Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. .JUNI 1974 Jónína Magnúsdóttir miðill — Minningarorð F. 9/5 1917 I). 18/5 1974 Kveðjuord frá Sálarrannsókna- félagi Islands. ,,Með honum sendum vér þann bróður, sem oró fer af í öllum söfnuðunum f.vrir starf hans í þjónustu fagnaðarerindisins; og ekki það eitt, heldur er hann og af söfnuðunum kjiii-inn samferðar- maður vor með Ifknargjöf þessa." ÞAÐ VAR á uppstigningardag, þ. 2,'i. mai s.l.. að okkur barst sú harmafregn. að Jönína Magnús- dóttir, lækningamiðill, væri látin. I þágu sjúkra og þjáðra með- bræóra og meðsvstra hafði hún iokið annasömu vetrarstarfi og ákvað að fara ásamt eiginmanni sínum, Jóni G. Lúðvíkssvni, í sumarle.vfisferð til sóiarlanda. Hún hafði f.vrir liingu fundið ætlunarhlutverk sitt hér á jörðu og ávallt verið umvafin Ijósi sann- leikans en okkur. sem búum við hið nyrzta haf. þykir á stundum gott að sækja heim hin suðlægu lönd. þar sem sólin skín flesta daga ársins. okkur til hvíldar og heilsubótar. I þessari ferð varð hún bráðkvödd. Sjálf er hún nú komin í þá nýju veröld. er %Drottinn gefur. en í Hans birtu brosti sú veröld öll. er hún í bláma sá lífsins fjöll. Jarðneskar leifar hennar komu til Islands á hvítasunnudagsmorgun. Utför hennar fer fram á morgun mánu- dag. Jónína var fædd að Efri- hömrum, Rangárvallasýslu. þ. 9. maí 1917. en 9 ara gömul fluttist hún til Reykjavíkur, þar sem hún ólst upp hjá s.vstur sinni, Þóru Magnúsdóttur. Ung að árum lauk hún námi við Kvennaskólann í Reykjavík með ágætum vitnis- burði. Jónína var gædd miklum sál- rænum hæfileikum og frá því hún fvrst mundi eftir sér. varð hún vör við ýmislegt. sem aðrir ekki virtust sjá, og gerði sér snemma grein fvrir því, að hún var öðru- vísi en önnur börn. Það var gæfa hennar sem barn að hún átti trú- aða foreldra. sem höfðu skilning á hinum andlegu hæfileikum dóttur sinnar, þótt aðrir hafi stundum átt erfitt með að skilja og trúa því. sem barnið sá og upplifði. Frá upphafi miðilstarfs síns var Jónfna i sambandi við lækna að handan og undanfarin ár vann hún á vegum Sálarrannsókna- félags Islands við andlegar lækn- ingar með mjög góðum árangri. Samkvæmt hennar eigin ósk voru störf hennar á vegum félagsins aldrei auglýst, enda var Jónína mjög hlédræg kona og vann öll sín verk í kyrrþe.v. Þrátt fyrir það skorti hana aldrei verkefni, og voru tímar hennar oftast bókaðir langt fram í tímann. I öllurn tii- vikum ráðlagði hún fólki að leita lækninga og ráða hjá heimilis- læknum sfnum, þegar það var veikt, en oft var fokið í öll skjól, þegar sjúklingar leituðu á náðir hennar og lækningar hinna fram- líðnu lækna, er hún hafði öðlast samband við, tókust oft með undursamlegum hætti. Varaði hún þó fólk við því að halda að hægt sé að lækna alla sjúkdóma á þennan hátt, þótt í slíkum til- fellum hafi oft tekist að lina hinar sárustu þjáningar. 1 sambandi hennar voru aðallega tveir læknar. Annar var Jón Blöndal, sem var læknir í Stafholtsey í Borgarfirði og drukknaði í Hvítá um 1920, en hinn vildi ekki láta nafn síns getið og kallaði sig Gest. A þessari kveðjustundu er margs að minnast og fvrir margt að þakka. Sá, sem þessar fáu línur ritar, gæti e.t.v. veríð samnefnari margra þeirra, sem standa í t Konan mín. HEDDA LOUISE GANDIL, verður jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju, þriðjudaginn 11. júni kl. 2 e.h. Þeir, sem vildu minnast hennar eru beðnir um að láta líknarstofnanir njóta þess þakkarskuld við Jónínu Magnús- dóttur, vegna lækninga þeirra, sem gerst hafa í gegnum hana. Hér skulu engin dæmi nefnd, enda var það ekki venja hennar að ræða um árangur starfs síns. Hún óskaði þess, að fólkið, sem Ieitaði til hennar, dæmdi þar um sjálft, en sjálf stundaði hún rétt- læti, trú, kærleika og frið. Stjórn Sálarrannsóknafélags Is- lands færir henni þakkir fyrir hönd hinna fjölmörgu félags- manna, og annarra. er til hennar leituðu og fengu hjá henni lækn- ingu, styrk og huggun. Félaginu sýndi hún mikla ræktarsemi og skilning á mark- miði þess og í verki hefur hún og eiginmaður hennar gert það, sem í þeirra valdi hefur staðið, tíl þess að sá draumur félagsins, að eign- ast varanleg heimkynni, fái aó raetast. Ennfremur flytur Sálar- rannsóknafélag Islands öllum ást- vinum hennar, eiginmanni hennar, sem var stoð hennar og stytta í daglegum störfum hennar, syní hennar og barna- börnum, sem voru henni svo kær, dýpstu samúðarkveðjur um leið og félagið þakkar henni innilega fyrir samstarfið og fyrir hið fórn- fúsa líknarstarf hennar. Ég og kona mín áttum því láni að fagna að eignast vináttu Jónfnu og manns hennar. Við vit- um, að hún mun halda áfram að sinna líknarstörfum í hinni nýju veröld, er hún nú er flutt til, og færum henni þakkir f.vrir tryggð við okkur og ánægjulegar sam- verustundir hér. Blessuð sé minn- ing hennar. ,,Akvörðuð min og mæld er stund mitt líf stendur I þinni hönd, andlátið kemur eitt sinn að, einn veiztu, Guð, nær skeður það." H.P. Árni Þorsteinsson. Á MORGUN verður kvödd hinstu kveðju Jónína Magnúsdóttir, sem andaðist á ferðalagi i Afríku 18. maí s.l. Jónína fæddist að Efri-Hömrum i Rangárvallasýslu 9. maí 1917 og var því 57 ára, er hún lést. Jónína heitin var fyrir margra hluta sakir merkileg kona, þótt hún hefði ekki hátt um sig og væri hlédræg. Var hún slik, að þeir, sem k.vnntust henni, hlutu að veita henni nána athygli. Við hjónin áttum þvi láni að fagna i leit að yfirskilvitlegum hlutum að kynnast henni fyrir 37 árum. Öll þessi ár hefur verið einlæg vinátta og samstarf að dulrænum málefnum. Fyrstu árin voru oft ýmsir örðugleikar i sambandi við þessi mál, og þeir, sem þeim voru tengdir, voru oft naumast taldir í húsum hæfir. En á seinni árum hafa margír athugað þessi mál og telja sig hafa þar margt gott um að segja, — og þá sérstaklega þeir, sem reynt hafa árangur lækninga. Mjög ung var Jónína, þegar bera fór á, að hún sá og skynjaði ýmislegt. Var henni þá komið á framfæri við menn, sem aðstoðuðu hana, og hún náði þeim árangri að verða einn þekktasti lækningamiðill, sem við höfum átt. Margir eru þeir orðnir, sem læknast hafa og geta staðfest góðan árangur af starfi hennar. Um hríð áttum við sameiginlegar stundir með Jóninu i húsnæði S.R.F.I. Lagöi hún þá fram bæn þessa: • ,,Algóði faðir, blessa þú oss öllum þessa stund þessa lífs og allra lifa. Megi elska þín og kær- Ieikur vera okkar leiðarstjarna. Megi þín máttuga vernarhönd stjórna gjörðum vorum og athöfn- um svo oss auðnist að veita í þinu nafni og með þínum vilja alla þá þjónustu er verða má meðbræðr- um og systrum, sjúkum og hrjáð- um til heilbrigði, líknar og bless- unar. Blessa þú, Guð minn, hjálp- endur alla, veit þeim þinn mátt frá orkulind elsku þínnar. Guð faðir allsherjar, ineðtak þú bæn vora, en verði ávallt þinn vilji um alla eilífð." Gefur þetta góða mynd af þroska hennar. Það voru ánægjulegar stundir að setjast niður í kyrrð og ræða við Jónínu um dulræn fyrirbrigði. Voru þá oft fleiri viðstaddir en kaffibollarnir voru á borðinu. 5. nóvember 1949 giftist Jónína Jóni Lúðvíkssyni, ágætum manni. Þau hjónin voru mjög samhent. Það, sem mest einkenndi þeirra ástúðlega hjónaband, var hvað þau voru samrýnd á dulspekileið- um. Jón er mjög vei lesinn á þessu sviði og aðstoðaði vel konu sína, tók niður nöfn þeirra, sem voru hjálparþurfi, og kotn því á framfæri sem fyrst hann mátti. Bæði voru hjónin injög dugleg og athafnasöm við byggingu húss þeirra á Kambsvegi og unnu við það nótt sem dag, ef því var að skipta. Jón minn. Við hjónin vottum þér, syni hennar og barnabörnum innilegustu samúð. Við, sem þekktum hæfileika hennar, skulum vera minnugir þess, hve langt hún var komin. Því ættu þessi vistaskipti hennar að vera ákveðin til framhalds þroska hennar. Ninu þökkum við hjónin ein- læga Vináttu, tryggð og hjálp, sem hún veitti okkur á liðnum árum. Nú skilja leiðir í bili. Hún heldur yfir djúpið mikla, þar sem hún tekur við og heldur áfram starfi þeim til líknar, sem eru hjálpar- þurfi. Öll fjölskyldan tekur undir með þeirri söngsveit, sem syngur Nínu til starfa á nýjum stað. Blessuð sé minning hennar. Asta og Björgvin Grfmsson. + Þakka innilega samúð og vinar- hug við andlát og útför móður minnar, SIGRÍÐAR VALTÝSDÓTTUR, Vestmannaeyjum. Óskar Kjartansson. f Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, ' JÖRGENSBJÖRNSSONAR, Vitastíg 1 7. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Dóttir mín KOLBRÚN EDDA JÓHANNESDÓTTIR sem lést af slysförum 2. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12 júní kl. 1.30e.h. Fyrir hönd allra aðstandenda Hildegard Þórhallsson, Karfavogi 54. Útför konunnar minnar, SIGRIÐAR AÐALBJÖRNSDÓTTUR. frá Siglufirði, Rjúpufelli 25, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudagmn 1 1 júni kl 1 3 30 Fyrir hönd vandamanna, Egill Jón Kristjánsson. + Eigmmaður minn, og faðir okkar, SIGURDUR ÓLAFSSON, skrifstofustjóri, Ásvallagotu 25, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 1 1, júní kl. 1 3,30. Jóhanna HrafnfjörS og börn hins látna. + Hjartkær dóttir okkar og systír, ELSA SYLVÍA BENEDIKTSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. júní kl. 3. e.h. Fyrir hönd vina og vandamanna Brynhildur Pálsdóttir, BenediktJ. Geirsson, Sigríður Benediktsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir. Brynhildur Benediktsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við fráfall og útför eiginmanns míns, föður, stjúpföður, tengdaföður og afa, ÓLAFS HALLDÓRSSONAR frá Varmá. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Borgarspitalans og Grensásdeildar Valgerður Sigurgeirsdóttir, Erla Ólafsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir, Gunnfríður Ólafsdóttir, Esther Ólafsdóttir, tengdasynir, stjúpbörn og barnabörn. Kristinn Sigurðsson. + Maðurinn minn og faðir KRISTJÁN SIGURGEIRSSON bilstjóri frá Hömluholti, Hátúni 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1 1, júni kl. 10.30 f.h Blóm og kransar afbeðin Þeir sem vilja minnast hins látna láti liknarstofnanir njóta þess. Ásta Skúladóttir, Lovisa Kristjánsdóttir. + Hugheilar þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu, ríka samúð og heiðruðu minningu, GYÐU ÁRNADÓTTUR frá Brekku, Vesturgötu 50A, Reykjavík. Megi heill og blessun veitast ykkur öllum Guðrún Steinþórsdóttir Árni Guðmundsson og aðrir aðstandendur + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa. DAGBJARTS BJARNASONAR, stýrimanns, Barónsstíg 59. Aðalheiður Tryggvadóttir, Bjarni Dagbjartsson, Jón S. Dagbjartsson, Hjálmtýr B. Dagbjartsson, Hjördís Bogadóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.