Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 1

Íslenska þjóðfélagið - 23.12.2021, Síða 1
Íslenska þjóðfélagið 1. tbl. 12. árgangur 2021, 1–2 © höfundar 2021. Tengiliður: Margrét Valdimarsdóttir, margretv@unak.is Vefbirting 23. desember 2021. Birtist á vefnum https://www.thjodfelagid.is Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands, Gimli, Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík Frá ritstjórum Tólfta útgáfuár Íslenska þjóðfélagsins – tímarits Félagsfræðingafélags Íslands er nú að baki. Undanfarin misseri hafa verið viðburðarík hjá tímaritinu. Thamar Melanie Heijstra lét af störfum sem ritstjóri eftir fimm ára setu í upphafi árs 2020. Samfara því skipaði Félagsfræðingafélag Íslands ritnefnd úr sínum röðum sem sinnti ritstjórnar- störfum út árið 2020. Ritnefnd var skipuð Guðmundi Oddssyni, Margréti Valdimars- dóttur, Sigrúnu Ólafsdóttur og Sunnu Símonardóttur. Auglýst var eftir ritstjórum og í upphafi árs 2021 tóku Guðmundur Oddsson og Margrét Valdimarsdóttir við sem rit- stjórar til tveggja ára. Sóllilja Bjarnadóttir var jafnframt ráðin aðstoðarritstjóri í upphafi árs. Árið 2021 var útlit birtra greina í tímaritinu gert stílhreinna í kjölfar þess að gengið var til samninga við umbrotsaðila. Það skiptir sköpum að hafa fagmann til verksins en umbrotsvinna við samþykkt handrit hefur fram að þessu fallið á ritstjóra og fórnfúsa og tölvufæra félagsfræðinga sem standa tímaritinu nærri. Ritstjórar og stjórn Félagsfræð- ingafélags Íslands tóku jafnframt þá ákvörðun á árinu að gera höfunda ábyrga fyrir fag- legum prófarkarlestri handrita líkt og tíðkast víða. Íslenska þjóðfélagið hefur hingað til staðið straum af kostnaði við prófarkarlestur en mun framvegis velta þeim fjármunum í faglegra umbrot. Enn fremur hefur það reynst ómetanlegt að fá Sóllilju Bjarnadóttur inn sem aðstoðarritstjóra en slíkt hefur straumlínulagað umsýslu við innsend handrit og tímaritið sjálft. Sex greinar birtust í þessum árgangi Íslenska þjóðfélagsins. Tímaritinu bárust níu handrit á árinu sem öll fóru í ritrýni en tveimur handritum var hafnað í kjölfarið. Birtar greinar í árganginum eru mjög fjölbreyttar en hafa það sammerkt að greina fjölbreyttar áskoranir í kviku nútímasamfélagi. Greinin „Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“ eftir Hjördísi Sigursteinsdóttur og Kristínu Helga- dóttur byggir á rannsókn á kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja á Akureyri og notast var við viðtöl og spurningakönnun til að greina viðhorf stjórnarfólks til kynjakvóta í stjórnum. Greinin „Mæður á þriðju vaktinni í kórónaveirufaraldrinum“ eftir Andreu Hjálmsdóttur og Valgerði S. Bjarnadóttur varpar einnig ljósi á kynjamisrétti, en rann- sóknin byggir á opnum dagbókarfærslum tæplega fjörutíu mæðra vorið 2020 í kjölfar þess að COVID-19 faraldurinn skall á hér á landi. Mjög áhugaverð greining á fordæma- lausum tímum. Í greininni „Mannekla lögreglu og mjúk löggæsla í dreifbýli“ kortleggja Guðmund- ur Oddsson og Andy Hill þróun mannafla íslensku lögreglunnar, skoða lögregluna í evrópskum samanburði og greina upplifun dreifbýlislögreglumanna af helstu áskor- unum þeirra og bjargráðum. Í rannsókninni var notast við fyrirliggjandi gögn og viðtöl ÍSLENSKA ÞJÓÐFÉLAGIÐ tímarit um íslenskt þjóðfelag … … sem fræðilegt viðfangsefni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.