Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 11 Stefnum að hagslögsögu í tilefni sjómannadagsins sneri Morgunblaðið sér til Péturs Sigurðssonar, formanns sjómannadagsráðs. Í viðtali þvi, sem hér fer á eftir segir hann m.a., að eitt höfuðviðfangsefnið á næstunni verði baráttan fyrir 200 sjómilna efnahagslögsögu. Þá skýrir hann einnig frá þvi, að aflatryggingasjóður muni á næstunni þurfa að standa undir stórauknum bótagreiðslum vegna lélegrar af komu bátaf lotans á siðastliðinni vertið. — Hver eru, Pétur, stærstu verkefn- in, sem Sjómannadagsráð fæst við um þessar mundir? — Þannig háttar nú til, að við erum að Ijúka núna við dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, í Reykja- vik. Þar er unnið við frágang lóðar. Okkur er það ánægjuefni að cje*3 fylgst með hinum miklu framkvæmdum í umhverfis- og útivistarmálum sem nú eru á döfinni hjá borgaryfirvöldum i Reykjavik, með þvi að gera þessa stóru lóð þannig úr garði, að þar geti notið útivistar, ekki einvörðungu íbúar Hrafnistu heldur einnig íbúar næsta nágrennis. Þá er enn haldið áfram með fram- kvæmdir við uppbyggingu barna- heimilisins i Hraunkoti i Grimsnesi. Byggingu þess er nú fulllokið Unnið hefur verið að frágangi og fegrun lóð- arinnar og fjölgun leiktækja. Forgangs- rétt til þess að njóta dvalar á þessu heimili hafa munaðarlaus sjómanns- börn og önnur þau, er búa við erfiðar heimilisaðstæður. í sumar munu dvelja i Hraunkoti 55 börn Heimilið er þegar yfirfullt og fjölmörgum höfum við orðið að vísa frá, þar sem stærð heimilisins setur okkur takmörk. Þarna á þessum stað er einnig unnið að þvi að reisa 1 5 orlofsheimili, sem eru i eigu aðildarfélaga sjómannadags- ins og stofnana hans. Fjölmörgum ein- staklingum hefur einnig verið úthlutað lóðum. Þeir greiða fyrir þær sérstakt gjald, sem m.a. stendur undir kostnaði við sameiginlegar framkvæmdir og uppbyggingu barnaheimilisins. — Um aðrar framkvæmdir á vegum sjómannadagsráðs segir Pétur Sigurðsson: — Framundan er stórverkefni: Bygging nýrrar Hrafnistu i Hafnarfirði. Fyrsta skóflustungan að þeirri bygg- ingu verður tekin í dag. Þetta heimili mun rúma 240 vistmenn og þar ef 80 á hjúkrunardeild. Þetta er gifurlega mikið verkefni og brýnt. Margt hefur þegar verið vel gert á þessu sviði, en mikið er þó óunnið enn. Sjómannadagurinn sjálfur verður í hefðbundnu formi. Fulltrúar rikisstjórn- ar, sjómanna og útvegsmanna flytja ræður. Fjórir aldraðir sjómenn verða heiðraðir og afreksverðlaun fyrir björgunarafrek verða veitt. — Nú hefur rikisstjórnin nýlega komið i veg fyrir kjarabætur sjómönn- um til handa með þvi að setja með bráðabirgðalögum bann við fiskverðs- hækkunum Hver er afstaða sjómanna til þessara aðgerða Pétur? — Ég svara að sjálfsögðu ekki fyrir aðra, segir Pétur, en það er þó alveq Ijóst, að nú heyrist ekki eitt aukatekið orð frá þeim sem hæst mótmæltu nær öllum efnahagsráðstöfunjm viðreisn- arstjórnarinnar á sinum tíma. Þögn þeirra talar sinu máli. Um sl. áramót var fiskverðshækkun ákveðin 11%. En ef horft er til þeirra almennu kjara- samninga við landverkafólk, sem gerð- ir voru sl. vetur, er Ijóst, að fiskverð hefði þurft að hækka um 1 9%, svo að sjómenn hefðu kjarabætur i réttu hlut- falli við landverkafólk. i stað þess að veita sjómönnum kjarabætur setti ríkisstjórnin bráða- birgðalög, sem banna allar fiskverðs- hækkanir Með þessum aðgerðum rikisstjórnarinnar var Verðlagsráð sjávarútvegsins í fyrsta sinn frá stofnun þess hindrað i störfum sínum Þetta er jafnframt vantraust á oddamann ríkis- stjórnarinnar i Verðlagsráðinu, en hon- um ber við ákvörðun fiskverðs m.a. að taka tillit til efnahagsástandsins. — En hver er skýringin á þvi að ríkisstjórnin gripur til þess ráðs að vega með þessum hætti að sjómönn- um einum? Pétur Sigurðsson segir: — Þetta er óskiljanleg afstaða, eink- anlega ef litið er á afkomu bátaflot ans á siðastliðinni - vetrarvertið Af- koma bátaflotans kemur glögg fram i greiðsluskyldu aflatrygginga- sjóðs í lok vertiðar. Þegar er Ijóst, að um mjög verulegar bótagreiðsl ur verður að ræta t.d. á Hornafirði, ekki mjög miklar á Stokkseyri, Eyrarbakka, Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn, en mjög miklar á Suðurnesj- um og við Faxaflóa. Verulegur hluti vertíðaraflans kemur frá þessum svæð- um Við Breiðafjörð og á Vestfjörðum var afkoman sæmileg viðast hvar. Á Austfjörðum verður einnig um veru- lega aukningu bótagreiðslna að ræða Þetta sýnir okkur fram á, að áhafnir skipa, sem nú þurfa stórauknar bóta- greiðslur hafa haft kauptrygginguna eina i laun á liðinni vertíð. Það er erfitt að finna skynsamlegar skýringar á slikum ráðstöfunum sem þessum. Stjórnarherrarnir hljótá að hafa verið þeirrar skoðunar, að óhætt hafi verið að skerða kjör sjómanna sérstaklega. Svo ætla þeir sjálfsagt, fái þeir til þess nægan meirihluta á Al- þingi, að láta tillögur sínar um lausn efnahagsvandans koma til fram- kvæmda að kosningum loknum. Tillög- ur Framsóknarflokksins og Alþýðu- bandalagsins miða að þvi að gjör- breyta kjarasamningunum, sem nýlega voru gerðir. Allar kauphækkanir yfir 20% verða afnumdar Rikisstjórnin viðurkennir sjálf, að nú sé framundan gifurlegur vandi i efna- hagsmálum. Hún ber sjálf ábyrgð á þeim vanda Mér kæmi ekki á óvart þótt áfram yrði haldið á þessari braut eftir kosningar rétt eins og stjórnin hefur nú rift kjarasamningum með bindingu kaupgjaldsvisitölu, svo að ekki sé minnst á þær breytingar, sem gerðar hafa verið á grundvelli kaup- gjaldsvisitölunnar og niðurgreiðslufals- anirnar. Ég er hræddur um að tals- menn núverandi stjórnarflokka hefðu sent frá sér harðorð mótmæli, ef slikt hefði gerst i tið fyrrverandi ríkisstjórn- ar, jafnvel efnt til verkfalla. Á hvaða málefni munu sjómenn leggja mesta áherslu á næstunni? Þeirri spurningu svarar Pétur Sigurðs- son á þessa leið: — Við gerum þeim að sjálfsögðu ekki skil í þessu viðtali. En i þeirri baráttu, sem framundan er munu fjöl- mörg'viðfangsefni koma fram. Þar má sérstaklega nefna baráttuna fyrir 200 sjómilna efnahagslögsögu á þessu ári. Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér Pétur Sigurðsson, f ormaður sjómannadagsráðs. fyrir þeirri stefnu. Þetta er eitt stærsta hagsmunamálið, sem nú blasir við. Þá verður ekki hjá þvi komist að gera samanburð á stefnu núverandi og fyrr- verandi rikisstjórnar i efnahags- og sjávarútvegsmálum Sannleikurinn er sá, að uppbygging og endurnýjun tog- araflotans hófst i tið fyrrverandi rikis- stjórnar Þá verður heldur ekki látin liggja i þagnargildí sú óhæfa núver- andi sjávarútvegsráðherra að auðvelda Austur-þýskum togurum rányrkju hér við land með því að veita þeim leyfi til þess að skipta um áhafnir hér. í þessu alvarlega máli hefur sjávarútvegsráð- herra orðið ber að ósannindum og margsaga í skýringum sinum á þessu furðulega hátterni. 200 sjómílna efna- — SEGIR PÉTUR SIGURÐSSON, FOR- MAÐUR SJÓMANNADAGSRÁÐS Margir óttast, að útgerð á islandi geti átt erfitt uppdráttar á næstu árum ef ekki verður gripið til rót- tækra aðgerða í sambandi við vernd un fiskstofna, eða veiðarnar tak markaðar með einhverjum ráðum Það er engin furða, þótt menn ber þennan ótta i brjósti, þvi að ekki þarf annað en lita á tölur frá siðustu vetrar-vertið. Þær eru ekki beint glæsilegar, sér í lagi þegar i Ijós kemur að sóknin í fiskstofnanna af hálfu Íslendinga hefur aldrei verið meiri. Á þessum tölum sést bezt, að ekki þýðir að kaupa endalaust ný skip, þegar fiskurinn er ekki fyrir hendi. Augu manna hljóta því að vera að opnast fyrir þvi, að endur- nýjun fiskiskipaflotans verður að fara fram eftir langtima- áætlunum, en ekki með æði- bunugangi, eins og átt hefur sér stað að undanförnu. Þegar unnið verður að áætlunargerð um endurnýj Á 7A o dagurinn un fiskiskipaflotans þarf að hafa samráð við fiskifræðinga og Haf- rannsóknastofnunina, en það hefur ekki verið gert fram til þessa, og fiskif ræðingar Haf rannsóknastofn- unarinnar voru víst ekki spurðir álits, þegar samið var um öll skuttogara- kaupin. Á dögunum ræddum við við Kristján Ragnarsson formann Lands- samband íslenzkra útvegsmanna um stöðu og framtíðarhorfur sjávarút- vegsins. Allt að reka í strand „Nýliðin vetrarvertíð var sú lakasta á siðastliðnum áratug," sagði Kristján og bætti við, og verðlagsþróunin innan- lands er fádæma óhagstð fyrir útgerð- ina. Ekki er þvi neitað af forsvarsmönn- um launþegasamtaka og rikisvaldsins, að afkomu útgerðarinnar og frystihús- anna muni á þessu ári reka i strand, ef ekki verður gripið til róttækra aðgera Þessi mál verða vafalaust mikið rædd i stjórnmálaumræðum í þessum mánuði. Við treystum þvi, að sú rikis- stjórn, sem við tekur eftir kosningar, muni takast á við þennan vanda en ekki láta reka á reiðanum, því að ella „Verðum að vakna áður en síðasti þorskurinn er veiddur...” Rætt við Kristján Ragnarsson, formann Landssambands ísl. útvegsmanna mun koma til verulegra efnahags- örðugleika síðar á árinu, sem koma m a fram í verulegu atvinnuleysi i haust." Sóknin of mikil? „Hvað ber þá framtiðin i skauti sér?" „Hvað framtíðina snertir, hef ég mestar áhyggjur af, að sóknin i fisk- stofnana við landið er of mikil og við eigum á hættu að fá á næstu árum enn minni þorskafla en jafnvel á þessu ári. Fiskifræðingar telja, að ástand þorsk- stofnsins sé nú verra en nokkru sinni siðan rannsóknir hófust og vegna smæðar hrygningarstofnsins sé mikil hætta á ferðum " „Nú höfum við íslendingar lagt mikla áherzlu á það á siðustu 2—3 árum að byggja nýja skuttogara. Um 50 togarar munu nú vera komnir til landsins. Höfum við kannski farið of geyst i skuttogarakaupin?" „Það er öllum vel kunnugt, að á siðustu tveimur árum höfum við gert verulegt átak til uppbyggingar togara- flotans og dreg ég ekki í efa, að þau byggðarlög, sem skipin hafa fengið, muni á næstu árum njóta afraksturs þeirra, en þá miða ég við, að gerðar verði ráðstafanir, sem tryggja rekstur þeirra Hitt er svo annað mál, hvort hér er ekki um óeðlilega mikla aukningu að ræða á stuttum tima, sem getur haft hættur í för með sér fyrir fiskstofnana. Það segi ég meðal annars vegna þess, að veruleg aukning varð á togveiðum undanfarin ár þrátt fyrir fækkun tog- ara, og á ég þá við togveiðar stærri báta, sem áður voru á sildveiðum, en hafa nú verið neyddir til að stunda togveiðar " skipa, sem eru um 50 talsins, veiði 3000 lestir á ári, eða um 1 50 þúsund lestir samtals og er það svipaður afli og brezku togararnir hafa veitt hér við land á ári hverju. En nú standa málin þannig, að þessi sókn er fyrir hendi auk þess sem brezkir togarar halda áfram að veiða hér til haustsins 1 975 Þvi er ástæða til að óttast mjög, að sóknin sé nú alltof mikil i fiskstofnana Á siðastliðinni vetrarvertið kom i Ijós, að aflamagnið í heild jókst ekkert þrátt fyrir þessa stórauknu sókn, og er eðli- legt að álykta, að afli annarra skipa hafi minnkað vegna þessarar nýju sóknar: Að visu höfðu ekki öll þessi nýju skip hafið veiðar, þvi að þau eru enn að koma til landsins." Beztu framleiðslutækin „Eru þá skuttogararnir orðnir of margir?" „Þessi orð min má á engan hátt skilja svo, að ég sé á móti þvi, að keyptir séu skuttogarar, ég tel þá tví- mælalaust beztu framleiðslutækin, sem við eigum kost á i dag. Þeir tryggja meiri og betri vinnu en önnur fiskiskip hafa gert og stuðla það með að meira byggðarjafnvægi En ég tel, að í framtiðinni eigum við að gera áætlanir um endurnýjun fiski- skipastólsins og taka ákvarðanir fyrir- fram um, hvað mörg skip á að smiða hverju sinni. Siðar á ' svo að taka ákvarðanir um það. hvert þau eiga að fara. Þetta þarf að gera til að koma i veg fyrir þrýsting og undanlátssemi, og með þessd móti á að vera hægt að koma i veg fyrir of mikla sókn, sem hlýtur að vera okkar æðsta markmið, þegar við hugsum til framtiðarinnar." „Þegar farið verður út i skipakaup i framtíðinni. þarf þá ekki að hafa sam- ráð við fiskifræðinga. um þau hverju sinni?" „Ég hef fyrir satt, að ekkert samráð hafi verið haft við Hafrannsóknastofn- unina og fiskifræðinga um endurnýjun fiskiskipaflotans með tilliti til sóknar i fiskstofnana. Sjálfur tel ég, að þróun rannsókna á fiskstofnum, sé nú komin svo vel á veg. að við verðum að taka tillit til þeirra og haga okkur sam- kvæmt þvi, ef við eigum ekki að vakna upp við það i nánustu framtið, að við höfum veitt siðasta þroskinn og þar með komið i veg fyrir áframhaldandi búsetu i þessu landi." Þ. Ó. 150 þúsund lestir á ári en aflinn stendur i stað. „Hvað er reiknað með að hver togari fiski mikið á ári hverju?" „Áætlá má. að hvert þessara nýju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.