Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 1
94. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Svsturnar hættar hungur- verkfallinu London, Belfast, 8. júní, AP — NTB. SYSTURNAR frsku Dolours og IVIarion Price — félagar úr frska lýðveldishernum, sem afplána Iffstfðarfangelsi f London, hættu f gærkveldi hungurverkfalli sfnu, sem staðið hefur í 20t> daga. Voru þær þá orðnar afar veikburða, enda hafa þær einskis ne.vtt nema vatns sfðustu þrjár vikur, eftir að hætt var að ne.vða og dæla í þær næringu. S.vsturnar, sem eru 20 og 23 ára að aldri, voru dæmdar fyrir aðild að sprengingunum í London f fyrra, sem ollu 230 manns marg- háttuðum meiðslum. Hungur- verkfallið var gert til áréttingar kröfu um, að þær yrðu fluttar í fangelsi I N-Írlandi. Þrír aðrir IRA-félagar eru enn f hungur- verkfalli, en búizt við að þeir hætti, að dæmi Price-svstranna. Fjölskylda systranna hefur lagt mikið kapp á að fá þær til að hætta að svelta, sérstaklega eftir að IRA-félaginn Michael Gaughan lézt af völdum hungurverkfalls í fangelsi á Wight-eyju sl. mánu- dag. Eftir að hafa lesið rækilega yf- irlýsingu, sem brezki innanríkis- ráðherrann, Roy Jenkins, sendi frá sér fyrir nokkrum dögum, létu systurnar til leiðast. Er talið, að þær hafi getað lesið út úr henni fyrirheit um að fá að afplána dóm sinn í N-Irlandi, þegar fram f sækti, en Jenkins tók skýrt fram, að hann mundi ekki láta þvinga sig til að flytja systurnar. írski lýðveldisherinn hafði hót- að rækilegum hefndaraðgerðum, ef systurnar létu lífið í fangels- inu. Sömuleiðis hafa þeir hótað að hefna Gaughans, en lík hans var flutt til London og jarðsett þar í gær, að viðstöddum um fimm þús- und manna. Eyjaflotinn fylgdi Noregs- konungi til hafs VESTMANNAEYINGAR FOGN UÐU KONUNGI INNILEGA ÓLAFUR Noregskonungur fékk ógleymanlegar móttökur f heim- sókn sinni til Vestmannaeyja f gær. Bátafloti Vestmannacyinga, 50—60 skip, sigldi fánum prýdd- ur á móti konungssnekkjunni, sem var í fylgd varðskipsins Öó- ins og tveggja norskra freigáta, og höfðu margir bátar norska fán- ann uppi. Bátarnir mynduðu heiðurskeðju um snekkju kon- ungs og fylgdarskipin og var sigl- ing skipanna mjög tignarleg. Er vafasamt að erlendum þjóðhöfð- ingja hafi áður verið tekið jafn- innilega hér á landi. Að lokinni heimsókninni til Eyja fylgdi bátaflotinn konungssnekkjunni austur fyrir Bjarnarey, þar sem öll skipin flautuðu samtfmis og kvöddu Ólaf Noregskonung, sem sfðan hélt áleiðis til Noregs á snekkju sinni. Móttökurnar f Eyjum sýndu glögglega hinn mikla vinar- og þakkarhug, sem Vestmannaeyingar bera til kon- ungs og norsku þjóðarinnar allr- ar. Islenzkir og norskir fréttamenn og ljósmyndarar, sem hugðust fylgja konungi til Eyja, flugu yfir skipin áður en þau komu til hafn- ar og hrifust af glæsibrag Vest- mannaeyinga. Voru fréttamenn- irnir á leiguvél frá Flugfélagi ís- lands, en hvasst var og gat vélin ekki lent. Flugvél Landhelgis- gæzlunnar með gesti úr Reykja- Síðustu kjarnorkutilraunir Frakka ofanjarðar í sumar París, 8. júní, AP-NTB. í DAG var birt í Elysee-höll tilkynning frá Giscard d'Estaing forseta, þar sem sagði, að Frakkar mundu gera nekkrar kjarnorkutil- raunir á Kyrrahafi á næst- unni, en þær yrðu hinar síðustu ofan jarðar — eftir það ættu slíkar tilraunir að fara fram neðanjarðar, enda væru Frakkar svo vel á veg komnir í gerð kjarn- orkuvopna, að neðan- jarðartilraunir ættu að nægja þeim úr þessu. Boðað var, að svæðið umhverfis Mururoa-eyjar á Kyrrahafi, þar sem kjarnorkutilraunirnar hafa farið fram öðru hverju frá þvi sumarið 1966, yrði lokað allri skipaumferð frá næsta þriðjudegi og gerðar yrðu strangar öryggis- ráðstafanir umhverfis tilrauiia- svæðið. í tilkynningu forsetans sagði, að tilraunirnar í sumar yrðu ekki umfangsmeiri en brýnasta nauð- syn krefði. Gæzlusveitum á tilraunasvæð- inu hefur verið skipað að beita þeim aðgerðum, sem þær telja nauðsynlegar til að koma i veg fyrir, að skip sigli inn á tilrauna- svæðið. í tilraunahryðju Frakka á síðasta ári sigldu þó nokkur skip inn á hættusvæðið til þess að mót- mæla tilraununum og urðu frönsk herskip að draga þau burt með valdi. Tilraunir Frakka á þessum slóðum hafa verið ákaflega um- deildar. Síðustu þrjú árin hafa þeir unn- ið að þvi að útbúa nýtt tilrauna- svæði við Fangataufa-eyjar um 50 sjómílur suður af Mururoa. Þar verða tilraunir neðanjarðar og er búizt við, að þær hefjist á næsta ári. í sumar er búizt við, að til- raun verði gerð með kjarnorku- sprengju, er varpað verði úr flug- vél. vik tókst þó að lenda við erfiðar aðstæður, en blaðamenn sneru viðtil Reykjavikur. Konungssnekkjan lagðist ekki að bryggju í Vestmannaeyjum, heldur fór konungur á milli i létt- báti frá skipinu, en Eyjabúar sigldu umhverfis á smábátum, trillum og gúmmíbátum. Á hafnarbakkanum tóku á móti kon- ungi bæjarstjórn Vestmannaeyja, Magnús Magnússon bæjarstjóri, Páll Zophanfasson bæjartækni- frséðingur, sem var leiðsögu- maður gestanna i Eyjum, og þing- menn Eyjamanna. Veður var mjög gott, þrátt fyrir hvassviðrið, sólskin og mátti sjá til lands. Var farið um bæinn og konungi sýnd hús, sem enn eru grafin í ösku, og farið upp á nýja hraunið. Þá var ekið víðar um eyjuna og farið út á nokkrum stöðum. Að þvi búnu var haldið á hótelið, þar sem gest- um voru boðnar veitingar. Kon- ungur var i bezta skapi og mjög glaður yfir móttökunum. Magnús Magnússon bæjarstjóri flutti stutt ávarp og þakkaði konungi fyrir þann bræðrahug, sem Norðmenn hafa sýnt Vestmannaeyingum. Ölafur konungur talaði einnig og kvaðst vona, að sólskinið, sem nú væri í Eyjum, væri til merkis uir að nú væru bjartari tímar fram undan hjá Eyjabúum, eftir erfið leika sfðasta árs. Frá hótelinu var haldið á n\ niður að höfn, þar sem konung var afhentur blómvöndur og gerð það lftil stúlka í íslenzkum bún ingi. Konungur steig þvi næst un borð í léttbát sinn og hélt ti Framhald á bls. 41 Ráðstefna hryðjuverka- samtaka í Belfast í júlí? Belfast, 8. júní, AP. N-ÍRSKA lögreglan upplýsir, að hinn marxíski armur lýðveldis- hersins írska „officials" — IRA hafi boðað til alþjóðlegrar ráð- stefnu skæruliðasamtaka i Bel- fast i næsta mánuði. Er tilgangur hennar sagður sá að bera saman aðferðir neðanjarðarhreyfinga og hugmyndafræði. Meðal samtaka, sem boðið var að senda fulltrúa. eru Palestinu-skæruliðar, Tupa- maros i Uruguay, aðskilnaðar- hreyfing Baska á Spáni og frelsis- hreyfingin Frelimo i portúgölsku nýlendunni Mosambique. „Official“-armur IRA hefur lítt látið til sín taka með hryðjuverk- um í átökunum á N-írlandi, en heldur uppi þeim mun öflugri stjórnmálastarfserhi undir merki lýðveldisflokksins Sinn Fein. Rússneskur prófessor til USA Tókió, 8. júnf, AP. RUSSNESKI prófessorinn Boris Petrovich Redkin. sem sl. fimmtudag fór fram á að fá hæli f Bandaríkjunum sem pólitfskur flóttamaður. hélt þangað f morgun flugleiðis frá Tókfó. Kona hans Anna varð eftir; hafði neitað að fara með honum vestur um haf, — en skömmu sfðar liélt hún til Osaka. þar sem hún ætlaði um borð í sovézkt flutningaskip. er skylrii leggja þaðan upp til Sovétrfkjanna næsta mánu- dag. Redkin, sem er 36 ára að aldri, hafði starfað um hrið sem skiptiprófessor í Tokio. Hann fékk að fara til Banda- rikjanna sem venjulegur ferðamaður og verður ákveðið siðar, hvort hann fær þar dvalarleyfi. Bandarísk yfir- völd vildu ekki taka við honum sem „pólitfskum flóttamanni" af ótta við óheppileg áhrif á viðleitni Bandarfkjanna og Sovétrikjanna til að bæta og efla samskipti sin i milli. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.