Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 Sjö sögur af Villa Rudolf O. Wiemer „Þannig er málið nefnilega vaxið, að hefði ég ekki átt einn eyri í upphafi, hefði ég aldrei orðið ríkur maður.“ Kristófer fleygir frá sér krítinni og stikar fram og aftur um gólfið. Rósótti sloppurinn sveiflast um mjóa fætur hans. Vesalings Kristófer ríki er alveg í öngum sínum. Kókospálminn er mikil nytjajurt þegar allt kemur til alls. Það er eiginlega bæði hægt að éta pálmann og drekka, a.m.k. er hann ætur og drekkandi í augum innfæddra, sem borða kókoshneturnar og drekka mjólkina úr þeim. En kókospálminn gefur líka svo- nefnda pálmaolíu, sem notuð er til sápugerðar, sem ljósmeti og til smjörlíkisframleiðslu svo nokkuð sé nefnt. Villi þreifar ofan í vasa sína. Fyrst í ytri vasann hægra megin. Síðan í innri vasann vinstra megin. Hann fer úr hempunni sinni og hristir hana. Þá dettur peningur á steingólfið svo klingir í. Villi beygir sig. Hann gengur til Kristófers og segir: „Svona, hættið nú þessum hlaupum. Það er hreint óþolandi að horfa á þetta. Hérna er þessi eyrir sem vantar.“ „Þér eruð göfugmenni,“ segir Kristófer. „Nei, ég er ræningi.“ „Það skiptir engu,“ segir Kristófer. „Ekki sést það, á peningunum hvaðan þeir koma. Lofið mér að faðma yður.“ „Mig langar bara aö biðja yður um smávegis fyrst,“ segir Villi. „Velkomið. . . það má bara ekki kosta neitt.“ „Ég ætla að biðja yður að reka ekki geithafurinn úr vistinni heldur lofa honum að vera og gefa honum ögn meira að éta.“ Kristófer stynur við. „Jæja, jæja. Ég vildi samt óska, að hann gæti gefið af sér mjólk.“ „Það er til of mikils mælzt. Þér hljótið að skilja það.“ „Ég vil helzt skilja sem minnst. Samt ætla ég að launa yður greiðann.“ Villi hugsar: Jæja, þarna kemur það. Nú gefur hann mér það, sem ég vil fá, svo ég þarf engu að stela. „Þér megið fylla báða lófana af gullpeningum," segir Kristófer „og láta...“. „Og hvað?“ „Og láta þá svo falla niður í pokann aftur.“ „Til hvers?“ „Svo þér fáið að finna, hvernig það er að hafa fullar hendur fjár. Væri það ekki gaman?“ Villi starir steini lostinn á nirfilinn. Hárin rísa undir hattinum hans. „Nei,“ öskrar hann. Hann er skyndilega orðinn hræddur við þennan Kristófer. Hann hopar burt, stingur byssunni sinni í beltið og hleypur eins og fætur toga út úr kjallaranum. „Hvernig fór?“ spyr geithafurinn. „Tókst þér að hræða hann?“ „Nei, ég varð hræddur við hann.“ „Já, en þér væri fyrir beztu að koma þér burt.“ £JVonni ogcTVfanni Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi heim4", sagði Manni. „Ættum við ekki að fara að leggja af stað?“ Eg var líka farinn að ókyrrast. „Jú, Manni“, svaraði ég. „Það er bezt að halda af stað lieim undir eins. Það er bráðum komin nótt. Við verður að ríða liart“. Við stukkum báðir á fætur. Ég leysti hestinn, og nú reis liann undir eins á fætur, þegar ég klappaði honum og talaði vinalega við liann. Síðan klifruðum við báðir á bak og hleyptum á. sprett heimleiðis. Trvggur hljóp geltandi á undan. Og Manni liélt sér yfir um mig með báðum höndum. Þegar við komum í námunda við gljúfrið, þar sem mig hafði sundlað mest áður, fór Tryggur allt í einu að urra. Hesturinn ókyrrðist, reisti eyrun og nam svo staðar. „Nonni“, kallaði Manni, „nú mætum við tuddanum aftur. Snúðu við fljótt“. Litlu síðar lieyrðum við drynjandi öskur, og nú sáum við óhræsið koma upp úr dálítilli laut skammt fyrir framan okkur. Hesturinn varð dauðhræddur, sneri við í snarkasti og tók sprettinn upp brekkuna aftur. Nautið dróst fljótt aftur úr. Það var engin hætta á, að það næði í okkur aftur. En hvað áttum við nú að taka til bragðs? Þetta villidýr varði okkur veginn heim. „Hvenær getum við komizt heim?“ spurði Manni kvíðafullur. „Eg veit ekki“, svaraði ég. „Ég er hræddur um, að við komumst ekki heim í dag“. Manni þagnaði við, og ég hafði heldur ekkert að segja. Við héldum áfram reiðinni yfir liolt og hæðir, laut- ir og lægðir og framhjá gjótum og sprungum. Ýmist lá leiðin yfir sandöldur eða grjóturð, mosaflesjur og ..............*.............- mcÓtnorgunkoffinu U' 1-1-Í+. — Kg ætladi bara a<) fá niinni- háttar lán —... og hérna er áhvrgrtarmarturinn. .. . Kg tek þennan.... GU5T0MS ZOLL DOUANE l35fa WENír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.