Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 24
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9, JUNt 1974 23 þessar mundir. Roeha er þekktur fyrir tækni sína með knöttinn og hraöa og hefur honum oft veriö likt við konung knattspyrnunnar, Brasi- líumanninn Pele. Rocha, sem núerJl árs að aldri, hefur sagt, að eftir heimsmeistarakeppnina muni hann leggja skóna á hilluna. Chile: Chilebúar hafa búið lið sitt af mikilli kostgæfni undir átökin í loka- keppninni í Þýzkalandi. Strax og ljóst var, að Chile kæmist i lokakeppnina fóru landsliðsmennirnir i æfingabúð- ir og hafa dvalið þar lengst af síðan. Hefur liðið þótt sýna ljómandi góða knattspyrnu i þeim æfingaleikjum, sem það hefur leikið upp á siðkastið, einkum þykir sóknarleikur liðsins skemmtilegur. Þar er i fararbroddi hinn 23 ára Carlos Humberto Caszely, en félag hans i Chile, Colo Colo, seldi hann í fyrra til spánska 2. deildar liðsins Levante í Valencia fyrir svim- andi háa upphæð. Caszely hefur hins vegar aldrei fest rætur á Spáni og segist ekki verða þar stundinni leng- ur en hann má til. Caszely er frægur fyrir hversu mikill baráttumaður hann er, og dugnaður hans hefur öðru fremur gert hann bæði að mark- hæsta leikmanni landsliðs Chile og í 2. deildar keppninni á Spáni. Júgóslavía: Það er ekki aðeins trú Júgóslava sjálfra, heldur og allra þeirra. sem' með liöinu hafa f.vlzt að undan- förnu, að aldrei f.vrr ha.fi landið átt jafn sterku landsliöi á að skipa. Arangur júgóslavneska lands- liðsins og einnig þarlendra félagsliða bendir einnig til þess, að þeir verði engin lömb að leika við í lokakeppninni. Júgóslavarn- ir segjast vera áhugamenn, en vitað er þó, að beztu leikmennirnir fá áliti- leg laun fvrir þátttöku sína í íþrótt- um. Sennilega er Dragulin Dzajic launahæsti leikmaðurinn í Júgóslavíu um þessar mundir, og hef- ur hann um 100 þús. kr. á mánuði. Hann þykir líka bezti leikmaður landsliðsins og hefur verið fastur maður í því sl. tíu ár. Sjálfur segir Dzajic, að styrkleiki júgóslavneska liðsins liggi ekki í einstaklingum. heldur því hvað liðssamvinnan er góð og baráttuhugurinn mikill. Liö Póllands Lið Júgóslavíu Argentína Það eina, sem getur komið i veg fyrir, að Argentínumenn verði á verð- launapallinum, er sú trú dómaranna, að við leikum ruddalegri knattspyrnu en aðrir, sagði þjálfari argentínska landsliðsins í blaðaviðtali fyrir skömmu. Hann bætti því við, að dómarar almennt væru búnir að telja sjálfum sér trú um, að Argentínu- menn væru ruddar, og það væri sama hvað litið þeir brytu af sér, alltaf fengju þeir áminningar og útafrekst- ur. En hvað sem þjálfarinn segir, er það staðreynd, að Argentínubúarnir eru harðir í horn að taka á leik- vanginum og kjósa heldur að sparka andstæðinginn niður en að láta hann fara framhjá sér. Vera kann, að þessi skaphiti og barátta geti fleytt liðinu langt í HM. Helzta stjarna Argentínu- manna um þessar mundir er Ruben Ayala, sem leikur með Atetico Madrid, en hann var settur í keppnis- bann eftir leik liösins við Celtic og mun því ekki geta leikið fyrsta leik- inn með Argentíu í lokakeppninni. Skotland: Það kemur.i hlut Skota að halda uppi heiðri brezkrar knattspyrnu í lokakeppninni. Flestir leikmanna skozka landsliðsins eru vel þekktir hérlendis, þar sem þeir leika með enskum liðum, sem oft sjást á sjón- varpskjánum. Þótt þjálfari skozka liðsins hafi að undanförnu kvartað yfir áhuga- og agaleysi landsliðs- manna er það fyrirfram vitað, að liðið er geysilega sterkt og leikur skemmti- lega knattspyrnu. Maðurinn á bak við allt spil liðsins er hinn rauðhærði Billy Bremner. sem er f.vrirliöi meistaraliðs Leeds. Sagt eraðBremn er hafi aldrei verið betri en um þess- ar mundir og margir álíta, að hann komi til með að verða stjarna heims- meistarakeppninnar. Skotar eiga einnig hauk í horni í þessari keppni þar sem eru fjölmargir brezkir áhorf- endur, sem munu leggja leið sína til Þýzkalands og leggja þeim lið. Búlgaría: Sagt er, að fáir lifi við eins góðan kost í Búlgaríu og beztu knattspvrnu- mennirnir þar. Samt eru laun þeirra ekki nema um 7000 kr. á viku og raunar aðeins fáir, sem fá svo mikla greiðslu. Knattspyrnan í Búlgariu er á mikilli uppleið og vel má vera, að búlgarska liðið setji strik í reikning- inn í Þýzkalandi. Undirbúningur liðs- ins hófst þegar árið 1970, en ári siðar var landsliðið fyrir miklu áfalli, er bezti knattspyrnumaður landsins, Georgi Asparuchov, beið bana i bil- slysi. Arftaki hans er hinn 27 ára Christo Bonev, sem sagður er knatt- spyrnumaður á heimsmælikvarða og þeim fágædda eiginleika gæddur, að hann getur leikið hvaða stöðu sem er á vellinum. Spænsk knattspyrnulið hafa gert mikið til þess að fá Bonev til liðs við sig, en hann hefur hafnað öllum boðum, hversu girnileg sem þau hafa verið. Hann segist aðeins hafa eitt takmark með ferli sínum sem knattspyrnumaður: Að standa sig vel í Þýzkalandi. Italía: í Mexikó 1970 hlutu Italir silfur- verðlaun. Nú ætla þeir sér ekkert minna en gull. Það er samdóma álit flestra knattspvrnusérfræðinga, að ítalir tefli fram gifurlega sterku liði í heimsmeistarakeppninni og víst er, að ekkert hefur verið til sparað tii þess að liðið gæti náð sem beztum árangri. T.d. er búið að heita leik- mönnum 8 miiljón króna verðlaunum hverjum, komizt Italía í úrslit, og vinni liðið heimsmeistarakeppnina fær hver leikmaður 15 milljónir króna, auk bíla og ýmislegs annars, sem ýmis fyrirtæki á ítalíu hafa heit- ið þeim. Segja má, að italska liðið sé skipað tómum stórstjörnum. Frægastir eru þó markvörðurinn, Dino Zoff og framlínumaðurinn, Luigi Riva. Báðir eru þessir leikmenn þjóðhetjur í heimalandi sinu og hafa gifurlega há laun. Sagt er t.d., að lið Riva, Cagliari, mvndi ekki láta hann þótt milljarður króna væri í boði. Brasilía: Heimsmeistarar Brasilíu tefla fram töluvert breyttu liði ftá síðustu heimsmeistarakeppni. Mestu munar þó. að Pele konungur knattspvrnunn ar, leikur ekki lengur tneð liðinu. en hann hefur verið maðurinn á bak við velgengni þess undanfarinn áratug og vel það. Margir álíta, að Brasiliu- menn hafi ekki eins sterkt lið nú og er þeir sigruðu í Mexikó 1970, og árangur liðsins i æfingaleikjum að undanförnu hefur ekki verið neitt sérstakur. Enginn skvldi þó ætla, að lið, sem hefur leikmenn á borð við Jairzinho og Rivenlino, Cesar og Pereira, verði auðunnið, og það er reyndar gömul saga og ný, að Brasi- líumennirnir vaxa alltaf með verk- efnum sínum og eru beztir, þegar mest á reynir. Sjálfir segjast þeir vera þess fullvissir, að þeim takist að halda heimsmeistaratitlinum, en viðurkenna þó, að róðurinn verði ef til vill þyngri en oft áður. Vestur-Þýzkaland: Nú er stóra stundin runnin upp hjá Vestur-Þjóðverjum. 1 fyrsta sinn Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.