Helgarpósturinn - 12.03.1987, Side 28
Myndlist og
Islendingasögur
hafi farið í hring þar til ég lenti í
Eftir fjögurra ára hlé opnar Gud-
bergur Audunsson sýningu á verk-
um sínum, að þessu sinni í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg, en þetta er 8.
einkasýning hans. HP sló á þráðinn
til Guðbergs og innti hann eftir því
hvað hann œtlaði að sýna.
„Ég verð þarna með u.þ.b. tuttugu
myndir, mest akrýlmálverk en eitt-
hvað iíka sem er unnið með bland-
aðri tækni.“
— Ertu enn t klippimyndunum?
„Ja, þetta er eiginlega þróun frá
þeim, ég reyndi að hætta þeim al-
veg en þá má eiginlega segja að ég
þeim aftur."
— Ertu þetta nýjar myndir sem þú
œtlar að sýna?
„Já, þær eru mest unnar á síðast-
liðnum þremur árum, ég hef eytt
mestum mínum tíma frá því að ég
sýndi síðast í að koma mér upp
vinnustofu og það var ekki fyrr en á
síðasta ári sem ég gat farið að helga
mig þessu eins og ég vildi geta gert.“
— Viltu segja eitthvað um mynd-
efnin?
„Ég hugsa að það sem fólki þyki
forvitnilegast séu þrjár myndraðir
úr íslandssögunum, Njálu, Heims-
kringlu og Landnámu. Ég reyni að
túlka þessi sígildu verk uppá nýtt, sjá
þau frá eigin sjónarhóli og skil-
greina þau fyrir sjálfum mér með
því að gefa mér ákveðið frelsi við
sköpunina. Ég er búinn að vera að
hugsa um þetta lengi, ég fann hjá
mér um daginn 10 ára gamla skyssu
með hugmyndum úr Njálu.“
— Það flaug sú saga að þú vœrir
hœttur í myndlistinni.
„Nei, nei. Ég hef aldrei haft jafn
gaman af þessu og núna.“ KK
ENN um Þjóðleikhúsið. Nú eru að
hefjast æfingar á nýju íslensku
barnaleikriti eftir Njörð fí Njarðvík,
Hvarer hamarinn? sem sýnt verður
í skólum og félagsheimilum víða um
landið. Leikritið sækir efni sitt í
Þrymskviðu og eru í því fjögur hlut-
verk, Þór sjálfur, Freyja, Loki og
tröllaforinginn Þrymur. Tvö „gengi“
leikara munu fara með þessi fjögur
hlutverk og er greinilegt að spaug-
stofuliðinu er sýnu best treyst til að
ná til ungviðisins. Það verða þeir
■Örn Árnason og Pálmi Gestsson
sem fara með hlutverk Þórs, Sigurð-
ur Sigurjónsson og Randver Þor-
láksson leika Loka, Lilja Þórisdóttir
og Ragnheiður Steindórsdóttir
verða Freyjur og tvær aldnar kemp-
ur, Rúrik Haraldsson og Erlingur
Gíslason leika Þrym sem rænir
hamri Þórs og krefst þess að fá
Freyju í hans stað. Leikstjóri sýning-
arinnar er Brynja Benediktsdóttir
og leikmynd og búninga gerir Sigur-
jón Jóhannsson. Tónlistina semur
Hjálmar H. Ragnarsson, en hann er
af gárungum kallaður hirðskáld
Þjóðleikhússins eftir að hafa gert
tónlist í þrjár sýningar að þessari
meðtalinni í vetur.
OG enn og aftur um Þjóðleikhúsið.
Eftir því sem HP heyrir hefur nú
lengi verið að velkjast á borðum
ráðamanna í leikhúsinu hvort verk-
ið Rómúlus verði sett upp nú í vetur
eða látið bíða haustsins. Æfingar
eru langt komnar og búið að gera
leikmynd og búninga þessarar viða-
miklu sýningar sem gerist árið 476
e. Krist. Rúrik Haraldsson fer með
hlutverk Rómúlusar Ágústusar keis-
ara vest-rómverska ríkisins en verk-
ið fjallar um hrun hans og ríkisins
þegar Germanir gera innrás. Leik-
stjóri er Gísli Halldórsson en langt
mun nú vera um liðið síðan hann
leikstýrði síðast hjá Þjóðleikhúsinu.
GUÐRÚN Tryggvadóttir opnar
sýningu á Kjarvalsstöðum á laugar-
daginn kl. 14, eins og greint er nán-
ar frá annars staðar í blaðinu. Kl.
15.30 mun síðan eiginmaður henn-
ar ganga fram fyrir skjöldu og
syngja, en sá er enginn annar en
bandaríski baritonsöngvarinn
Robert W. Becker. Hann syngur við
undirleik David Knowles aríur úr
óperum eftir Wagner og einnig
„Ástir skáldsins" eftir Robert
Schumann við ljóð Heines. Þarna er
því tækifæri á að slá tvær flugur í
einu höggi, skoða afar athyglis-
verða myndlist og hlusta á snjallan
söng, en Becker er á förum til
Berlínar að sérhæfa sig í tónlist
Wagners og heyrist því varla mikið
í honum hér heima, a.m.k. ekki í
bráð.
BOKMENNTIR
Þrenning sönn
leflir Sölva Sveinsson og Ingunni Ásdísardóttur
Andvari 1986
Tímarit Bókaútgáfu Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Ritstjóri: Gunnar Stefánsson
Rvík 1986.
Andvari kom út í 111. sinn fyrir
jólin, og ber slíkur aldur vott um
líflegt efnisval, sem hlýtur að eiga
hljómgrunn hjá alþýðu manna,
ella væri ritið dautt. Tímaritum er
nefnilega oft ýtt úr vör til að berj-
ast fyrir tilteknum málstað, og
deyja drottni sínum þegar marki
er náð. Andvari hefur ávallt birt
greinar og ritgerðir um sögu, bók-
menntir og listir, og lengi hefur
bakfiskurinn í hverju hefti verið
ritgerð um leiðtoga í menningar-
legum efnum eða stjórnmálum.
Ég hygg, að áður fyrri hafi And-
vari verið framsæknara rit en nú
er í þeim skilningi, að þar birtust
t.d. merkilegar ritgerðir um nýj-
ungar í atvinnumálum sem
hvöttu menn til breytinga. Hlut-
verk ritsins hefur breytzt, því sú
upplýsingarstefna, sem mörg
tímarit voru að meira eða minna
leyti seld undir, á nú annan farveg
— sérhæfð rit og námsbækur.
Þrettán höfundar eiga efni í
Andvara 1986, allt karlar, Gunnar
Schram ritar um Gunnar Thorodd-
sen, lýsir ítarlega ævi hans og
störfum, en skyggnist ekki nægi-
lega undir yfirborðið. Lesendur
geta gert sér glögga grein fyrir
einstökum embættisferli dr. Gunn-
ars, en mér finnst á skorta að lýst
sé manninum.
Andrés Björnsson skrifar
„Nokkur orð um skáldskap Jóns
Helgasonar" og fjallar ítarlega um
nokkur kvæði hans, athyglisverð-
ur þótti mér samanburður hans á
Jóni og Grími Thomsen.
Tvær ritgerðir eru um Sigurð
Nordal eftir Jónas Kristjánsson og
Hjálmar Sveinsson. Jónas fer
nokkrum orðum um fræðimann-
inn og skáldið, en Hjálmar gerir að
umtalsefni „Viðhorf Sigurðar Nor-
dals til menningar og sögu".
Gunnar Kristjánsson víkur að
trúarlegum minnum í kveðskap
Snorra Hjartarsonar: „Ef til vill“ er
yfirskriftin. Árni Sigurjónsson
fjallar um Bjart í Sumarhúsum og
sveitasæluna og tekur mið af
mörgum sögum, sem gerast í
sveit: fjörlega samin ritgerð. Rit-
stjórinn Gunnar Stefánsson skrifar
um smásögur Indriða G. Þorsteins-
sonar í ritgerð sem nefnist „Sjón-
arhóll sögumanns". Þar skilgreinir
Efasemdir gyðings
Ást og útlegð
e.: Isaac Bashevis Singer.
Þýö.: Hjörtur Pálsson.
Utg.: Setberg.
Setberg gaf út sína fimmtu bók
eftir Isaac Bashevis Singer í
þýðingu Hjartar Pálssonar nú um
þessi jól. Ást og útlegð eru minn-
ingar Singers frá því hann er barn
í Póllandi og frá fyrstu árum hans
í Ameríku.
Isaac Bashevis Singer er gyðing-
ur og ólst upp í strangtrúaðri gyð-
ingafjölskyldu þar sem eingöngu
var töluð jiddíska, en það er það
mál sem Singer skrifar á. Fyrri
hluti bókarinnar lýsir þessum upp-
vaxtarárum hans og hvernig upp-
lýsingin og umheimurinn kemur
inn í líf hans og efasemdir hans um
réttmæti gyðingabókstafsins ná
tökum á honum. Sem ungur mað-
ur fer hann til Varsjár á eftir bróð-
ur sínum, sem orðinn er blaða-
maður og rithöfundur, og vinnur
fyrir sér með prófarkalestri, byrjar
að skrifa og hellir sér út í ástarfar
með hinum ýmsu konum, Síð-
asti hluti bókarinnar segir frá
fyrstu árum hans í fyrirheitna
landinu, ævintýrum hans við að
útvega sér innflytjendaleyfi,
amerískum ástum og uppgjöf
hans fyrir illsku heimsins.
Rauður þráður sögunnar og lífs
hans eru efasemdir hans um
gæsku guðs, — saga mannkynsins
frá örófi, gömul stríð og ný og
grimmd mannanna vekja honum
viðbjóð og óhugnað, sá guð sem
ber ábyrgð á sköpun alls þessa get-
ur ekki verið góður og réttlátur:
„Ég var fyrir mitt leyti alveg
reiðubúinn að krýna Hann öll-
um öðrum hugsanlegum eigin-
leikum en gæsku og samúð.
Það var meira en réttlætis-
kennd mín þoldi að ætla þeim
hann sérstöðu Indriða sem sagna-
skálds, og fullyrðir m.a., að hann
hafi orðið „fyrir barðinu á póli-
tískri umfjöllun flestum fremur."
Þetta er góð grein og tímabær.
Aðalgeir Kristjánsson á hér
skemmtilega og athyglisverða rit-
gerð um Gísla Brynjúlfsson og
Norðurfara, rómantískt skáld og
þjóðfrelsisrit hans. Ekki sízt er for-
vitnilegt að lesa um viðtökur rits-
ins meðal lesenda hér heima, um-
mæli þeirra og dóma í bréfum til
útgefandans. Viðhorf Gísla Brynj-
úlfssonar eiga erindi til samtím-
ans, og því er ánægjulegt, að vak-
in er athygli á verkum hans.
Hannes Jónsson sendiherra hef-
ur samið allítarlega ritgerð um ut-
anríkissstefnu íslands lýðveldis-
tímabilið og mótun hennar. Þar
eru rakin meginmarkmið þeirrar
stefnu, sem fylgt hefur verið að
mati höfundar, og hvaða atriði
hafa mótað hana. Mér finnst höf-
undur hefði getað komið hugsun
sinni skýrar til skila, sbr. lokaorð:
„Við skulum þó ekki gleyma því,
að við lifum í breytilegum heimi
og að þróun alþjóðamála er stöð-
ugri breytingu undirorpin vegna
breytinga á herfræðilegum, hug-
myndafræðilegum og efnahags-
legum forgangsmarkmiðum
hinna ýmsu ríkja heims. Eigi að
síður virðist mega gera ráð fyrir
því, vegna náttúrulegra aðstæðna
íslenska ríkisins, pólitískra og
menningarlegra erfðavenja ís-
lensku þjóðarinnar og utanríkis-
stefnuvilja hennar, að grundvall-
aratriði utanríkisstefnu lýðveldis-
tímans muni áfram vera í gildi um
langan tíma ...“
Gils Guðmundsson lýsir kynn-
um sínum af Vilmundi Jónssyni
landlækni og kynnir rit hans Með
hug og orði. „Það lýsti oft af hon-
um, þegar hann talaði" heitir rit-
gerð hans; góð mannlýsing.
Loks er að nefna skáldskap
þeirra Jóns úr Vör, Matthíasar
Johannessens og Kristjáns Karls-
sonar.
Andvari er alþýðlegt tímarit í
þeim skilningi, að framsetning
efnisins er Ijós (með undantekn-
ingum þó!) og ritið er yfirleitt
prýðilega læsilegt þó flestir höf-
undar slaki ekki á fræðilegum
kröfum. Það er gott, því hvers
virði eru blöð og bækur sem eng-
inn les vegna ofurvarfærni í fram-
setningu eða efnisvali sem engan
hljómgrunn á utan virkismúr-
anna? S.S.
Guði náð sem í milljónir ára
hafði horft á fjöldamorð og
pyndingar og blátt áfram reist
heilan heim á grunni ofbeldis
og morða." (bls. 120)
Samt efast hann aldrei um tilvist
guðs.
Annar þráður bókarinnar er
gyðingdómurinn, ungir gyðingar
eins og hann sjálfur að losa sig úr
hinum rammgerðu viðjum fornra
siða og trúarsamfélagsins, tuttug-
asta öldin að ryðjast inn á þetta
samfélag. Þetta er heimur sem
okkur hér er fullkomlega fram-
andi en líklega eru fáir höfundar
jafn vel í stakk búnir og Singer að
sýna okkur inn í þennan heim og
vekja áhuga á honum.
í stuttri athugasemd höfundar
fremst í bókinni segir Singer: ,í
raun réttri verður aldrei rituð sönn
ævisaga nokkurs manns. Það er
ekki á valdi bókmenntanna. Hver
sem ævin er yrði saga hennar þar
sem ekkert væri undan dregið af-
ar leiðinleg og ótrúleg í senn.“ Ást
og útlegð er ekki ævisaga í okkar
íslenska skilningi, fremur ber hún
öll einkenni skáldverks.
Þýðing Hjartar Pálssonar er yfir-
leitt slétt og felld en of oft þótti
mér ég hnjóta um stirðlegar setn-
ingar. Oþægilegt finnst mér einnig
þegar sumt er þýtt og annað ekki.
Þannig er með ýmis orð og hugtök
þýskrar eða pólskrar ættar, svo og
jiddísk hugtök að þau eru ekki
þýdd, en aftur á móti eru sum heiti
þýdd, svo sem nafn blaðs í Amer-
íku: Jewish Daily Forward heitir
Fram. Ég hefði frekar viljað hafa
hin ýmsu jiddísku orð á íslensku
eða a.m.k. orðskýringar með, en
nafnið á hinu ameríska blaði. Frá-
gangur bókarinnar er með ágæt-
um en þó fann ég nokkrar prent-
villur. _j Á
2« HELGARPÓST'UFMNN