Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 7
MORCiUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 7 Kvikmyndir Eftír Bjöm Vígrtí Sígurpálsson Uppskeru- hátíð 1 Cannes MESTA uppskeruhátið kvikmynd- anna — Cannes-hátiðin — er af- staðin. Viman er að renna af kvik myndagagnrýnendum eftir margra daga ofneyzlu kvikmyndalistar og timburmennirnir láta ekki á sér standa. Kvikmyndaspekingar er- lendis spyrja sjálfa sig hvað hafi orðið um hina gömlu góðu Cannes-hátíð, þar sem listaverk á borð við Viridiana, Fuglana, Trön- urnar fljúga, Marty og Pather Panchali, svo að einhver séu nefnd. Já, sú var tíðin að kvik- myndasagan virtist skráð I Cannes Nú er öldin önnur, segja gagn- rýnendurnir. Þeir vilja þó lita á björtu hliðarnar og segja sem svo, að kannski sé ástæðan fyrir hnign- un hátíðarinnar ekki endilega sú, að góðar myndir berist ekki lengur þar á fjörur heldur að erfiðara sé „að finna nálarnar í heystakkn- um", svo að notuð séu orð David Robinson hjá The Times. Hann segir, að i gamla daga hafi menn aðeins horft á tvær myndir á dag og varla nema um tvo tugi mynda í allt á meðan hátiðinni stóð. Núna sjá menn kannski fimm eða sex myndir daglega en i allt er boðið upp á einhvers staðar á milli 400 og 500 myndir á hátíðinni. „Það kemur þvi af sjálfu sér, að maður sér töluvert meira af verstu myndum veraldar en hinum beztu," segir Robinson. Ástæðan fyrir þessu ógnarfram- boði á kvikmyndum i Cannes er tiltekinn glundroði, sem verið hef- ur að magnast á undanförnum árum. Þannig hlutu 26 kvikmyndir náð fyrir augum hinnar hefð- bundnu sérfræðidómnefndar i ár, en hún var sett á laggirnar árið 1962 til að stemma stigu við gróðasjónarmiðum, sem virtust þá vera að ná undirtökunum á hátíð- inni á kostnað gæðanna. Hins vegar var nú einnig boðið upp á aðrar 20 myndir á svokallaðri Quinzaine des Realisateurs. sem er eins konar gagnbyltingarhátlð og klofnaði út frá aðalhátiðinni I kringum stúdentaóeirðirnar 1968. Þriðji þáttur Cannes-hátlðarinnar er svo Perspectives du Cinema Francais, nýr viðauki við hátiðina með miklum fjölda mynda. Cannes-hátiðin heldur enn aug- lýsingagildi sínu. Þangað þyrpist kvikmyndafólkið — stórstjórnur og smástirni, leikstjórar og fram- leiðendur ásamtfjármöngurum og gróðabröskurum. Þeir halda iburðarmikil hanastélsboð og bjóða til málsverða þarsem borðin svigna undan krásunum. Fram- leiðendurnir og viðskiptajöfrarnir mega ekkert vera að þvi að fara í bió þessa daga, heldur sitja þeir löngum stundum á tali á einhverj- um afviknum stað, leggja á ráðin um framleiðslu nýrrar myndar, kaupa myndir og selja myndir, skeggræða um það fram og aftur hver verði tizkan i kvikmyndunum að ári. Furðulegustu hugmyndir skjóta upp kollinum, svo sem: „Hvemig væri að fá þennan Resnais til að gera söngvamynd úr fangabúðum með Diönu Ross i aðalhlutverki ef Streisand fæst ekki — já og auðvitað Jack Nicols í móthlutverkinu." Þetta er ekki skálduð tilvitnun, eins og einhvei kynni ef til vill að halda, þvi að svona lagað ræða fjármálamenn- irnir sin á milli i fullri alvöru og út úr allri vitleysunni koma iðulega kvikmyndir f ramtiðarinnar Og þrátt fyrir góða viðleitni aðstand- enda Cannes hátíðarinnar reynist erfitt að halda peningasjónarmið- unum F skefjum á hátiðinni og þá Verðlaunaleikstjórinn Francis Ford Coppola ásamt ein um leikaranum vili kvikmyndalistin hverfa i skuggann. Lítum þá á fáeinar myndir, sem hvað mesta athygli vöktu i Cannes í ár, Af frambjóðendum gestgjafanna vegnaði „Violins de Val" einna bezt. Hún er gerð af Michel nokkrum Drach og var eig- inkona hans i aðalhlutverki mynd- arinnar. Sú var valin bezta leik- kona hátiðarinnar, en að öðru leyti er hún sögð sykursæt endur- minning um bernskuár Gyðinga- barna f Frakklandi 1939—40. Frá ítaliu kom m.a. Delitto d'Amore, sem segir frá ástum verkamanns frá Milanó og sikileyskrar stúlku. Leikstjórinn Luigi Comencini er hugfanginn af umhverfisverndar- sjónarmiðum nútímans og kemur þeim að með þvi að láta stúlkuna deyja af völdum mengaðs andrúmslofts iðnaðarborgarinnar. Comencini þessi er annars sagður laginn að fást við leikara og nær fram afburðaleik i myndinni, sér- staklega hjá Giuliano Gemma. sem kunnastur er hérlendis úr fá- einum spaghettivestrum. Sérstök verðlaun í Cannes hlaut Pier Paolo Pasolini fyrir útgáfu sína á Þúsund og einni nótt. Þar með er lokið triólógíu Pasolini, er hann sækir i fornklassisk bók- menntaverk — fyrst var Decameron, þá Kantaraborgarsög- ur og nú valdir þættir úr Þúsund og einni nótt, eins og áður segir. Við sýningu á myndinni i Cannes létu áhorfendur óspart i Ijós óánægju sina með hrópum og púi en ekki er Ijóst hvort þeim var stefnt gegn myndinni eða Pasolini sjálfum. Honum hafa verið mis- lagðar hendur i þessari bók- menntalegu yfirreið sinni. Einkan- lega hafa Bretar lýst yfir furðu sinni á meðferð Pasolini á Kantaraborgarsögunum og vilja meina, að hann hafi ekki skilið brandarana hans Chaucers. Þús- und og ein nótt er af sumum talin skárst þessara mynda en tæpast viðunandi þó. Pasolini staðhæfir, að sú mynd sé ádeila á nýkapital- isma vestrænna ríkja, en Robin- son hjá The Times segir það vera álika fráleita fullyrðingu. og að Stjáni blái (Popey) sé ádeila á fasismann. Tvær „svartar kómedíur" vöktu nokkurn fögnuð i Cannes. og eiga báðar það sameiginlegt að vera frumverk höfunda sinna. Önnur nefnist Le Trio Infernal, og ereftir Francis Girod. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum, glæp- um lögfræðingsins Matre Sarret, sem hálshöggvinn var árið 1934 fyrir misgjörðir sinar. Segir sagan frá þvi hvernig Sarret ásamt tveimur þýzkum systrum sveik, prettaði og myrti blásaklaust fólk til að verða sér út um dálitla tryggingaupphæðir viðkomandi fórnarlamba. Girod fer aðrar leiðir við útlistun á glæpunum en meistari Hitchcock — hann sýnir nákvæmlega hinar hrottalegu að- ferðir morðingjanna við ódæðis- verk sín, svo að blóðið streymir i stríðum straumi og holsárin gapa við áhorfendum. Morðingjarnir leysa fórnarlömb sin upp í sýrum og strá siðan jarðneskum leifum þeirra sem skarna á garð systr- anna tveggja en nágrannarnir kvarta kurteislega yfir óþefinum af áburðinum. Hin myndin nefnist Bilarnir, sem átu París og er sú gerð af Ástraliumanninum Peter Wair. Paris i titli myndarinnar er ekki höfuðborg Frakklands heldur litið þorp ( skógarjaðri í Ástraliu. íbúar þess eru ekkert annað en tuttug- ustu aldar sjóræningjar á þurru landi, sem sjá til þess, að ferða- menn, sem leið eiga um þorpið, klessukeyri bila sina og hirða sið- an allt nýtilegt úr bilunum. Vara- hlutir eru þannig viðurkenndur gjaldmiðill í París. Wair byggir mynd sina samkvæmt fyrirmynd- um B-mynda Hollywood og árang- urinn er sagður vera sérlega hittin hrollvekjukímni. Sigurvegari Canneshátiðarinn- ar að þessu sinni var annars The Conversation Francis Ford Coppola, sem áður hefur verið getið hér i þættinum i yfirliti yfir framleiðslu Paramountkvik- myndafélagsins í ár. Hún segir, eins og þá kom fram, frá einka- spæjara, er hefur hleranir að at- vinnu en verður um siðir fórnar- lamb þeirra. Coppola lagði drögin að handritinu á árunum milli 1966—69 — áður en hann gerði The Godfather og áður en Water- gatehneykslið kom upp, en efni hennar þykir höfða vel til samtím- ans. Húsnæði óskast Stofa eða nokkuð stórt kjallaara- herbergi óskast fyrir léttan iðnað. Helst i Austurbænum. Tilboð legg- ist inn á afgreiðslu Morgunblaðs- ins merkt „G'óð umgengni 1083". Frímerki Til sölu mjög gott úrval af frimerkjum. M.A. skildingar. Alþingishátíð, þjónusta stimpluð. O.m.fl. Mjög hagstætt verð Myntir og Frimerki, Óðinsgötu 3. Volvo 144 1970 fallegur einkabill til sölu. Sam- komulag með greiðslu. Simi 16289. Reglusöm systkini óska eftir 2ja—3ja herbergja íbúð á leigu. Upplýsingar i sima 33267. Oska að kaupa frimerkt bréf (jafnvel nýleg) tollur, stimpill. Verð á Hótel Borg 10 —19 júní, AXEL MILTANDER Keflavík — Suðurnes Nýkomið stórmunstruð gardinu- efni og grófir stórisar. Saumaþjón- Verslunin Álnabær Túngötu 12 Keflavik Hópferðabilar Til sölu Scania B-76, 47 farþega, árgerð '69. Volvo 3.4 farþega árg. '63. Man 20 farþega, árg. '70. Upplýsingar i síma 66128 og 83351. Keflavik — Suðurnes margar gerðir af efnum í íslenska þjóðbúninginn. Verslunin Álnabær Túngötu 12 Keflavík Kona með reynslu, dugleg, mjög góð í matreiðslu, með skipulagsgáfu og afar hrein- lát, vill vinnu hjá góðri fjölskyldu 5 daga vikunnar. Sími 86421. Keflavik — Suðurnes Terylene tate og dralon, demin í buxur og blússur. Verslunin Álnabær T úngötu 12 Keflavík Keflavík Af gefnu tilefni banna ég undirrit- aður alla umferð ökutækja um lóð mína við stafn hússins Hafnargötu 44, Keflavík. SVEINN SIGURÐUR HARALDSS0N, Suðurgötu 1 7a. Gerum við kaldavatnskrana og WC-kassa. VATNSVEITA REYKJAVÍKUR, Simi 27522. íbúð óskast Barnlaus hjón vantar 2ja til 3ja herb. ibúð. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1 1 906 eftir kl. 1. Mold Gróðurmold til sölu, heimkeyrð. Uppl. i sima 51468 og 50973. Herbergi óskast Ungur maður óskar eftir rúmgóðu herb. Uppl. i sima 25606. Vörubill til sölu Til sölu er Merc. Benz 1413 árg. '65. Uppl. í síma 83498. Bakaraofn Til sölu er notaður tvihólfa Rafha bakaraofn úr ryðfríu stáli. SÍLD 0G FISKUR. Hestur til sölu 6 vetra rauðstjörnóttur góðhestur til solu. Upplýsingar i sima 10778 Bifvélavirki og vélvirki óska eftir verkstæði úti á landi til leigu eða kaups. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. júní merkt: „1 091 " Óska eftir að taka á leigu íbúð í Reykjavík, eða Hafnarfirði í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð á ísafirði. Tilboð send- ist Mbl. sem fyrst merkt „1480". Húsvörður óskast í fjölbýlishús nú þegar. Upplýsingar i síma 16636 i dag og næstu daga eftir kl.1 9. Kópavogsbúar Reynum alltaf að hafa úrval af peysum í barna- og unglinga- stærðum. Stór sendiferðabíll til sölu D 300. Cortina '70. Upplýsingar i kvöld og næstu kvöld að Rjúpufelli 36. Litaúrval. Verzlið þar sem verðið er hag- stætt. Verksmiðjuverð á öllu. Prjónastofan, Skjólbraut 6 Simi 43940. Bill — skuldabréf 2ja—4ra ára bill, helzt vesturþýzk- ur, óskast gegn skuldabréfi Tilboð merkt ,,1482" sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Kjarvalsmynd til sölu vatnslitamynd ca 50x50 cm. Tilboð merkt „Kjarval — 1483" sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. fimmtudag. Norskur kvk. stúdent óskar eftir vinnu á bóndabæ frá 1.—31. ágúst gjarnan i eldhúsi, fjósi eða barnagæslu. Vill læra islensku. Skrifið: Helle Meltzer Otto Ruges Vei 22 1 345 Österás Norge. Lítið fyrirtæki í fataiðnaði til sölu. Fyrirtækið er i Kópavogi og mjög hentungt fyrir hjón, sem vilja skapa sér aukatekj- ur. Fæst með mjög góðum greiðsluskilmálum. Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðju- daginn 1 8. júni merkt ,,1481 ". ^ÞEIR RUKR uiflSKiPim sEm k nucLVsn í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.