Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 15
MOKCUNBLAOttí, SUNNUtíAOUK 9. .JUNI 1974 15 □ — „Það er merkilegt hversu hljótt hefur verið um Roof Tops að undanförnu eins og þeir eru þrælgóðir núna,“ sagði góður kunningi við Slagsíðuna um daginn. Þessi athugasemd varð til þess, að Slagsíðan tók hatt sinn og staf og ákvað að kanna málið, og kom þá í ljós, að hljómsveitin hefur síður en svo setið auðum höndum þótt lítið hafi borið á nafni hennar í dansleikjaauglýs- ingum samkomuhúsanna. t janúar sl. ákvað hljómsveit- in að draga sig út úr skarkala öldurhúsanna og einbeita sér að gerð stórrar plötu, sem nú hefur verið tekin upp og væntanleg er á markað innan skamms. Hljó msveitin Roof Tops eins og hún er skipuð í dag. □ I þrjá mánuði unnu þeir félagar að samningu laga, æfing- um og öðrum undirbúningi varð- andi upptökuna og komu þeir lítið sem ekkert fram á dansleikjum á þessu tímabili. Utan héldu þeir svo i byrjun apríl og var platan tekin upp í Koger Arnhoff Studio A.S. í Ösló, sem er eitt hið full- komnasta á Norðurlöndum. Með i förinni var Gunnar Þórðarson, sem óþarfi er að kynna, en hann stjórnaði upptökunni og gaf ýmis góð ráð, bæði varðandi upptökuna sjálfa og á meðan á æfingum stóð auk þess sem hann sá um útsetn- ingar á aukahljóðfærum. Gunnar hafði reyndar unnið áður í þessu sama stúdíói og var því öllum hnútum vel kunnugur enda var hann ánægður með útkomuna og lét hann svo um mælt, að hér væri á ferðinni góð plata. Hljóm- sveitarmeðlimir sjálfir voru einn- ig hinir hressustu með gang allra mála og kváðust þess fullvissir, að plötunni yrði vel tekið. Á hinni nýju hljómplötu Roof Tops eru 12 lög, sem öll eru eftir þá sjálfa að undanskildu einu, — Rock Me, sem er eftir Gunnar Þórðarson. Hér er reyndar um sama lagið að ræða og á nýútkom- inni plötu Hljóma, nema í gjör- breyttri útsetningu. Þeir Roof Tops félagarnir taka lagið í sinni upprunalegu mynd, — í léttri og skemmtilegri útsetningu, svipaðri þeirri, sem Trúbrot sálugu voru með á sinum tima og fer Ari Jóns- son einkar skemmtilega með sönginn í þessu lagi. Á æfingunni, sem Slagsiðan rakst inn á eitt kvöldið núna í vikunni, voru þeir félagar ekki með nema takmarkað sýnishorn af plötunni, en það, sem þeir voru með, lofar vissulega góðu. Slagsíð- an fékk hljómsveitina til að spila eitt laganna af plötunni á staðn- um og varð lagið Waiting, sem er eftir þá alla, fyrir valinu. Hér er um að ræða gott stuðlag, sem verkaði eins og vítamínsprauta á Slagsíðuna. Létu þeir í Roof Tops þess getið, að öll lögin væru þess eðlis, að þeir gætu leikið þau á dansleikjum og eru þeir þegar farnir að læða þeim inn með góð- um árangri, að þeirra sögn. Ann- að lag, sem vakti sérstaka athygli Slagsíðunnar, var fallegt, rólegt lag eftir Ara og bróður hans Atla, og ber lagið nafnið Sweet Dream. í þessu lagi leikur Ari með á munnhörpu og auk þess er þar farið skemmtilega með melotron. Af þeim 11 lögum, sem eru eftir þá sjálfa, er skiptingin þannig, að 4 lög eru eftir Gunnar Guðjóns- son, 2 eftir nýja gítarleikarann Gunnar Ringsted, en i öðru þeirra syngur hann sjálfur aðalrödd. Þá á Jón Pétur þarna eitt lag og Ari eitt (það, sem áður er getið) og Guðmundur Haukur eitt, sem hann samdi ásamt Pétri Hjalte- sted fyrrv. rótara hljómsveitar- innar og núverandi orgelleikara í Birtu. Þá er lagið Waiting eftír þá alla og eitt laganna, sem ber nafn- ið Chinese World er eftir Ara, Gunnar Ringsted og Gunnar Þórðarson, en i þessu lagi má finna greinileg kinversk áhrif, sem gefa því sérkennilegan og skemmtiiegan blæ. Af þvi sýnishorni af plötunni, sem til staðar var, og af öðrum lögum, sem Roof Tops tóku á æf- ingunni, sannfærðist Slagsíöan I um, að hljómsveitin er i topp- formi núna og þeir félagar til alls liklegir. Má segja, að það hafi vissulega verið tími til kominn, að þessi ágæta hljómsveit léti í sér heyra á stórri plötu. Þá er fylli- lega ástæða til að vekja athygli á nýja gítarleikaranum frá Akur- eyri, Gunnari Ringsted, en með honum hefur hljómsveitinni bætzt verulega góður liðsauki. Þess má að lokum geta. að okk- ar landskunni umboðsmaður Amundi Amundason. gefur þessa plötu út og Egill Eðvarðsson hannar plötuumslagið. Platan er væntanleg á markað öðru hvor- um megin við mánaðamótin júní—júlí. iíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíðan....slagsíða Elsku Slagsfða! Eg sá á einni Slagsiðu (ég held, að það sé siðasla Slag- síðan, sem kom áður en bliið- in hadlu að knina úl — vin- kona niín safnar alllal' Slag- síðunni og ég sá bjá benni þessa Slagsíðu). þar sém Slagsíðan sagði, að luin iell- aði að hiélla að kvnua hljnin- sveilir eins og Slaile og Osnionds. Ellarðu þá bara að kynna hljómsieilir. sem Giiunar og Giiðhergur bið.ja ilin'.’ Ves og l’ink Eloyd. sem aldrei heyrasl í tilvarpinu og maður leil ekkerl hvern- ig eru — hvað er þá varið í að lesa uin þa*r? Mér linnsl að það eigi einmill að kynna hljóinsveitir, sem niaðiir lieyrir ol'l i og eru þar að auki ol'salega skeinmlilegar. Og þessar hljómsieilir er nú mesl beðió iim. el'lir því. sem þið segið sjállir. Ekki af |n í að niér finnisl David Cassidy skemmlilegiir. ja. Iiann er svosiim ekkerl leiðinlegur. en liann er sio sa'lur, að mig dáuðlangar IiI að vila hvað liann er gamall. og hvorl hann er giflur. Og' gelið þið beðið .leiis Krisl- ján að leikna mynd af lion- um? Svo langar mig IiI að sþyrja ykkur uin iipplýsing- ar um Rod Siewart og giel- irðu þá beðið Jens Krislján að teikna m.Miil af lioiium lika? Mér liiiiiast inyndirn- ar hjá honuni ofsalci'a floll- ar. l a'i' liann einhvern pen- ing l'y rir þa*r? Sigga \ algeirs, Reykj avík. I’.S. Kannski eru David Cassidy og Rod Slewárl of miklir stjkktilaðisykurleðju- gaukar l \ l ir ykktir? Sviir: Við reyniim að rala liiiin gullna meðalveg í fránilíðinni. að kynna lue ðu hljónisveilir. sem heyrasl i úliarpinu. og aðrar — og vonuni, að þar verði ekki mikil slagsiða á! Davill Cassidy varð 21 ára i lilaða- leysinu — 12. aprii sl. og er ókva'nlur. I>ú verður að fá að skoða gömlti Slagsíðiirnar lijá lieiini vinkoim þinni. þvr að Slagsíðan er húiii að birla upplýsingar um rod Slewarl. Við komiim óskiun þinum á fraiula-ri við Jens Krislján — og þess skal gctið, að liann la'i' greill fyrir inynd- irnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.