Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 41 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JOHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. hjá herberginu yóar til að komast inn í sögustofuna? — N ,. , nei. — En samt sem áður þá gerði hann sér það ömak að líta inn til yðar. Minntist hann á hvort hann væri nýkominn? — Þegar ég velti því fyrir mér . . . þá man ég ekki eftir því. — Hvað tekur langan tíma að ganga frá Skillínggrand og hingað á bókasafnið? Það var ég, sem varð f.vrir svör- um. — Með sporvagni tekur það svona tuttugu til tuttugu og fimm mínútur. Þegar ég fer gangandi, tekur það helmingi lengri tíma. En hvers vegna ... Christer flýtti sér að breyta um umræðuefni. — Ungfrú Lillemor Olin, sagði hann og horfði beint framan í Jan — fullyrðir, að Eva Claeson hafi verið ástfangin af yður . . . Jan roðnaði eins og feiminn skóladrengur. Hún söm.. Christer brosti dauflega. — Og þér veittuð þvf sem sagt ekki athygli? — Nei. . . . ails ekki. — Þér hafið þó sagt Puek, að þér hafið stundum boðið Evu í bíó. Má ég spyrja yður hrein- skilnislega: Hafið þér kysst hana? Jan roðnaði enn meira. — Já. . . . einu sinni. Það var kvöldið fyrir fyrsta maí og við vorum öll dálítið hátt uppi. — Lfka Eva Claeson? — Kannski ég ýki um hana. var á allan hátt mjög hóf- , held ég að minnsta kosti. og það var ekkert meira . einn koss eða svo? Nei! Hamingjan hjálpi mér! kom hálfgerður skelfingar- svipur á Jan. — Eg er ekki vanur að sofa hjá öðrum stúlkum en þeim, sem ég er hrifinn af þá stundina. Og Eva var ekki þann- ig... Ég vildi óska ég gæti gert yður skiljanlegt, hvernig hún var. Hún var ákaflega hrein og bein. . . . vingjarnleg og góður félagi.... og svo óspennandi og mér liggur við að segja heimöttar- ieg, að ég held ekki ég hefði vitað hvernig ég hefði átt að fara að því að forfæra hana. . . . ef þér skiljið hvað ég er að íara. — Með öðrum orðum. Þér eruð ekki þeirrar skoðunar, að ástæðan fyrir því, að hún var myrt. hafi verið ást eöa afbrýðissemi? — Neei! sagði Jan seinlega. — Það myndi alténd ekki koma heim við þær hugmyndir, sem ég gerði mér um hana. En vitaskuid gæti mér hafa skjöplazt. . . . Það Rólegur, vinur, þín dama kemur — tvfburasystir mín. Jan för fram og ég för að finna fyrir því fyrir alvöru, hvað Christer var þre.vtulegur. Hann tottaði pípu sína teygði úr sér og sagði: — Jæja, Puek, ertu einhverju nær eftir þetta? — Ég er hrædd um ég verði að svara því neitandi. Eg er alltaf að hugsa um, að kannski sé ALLT, sem þau segja, mjög þýðingar- mikið. . . . ég geri mér Ijóst, að EINHVER segir ósatt, en mér finnst líka þau öll vera svo eðlileg og sakleysisleg, að í raun og veru finnst mér fráleitt að láta mér detta í hug, að einhver úr þessum hópi hafi framið þetta hryllilega morð. . . Kannski það sé einna helzt Ingmar, sem er líklegur. — Ef allir morðingjar gengju nú um og bæru það mér sér, sem þeir hefðu gert, væri nú ekki mikið, sem við rannsóknar- lögreglumenn hefðum fyrir stafni, sagði Christer gremjulega. — En hér kemur næsta mann- eskja svo að við verðum víst að reyna að einbeita okkur enn um hrið. KERSTI RYD ætlaði ekki að fást til að setjast. Svartur kjóllinn minnti okkur enn á dauðsfallið, sem orðið hafði og andlit hennar var allt í senn, fölt, hræðslulegt og sorgbitið. Hún spennti greipar í kjöltu sér og sat þráðbein í stóln- um á meóan við töluðum saman. Christer hallaði sér fram og sagði biðjandi. — Þér voruð bezta vinkona hinnar látnu. Ef einhver á að geta hjálpað okkur, þá hljótið þér að geta það, ungfrú Ryd. Eg vænti þess. að yður hafi nú gefizt tími til að velta málinu fyrir yður nokkra hríð... Er ekkert, sem þér furðið yður sérstaklega á eða hefur haft áhrif á yður? Hún leit einarðlega á hann. — Jú. . . þetta með l.vklana! Fyrst þeir voru ekki á sínum stað í gær hlýtur einhver að hafa farið inn í herbergi Evu eftir það. En hver gæti hafa komizt yfir lvkl- ana hennar nema. . . . Hún lauk ekki við setninguna, en Christer botnaði hana. — Sá, sem myrti hana. ... Þér ætluðuð að segja það, vænti ég. Hún titraði. — En hvenær? Haldið þér. . . . að hann hafi komið þangað í nótt.... meðan ég lá og svaf? — Ég býst við, að það sé senni- legast. Enda þótt mér finnist dálítið skrftið að nota ekki tæki- færið og losna við lyklana nóttina eftir morðið.. — Samt sem áður skil ég þetta ekki, sagði hún næstum biðjandi. — Það hlýtur að hafa verið voðaleg áhætta fyrir hann. Ef ég hefðu nú vaknað! — Ætii hættan hafi ekki verið mest fyrir YÐUR, sagði Christer þurrlega. — Það er auljóst mál, að hann hefur ekki gert það nema af því hann taldi brýna nauðsyn bera til þess. Ég býst við, að hann hafi verið að leita að einhverju... sem gat komið upp um samband hans og Evu... Hún hefur væntanlega geymt öll bréf og slikt I skattholinu? — Já. — Þér hafið sagt áður, að hún hafi verið vön að setja lyklana í röð á skattholið, þegar það var aftur. Kersti kinkaði kolli. — Já, hún raðaði lyklunum i alveg sérstaka röð og alltaf eins. Við skemmtum okkur stundum yfir þessum vana hennar. — Og hversu margir vina hennar gætu hafa vitað um þennan vanda hennar? Hver hefur komið til hennar og séð herbergið hennar? Það kom í ljós, að ailir komu þar til greina, öll höfðu einu sinni eða oftar komið í stúdentahúsið. Karl Gustaf kom oft. Ingvar og Lillemor stundum og upp á síð- VELVAKAISIDI Velvakandl svarar i sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. Framsókn og skynsemin Akurnesingar eða Akranesingar? Hákon Loftsson f Stykkis- hólmi skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hversvegna fólk á Akranesi sé kallað Akurnesingar en ekki Akranesingar. Er þetta ef til vill áhrifsbreyt- ing frá Akureyringar? Kaupstaðirnir heita Akranes og Akureyri. Ég held því, að Akranesingur sé réttara en Akurnesingur, — eða hvað? Hákon Loftsson." Velvakandi fór I smiðju til Magnúsar Finnbogasonar, fs- lenzkukennara, og bað hann að svara þessu: „Miðað við orð eins og Borgnes- ingur, Álftfirðingur, ísfirðingur o.s.frv. þar sem fyrri liðurinn er styttur á undan liðnum, sem tákn- ar íbúana, þá hygg ég, að Akranesingur væri í ósamræmi við önnur orð, sem líkt eru mynd- uð. Þar er eignarfallsendingunni sleppt, en stofn fyrri liðarins er notaður. Samkvæmt framburðar- venju nútimamáls er u skotið inn á milli samhljóðs og r, en þetta ætti f raun og veru að vera Akr- „Húsmóðir" skrifar: „í Tímanum 5. júní s.l. birtist viðtal við þriðja mann á fram- boðslista Framsóknar í Reykja- vík, og segir hann þar orðrétt: „Skynsemin er bezti ráðgjafinn I kjörklefanum". Takk. Mér komu í hug orð Bergþóru i Njálu þegar hún sagði: „Gjafir eru yður gefnar, feðgum — og verðið þér iitlir drengir af, ef þér launið engu“. Eldri Reykvikingar mega muna ofsókn Framsóknar á hendur þeim í gamla daga þegar bæði átti að drepa útgerðina og verzlunina með skattfríðindum o.fl. handa Sambandinu, en skattakúgun o.fl. til handa útgerðinni og Grims- býlýðnum, sem íbúar Reykjavík- ur voru stundum kallaðir I þá daga. Ekki hefur heldur gleymzt barátta Framsóknar gegn Sogs- virkjun og hitaveitunni. Ungir Reykvíkingar muna hins vegar betur þá stjórn sem i þessi tæp þrjú ár, sem hún hefur setið hér að völdum, hefur komizt yfir að eyða næstum eins mikium fjár- munum og Viðreisnarstjórnin hafði handa á milli i þrettán ár. Framsókn stóð allan tímann með kommúnistum og barðist á móti öllum framförum, sem urðu í landinu á þessum 13 árum, — og segir það sína sögu. álsamningana landráð eins og kommúnistar gerðu á sinum tíma. Gerðin var hins vegar sú sama, enda hefur Framsókn alltaf vérið á móti öllum rafmagnsfram- kvæmdum, allar götur frá árinu 1931, þegar bændastjórnin, eins og hún kallaði sig, rauf þing af því að stjórnarandstaðan vildi raf- væða sveitirnar. Þá var Framsókn óhætt að fara í kosningar því að óréttlát kjör- dæmaskipun bjargaði. Þá dugði ekki skynsemin ein, því að 11 atkvæði i Reykjavík voru jafngild einu atkvæði úti á landi, enda barðist Framsókn hatrammlega á móti öllum leiðréttingum, sem gerðar voru á kosningalögunum. Það er margt, sem eldri Reyk- vikingar muna um Framsókn. Þeir, sem yngri eru, muna, að öll viðreisnarárin var Alþingi íslend- inga hið einasta þing hins frjálsa heims, þannig skipað, að öll stjórnarandstaðan fylgdi komm- únistum i frelsismálum þjóðar- innar. Þess vegna kjósa þeir yngstu, sem ekki eru kommúnistar, Sjálf- stæðisflokkinn. Þetta sýndi sig þann 26. maí, og á betur eftir að sjást þann 30. júni n.k. „Húsmóðir". ist af þvi, að sala þessarra efna hefði minnkað til mikilla muna eftir að sannleikurinn kom í ljós. Nú hefur ekki heyrzt á þetta minnzt lengi, þannig að sumum dettur i hug, að áhugi og athygli umhverfisverndara sé farin að sljóvgast að þessu leyti. í þvottaefnum eru fosföt mestir skaðvaldar, og þess eru dæmi, að 40 prósent þvottaefna séu einmitt fosföt. Upplýsingar og fræðsla um þessi mál hafa ekki verið mjög aðgengileg hérlendis, en nú er sannarlega tími til kominn, að þar verði ráðin bót á. Annað er það, sem vert er að minnast á fyrst farið var út í þessa sálfna. Hér á landi er vatn ekki eins rikt af steinefnum og víða annars staðar, og þar af leiðandi er það „rnýkra", ef svo má að orði kom- ast. Framsókn og Reykvíkingar Umhverfisvernd og þvottaefni nesingur. Framsókn fór bara með meiri gætni í sakirnar en kommúnistar, og taldi aldrei Búrfeilsvirkjun og Fyrir nokkrum árum var mikið talað um það, að ákveðnar tegund- ir þvottaefnis yllu mun meiri mengun en aðrar, og jafnvel frétt- Á umbúðum þvottaefna er venjulega gefið upp magn það, sem ráðlegt er að nota til þvotta. Miðað við íslenzkar aðstæður er það magn, sem gefið er upp á umbúðum erlendrar framleiðslu venjulega helmingi meira en hér þarf að nota, auk þess sem nauð- synlegt er að skola þvott mun oftar hér en erlendis til að ná þvottaefninu úr. Þessar upplýsingar fengum við hjá konu, sem er afar áhugasöm um umhverfisvernd, og mælumst við til, að lesendur taki þennan fróðleik til vinsamlegrar athug- unar. — Minning Framhaid af bis. 31 kom sem kaupkona að Mosfelli i Grímsnesi til Garðars Þorsteins- sonar, bróður Gunnlaugs, sem hún var þá trúiofuð. Eg minnist þess enn, hve ég. snúningastrák- urinn, varð hrifinn af þessari fallegu kaupakonu, sem alltaf var geislandi af fjöri og kátinu, þann- ig að öll vinna varð miklu léttari, ef hún var einhvers staðar nálægt. , Hygg ég að ílestir, sem kynntust Esther, muni mér sam- mála um, að lífsfjör og kátina, ásamt hreinskilni hafi einkennt hana hvað mest. Eftir að Esther giftist eftir- lifandi manni sínum. Gunnlaugi Þorsteinssyni. hinn 31. des. 1948, bjuggu þau hjón íyrstu 10 árin hér i Reykjavík, en fluttust að Ormsstöðum í Grímsnesi 1958. þar sem þau bjuggu í félagi við Garðar, bróður Gunnlaugs og konu hans, Rakel Guðmundsdótt- ur, til ársins 1962, er þau Esther og Gunnlaugur fluttust að Minni- Borg í sömu sveit. þar sem þau bjuggu til ársins 1966. er þau brugðu búi og tóku að sér hús- varðarstarf i hinu nýja félags- heimili að Borg í Grimsnesi, þar sem þau áttu heimili siðan. Eins og gerist með unglinga. þá beindust áhugamál tnín að öðru en frændliði og tengdafólki næstu ár eftir að ég kvnntist Esther fyrst, en eftir að þau hjónin fluttust að Ormsstöðum endur- nýjuðust kynntn. en á Ormsstöð- um var ég og kona min tíðir gest- ir. Eigutn við hjónin margar ljúfar minningar frá þeim árum, enda oft glatt á hjalla í glöðum hópi fjölskvldu og vina. Hefur vinátta okkar hjóna og Gunnlaugs og Estherar haldizt óslitið siðan og eigum við ótal margt að þakka bæði frá Minni-Borg og nú síðustu árin fvrir margar samverustundir á heimili þeirra að félags- heimilinu Borg. Gestrisni þeirrá. sém við nutum og reyndar allir. sem á heimili þeirra komu. var viðbrugðið. Sein húsmóðir var Esther myndarleg og hreinleg svo af bar. enda ber smekklegt heimili þeirra hjóna þess glöggt vitni. Nú þegar ég lýk þessum fáu kveðjuorðum til hennar Estherar hans Gulla. vil ég koma á fram- færi þakklæti minu og konu minnar. svo og þökk frá foreldr- um mínum. systrum og eigin- mönnum þeirra fvrir margra ára góð kynni og trausta vináttu. Eg bið þess. að Gunnlaugi frænda minum og Aðalheiði. dóttur þeirra hjóná. veitist styrk- ur i þeirri miklu sorg og minning- in um góða eiginkonu og móður mildi söknuð þeirra. Þorsteinn Júlíusson. Ijo'Tjo I VINSÆLI FJÖLSKyLDU BATURINN GO —GO 1 er tvöfaldur, rneð frauðplasti milli laga. Hann sekkur ekki. Verð aðeins kr. 18.950.- □ Tryggvagata 10 Simi 21915-21286 P 0 Box 5030 Reykjavik - I »,I 1 ililtvtiéétvilyfftrtrtifvim í I * t t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.