Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9, JUNÍ 1974 43 Stórsmygl í Hofsjökli —11 í gœzluvarðhald LÖGREGLAN í Hafnar- firði fann í fyrrinótt hátt á þriðja þúsund vodka- flöskur í Hofsjökli og var íbúð eins stýrimannsins full af áfengi, svo að vart varð komizt inn í hana. Ellefu af áhöfn skipsins höfðu í gær verið úr- skurðaðir í gæzluvarð- hald á meðan á rannsókn stendur. Hofsjökull kom fyrir nokkru frá Murmansk í Rússlandi, en áður en hann kom til Hafnar- fjarðar hafði hann komið viö á Akranesi, í Vest- — Launakjör Framhald af bls.44 þessum sökuin eru nú lfkur á því, að stór hluti bátaflotans stöövist í sumar og verði bundinn við bryggju. Á mikilvægasta veiði- svæði bátaflotans frá Höfn í Hornafirði að Akranesi minnkaði heildaraflinn um 25% miðað við aflamagnið 1973. 1 viðtali Morgunblaðsins við Pétur Sigurðsson ritara Sjó- mannasambandsins kemur fram, aó mikil óánægja ríkir í röðum sjómanna yfir því, að rfkisstjórn- in skuli skerða launakjör sjó- mannastéttarinnar einnar með þessum hætti. Þá segir hann, að sjómenn skilji ekki, hvers vegna þeir einir verði að hlíta þessum kostum. r — Islenzk list Framhald af bls.44 Framan við í anddyri eru svo iistaverk frá aldamótum fram um 1930 og í tengibyggingu við kaffi- salinn eru í skápum munir frá ýmsum öldum. En í austursölum eru listaverk frá siðustu ára- tugum og fram á ðkkar tíma, einnig í timaröð. Svo sýningar- gestir ættu að fá gott yfirlit yfir þróun listar á Islandi frá upphafi. Og er það einstakt tækifæri og mikið afrek að setja sýninguna upp. Fulltrúa i framkvæmdanefnd tilnefndu Félag íslenzkra mynd- listarmanna, Listasafn Islands, Þjóðminjasafn íslands og Arki- tektafélag Islands. Gefin er út vönduð og myndskreytt skrá um öll verkin á sýningunni. Hún verður opin kl. 15—22 fram til 15. ágúst og kl. 14—22 á laugardög- um og sunnudögum. mannaeyjum og á Noró- firði. Þegar tollverðir í Hafnarfirði fundu smyglið í gær í káetu stýrimannsins var ljóst, að það hafði verið flutt úr felustaðnum, sem það hafði verið geymt á á leiðinni til landsins. Vann lögreglan í fyrri- nótt og í gær að því að finna felustaðinn. — Þjóðviljinn um Framsókn Framhald af bls. 44 að greiða Alþýðubandalaginu og muni koma því til góða við úthlutun uppbótarþingsæta. Framsóknarflokkurinn vill ein- dregið vara við þessum áróðri og jafnframt benda Alþýðu- bandalaginu á, að stuðnings- flokkar rfkisstjórnar Olafs Jó- hannessonar he.vja vart sigur- stranglega kosningabaráttu, ef þeir bítast f.vrst og fremst inn- byrðis um sömu atkvæöin!! í stað þess að sækja sér nýtt afl með því að vinna fylgi frá stjórnarandstöðuflokkun- um. . .. Sannleikurinn er sá, að þessi áróður Alþýðubandalags- ins, sem því miður virðist hafa blekkt marga kjósendur Fram- sóknarflokksins, hefur veikt fhaldsandstæðinga á Al- þingi.. Garmurinn hann Ketill fær líka kveðju f forsíðuleiðara Þjóðviijans. Um SFV segir, að þau samtök hafi frá upphafi verið ,,afar ótryggir banda- menn“ og að það sé „háskalegt að treysta pólitískum ævintýra- mönnum sem hlaupa saman í flokka eða samtök rétt fyrir kosningar... “. Af þessum tilvitnunum er ljóst, að nú þegar er hafin hörð barátta milli stjórnarflokkanna um sömu atkvæðin. — Eyjaflotinn Framhald af bls. 1 skips. Eins og áður sagði sigldu Eyjabátar með snekkjunni austur fyrir Bjarnarey og kvöddu þar Noregskonung. Lauk þar með heimsókn þessa vinsæla þjóðhöfð- ingja til íslands. Þess má geta, að Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans f Eyjum skipulagði siglingu Eyjabáta til heiðurs konungi. Æskulýðsþing fatl- aðra á Norðurlöndum Hvítárholti, 7. júní — HER á Flúðum í Hrunamanna- hreppi er í fyrsta sinn haldið þing æskulýðssamtaka fatlaðra á Norð- urlöndum, hið 17. í röðinni. Theodór A. Jónsson formaður Sambands fatlaðra á Norðurlönd- um bauð gesti velkomna og opn- aði þingið með stuttri ræðu. Bauð hann velkomnar í sambandið tvær færeyskar stúlkur, sem eru fyrstu þátttakendur frá þvf landi. Ennfremur vék hann að land- námssögu Islands, sagði frá ferð Hrafna-Flóka og gat þess, að nú væri öldin önnur, þar sem tæknin hefði gert fjarlægðir ótrúlega stuttar. Annað atriði dagskrár var, að kvartettinn Þokkabót söng ís- lenzk þjóðlög með gítarundirspili og kontrabassa. Þvf næst sýndi Árni Böðvarsson cand. mag. skuggamyndir, fyrst af jarðeld- um, hraunum, hverum og nátt- úrufyrirbærum, sem ekki eru þekkt á öðrum Norðurlöndum — þá myndir af sögustöðum Njálu, sem eru nýstárlegar í augum út- lendinga. Loks kom hann í fáum orðum inn á efnisatriði sögunnar og rit þeirra tíma. Las hann síðan úr ritgerðum um söguna til skýr- ingar. Þetta 17. þing æskulýðssamtak- anna stendur yfir hér á Flúðum frá 6. til 14. júní. Þar dvelja nú um 50 manns, bæði félagsmenn og leiðbeinendur. Er fólkið hér á vegum Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra. Farið verður í ferðir víðs- vegar um Suðurland og fólkinu sýndir merkustu staðir, sem um leið er góð landkynning, ekki sízt með hliðsjón af 1100 ára afmæli íslands byggðar. Samband fatl- aðra á Norðurlöndum telur nú á 300 þúsund félagsmenn. Af þeim eru 100 þúsund i Finnlandi, sem mun vera afleiðing finnsk- rússneska stríðsins 1940. — Sigurður. tízi<UVERZLUN UNGA FÓLKSINS ijp KARNABÆR LÆKJARGÖTU 2 LAUGAVEGI 20A LAUGAVEGI 66 ÞVÍ NÚ ER SUMAR — sumar og sól eða (rigning) — Tökum upp í dag úrval af: □ GEYSILEGT ÚRVAL AF GALLABUXUM GÓÐ SNIÐ — GÓÐ EFNI Q BOLIR í GEYSIFJÖLBREYTTU ÚRVALI, ÞAR Á MEÐAL EKTA VELOUR BOLI í FALLEGUM LITUM □ FLAUELSBUXUR □ STUTTERMA JERSEY SKYRTUR Á DÖMUR OG HERRA □ LÉTTAR OG FALLEGAR MYNSTRAÐAR HERRASKYRTUR □ BLÚSSUR □ KVENSPORTJAKK- AR □ HERRASPORTJAKKAR □ DÖMUFÖT □ HERRAFÖT MEÐ VESTI O.M.FL: Póstsendum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.