt sérstaklega við þá kynferðisafbrotamenn sem leita á börn, né heldur var sérstak- lega spurt um síbrotamenn. Niðurstöðurnar benda til þess að ef 8 manns koma saman fyrir tilvilj- un sé mjög líklegt að 6 séu þannig fylgjandi afkynjun kynferðisaf- brotamanna, að 1 sé á móti og 1 óákveðinn. Þá vekur eftirtekt að enginn marktækur munur er á afstöðu fólks eftir kyni. Hlutfall þeirra sem ekki tóku ákveðna afstöðu var ívið hærra hjá konum, eða 15,2% á móti 10,5% hjá körlum. En þegar einvörðungu er litið á svör þeirra sem gáfu upp ákveðna afstöðu kem- ur í Ijós að nánast er um sömu út- komu að ræða hjá körlum og kon- um. Þessi niðurstaða kemur á óvart, því fyrirfram var frekar búist við að konur væru nokkuð harðari í af- stöðu sinni gagnvart kynferðisaf- brotamönnum en karlar. Niðurstöður þessar ber að skoða í ljósi talsverðrar umræðu um kyn- ferðisafbrot gagnvart börnum. Þess- ar niðurstöður benda þó til al- mennraróánægju landsmanna með þá mildu meðferð sem kynferðisaf- brotamenn hafa almennt hlotið hjá dómstólum landsins. Sem kunnugt er hefur Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaður gert þá kröfu til Hallvarðs Einvarðs- sonar ríkissaksóknara að síbrota- maðurinn Steingrímur Njálsson, sem hlotið hefur nokkra dóma fyrir kynferðisafbrot sín gagnvart ungum drengjum, verði látinn gangast undir slíka afkynjunaraðgerð. Nið- urstöður þessarar skoðanakönn- unar benda til þess að yfirgnæfandi meirihluti iandsmanna sé Svölu sammála. Svala er með mál 13 ára drengs sem ienti í klóm þessa manns og hlaut af andlegt og lík- amlegt tjón. Hallvarður Einvarðs- son ríkissaksóknari hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort embættið geri kröfu um afkynjunaraðgerð í máli þessu; hann endursendi Rann- sóknarlögreglu ríkisins gögn máls- ins og bað um nánari rannsókn. FOLKIÐ HEFUR EKKI KYNNT SER MALIÐ SEGIR SKÚLI G. JOHNSEN BORGARLÆKNIR UM NIÐURSTÖÐURNAR. „Mér finnst þessar niöurstööur bera því vitni aö fólk veit almennt ekki hvaö hér er á feröinni, aö svona vandamál eru númer eitt, tvö og þrjú geörœns eölis," sagöi Skáli G. Johnsen, borgarlœknir, inntur álits á niöurstööum skoöanakönn- unarinnar. Skúli hefur áður tjáð sig opinber- lega um þá kröfu Svölu Thorlacius að síbrotamaðurinn Steingrímur Njálsson verði látinn gangast undir afkynjunaraðgerð og sagði að þessi krafa væri sett fram af vanþekk- ingu. „Það er auðvitað sjálfsagt að reyna að laga hin geðrænu vanda- mál áður en menn eru látnir gang- ast undir aðgerð, e.t.v. gegn vilja sín- um og að auki frammi fyrir því að ekki er víst að slík aðgerð bjargi málunum. Ég held að þessar niður- stöður byggi á því að fólk hefur ekki fengið tækifæri til að kynna sér þetta mál rækilega. Það er sjálfsagt svar hjá þeim sem ekki þekkja vandamálið betur, að rétt sé að fara þessa leið, það er eðlilegt af fóiki sem ekki veit að hér er fyrst og fremst um geðrænan sjúkdóm að ræða. Það kemur mér ekki á óvart að afstaðan sé hin sama hjá kynj- unum, ég geri ráð fyrir að konur líti eins á þetta og karlar," sagði Skúli ennfremur. OTVIRÆÐ AFSTAÐA FOLKS SEGIR SVALA THORLACIUS HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR UM NIÐURSTÖÐUR SKOÐ- ANAKÖNNUNARINNAR. „Mér sýnist aö þarna komi Ijós- lega fram mjög ákveöin afstaöa al- mennings. Þetta er nákvœmlega í þeim dúrsem ég hefhaft á tilfinning- unni, eftir aö þetta mál sem ég er meö fór afstaö og eftir aöég skrifaöi þessa grein. Mér hefur fundist þetta vera ótvírœö afstaöa fólks," segir Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaöur í samtali viö Helgarpóstinn, innt álits á niöurstööum könnunarinnar. Svala lögfræöingur foreldra 13 ára gamals pilts sem varö fyrir baröinu á síbrotamanninum Steingrími Njálssyni. Svala hefur gert þá kröfu í málinu aö Steingrímur þessi gang- ist undir afkynjunaraögerö. ,,Ég hef sagt það áður, að ég er ekki þeirrar skoðunar að það eigi að afkynja menn við fyrsta brot eða smávægileg brot, en hvað varðar mann með afbrotaferii eins og þennan, þá finnst mér raunverulega ekki annað koma til greina. Mér finnst sá málfiutningur sem heyrst hefur, að ekki megi afkynja menn því þá missi þeir kynhvöt, bera keim af því að kynhvöt kynferðislegra síbrotamanna sé metin meira en lífs- hamingja fjölda barna. Að enginn veruiegur munur sé á afstöðu karla og kvenna kemur mér ekki mjög á óvart, mér hefur fundist kynin vera nokkuð samdóma í þessu. Mér hefur fundist konur tjá sig meira en karlar um þessi mál, af því fóiki sem hefur gefið sig á tal við mig. En það hafa margir talað við mig, meðal annars fjórir karlmenn sem hafa sagt mér að þeir hafi lent í klónum á einmitt þessum manni, en ekkert hafi verið gert í málinu," sagði Svala. AFKYNJA A SIBROTAMENN SAGÐI AFKYNJAÐUR FYRRVERANDI KYNFERÐISAFBROTAMAÐUR í SAMTALI VIÐ HP Viðtal Helgarpóstsins við fyrrver- andi kynferðisafbrotamann fyrir hálfum mánuði vakti að vonum nokkra athygli. Viðmælandi blaðs- ins æskti nafnleyndar, en hann hafði gerst sekur um að leita kynferðis- lega á unga drengi. Eftir geðrann- sókn féllst hann af fúsum og frjáls- um vilja á, að gangast undir afkynj- unaraðgerð. Hann varð við það af allri kynhvöt, en nú, 12 árum síðar, segir hann að við aðgerðina hafi hann breyst í eðlilegan mann. í við- talinu var hann sérstaklega spurður um kröfu Svölu Thorlacius í máli síbrotamannsins Steingríms Njáls- sonar, að hann verði látinn gangast undir afkynjunaraðgerð. Við rifjum hér upp svar þessa fyrrverandi kyn- ferðisafbrotamanns: „Já, ég er hjartanlega sammála því sem hún er að segja. Sérstaklega þegar um slík síbrotatilfelli er að ræða. í mínu tilfelli var ekki gerð um þetta krafa og vandamálið hjá mér var eins og ég sagði áður ekki á mjög alvarlegu stigi. Eftir því sem maður heyrir um þennan mann sem nú er mest talað um, þá er um hrika- legt dæmi að ræða. T.d. eftir því sem foreldrarnir segja um blessað barn- ið sitt, að þessum 12—13 ára ungl- ingi hafi hrakað niður úr öilu valdi. Ég er ekki í nokkrum vafa um þetta, Steingrímur er síbrotamaður með nokkra dóma á sér og hann á skil- yrðislaust að afkynja að mínu viti. Það á ekki einu sinni að spyrja hann að því. Þegar ég fékk þessa vitn- eskju á sínum tíma hjá Þórði heitn- um þá fann ég strax inn á það, að aðgerð væri það öruggasta og ég hreinlega bað um hana. Enda hefur það komið í ljós að ég er allt annar maður." Greinargerd Þessi skoðanakönnun var gerð helgina 11.—12. október si. Hringt var í 800 einstaklinga skv. tölvuskrá yfir símanúmer fyrir allt landið. Spurningunum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var miðað við jafnt hlutfall 12 HELGARPÓSTURINN kynja. Úrtakið skiptist í þrjú svæði: Reykjavík (306 símanúmer), Reykja- nes (182 símanúmer) og lands- byggðin, þ.e. kjördæmi önnur en Reykjavík og Reykjanes (312 síma- númer). Spurt var: Telur þú rétt aö láta kynferöisaf- brotamenn gangast undir afkynj- unaraögerö? Niðurstöðurnar birtast í meðfylgj- andi töflum. Telur þú rétt að láta kyn- ferðisafbrotamenn gangast undir afkynjunaraogerð? ALLT LANDIÐ: Fjöldi % af heild % þeirra sem tóku afstöðu Jé 594 74,3 85,3 Nei 102 12,8 14,7 Óákveðnir 91 11,4 — Neita að svara 13 1,6 — KARLAR: Fjöldi % af heild % þeirra sem tóku afstöðu: Já 286 76,5 85,4 Nei 49 13,1 14,6 Óákveðnir 35 9,4 _ Neita að svara 4 1,1 — KONUR: Fjöldi: % af heild % þeirra sem tóku afstöðu Já 308 72,3 85,3 Nei 53 12,4 14,7 Óákveðnir 56 13,1 — Neita að svara 9 2,1 — Skéís 10.86

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.