Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 14
14 MORtíUNBLAÐIÐ, SUNNUDAtíUR 9. JUNI 1974 Spjallað við f Arna Blandon um sálarfræði, leiklist, Kertalog o.fl. 9 Arni «*r Vnita Krislín í Kcrliilo.í’i: rovndi ;n> sjá fvrir mór lncrniu Kiilli myndi í raun o.u \rru haj*a sóryffliaMioa*ri IiI. . .*• „KKKI hefurrtu lesið allar þessar bækur," datt upp úr mér, þegar ég kom inn í herbergið hjá Árna Blandon. Bækur uppi um alla veggi, troðfullar hillur af hétkum. staflar af bókum. „Nei," sagði Árni. „Ég hef keypt þær af því að mig langar til að lesa þær einhvern tíma. Sumar hef ég lesið og hef blaðað í hin- um, lesið kafla hér og þar." „Nú ertu að ljúka B.A.-námi f sálarfræði, leikur í Kertalogi og ert lærður trésmiður að auki. Ef þú heldur svona áfram, hvenær heldurðu þá, að þú hafir líma til að lesa þessar bækur?" „Það er rétt. að ef ég held áfram að vera eins virkur þjóðfé- lagsþegnog ég hef verið, þá kemst ég aldrei vfir að lesa þa*r. Þjóð- félagið gefur mönnum ekki tíma til að setjast niður og lesa bækur. Lestur er ekki arðbær iðja — ja, nema þá að maður sé bókmennta- fræðingur eða gagnrýnandi eða eitthvað slíkt." Og ég spvr Árna um hvað þær séu, allar þessar bækur. „Stór hluti er um sálarfræði — þó ekki sá stærsti. Bókmenntir eru stærsti hlutinn. Svo eru hér tvær hillur eingöngu um leiklist og svo er talsvert um heimspeki. Þetta eru mín áhugamál. Ég hef til dæmis verið að lesa heimspekí núna undanfarna tvo daga." Hverl þessara sviða á mest ítök í Arna? „Þetta tengist saman mörgum böndum. Sálfrædin tengist leik- listinni og bókmenntunum sterk- lega. Ég hef t.d. ákveðið að skrifa B.A,-ritgerð um efnið „Var Hanilet brjálaður?". Þar kemur þetta allt inn í og heimspekin líka." „Értu húinn að taka einhverja ákvörðun um framhaldið? Verður það á sviði leiklistarinnar, bók- mennla, heimspeki eða sálar- fræði?" „Það er nú svo, að ég vil ekki sérhæfa mig og þurfa að velja á milli þessara greina. Kannski flý ég bara I húsasmíðina til að þurfa ekki að velja! — Þó má segja, að það sé fvrst og fremst val milli sálarfræðinnar eða leiklistarinn- ar, sem ég stend frammi fvrir. Það gæti t.d komið til greina, að ég helgaði mig leiklistinni ein- göngu í þrjú ár, en færi síðan I framhaldsnám í sálarfræðinni. ÍVIig langar til að vinna á sviði, sem er sameiginlegt þessum greinum báðum, þ.e. skapandi leiklist. Ég held, að það sé sú vfdd. sem fæst fólk hefur í raun gert sér grein fyrir að væri til. Hefðbundna leiðin hefur verið að leika fvrir fólkið, en síðan hef- ur einnig komið fram sú stefna að leika með fólkinu, á meðal fólks- ins. Þriðja leiðin er sú, sem ég hef áhuga á, að láta fólkið sjálft leika, skapandi leiklist. Eg held, að slík leiklist gæti verið stór þáttur í að stvrkja geðheilbrigði almennings, verið f.vrirbyggjandi sálarfræði. Hún mvndi kenna því að opna sig, að vera það sjálft f stað þess að bæla sig, loka sig af.“ Árni bendir á, að þetta sé í beinum tengslum við eina af nýj- ustu stefnunum í sálarfræðinni,: existentialismann. Sú stefna stvð- ur þá skoðun, að í raun og veru séu allir geðbilaðir eða brjálaðir, sem geta lifað f þjóðfélaginu. Þeir, sem séu á geðsjúkrahúsun- um, séu þeir einu heilbrigðu og komi það bezt fram í því, að þeir hafi alls ekki getað samþykkt hið hrjálaða þjóðfélag okkar og lifað í því. Og inn á þetta sé einmitt komið f Kertalogi, leikriti Jökuls Jakobssonar, sem Arni fer með eitt aðalhlutverkið í. Tal okkar berst að Kertalogi. Árni er f raun eini leikarinn í þeirri sýningu, sem ekki hefur lært í leikskóla. Én í samhandi , við þessa leiksýningu hefur hann lagt mikla áherzlu á að mennta sig sjálfur á sviði leiktúlkunar. „Ég gerði mér grein f.vrir því, að ef mér ætti að takast að leika f Kertalogi með einhverjum árangri, þá yrði ég að fara í minn eiginn skóla. Og það gerði ég. I tvo mánuði snerist allt mitt Iff um leiklist. Ég las aílt, sem Jök- u 11 hafði skrifað, sá allar leiksýn- ingar, sem völ var á, til að lifa mig inn í leikhúsheiminn, og las margar bækur um leiktúlkun. Síðan valdi ég mér þá túlkunarað- ferð, sem mér leizt bezt á, og notaði hana. Það má orða aðal- kennisetningu hennar eitthvað á þessa leið: Ef maður ætlar að túlka raunveruleikann, verður maður að vera raunverulegur sjálfur. Eða: Ef maður vill leika eðlilega, þá verður maður að ieika sig sjálfan. Eg hef ekki bara tekið þetta upp úr bókum, heldur hef ég einnig lagt mig mikið eftir því að læra af öðru ungu fólki, sérstaklega drukknu fólki. Drukk- ið fólk er það sjálft — ölið sýnir innri mann — og ég hef lært hvernig það fer að því að láta sér líða öðru vísi, þegar það er drukk- ið, en það mvndi gera við sömu aðstæður, ef það væri ódrukkið." Arni hefur orðið fvrir talsverð- um vonbrigðum með útkomuna „Kertalogi" — og b.vggjast þau vonbrigði að verulegu leyti á þvf, að mótleikari hans, Anna Kristfn Arngrímsdóttir, hefur haldið sig að allt annarri leiktúlkun. „Hún lék vel og hann var svo eðlilegur," hefur verið sagt um frammistöðu þeirra, að því er Árni segir. Og f þessu liggur megin- og reginmun- urinn. Arni hefur lagt aðaláherzl- una á að vera sem eðlilegastur, sem raunverulegastur. „Ég re.vndi að sjá f.vrir mér hvernig Kalli myndi í raun og veru haga sér ef hann væri til — og sfðan hef ég leikið þannig. Ég hef re.vnt að vera eðlilegur á sama hátt og honum væri eðlilegt — en það er ekki þar með sagt, að ég leiki ekki. Það felst einmitt í þessu krafa um að maður leiki — en bara ekki þannig, að það sjáist að maður sé að leika. Anna Kristín hefur hins vegar lagt sig fram um að leika, þannig að það hefur sést, að hún væri að leika. Það er skiljanlegt, þvf að langstærstur hluti áhorfenda vill einmitt hafa það þannig. Þessir áhorfendur eru vanir því að horfa á fólk leika á leiksviðinu en ekki vera eðli- legt." Arni tekur það fram, að Anna Kristfn leiki mjög vel, en hann er afar óánægður með þetta mis- ræmi í leiktúlkun þeirra. Annað- hvort hefðu þau bæði átt að ein- beita sér að raunveruleikanum, að vera sem eðlilegust, eða þá ba*ði að leika Þá hefði í báðum tilvikum komið út áhugaverð sýn- ing — en í þessu tilviki sé útkom- an ekki nógu góð. Árni dregur ekki dul á, að þessi k.vnni hans af leiklistinni hafa mjög dregið úr bjartsýni hans á framtfðarferil í íslenzkri leiklist. „Það er alltof áberandi það sjónarmið að reyna bara að græða sem mesta peninga á sem minnstri vinnu — og listin sjálf situr á hakanum. — Ekki það, að ýmsir leikarar eru afar ath.vglis- verðir listamenn, en svo margir eru það bara ekki." Hvað er framundan hjá hon- um? „Ja, það er allt óráðið f raun og veru. Ég mun Ijúka mínu sálar- fræðinámi og taka síðan nokkrar félagsfræðigreinar næsta vetur — og svo er alltaf opinn sá mögu- leiki, að ég komist að á leikskóla í Berlín. Ég hef beðið menntamála- ráðune.vtið að skrifa þangað fvrir mig með ósk um skólavist — en ráðune.vtið hefur haft svo mikið að gera, að mitt mál hefur að mestu setið á hakanum. Ég veit þvf ekkert hvað verður." Og þá látum við lokið spjallinu við Árna Blandon. Raunar var það miklu lengra — en einhvers staðar verður að setja punkt. Éyr- ir þá, sem vilja vita meira um Arna, skal þess getið, að hann lék á sínum tíma í hljómsveitum í Menntaskólanum f Hamrahlíð, síðast f Töturum, stundaði síðan nám í íslenzku og ensku um skeið við H.I., fór sfðan í sálarfræði og lék f Hárinu og Sandkassanum og stóð að stofnun SÁL-skólans, án þess þó að stunda þar nám. og á nú m.a. sæti í stúndentaráði H.I., er formaður menntamálanefndar ráðsins og var að fara að pakka inn Stúdentahlaðinu. þegar við- talinu lauk. „Ég hef lagt það f vana minn að vera önnum kafinn upp f.vrir haus," segir hann. -sh. QJt Q)s •cr -js Q),«< =• CK jy 03 f . 2. o« ■ 3 CD 03 3 03 O CQ C/3 O C 03 ^ WaO' 03 00 O 3S'« £ " s I I 5' C/3 {Q 03 o/ = c e/3 -Q_ 00 v> 3 CQ < o: O/ 03 O/ •< CQ CQ ■ 03 eo CD« cy 03 3 co 03 CQ eo o* 03 “i CD V) CD CQ 03« O/ 03 O o o 03 c 3 CD < 3 3 03 3_ CD CQ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.