Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9 JUNI 1974 ® 22-0*22- RAUÐARÁRSTIG 31 V_____——------/ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA & CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel 14444*255551 wá BÍLALEIGA car rentalÍ SENDUM 18 27060 <g BÍLALEIGAN S1EYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIOMEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI SAFNAST ÞEGAR ^ SAMAN & SAMVINNUBANKINN Bílaleiga CAB BENTAL Sendum Ijé* 41660-42902 vió gluggann eftir sr Arelius Nielsson Þessi spurning festist næst- um i eyrum mér frá vörum eins af kraftpredikurum Isiands fvrir nokkrum árum, Mér fannst hún þreytandi þá, en smám saman hefur hún fengið dýpri merkingu í vitund minni og máist vart þaóan hér eftir. Allt eðlilegt og meðalgreint fólk óskar að fylgjast með tím- anum hæði í trúmálum, listum, vísindum og þá ekki sizt með mönnum og málefnum og því, sem nefna mætti lífslist dagsins — vera í samræmi við sjálfan sig og aðra. Öllum finnst verra að dragast aftur úr og sumir óttast ekki ánauð meira en að verða ,,gamaldags“. En það þýðir nánast að svelgja í sig síðustu hugmyndir í stjórnmálum, listum og bók- menntum og vita svo varla hvaðan á sig stendur veðrið i öllu flokka ..gumsinu", fljóta síðan með straumnum og vita varla af sjálfum sér. Þessi aðstaða er ekki hótinu skárri en hitt, nefnilega undirr lægjuháttur gagnvart öllu gömlu. „Gamalt og gott" er langt frá því að vera ávallt hið rétta. „Ekki batnar fjandinn með aldrinum" er haft eftir Strindberg. Það gildir sama regla um gamalt og nýtt: Takið öllu með aðgát og gagnrýni og veljið hið bezta. Að fylgjast með er eiginlega í þessari reglu fólgið. Leita að sjónarhæð til að sjá sem lengst og hæst og átta sig á atburðum og þróun samtímans og velja hið sanna, fagra og góða, sjálf- stætt og persónulega. En þetta er hægara sagt en gjört. Sumir telja heppilegast að halda sig eingöngu innan sins ramma í þekkingu og starfi, sérhæfa sig sem bezt. Og stundum virðast það stefna nú- tímans með alla sína sérmennt- un og sérgreinar. En vel má þá gæta sín að verða ekki þrátt fyrir lærdóm- inn orðinn þröngsýnn sérvitr- ingur, „ígulker ótal skólaboka", „fagidiot", sem danskurinn kallar, sem mætti kannski nefna „fræðaflón" á íslenzku. En það er sannarlega litlu skárra en hitt að verða aumkunarveróur gutlari af því að finna þefinn af öllu, en þekkja ekki neitt. Það er vand- róið eða siglt milli skers og báru — vita meira og meira um minna og minna — eða minna og minna um meira og meira — ekkert um allt — eða allt um ekkert, En er þá til nokkur ðiillivegur? Er nokkuð, sem stendur nokkurn veginn öruggt upp úr bylgjugangi hversdags- lífsins, nokkuð sem mætti teljast vörður við veginn, sjón- arhólar við brautina? Þar er tvennt, sem ég þori samt varla að nefna, annað gamalt, en þó alltaf nýtt, en hitt nýtt, en er þó í eðli sínu gamalt. Hvort tveggja nálgast svo mjög sem unnt er að vera sannleikur- inn sjálfur. En hann er hið eina, sem er bæði gamalt og nýtt í geró og aó eðli — eilífðin á veginum. Kristur talaði einmitt um slíka gerð Guðs ríkis þess, sem hann boðaði á jörðu. Það líktist þessu, sem bæri fram bæði nýtt og gamalt úr fjársjóðum sfnum. Og þá er ég kominn að þessu, sem er svo broslega hversdags- legt og hátíðlega heilagt I senn. Annað, sem aldrei má vanta hjá þeim, sem ætlar að fylgjast með, eru nokkur orð æðri bók- mennta, einkum Heilagrar ritn- ingar eða ódauðlegra Ijðða og skáldlegrar speki á hverjum degi. Þetta er sá sjónarhóll, sem eykur víðsýni, frjálsiyndi og manngildi sé rétt á haldið og veitir yfirsýn og skilning til að velja annað á réttan hátt. Hvað verður þá um lúð hversdags- lega? spyr einhver. Við þessu var auðvitað að búast af presti í sinurri ráðleggingum. Og Biblí- an getur nú líka gert menn þröngsýna og þvergirðingslega, ef þeir gleyma einfaldleika og atvikum lífsins sjálfs. En þar kemur einmitt annað ennþá hversdagslegra til greina til að „fylgjast með", Ég þekki eitt tímarit og hef lesið það árum saman á þrem tungumál- Fylgist þú með? Nemendur brautskráðir 1974. Samyinnuskólanum slitið Samvinnuskólanum á Kifröst var slitið miðvikudaginn 1. maí sl. 83 netnendur stunduðu nám við skólann I vetur, 37 f fvrsta bekk og 46 í öðrum bekk. Þá starfaði að auki framhaldsdeild Samvinnuskólans I Revkjavfk og voru nemendur I bvrjun kennsluársins 10 lalsins. Er þetta fvrsti veturinn sem frain- haldsdeild eða 3. bekkur er slarfra-ktur á vegum skólans. Námsárangur í vetur var mjög góður. I f.vrsta bekk hlutu tveir nemendur ágætiseínk- unn: Hjördís Einnbogadóttir frá Akure.vri, 9.07. og Kristín Karlsdóttir frá Isafirði, 9.00. — E.vrstu einkunn hlutu 34 nemendur, þar af fengu 26 einkunina 8.00 og þaryíir. Allir nemendur 2. bekkjar, 46 að tölu, luku burtfararprófi og hefur aldrei fjöimennari nemendahópur útskrifazt frá þvi skólinn var fluttur að Bif- röst. Námsárangur þessa fjöl- menna hóps var einn sá ailra bezti, sem nokkru sinní hefur náðst f skðianum. Agætiseink- unn hlutu sex nemendur, þessir: Gisli Gunnlaugur Haraldsson frá Hafnarfirðí, 9.41 (hæsta einkunn á hurt- fararprófi frá Bifröst er 9,42) Stefanía Skarphéðinsdóttir frá Siglufirði, 9.35, Kristín Einarsdóttir frá Reykjavík, 9.18, Aóalsteinn Hákonarson frá Akureyri, 9.14, Guðriöur Olafía Magnúsdóttir frá Akranesi, 9.13, og Selma Tómasdóttir frá Kópavogi 9.00. — Fyrstu einkunn hlutu 39 nemendur. þar af fengu 26 einkunnina 8.00 og þar yfir. Umsjónarmenn og þeir nemendur, sem sköruöu fram úr í námi, fengu verðlaun og skóladúxinn, Gísli Gunnlaugur Haraidsson, fékk sérstiik verð- laun fyrir fráhæran náms- árangur. Hópur eldri nemenda var að venju við skólasiitin og hlaut skólinn bókagjöf frá 25 ára nemendum og nemendur, er luku burtfararprófi fyrir 10 árum, færðu skólanum sérstætt listaverk aö gjöf. Listaverkið kallast Hringir og er hannað af listafólkinu Margréti Jðeis- dóttur og Stephen Eairbairn. Við skólaslitin söng Jón Sigurbjörnsson vió undirleik Ragnars Björnssonar dóm- organista og nemendakór Sam- vinnuskólans söng nokkur lög undir stjórn Oddnýjar Þorkels- dóttur. Undir lok skólaslitanna ávarpaði fráfarandi skólastjóri hina brautskráóu nemendur og flutti þeim heilla- og árnaöar- óskir. PifWVIV*,lV*,IWéVVÍVW‘l‘é‘JNÞrí4? um, sem í einfaldleika sínum og þó óendanlegri fjölbreytni veit- ir i stuttu máli og á stuttum tima meiri og betri yfirsýn til að fylgjast meö mönnum, mál- efnum, breytingum og þróun samtímans en nokkuð annað. Það heitir á íslenzku „Urval", á dönsku „Det bedste" og á ensku „Readers digest". Þetta gæti litið út eins og skrumauglýsing. En það er langt frá að svo sé. Sá, sem kynnist þessu heimsfræga efni, kemst fljótlega að því af eigin reynd, að hér er á örstuttri stund hægt að kynnast þvi, sem er efst á baugi í allri veröldinni á hverjum tíma. I einföldu máli og á frjáls- mannlegan hátt fræða þar sér- fræðingar um helztu afrek vís- inda í læknisfræði, tækni og sálvísindum. Þar er skýrt á jafnhlutlausan og elskulegan hátt frá því, sem gerist báðum megin járntjaldsins. Þar eru rædd á einfaldan hátt vanda- mál kynlífs og heimilislifs, ástir og hjúskapur, barnauppeldi og kynslóðabil. Engir ættu fremur að lesa „Urval" en unga fólkið. Og margt af því, sem þar er rætt, væri tilvalið efni á rökræðu- fundum unglinga í skólum þeirra og félögum, meira að segja mikilsvirði til upplestrar í kennslustundum skðlanna. í þessu litla riti er engin flokkapólitik, enginn uppskrúf- aður þvergirðingsháttur og þröngsýni, heldur fjölbreyttar skoðanir um fjölbreytt umhugs- unarefni. í fáum orðum er reynt að segja sannleikann ljósan og skýran. Og eitt er .vfst, þar er frelsi, mennt og mannúð teflt gegn villimennsku, kúgun og grimmd, þar óma sömu strengír og í Heilagri ritningu. Ef þið trúið mér ekki. skuiuð þið sjálf sannreyna. Þess mun engan iðra, sem ætlar að „fylgj- ast með", Harma seina- gang vegna bygginga- framltvæmda STJÓRN Fjórðungssam- bands Vestfiróinga álykt- aði á fundi sínum 1. júní sl. að harma bæri það seinlæti, sem varð á samningu reglugerðar fyrir byggingu 1000 leiguíbúða á vegum sveit- arfélaga. Jafnframt lýsti stjórnin yfir óánægju sinni vegna þess hve þunglamalega hefur gengið að þoka málinu á framkvæmdastig. Stjórn Fjórðungssambands- ins vill benda á, að lögin, sem heimila byggingu íbúðanna, tóku gildi 30. april 1973, en reglugerðin er dagsett náiega 10 mánuðum siðar, eða 26. feb. 1974. Bent er á, að nú sé liðinn sá frestur, sem Húsnæðismála- stofnuninni er í reglugerð ætlaður til að skila hráða- birgðaáætlun um framkvæmdir á þessu ári og skiptingu íbúð- anna milli landshluta. Stjórn Fjórðungssambands- ins lítur á það sem beinan hemil stjórnvalda á æskilega þróun hyggðamála, ef Hús- næðismálastofnunin dregur svo að veita lánsloforð og láta í té nauðsynleg gögn, að ekki géti geti orðið af framkvæmdum á þessu ári. t<i*V igTiVVVV V VV V V VirV yfrgV’i 444

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.