Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNl 1974 25 Úrslit sveitarstjórnakosninganna Ellert B. Schram Undanfarna daga hafa stjórn- málaforingjar keppzt við að gefa sér mismunandi skýringar á úrslit um sveitarstjórnakosninganna og sigri Sjálfstæðisflokksins, allt eftir því hvað bezt hentar viðkomandi flokki, Þó geta hvorki þeir né aðrir sagt með vissu. hvað réð atkvæði hvers og eins kjósanda. og um það má endalaust deila, hvað vó þyngst — málefnastaða borgar- stjórnarmeirihlutans eða glundroðakenningin, afstaðan til varnarmálanna eða óánægju út ! vinstri stjórnina. En hverja svo sem menn velja sér sem meginskýringu þá hefur hvert þessara atriða og þau öll samanlagt stuðlað að hinum mikla kosningasigri Sjálfstæðisflokks- ins. Ef litið er á árangur Sjálfstæðis flokksins annars staðar en ! Reykjavik þá er Ijóst, að glund- roðakenningin ein sér eða mál- efnastaða meirihlutans hafa ekki ráðið úrslitum um almenna fylgis- aukningu Sjálfstæðisflokksins. Af- staðan til varnarmálanna er held- ur ekki einhlít skýring. þegar kosningar eru svo staðbundnar eins og raun ber vitni um i sveitar- stjórnakosningum. Það verður að ieita enn annarra skýringa. I þv! sambandi er vert að minna á, að fyrir kjördag lögðu stjórnarflokkarnir sérstaka áherzlu á, að kosningarnar snerust um meir en einstaka menn og málefni sveitarstjórna. f Þjóð- viljanum 15. ma! sl. sagði ! leiðara: „Það þarf að hrikta ! þessu musteri einkagróðaflokksins ! borgarstjórnarkosningum ! vor, sigra þetta vigi Sjálfstæðisflokks- ins og ryðja þannig braut fyrir róttæka félagshyggjustefnu i borgarmálefnum. Ef róttæk vinstri stefna veltir ihaldinu úr borgar- stjórn þann 26. ma! væri jafn- framt rudd braut fyrir stórfellda sigursókn Alþýðubandalagsins ! alþ.kosn. þann 30. jún!, þegar fólkið hefur valdið til að velja vinstri stefnu." Þetta var tónninn ! málflutningi stjórnarsinna fyrir kosningar. En strax að loknum kosningum kvað við annan tón. I sjónvarps- viðtali 27. mai töldu þeir Ragnar Arnalds og Ólafur Jóhannesson það fjarstæðu að túlka úrslitin sem vantraust á vinstri stjórnina. Sé það rétt hjá þessum forystu- mönnum stjórnarflokkanna, að það sé fjarstæða að túlka fylgis- aukningu Sjálfstæðisflokksins sem vantraust á ríkisstjórnina — þá er ekki nema ein skýring eftir — hún er sú, að kjósendur séu að flykkjast til Sjálfstæðisflokksins, ef ekki vegna andúðar á vinstri stjórninni, þá vegna ágætis Sjálf- stæðisflokksins sjálf. Sjálfstæðismenn geta ! sjálfu sér vel unað við þá niðurstöðu. Hitt er auðvitað hverju manns- barni Ijóst, einnig stjórnarsinnum, að hér hefur hvort tveggja haft Eftir áhrif, vanþóknunin á vinstri stjórninni og tiltrúin á Sjálfstæðis- flokknum. Það er enginn tilviljun, að þegar vinstri stjórn situr að völdum í landinu, skuli Sjálf- stæðisflokkurinn vinna sina stærstu sigra. Þær staðreyndir tala sínu máli. Þjóðviljinn kallar þetta sveiflu til hægri án þess að skýra það með öðru en upphrópunum um ihald og einkagróðaflokk. Ólafur Jóhannesson tekur undir með Þjóðviljanum og talar um Sjálf- stæðisflokkinn sem öfgaafl til hægri til samanburðar við Alþýðu bandalagið sem öfgaafl til vinstri. Það má vera, að hér sé um að ræða sveiflu til hægri, ef úrslitin eru skoðuð út frá sjónarhóli þeirra, sem yzt standa til vinstri. En það er auðvitað fráleitt að stimpla Sjálfstæðisflokkinn sem öfgaflokk. Slíkt fjöldafylgi fær enginn jaðarflokkur, hvort heldur hann er til hægri eða vinstri. Sjálf- stæðisflokkurinn nýtur fylgis sem frjálslyndur miðflokkur og er í takt við öfgalaus og eðlileg stjórnmála- viðhorf venjulegs fólks. Það er I Ijósi þessara einföldu staðreynda, sem Sjálfstæðis- flokkurinn eykur fylgi sitt undir vinstri stjórn. Fólk er að hafna öfgum og óróleika á vinstri væng stjórnmálanna. Það er að mót- mæla þeim uppáþrengjandi vits- munaverum, sem allt þykjast bezt vita í sínum sósíaliska réttrúnaði. Fólk er að svara fyrir sig. Undanfarin þrjú ár hafa duglegir athafnamenn setið undir stöðugu aðkasti. Talað hefur verið um ,,borgarastétt" i lítilsvirðandi og niðrandi merkingu. Hávaðasamir minnihlutahópar hafa gerzt sjálf- skipaðir talsmenn íslenzkrar æsku. Vestrænt samstarf er haft að háði og spotti. Allt hefur þetta misboðið póli- tískum viðhorfum og almennri skynsemi alls þorra íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa að öðru leyti. Það ætti enginn að vanmeta venjulega skynsemi, sem vill vera langlífur í valdastóli. Kosningarnar 26. maí sl. veltu ekki vinstri stjórninni. En vilji kjósenda er Ijós. Ef sönn viðhorf ráða ferðinni i alþingiskosningun- um, þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. isamt bæjarstjóranum og bæjarverkfræðingi. Sjálfstæðisflokkinn, og meira að segja miklu fleira en það, sem kaus hann í sveitarstjórnakosn- ingunum, jafnvel þótt hann fengi rúman meirihluta atkvæðanna. Þorri islendinga er sjálfstæðis- fólk, og þess vegna gæti Sjálf- stæðisflokkurinn vissulega farið með meirihlutavald á Alþingi, þótt litlar líkur séu raunar til þess að svo fari á næstunni. Meginmál þingkosninganna Meginmálið, sem barizt verður um í þingkosningunum, verður að sjálfsögðu það, hvort hér eigi áfram að vera vinstri stjórn eða ekki. Þegar menn taka afstöðu til þeirra spurningar, hlýtur fyrst að vakna í hugum hvers og eins, hvort hann óski eftir því, að við Íslendingar verðum áfram þátt- takendur í varnarsamstarfi vestr- ænna þjóða og skipum okkur á bekk með lýðræðisþjóðunum eða hvort landið verði gert varnar- laust og við færumst með þeim hætti inn á áhrifasvæði Ráð- stjórnarríkjanna. Enginn efi er á því, að ný vinstri stjórn mundi láta varnar- liðið hverfa af landi brott. For- ustumönnum kommúnista yrði ekki stætt á því í mörg ár til viðbótar að sitja í vinstri stjórn, án þess að varnarliðið yrði rekið á brott.'Þetta veit Ölafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, fuilvel og yfirlýsingar hans um áframhald- andi vinstri stjórn grundvallast þess vegna á þeirri afstöðu hans að fylgja fram kröfunni um brott- rekstur varnarliðsins. Auðvitað ætlar Ölafur Jöhannesson sér ekki að færa Island inn á áhrifa- svæði Ráðsstjórnarrikjanna, fremur en leiðtogar sambærilegra flokka í núverandi leppríkjum ætluðu sér að ofurselja lönd sín heimskommúnismanum, þegar þeir hófu samstarf við kommún- ista og hröktust skref fyrir skref undan þrýstingi þeirra. Þeir, sem nú ráða ferðinni i Framsóknarflokknum og hafa hrakið frá framboðum þá menn, sem vilja standa gegn því, að landið verði gert varnarlaust, lifa í þeirri barnslegu trú, að Rússar séu orðnir svo góðhjartaðir, að ekki hvarfli að þeim að leita eftir ítökum hérlendis, þótt íslend- ingar hætti þátttöku í varnarsam- starfi lýðræðisþjóðanna. Þess vegna sé óhætt að halda áfram á þeirri braut, sem vinstri stjórnin markaði sér með málefnasamn- ingnum margrædda. En þótt þessir forustumenn i íslenzkum stjórnmálum séu svona barnalegir, er ljóst, að mikill meirihluti íslenzku þjóðarinnar gerir sér grein fyrir raunveru- leikanum í þessu efni. Það sanna undirskriftir „Varins lands". Auðvitað er ekki ástæða til að ætla, að Rússar muni rjúka til á fyrsta degi og senda hingað herlið. Þeir vita vel, að það þurfa þeir ekki að gera og þess vegna ástæðulaust fyrir þá að skapa sér óvild með slíkum aðgerðum. Þeir hafa byggt upp hið gffurlega flotaveldi sitt á Norðurhöfum í þeim tilgangi að færa áhrifasvæði sitt út á Atlantshaf. Þeir hafa aukið þrýsting á Finnland og Noreg. Finnar þurfa þegar að bera undir ráðamenn í Kreml mikilvægustu ákvarðanir sínar, og þeir eru ekki einu sinni frjáls- ir að því að stunda bókaútgáfu og aðra menningarstarfsemi á frjáls- ræðisgrundvelli, heldur banna þeir þau listaverk, sem kynnu að vera þyrnir í augum Rússa. Norðmenn aftur á móti hafa öflugar hervarnir og eru einn virkasti aðilinn í Atlantshafs- bandalaginu, sem er þeirra eina vörn gegn ofureflinu. Og ísiand er nú varið, að visu af fámennu varnarliði, en með bakhjarl í öllu herliði Bandaríkjanna og Atlants- hafsrfkjanna allra, því að árás á Bandaríkjaher á íslandi þýðir árás á Bandaríkin sjálf. ísiand er þess vegna sá þröskuldur, sem Rússar komast ekki yfir, er þeir Ieitast við að færa áhrifasvæði sitt vestureftir Atlantshafinu. ísland er óum- deilanlega á áhrifasvæði vestur- veldanna, meðan héreru hervarn- Kosið um varnarmál Ef Ísland verður gert varnar- iaust, gera Rússar sér auðvitað lítið fyrir og flytja flotaveldi sitt vestur fyrir landið, og allt um- hverfis okkur gæfi þá að lita bryndreka þessa herveldis, en neðansjávar mörruðu kafbátarnir og í háloftunum þeyttust þot- urnar fram og til baka. Þetta veit og skilur hvert mannsbarn, sem á annað borð opnar einhvern tima augu sín. Og um það verður kosið á þjóðhátíðarári, hvort islend- ingar sjálfir vilja leiða yfir sig þessar aðstæður eða ekki. Kommúnistar halda þvf stund- um fram, að í síðustu þingkosn- ingum hafi verið kosið um varnar- málin og meirihluti islenzku þjóðarinnar hafi þá lýst því yfir, að hann væri fylgjandi því. að Ísland yrði gert varnarlaust. Þetta eru hrein ósannindi. Varnarmálin bar naumast á góma í sfðustu þingkosningum, enda lýstu núverandi stjórnarflokkar þvi yfir að kosningunum afstöðn- um, að landhelgismálið hefði fært þeim sigurinn. I komandi kosn- ingum, hinn 30. júni, verður hins vegar svo sannarlega kosið um varnarmál. Þeir, sem vilja tryggja, að hér verði áfram varn- ir, hljóta að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, þvi að hann er eini flokkurinn, sem hefur ekki hvikað í því efni og mun ekki gera landið varnarlaust á meðarí hætta er á þvi, að það hverfi þá á bak við járntjald. Efnahags- öngþveitið En þótt varnarinálin. sjálf sjálf- stæðismálin, verði auðvitað efst i huga manna á kjördegi er fleira, sem um verður barizt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka lýst þvi yfir, að hann vilji þegar i stað færa landhelgina út i 200 mílur, og mun láta ákvörðun í því efni verða sitt fyrsta verk, ef hann hefur forustu um stjórnarmyndun, og ekki Ijá máls á að mynda stjórn með nein- um þeim, sem ekki vill taka af skarið í þessu efni. Þriðja aðalmál kosninganna verður svo að sjálfsögðu efna- hagsmálin. Stjórnarherrarnir hafa nú sjálfir lýst ástandinu í efnahagsmálum með þeim hætti, að hér sé yfirvofandi 50% gengis- lækkun, að atvinnuvegirnír séu að stöðvast og viðtækt atvinnu- leysi sé á næsta leiti. nema mjög róttækar ráðstafanir vei'ði gerðar i efnahagsmálum. Þeir segja, að þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið framkvæmdar eða boðaðar voru með frumvarpi þvi, sem ríkisstjórnin lagði fram um svo- nefnt viðnám gegn verðbólgu. hafi aðeins verið bráðabirgðaráð- stafanir, svo að svigrúm skapaðist til víðtækari aðgerða. Þessi vinstri stjórn hefur þvi með nákvæmlega sama hætti og vinstri stjórnin. sem hrökklaðist frá 1958. lýst því yfir, að efna- hagslífið sé komið i algjört öng- þveiti. Hermann Jónasson baðst að vísu lausnar eins og vera bar. þegar svo var komið, en Ölafur Jóhannesson berst um á hæl og hnakka, þótt viðskilnaður hans sé að sjálfsögðu. ehnþá verri heldur en viðskilnaður fyrri vinstri stjórnar. En þrotabú stjórnar Ölafs Jóhannssonar mun fólkið gera upp hinn 30. júni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.