Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 3
MORCUNBLAÐIÐ, SUNNUDAOUK 9. .JUNI 1974 Tíðarfarið Sjóveður voru alveg sæmileg síðustu viku, sunnan og vestlæg átt, en stundum of hvasst fyrir handfærabáta. Aflabrögð Alveg hefur verið sæmileg veiði í trollið og ágætt hjá báti og báti. Þannig kom Álsey einn daginn inn til Eyja með 62 lestir eftir viku útivist. Arnarborg I Sandgerði fékk 25 lestir og svo voru margir bátar með um 20 lestir til að mynda í Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Tveir bátar róa enn með þorska- net frá Keflavfk og hafa verið að fá 7 lestir, 2ja nátta. Eins hafa bátar róið með net frá Sandgerði, siglt með aflann og selt hann fyrir gott verð, um 55 krónur kg. Humar er að byrja að veiðast, en ekki mikið komið til ennþá, einna beztur hefur aflinn verið í Þorlákshöfn, 1!4—3 lestir í róðri, og um 600 kg í Eyjum, allt slitinn humar. Einn daginn komu 5 trillur til Reykjavikur af handfæraveióum með 12 lestir og einn bátur til Sandgerðis með 6t4 lest eftir 2 daga, 3 menn á. Rækjan er að byrja að veiðast, en hún er treg ennþá, hefur komizt upp í l'A lest yfir daginn. Togararnir Togararnir hafa verið að flökta um allan sjö, því að fiskur er nú mjög tekinn að tregast við Austur-Grænland. Tvö skip lönduðu í Reykjavík í vikunni: Hjörleifur 2411estirog Bjarni Benediktsson um 310 lestir 3000 Gjaldeyrisvarasjóður þjóðar- innar er nú ekki langt frá því að vera 3000 milljónir króna og hef- ur þá minnkað um rúmlega helm- ing frá því, sem hann var mestur. Mikið álag hefur verið á sjóðnum upp á síðkaStið, er talið til að mynda, að hann hafi rýrnað um fast að 1000 milljónir í síðasta mánuði einum. Þvilikri gjald- eyrisþörf er honum ætlað að standa undir. Kannski er ekki úr vegi að staldra við og athuga þetta nánar. Því hefur verið haldið fram hvað eftir annað og ekki mót- mælt, að skuldir og skuldbind- ingar rikisins séu 20.000 milljónir króna — 100.000 krónur á hvert mannsbarn í landinu. — En þar fyrir utan eru miklar skuldir og skuldbindingar, sem gjaldeyris- varasjóðurinn þarf að annast. Má þar nefna erlendar skuldir vegna skipakaupa, sem vart eru minni en 2000 milljónir króna, yfir- dráttarskuldir banka áætlaðar 1000 milljónir króna, vörukaupa- skuldir einnig tæplega minni en 1000 milljónir króna. Enn má nefna olfuskuld við Rússa 1500—2000 milljónir króna. Allt eru þetta víst frekar of lágar tölur en hitt, en þær eru engu að síður lagleg fúlga, þegar þær eru komnar í eitt, sem gjaldeyris- sjóðurinn þarf að standa straum af. Og hvernig er þá útlitið með, að sjóðnum takist að inna af hendi þetta erfiða hlutverk. Allir hafa atvinnu, ekki er að kvarta undan því, en langt er frá, að sú vinna snúist um gjaldeyrisöflun. Það opinbera er með geysimiklar framkvæmdir, meðal annars stór- felldar virkjanir. Við Sigöldu- virkjun eru nú til að mynda 200 manns, en stefnt er að þvi, að þar verði 500 manns f sumar. — 100 skipshafnir á togbáta. — Þetta er bara eitt dæmi af framkvæmdum þess opinbera, að visu eitt það stærsta. Einstaklingar keppast við hvers konar framkvæmdir til að bjarga því, sem bjargað verður, eins og þeir segja, sem peninga eiga. Eða eyðslan á öllum sviðum. Þó að margar flugvélar fari með skemmtiferðafólk daglega, er allt upppantað langt fram á haust og færri komast að en vilja, langir biðlistar eru í ferðaskrifstof- unum, sem engin von er til, að hægt verði að tæma. Jafnmargir bílar eru keyptir á fyrsta fjórð- ungi ársins og allt árið i fyrra, og voru þó bílakaup þá ekki skorin við nögl. Og allar fjárfestingar- vörur eru keyptar i búðunum, hverju nafni sem nefnast. Fjárfestingarkapphlaupið er gegndarlaust, enda talið, að krónan rýrni um 3—5% á mánuð: á þessu ári. En hvernig er svo ástandið hjá þeim atvinnuvegum þjóðarinnar, sem eiga að afla gjaldeyris i sjóðinn? Með einni undantekn- ingu eru allar greinar sjávarút- vegsins reknar með tapi, en það er saltfiskverkunin. En hvað var- ir lengi tími náðarinnar? í siðustu kreppu, fyrir tæpum 10 árum, tók það eitt ár, að verðiö félli á salt- fiskinum eins og öðrum sjávaraf- urðum. Aðeins eru tveir mánuðir síðan gerð var úttekt á þjóðarbúinu af hagrannsóknastjóra. Niðurstaðan var ljót og ennþá verri spáin. Síðan hefur enn sigið á ógæfuhlið fyrir flestum greinum sjávarút- vegsins. Einn báturinn er bundinn af öðrum vegna afla- tregðu, erfiðleika við að fá mann- skap og rekstrarfjárskorti, og nú hefur það verið kórónað, sem auð- vitað var vitað að koma myndi, að reikningum hefur verið hreinlega lokað I bönkunum, sem ekki ætla að fjármagna skuldasafnanir í taprekstri. Þetta þýðir auðvitað enn meiri stöðvun og samdrátt. Togaranna bíður það sama, en þar er málið enn stórkostlegra. Það er sannleikur, að tapið er þar 1—2 milljónir króna á mánuði á skip. Loðnumjölið hefur enn fallið og er nánast óseljanlegt í dag. 'A af framleiðslunni er óseldur i landinu, og verksmiðjurnar, sem ekki höfðu selt fyrirfram, geta ekki gert upp loðnuna frá i vetur, sem orsakar aftur, að útgerðar- menn geta ekki gert upp við skipshafnir sínar. Hér í þessum pistlum hefur verið sýnt fram á, að allt útlit er fyrir, að ekki verði hægt að greióa nema kr. 1,45 fyrir kg af loðnu næstu vertið miðað við $5,25 verð fyrir eggjahvítuein- ingu, eða eins og verðið var í fyrra. Nú er ekki hægt að selja | fyrir $6,00 og hvað er langt þar til verðið er $5,25? 1 vetur var verðið fyrir loðnuna kr. 3,75 kg til að byrja með. Menn taka ekki svona skrif alvarlega og hugsa sem svo: Þetta getur ekki verið. En getur það komið mönnum niður á jörðina, þegar þeim er bent á, að nú er verð á spærlingi kr. 2,00 kg, en var kr. 4,90 kg í fyrrasumar? Og bátarnir liggja, ekki kemur mikill gjaldeyrir fyrir spærlinginn með því móti. Og verður sama upp á teningnum með loðnuna? Þetta verð væri ekki nema fyrir hlut skipshafnar- innar og olíunni. Enn hefur sigið á ógæfuhlið hjá þeim, sem frysta fisk, því að blokkarverðið hefur enn fallið og útlitið er ekki gott. Það var talið saman fyrir nokkru i þessum pistlum, að sjávarútveginn vantaði 4.100 milljónir króna miðað við það, sem honum var ætlað um síðustu áramót. Enginn vafi er á því að stokka verður upp efnahagsmál þjóðar- innar, en það verður ekki gert þessar fáu vikur, sem eru til kosn- inga, hvað svo sem að höndum ber. Hvað þá tekur við, veit nú enginn. En benda má á, að stór- þjöðir eins og Ítalía og Frakkland ramba nú allt að þvi á barmi gjaldþrots, ef þeim tekst ekki á fá lánsfé, en lánstraustið er nú mjög þorrið. Hvað á það langt i land, að ísland glati sinu lánstrausti, ef lengi stefnir sem horfir? Það eru nú mörg sömu einkenni heims- kreppu og 1929 og 1930. „Kanmur“ af 500 faðma dýpi 'Brezkur fiskkaupmaður keypti nýlega i Grimsby fyrsta „kíttið" af ,,kanínum“, sem bera visinda- heitið „Chimaera monstrosa", en það er fisktegund, sem veiðist á 500 faðma dýpi — íslénzku tog- ararnir toga venjulegá á 200 faðma dýpi — og heldur sig í Norður-Atlantshafinu, meðal annars hjá Shetlandseyjum. Kaupmaðurinn för úr hvíta sloppnum sinum, sem allir fisk- kaupmenn ganga í á markaðnum, og skundaði upp á skrifstofunar sínar og sagði: „Ég vil láta flaka fiskinn og reyna með nokkrum sýnishornum, hvort ekki er hægt að koma flökunum út í búðunum í London og Manchester". Hann fór einnig með flak heim til konu sinnar. Sagði hann að fiskurinn væri þéttur í sér, en bragðlítill og þyrfti mikið af sósu! Mikil barátta er nú hafin i Bret- landi við það opinbera og neyt- endurna fyrir notkun ýmissa djúpvatnsfiska, sem svara ekki í útliti til hinna hefðbundnu fiska okkar og þykja ljótir. Það þótti nú líka skötuselurinn fyrst, en nú er hann herramannsmatur, seldur allra fiska dýrastur til Frakk- lands og annarra landa og engan veginn hægt að fullnægja eftir- spurninni. Eins var með grá- lúðuna og raunar karfann. Það skyldi þó aldrei vera, að ýmsar djúpsjávarfisktegundir svo sem langhali ættu eftir að bjarga minnkandi fiskgengd og efnahag Islendinga og eggjahvituskorti annarra þjóða? Hert á reglunum Kanada hefur hert á reglunum um lestir í fiskiskipum, þar má nú ekkert vera úr tré nema í opnum skipum. Þá á að halda fundi við og við með sjómönnum og skipstjórum, þar sem rædd er betri meðferð á fiskinum. Stór fiskmarkaður Fiskmarkaðurinn i Tokio, höfuðborg Japans, var upphaf- lega byggður fyrir 5 milljónir íbúa. Nú búa þar í borg 12 millj. manna, og er markaðurinn orðinn alltof litill. 15.000 vörubilar koma þangað daglega til að sækja fisk og þar vinna 75.000 manns, eins og allt vinnandi fölk á íslandi. Þarna er eitthvað af islenzku loðnunni selt, en til Japans fóru í ár tæpar 20.000 lestir — 100 togarafarmar —. Þangað þyrftu að fara næsta ár 50.000 lestir. Það krefst fyrst og fremst skipulags. Oft hefur verið sett nefnd í minna mál. Stjórnarherrar vasast allt of mikið í öllu sjalfir i stað þess að nota reynslu og sérþekkingu þeirra manna, sem lifa og hrærast í framleiðsluútgerð. Aukin matarþörf íbúafjöldinn i heiminum var 1970 3.700 milljónir manns. Til þess að geta gert sér einhverja hugmynd um stærð þessarar tölu má geta þess að íbúatala Banda- ríkjanna er 200 milljónir, 5% af ibúum jarðarinnar. Gert er ráð fyrir, að mann- fjöldinn i heiminum verði orðinn 4.600 milljónir árið 1980. Auðvitað fer matarþörfin vaxandi í hlutfalli við fólksfjölgunina, og er talið, að 1980 verði eggjahvítu- þörf heimsins komin upp i 244 millj. lesta. Fiskur eða sjávaraf- urðir einar sem eggjahvíta mann- kynsins gætu orðið 1980 82 millj- ónir lesta. Ársafli íslendinga nær ekki enn nema tæpri 1 milljón lesta. Markaðsverðið upp og niður 1968 var verð á þorskblokkum 20 cent. — Blokkin komst svo hæst upp i 82 cent lb. — nú er hún 70 cent. Sama ár, 1968, komst eggjahvítueiningin i loðnumjöli niður i 2 dollara. í byrjun árs í byrjun árs i fyrra var hún rúmir 5 dollarar. Fyrir ári komst verðið hæst, sem það hefur komizt, upp i 12 dollara. Nú er ekki hægt að selja loðnumjöl fyrir helminginn af því verði. Veiðileyfi Nokkur veiðileyfi til sölu í Brúará og Ölfusá dagana 10. —19. ágúst. Upplýsingar í síma 99-1 268 virka daga kl. 7 — 8 eftir hádegi. Veiðifélag Árnesinga. Mesta ferðaúrvalið og ferðirnar seljast uppl Maí 12. 22. Costa del Sol Ítalía — Gullna ströndin uppselt uppselt 31. Italía — Gullna ströndin uppselt Júní 1. Costa del Sol uppselt 1 5. ítalía — Gullna ströndin 6 sæti 19. Costa del Sol uppselt 29. Costa Brava 4 sæti Júlí 2. Italía — Gullna ströndin laus sæti 3. Costa del Sol 10 sæti 15. Costa del Sol laus sæti 16. Italía —- Gullna ströndin laus sæti 1 7. Costa del Sol 1 4 sæti 24. Costa del Sol laus sæti 29. Costa del Sol laus sæti 31. Costa del Sol uppselt Mt m ■ - UTSÝNARFERÐ ER SPARNAÐUR! Hvað kostar góð sumarleyfisferð til Dæmi: Ferð á eigirt vegum SÓIarlanda? Almennt flugfargjald til Malaga — Costa del Sol « kr. 47.440. 1. fl. gisting í nýrri ibúð með baði og ölium búnaði samkv. verðskrá í 14 daga kr. 9.860. Samtals kr. 57.300. 4- Samskonar Útsýnarferð kr. 27.300. Sparnaður farþegans kr. 30.000. ÚTSÝNARFERÐIN ER FARIN MEÐ SÖML FLUGVÉLAGERÐ — BOEING 727 — 1 FLOKKS VEITINGUM Á LEIÐINNI, SÖML GISTINGU OG AÐ OFAN GETUR, OG ALLRI ÞJÓNUSTU FARARSTJÓRA OG STARFSFÓLKS ÚTSÝNAR. MISMUNURINN KR. 30.000,- ER HAGN AÐUR FARÞEGANS. SAMBÆRILEGUR SPARNAÐUR í ÍTALÍU- FERÐUM! HVAR GETIÐ ÞÉR GERT BETRI FERÐA- KAUP?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.