Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 Léttur kabarett með lögunum hans Fúsa Hákur að störfum í ísafjaröarhöfn. Ljósm. Mbl. SS. r Hákur dælir upp úr Isafjarðarhöfn — Ég hef verið ákaflega heppinn meö mín lög, sagði Sigfús Halldórsson, er við hringdum til hans í tilefni þess, að nú verða um 20 af hinum vinsælu lögum hans flutt á Kabarett, sem flutt- ur veróur þrisvar á listahá- tíö í Þjóðleikhúskjallaran- um. — Lögin, sem út hafa komið, hafa yfirleitt oröið vinsæl — nema eitt, segir Sigfús. Ég gerði það fyrir 12 árum við texta eftir Stefán Jónsson og nefndi Hvers vegna? En núna, þegar það kom út á hljóm- plötu, sló það í gegn. LISTA- HÁTÍÐ 1974 Kannski hefur það verið á undan tímanum og tíðar- andinn orðinn annar. Það byrjaói á orðunum „Ég vil að börnin fari að fæðast stærri...“ Það er létt yfir Sigfúsi að venju. Hann hefur ekki hugmynd um, hve mörg lög hann hefur samið um ævina, líklega á þriðja hundrað, þó að ekki hafi komið út nema brot af þeim. Mörg á hann í handriti og alltaf segist hann vera að bæta við. Kannski er kominn svolítíð annar tónn í þau, þó að létt séu, svolítið alvariegri tónn. Fyrsta lagiö i kabarettinum, sem verður frumflutt á þriðjudag- inn, er frá 1939, „Við eigum sam- leið,, eftir Tómas. Síðan koma dægurlög og sönglög, Dagný frá 1939 o.s.frv. Ýmislegt ofið í kring um lögin, stundum sagt frá þvi, hvernig lagið varö til. Saga Sig- fúsar sögð í frjálsum tóni. — Þó að ekki sé ég beinlínis leikper- sóna, þá bregður fyrir myndum, sem gætu verið ég, segir Sigfús. Sveinn Einarsson þjóðleikhús- stjóri setti efnið saman en Sigfús kvaðst halda, að Carl Billich hefði verið með í að velja lögin. Annað veit hann ekki um það. en lízt vel á. A sýningunum verður setið við borð í Þjóðleikhúskjallaranum. Menn geta komið og borðað, síðan hefst kabarettinn kl. 8.30. Eftir hlé verður haldið áfram, en sýn- ingin tekur V/í—2 tíma. Notalegt kvöld, enda strax uppselt og búið að bæta við þriðju sýningu. Sigfús kvaðst semja lögin með ýmsu móti. Stundum verða þau til í stemmningu, í önnur skipti verður hann hrifinn af texta og lagið kemur strax á eftir, eða eftir lengri tíma. Erfiðustu fæðingar- hríðarnar átti Fagra veröld, vegna þess að skáldið Tómas Guð- mundsson bað hann um að semja lag við það og hann vildi vanda sig svo mikið. Og það tókst — úr varð vinsælt lag, sem er í kabarettinum núna. SANDDÆLUSKIPIÐ Hákur hefur unnið aö dýpkunarfram- kvæmdum 1 ísafjarðarhöfn síð- an f nóvember. Lýkur verkinu á næstu dögum. Alls mun búið að dæla 115—120 þúsund rúm- metrum af möl og sandi úr höfninni. Efninu hefur verið dælt f krókinn f.vrir framan kirkjuna og þar húin til upp- fylling. Er ætlunin að reisa sjúkrahús, heilsugæzlustöð og elliheimili á uppfvllingunni. Þá hefur Hákur einnig unnið að því að dýpka innsiglinga- rennuna við ísafjörð. Þar hafa komið upp 35 þúsund rúmmetr- ar af sandi og möl, sem dælt var á land utarlega á tanganum, rétt við skipasmíðastöð Marsel íusar Bernharðssonar. Mun stöð Marselíusar fá aukið at- hafnarrými á þessari uppfyll- ingu. 18. FOSSINN — GRUNDARFOSS NÝJASTI foss Eimskipafélags Is- lands h.f„ Grundarfoss, kom til Reykjavfkur á fimmtudagskvöld. Grundarfoss er þriðja skipið, sem félagið fær, af þessari gerð, en hann er eins og Alafoss og Uða- foss, 499 brúttólestir að stærð. Eimskip á nú 18 skip. Grundarfoss var afhentur Eim- skip hinn 20. maí síðastliðinn í Frederikshavn i Danmörku, en þaðan fór hann til Gautaborgar og Limhamn í Svíþjóð og lestaði vör- ur. Skipstjóri á Grundarfossi er Margeir Sigurðsson og yfirvél- stjóri er Agnar Sigurðsson. Ljóðskáldin lesa verk sín Barenboim leikur Chopin A listahátfð f dag eru margir athyglisverðir dagskrárliðir og nýstárlegir. Frá klukkan tvö til sjö eftir hádegi mun 20 íslenzk Ijóðskáld lesa úr verkum sfnum á Kjarvalsstöðum oggetamenn komið og farið eða hlustað á þá meðan þeir ganga um og skoða sýninguna á fslenzkri mvndlist eða fá sér kaffibolla en hátalarakerfi er notað. Hefur þetta aldrei verið gert áður hér, og verður forvitnilegt að sjá, hvort íslendingar eru enn sú Ijóðelska þjóð, að menn sækist eftir að hlusta á skáldin fara með ljóð. I.jóðalesturinn fer fram f anddyrinu hægra megin, þegar inn er komið. Hvert Ijóðskáld les sjálft í 15 mfnútur verk sfn. Nota þau „frjálsa aðferð", ef svo má að Daniel Barenboim. orði komast. Sumir nota segul- bönd og önnur hjálparmeðul. Sigurður A. Magnússon, sem séð hefur um þennan dagskrár- lið, tjáði Mbl„ að hann vissi t.d. að Jón úr Vör ætlaði að hafa tónlistarundirleik, Böðvar Guðmundsson mun syngja a.m.k. eitthvað af sfnum Ijóð- um og Jón frá Pálmholti les Ijóð eftir sig og blandar með stemmum eftir Æra Tobba, sem hann fer með. Röð skáldanna er sem hér segir og geta menn þá valið, hverja þeir koma og hlusta á: Kl. 14—15 lesa Baldur Oskars- son Böðvar Guðmundsson, Einar Bragi og Gúnnar Dal. Klukkan 15—16 lesa Ingimar Erlendur Sigurðsson, Jóhann Hjálmarsson, Jón Oskar og Jón frá Pálmholti. Klukkan 16—17 lesa Jón úr Vör, Kristinn Einarsson, Kristinn Reyr og Matthias Johannessen. Klukkan 17—18 lesa Ólafur Haukur Símonarson, Nína Björk Arnadóttir, Njörður P. Njarðvík og Sigurður A. Magnússon. Klukkan 18—19 lesa Stefán Hörður Grímsson, Steinunn Sigurðardóttir, Vil- borg Dagbjartsdóttir og Þor- steinn frá Hamri. Stjórnandi er Asi í Bæ. Barenboim í kvöld Auk þess sem leikhúsin hafa aðra sýningu á Vanja frænda í flutningi Dramatens og „Sel- urinn hefur marinsaugu" eftir Birgi Sigurðsson, verða hljóm- leikar í Háskólabíói kl. 21. Þar leikur hinn frægi píanóleikari Daniel Barenboim á pianó. Daniel Barenbom átti að koma til landsins í gær. Hann er íslendingum að góðu kunn- ur, því að hann stjórnaði Sin- fóníuhljómsveit Islands á iist- hátíð 1970 og hélt hljómleika með Jaqueline du Pré við mikla hrifningu. Nú leikur hann í Háskólabíói verk eftir Chopin. Fyrir hlé Variations brillantes opus 12, Nocturne og Sonötu nr. 3 f h-moll op. 58. Og eftir hlé Ballöðu nr. 3 í As-dúr op. 47. Tvo valsa, Impromtu í Ges-dúr op. 51 og Scherzo nr. 3 f Cis moll op. 39. Alain Lombard. LISTAHÁTÍÐ 1974 Barenboiin er heimskunnur listamaður, var undrabarn og átti síðan óslitinn feril sem þroskaður listamaður og eru hljómplötur hans frægar um allan heim. Hann hefur stjórnað og leikið með heimsþekktum hljómsveitum um allan heim og er mikill fengur að því að fá hann hingað, sem vafalaust er mikið þvf að þakka, að hann er vinur Vladimirs Ashkenazys. Sinfónían og Frakkarnir á mánudag A mánudag verða auk sýning- ar Dramaten í Þjóðleikhúsinu hljómleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands undir stjórn Frakkans Alains Lombards og með pfanóeinleik Jean-Bernard Pommier. Þessir frönsku listamenn áttu báðir að koma til landsins í gær og væntanlega teknir til við undirbúning. A dagskrá hljóm- leikanna er óíullgerða sinfón- ian svonefnd eftir Schubert og Píanókonsert nr. 21 í C-dúr eft- ir Mozart. Og eftir hló píanó- konsert í G-dúr eftir Ravel og úr Utskúfun Fausts eftir Ber- lioz. Þessir frönsku listamenn eru báðir ungir menn, en orðnir mjög þekktir. Lombard hefur sem gestur stjórnað helztu hljómsveitum í heimi, hefur frá 1967 stjónað jöfnum höndum sinfóníunni í Miami og Metro- politan-óperunni í New York, og síðan 1972 hefur hann starf- að með Filharmóníuhljómsveit- inni í Strassbourg og verið list- rænn ráðunautur Rínaróper- unnar. Jean-Bernard Pommier hefur leikið með beztu hljóm- sveitum og hljómsveitarstjór- um víða um heim, lék t.d. bæði með Fílharmoníusveit og Sin- fóníuhljómsveit Berlinar á síð- asta ári og á tónlistarhátíðum í Edinborg og í Prades. Einnig hefur hann verið á hljómleika- ferð um Bandaríkin og getið sér góðan orðstír. Jean-Bernard Pommier. ►

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.