Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAOUR 9. JUNI 1974 DJtCBÖK I dag er sunnudagurinn 9. júní. 160. dagur ársins 1974. Trínitatis. (Þrenningar- tiátf<>). Kólúmbamcssa. Árdegisflóð er kl. 09.09, síðdegisílóó kl. 21.27. 1 Revkjavík er sólarupprás kl. 03.06, sólarlag kl. 23.50. Sólarupprás á Akurevri er kl. 02.04, sólarlag kl. 00.22. (Heimild: tslandsalmanakið). Sannlega, sannlega segi ég þér, ef maðurinn fæðist ekki af vatni og anda, getur hann ekki komizt inn í guðsríkið. Það, sem af holdinu er fætt, er hold, og það, sem af andanum er fætt, er andi. (Jóhannesar guðspjall, 3. 5—6). ÁRIMAÐ HEIL.IA 80 ára er á morgun, 10. júní, frú Kristrún (iuðjónsdóttir, Berg- staðastræti 50. Re.vkjavík. Hún tekur á móti gestum í dag. sunnu- dag. í félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár kl. 3—6 e.h. ást er . . . ...að reyna að skilja hvort annað. TM Req. U.S. Pat. OTf.—All riqhts reserved ' 1974 by los Anqeles Times | BRIDGE ~ Hér fer á eftir spil frá leik milli Austurríkis og Spánar i Evrópu- móti fyrir nokkrum árum. Norður: S 9-7-3 H 9-5-2 T G-5 L 9-S-7-4-2 Vestur: Austur: S A-K-10-4 S D-G-6-5-2 H K-G-3 H A-4 T A-K-D-9 T 6-4-3 L G-3 L Á-10-5 Suður: S 8 H D-10-8-7-6 T 10-8-7-2 L K-D-6 75 ára er í dag Ölafía Árnadótt- ir, Laugarnesvegi 72, Reykjavik. I KROSSGÁTA ~j Lárétt: 1. stólpi 6. fugl 7. elska 9. ósamstæöir 10. styrkta 12. 2 eins 13. glingur 14. ætla 15. gabbi Lóðrétt: 1. nauð 2. munnur 3. fvr- ir utan 4. gera atlögu 5. útkoma 8. lærdómur 9. vitskerti 11. manns- nafn 14. skóli Lausn á síöustu krossgátu: Lárétt: 2. Asa 5. ég 7. sá 8. saur 10. kú 11. sleipur 13. UL 14. fata 15. ná 16. án 17. ara Lóðrétt: 1. messuna 3. skrifar 4. maurana 6. galla 7. skúta 9. VE 12. FA Vikuna 7.—13. júní verður kvöld-, helgar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Laugarnes- apóteki, en auk þess verður Apótek Austur- bæjar opið utan venju- legs afgreiðslutíma til kl. 22 alla daga vaktvik- unnar nema sunnudag. Merkið kettina Vegna þess hve alltaf er mikið um að kettir tapist frá heimilum sínum, viljum við enn einu sinni hvetja kattaeig- endur til að merkja ketti sína. Árfðandi er, að einungis séu notaðar sérstakar kattahálsól- ar, sem eru þannig útbúnar, að þær eiga ekki að geta verið köttunum hættulegar. Við ól- ina á svo að festa litla plötu með ágröfnu heimilisfangi og símanúmeri eigandans. Einnig fást samanskrúfaðir plasthólk- ar, sem í er miði með nauðsyn- legum upplýsingum. (Frá Sambandi dýraverndun- arfélaga Íslands). Þingvellir Þingvallavegur og Þingvellir taka örum breytingum þessa dagana. Þrfr flokkar vega- vinnumanna eru nú við vega- viðgerðir á Þingvallaveginum, en einnig er unnið af fullum krafti við nýja Gjábakkaveg- inn. Undirbúningur fyrir þjóðhá- tiðina stendur nú einnig sem hæst á Þingvöllum, og má þar til nefna, að Þingvallabærinn hefur verið stækkaður og verið er að byggja nýja álmu við Val- höll, og er stefnt að þvi, að þeim framkvæmdum verði að fullu lokið fyrir þjóðhátíð. I sumar mun ungur hljóm- listarmaður, Sigurjón As- björnsson frá Alafossi leika á orgel í aðalveitingasal Valhall- ar. Bátaleiga við Þingvallavatn er nu hafin, og silungsveiði í vatninu hófst í ár mun fyrr en venja er. Sigurjón Asbjörnsson Richard Beck flytur háskóla- fyrirlestur Dr. phil. h.c. Richard Beck, prófessor emeritus, flytur opin- beran fyrirl'estur við Háskóla Is- lands í boói Heimspekideildar miðvikudaginn 12. júní n.k., kl. 17.15 stundvíslega i 1. kennslu- stofu Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist: Land- nám islendinga í Norður-Dakóta i sögu og ljóðum. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. (Fréttatilkynning frá Háskóla islands). [~PEI\IIMA\/II\1IR Bangladesh Shamsul AbeDin c/o Baitúl Abedin Tut Para Main Road Khulna Bangladesh Hann er 17 ára, skrifar á ensku og hefur áhuga á körfubolta, frí- merkjasöfnun og söfnun póst- korta frá ýmsum löndum. Md. Badol c/o M. Hossan (Nunnu) Tut Para Main Road Khulna Bangladesh Hann er líka 17 ára, safnar frí- merkjum, hefur áhuga á sögu og teikningu. Kandarfkin Ken Freeman 107 Mar Vista Dr. Aptos, California U.S.A. 95003 HanrrTr 15 ára, og langar til að skrifast á við jafnaldra sína. Heimsóknatímar sjúkrahúsanna Barnaspftali Hringsins: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspftalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30— 14.30 og kl. 18.30—19. Flókadeild Kleppsspftala: Dag- lega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16 og kl. 19—19.30. Fæðingarheimili Reykjavfk- ur: Daglega kl. 15.30—16.30. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og kl. 19 —19.30 daglega. Hvftabandið: kl. 19—19.30 mánud.—föstud. laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30. Kleppsspítalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Landakotsspftali: Mánud.—laugard. kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknartími á barnadeild er kl. 15—16 daglega. Landspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 19—19.30. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidagakl. 15—16.30. Vffilsstaðir: Daglega kl. 15.15—16.15 og kl. 19.30—20. Sjúkradeildir Grensási: Heimsóknartími daglega 18.30—19.30. laugardaga og sunnudaga einnig 13.00—17.00. Sjúkradeild Heilsuverndarstöð: Heimsóknartími daglega 15.00—16.00 og 18.30—19.30. Við annað borðið sátu austur- rísku spilararnir A—V og þar gengu sagnir þannig: Vestur — Austur 2g 3 s 4 s 4 g 5 h 5 g 7 s p Suður lét út laufa drottningu, sagnhafi drap með ási, tók 3 slagi á tromp, síðan tók hann hjarta ás, lét út hjarta 4, svínaði gosanum, tók þvi næst hjarta kóng og kast- aði laufi heima. Nú tók sagnhafi ás og kóng í tígli og þegar tigul gosi kom í þá breytti sagnhafi um, tók trompin, sem eftir voru, og suður var þvingaður, því að hann gat ekki valdað tígulinn og haldið laufa kóngi. Sagnhafi fékk þannig 12 slagi og vann spilið. Við hitt borðið varð lokasögnin sú sama, eða 7 spaðar, og var vestur sagnhafi. Norður lét út hjarta og þar vannst spilið einnig. 1 MIIMIMIIMGAnSPjOt-D 1 Minningarspjöld Kvenfélags Bústaðasóknar fást í Bókabúð Máls og menningar, hjá Ebbu, Hlíðargerði 17, Bókabúðinni Grímsbæ og Verzluninni Gyðu, Asgarði. Utankjörstaðakosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins er að Laufásvegi 47. Simar: 26627, 22489, 17807, 26404. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Hafnarbúðum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnu- daga kl. 14—18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.