Helgarpósturinn - 12.03.1987, Page 11
andi endurskoðandi Hafskips verið
ráðinn forstjóri Útsýnar. Helgi er
einn þeirra sem keypti sig inn í fyrir-
tækið fyrir fáum mánuðum, þegar
Ingólfur Guðbrandsson stofnandi
og eigandi firmans bauð 49 prósent
þess til sölu á frjálsum markaði.
Meðal kaupenda að þeim hlut auk
Helga, má nefna Magnús Gunn-
arsson hjá SÍF, Ómar Kristjáns-
son hjá Þýsk/íslenska og fleiri. Auk
þeirra sem nefndir hafa verið situr
Andri Már Ingólfsson nú í stjórn
Útsýnar. Þeir sem þekkja til starf-
semi félagsins segja, að eftir komu
nýju hluthafanna í félagið og þó sér-
staklega eftir að Helgi Magnússon
var færður upp að hlið Ingólfs for-
stjóra þyki heldur hallað á Ingólf í
völdum. Rekstur Útsýnar hefur
gengið heldur illa undanfarin ár,
meðal annars vegna óvæginnar
samkeppni á markaðnum, og hefur
Ingólfur átt við skuldir að glíma sem
safnast hafa upp á þessum tíma og
eru á hans eigin ábyrgð. Munu Flug-
leiðir vera einna stærsti lánardrott-
inn félagsins — og að sögn innan-
búðarmanna þar hefur flugfélagið
haft örlög ferðaskrifstofunnar í
hendi sér af þeim sökum. Sömu
heimildir herma að verkefni Helga
næstu mánuði verði að bæta
greiðslustöðu fyrirtækisins eða
rétta úr kútnum eins og það er kall-
að. Og athyglisvert þykir hvað hann
virðist hafa fengið frjálsar hendur til
þess starfa og er skýringarinnar að
leita í því að Ingólfur sé að draga sig
mjög út úr forstjórahlutverkinu og
ætli að helga sijg óskiptur for-
mennsku í stjórn Utsýnar...
BLIKKSMIÐJA
reykj^íkur Viðskiptavinir athugið
Starfsemi okkar er flutt
í nýtt húsnæði að
Súðarvogi 7
Inngangur að neðanverðu.
Athugið nýtt súmanúmer
68 69 40
Önnumst alla almenna blikksmíðavinnu,nýsmíði og viðhaldsþjónustu.
Sí
ástæður fyrir því að kjósa kratana
25. APRÍL NÁLGAST!
NÚ HAFA ALLIR FLOKKAR
KYNNT LISTA SÍNA.
GERIÐ SAMANBURÐ
Á ÞESSUM LISTA OG
LISTUM ANNARRA
FLOKKA.
HELGARPÓSTURINN 11