Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JÚNI 1974 Nýtt töskuúrval í björtum sumarlitum HANZKABÚÐIN Otrúlegt litaúrval Nýjar innkaupatöskur í mörgum litum Ótrúlegt ferðatösku- úrval á mjög góðu verði Sendum í póstkröfu SKÓLAVÖRÐUSTÍG 7 — SÍMI 15814 — REYKJAVÍK VIÐ ÆTLUM SAMAN I sumarleyfið. Við ætlum hringveginn um- talaða og notum SPRITE-hjólhúsið okkar Þannig erum við óháð og frjáls, og getum dvalið þar sem okkur lystir. Fyrsti áningarstaðurinn verður nálægt Skógafossi, næsti hjá Kirkjubæjarklaustri og svo 2—3 daga í Skaftafelli. Lengra nær áætlunin ekki. Húsið okkar er með ofni, tvöföldum rúðum og vel einangrað. Svefnplássi fyrir 4 og salerni. Við erum þannig vel undirbúin undir misjafna veðráttu. Hefur þú íhugað möguleikana fyrir þig og þína fjölskyldu I sumar. Þú getur byrjað með að fá allar upplýsingar um verð og gæði hjá Gunnari Ásgeirssyni h.f. / 'unnai <S$ógettóóon k.f. Suðurlandsbraut 16 - Sími 35200 - Glerárgata 20 Akureyri - Sími 22232 Verksmiðjuútsala Vegna flutnings á prjónastofunni verða allar vörur seldar á ótrúlega lágu verði. Opið frá kl. 9 — 6. Prjónastofa Kristínar, Nýlen'fugötu 10. Tilkynning um ferðastyrki til Bandarikjanna Menntastofnun Bandarikjanna á fslandi (Fulbrightstofnunin) tilkynnir að hún muni veita ferðastyrki íslendingum er fengið hafa inngöngu i háskóla eða aðrar æðri menntastofnanir i Bandarikjunum til framhalds- náms á námsárinu 1974—75. Styrkir þessir munu nægja fyrir ferðakostnaði frá Reykjavik til þeirrar borgar, sem næst er viðkomandi háskóla og heim aftur. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir rikisborgarar og hafa lokið háskólaprófi, annað hvort hér á landi eða annars staðar utan Bandarikjanna. Með umsóknum skulu fylgja afrit af skilrikjum fyrir því, að umsækjanda hafi verið veitt innganga i háskóla eða æðri menntastofnun i Bandaríkjunum. Einnig þarf umsækjandi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl ytra, og sýna heilbrigðisvottorð. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Menntastofnunarinnar Nes- vegi 16, 1. hæú, sem er opin frá 1—6 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Umsóknirnar skulu sendar I pósthólf stofnunarinnar nr. 71 33, Reykjavík, fyrir 1 5. júni 1 974. Námsstyrkur við Kielarháskóla Borgarstjórnin í Kiel mun veita íslenzkum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur, að upphæð DM 650.— á mánuði í 10 mánuði, frá 1. okt. 1974 til 31. júlí 1 975, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stundað háskólanám í a.m.k. þrjú misseri. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunn- áttu í þýzku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla Islands eigi síðar en 30. júní n.k. Umsóknum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsárangur og a.m.k. eins manns, sem er persónulega kunnugur umsækjanda. Umsóknir og vottorð skulu vera á þýzku. SKYNDISALA — Stórlækkað verð á: rýamottum 100% ull — margar gerðir og á nokkrum tegundum af ullarteppum 80% ull og 20% nylon Verð aðeins kr. 2.200,oo pr. fm. Aöeins á mánudag og þriðjudag kl. 9-6 FRIÐRIK BERTELSEN, Lágmúla 7, sími 86266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.