Helgarpósturinn - 12.03.1987, Page 40

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Page 40
eftir Jónínu Leósdóttur myndir: Jim Smart TENGDAMÆÐUR ÞRIGGJA ÞJÓÐ- ÞEKKTRA KARLMANNA TJÁ SIG UM ÞAÐ HVERNIG ÞEIM LÍKAR HLUT- VERKIÐ OG TENGDASYNIRNIR RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, TENGDAMÓÐIR KRISTJÁNS JÓHANNSSONAR: „VAR TILBÚIN MEÐ GAGNRÝNINA" MÓÐIR UNNAR ÓLAFSDÓTTUR, VEÐURFRÆÐINGS, KONU ÞÓRARINS ELDJÁRNS, SKÁLDS. MÓÐIR BRYNDÍSAR SCHRAM, EIGINKONU JÓNS BALDVINS HANNIBALSSONAR, ALÞINGIS- MANNS. MÓÐIR SIGURJÓNU SVERRIS- DÓTTUR, LEIKKONU OG EKTA- KVINNU KRISTJÁNS JÓHANNS- SONAR, SÖNGVARA. „Þegar maður sér barnið sitt hefja samband við einhvern sem gæti orðið lífsförunautur, fyllist maður held ég örlítilli tortryggni og hugsar sem svo: „Hvernig ætli hann sé? Skyldi hann vera sá, sem örugglega verður bestur fyrir hana?“ o.s.frv. Nú, þegar dóttirin hefur síðan valið sér lífs- förunautinn, fyllist maður fyrst og fremst gleði, ef hann er manngerð sem manni líkar við. Sigurjóna er eina dóttir okkar og elsta barnið og við þær aðstæður, þegar einkadóttir velur sér lífsförunaut, er það afskaplega stórt mál. Manni finnst auðvitað enginn nógu góður fyrir þessa elsku! Mér fannst það voðalega fyndið að verða tengdamamma. Ef til vill er það svolítið öðru- vísi að verða tengdamóðir þegar tengdasonur- inn er kominn af barnsaldri. Eg get vel ímynd- að mér að það sé annað, ef krakkar byrja að vera saman kannski um 18 ára aldur og sam- bandið þróast í langan tíma, áður en það end- ar í sambúð. Það er annað þegar þetta skeður eins og hjá minni dóttur, að hún velur sér þroskaðan mann, sem þar að auki er þekktur. Hann hefur voðalega gaman af því að kalla mig „tannhvössu", „tengdó“ og allt það, en hann er afskaplega ljúfur og elskuiegur við okkur tengdaforeldra sína og það fer vel á með okkur. Ég veit eiginlega ekki hvort ég er búin að átta mig á því hvernig það er að vera tengdmamma! Ég hef hins vegar heyrt, að tengdamömmur séu gjarnan miklu hrifnari af tengdasonunum en tengdadætrunum. Þetta hef ég þó ekki reynt ennþá, en það er ekkert víst að það verði langt í það, því sonurinn er 21 árs. Tengda- mæðrum finnst gjarnan að sambandið við sonarbörnin sé kannski ekki alveg jafnnáið og við börn dætranna. Þegar ég verð tengda- mamma tengdadóttur, ætla ég að leggja mig feikilega vel fram við að láta þetta, sem ég hef heyrt, gerast ekki!" — Hvernig leist þér nú á Kristján, þegar þú hittir hann fyrst? „Eins og fólk veit, þá hafa fjölmiðlar gefið þá mynd af Kristjáni að hann sé óskaplegur gobb- karl og ægilega ánægður með sjálfan sig. Ég fylgdist auðvitað með því að dóttir mín virtist meira og meira vera að velja sér hann að fé- laga og vini og þar kom, að hún bauð honum heim til mömmu og pabba. Ég man, að ég sat þarna heima í stofu, alveg stíf og tilbúin með gagnrýnina: „Ef hann heldur að hann sé eitt- hvað merkilegri en aðrir, eða að hún sé ægi- lega heppin að hann sé að velja hana, þá skjátlast nú drengnum!" Þarna sat ég sem sagt, stíf, og inn kom þessi ljúfi maður. Hann var óskaplega elskulegur og kannski pínulítið taugaóstyrkur, og ég verð að segja að ég slappaði afar fljótt af, þegar ég upp- götvaði að þarna var indælismaður á ferð — ekkert líkur þeirri mynd, sem fjölmiðlar höfðu gefið af honum. Það er öðruvísi að fá þekktan tengdason, sem maður er búinn að fá mynd af úr fjölmiðlum, en strax fyrstu mínúturnar í okkar kynnum losuðum við okkur við þá for- skrift. Og afskaplega hefur okkur fundist Kristján indæll maður í allri samvist og ólíkur því, sem fólk heldur. Ég hlæ alltaf núna, þegar verið er að gefa þessa mynd af honum!" 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.