Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 31 Ester Sigurbjörns- dóttir — Minning ESTER Sigurbjörnsdóttir á Borg lézt 31. maí sl. Það er oft erfitt að sætta sig við orðinn hlut og þá ekki sízt þegar staðið er frammi fyrir óvæntum umskiptum lífs og dauða. Ester var fædd á Geitagili í Örlygshöfn við Patreksfjörð 14. febrúar 1923. Foreldrar hennar voru Ólafía Magnúsdóttir frá Hnjóti og Sigurbjörn Guðjónsson bóndi á Geitagili og sfðar í Hænu- vík. Var hún ein af 12 börnum þeirra hjóna. Eru nú aðeins fimm þeirra lifandi. A unglingsárum sinum var Est- er fremur heilsuveil og var því send hingað suður 16 ára gömul. Hún var þá m.a. á Vifilstaðahæli um nokkurt skeið. Um tvítugsald- ur hafði hún fengið þann bata sem dugði henni æfilangt og a.m.k. seinni helft æfinnar var ekki hægt að merkja annað en að hún gengi alheii til allra starfa. Hún var prýðilega verki farin, kappsöm, vandvirk og listfeng, eins og heimili hennar bar gleggstan vott um. Um áramótin 1948—9 giftist hún Gunnlaugi Þorsteinssyni bif- vélavirkja, ágætum manni af Laxamýrarætt. Næstu 10 árin bjuggu þau í Reykjavfk eða þar til þau fluttust að Ormsstöðum í Grímsnesi vorið 1958 og hófu þar búskap, en til þess hafði hugur beggja jafnan stefnt. Við sveitar- búskapinn voru þau vel samhent eins og í öðru og fengu þar meiri lifsfyllingu en þeim hafði áður hlotnast. Eftir fjögurra ára bú- skap á Ormsstöðum fluttust þau að Minni-Borg og bjuggu þar næstu árin. Vorið 1966 tóku þau við rekstri félagsheimilisins Borg í Grímsnesi, og hafa háft veg og vanda af rekstri þess síðan við almennar vinsældir og vaxandi álit. Lagði Ester allan metnað sinn i velfarnað þessa félagsheim- ilis og að vegur þess yrði sem mestur. Að eðlisfari var Ester félags- lynd og naut góðra samskipta við vini sína og samvistarmenn. Hún var söngelsk og lét sig miklu skipta kirkjusöng sveitar sinnar. I kvenfélaginu var hún virkur þátt- takandi og lét sig velgengni þess miklu varða. Einhver afskipti mun hún hafa haft af fleiri félags- málum þótt mig bresti kunnug- leika til að geta þess sérstaklega. En það veit ég að þar hefir hún alltaf verið liðtæk í bezta lagi. Ester var fríð sínum, fíngerð og fjaðurmögnuð í öllum hreyfing- um; og þaðsemöðru framar mark- aði svipmót hennar vár léttleiki geðsins og sú lífsorka scm virtist geisla út frá henni. I návist henn- ar var jafnan andblær hreinleika og hispursleysis. Þau hjónin voru mjög sam- rýmd, áttu mörg sameiginleg áhugamál og voru samtaka um flest sem til velfarnaðar mátti verða. Nú er sú ein bót í böli og þó sérstaklega manni hennar og dótt- ur þeirra, að endurminningarnar um hana eru allar á einn veg, ljúfar og kærar. Guðm. Þorláksson. Hún var fædd 14. febrúar 1923, en lé7,t 31. maí sl. og var því rúmlega 51 árs að aldri. Arið 1948 giftist hún eftirlif- andi manni sínuin, Gunnlaugi Þorsteinssyni. Þau bjuggu fyrst nokkur ár í Reykjavík, en fluttust síðan í Grimsnesið og bjuggu fyrst á Ormsstöðum í félagi við bróður Gunnlaugs, Garðar Þor- steinsson, i 4 ár. Síðan fluttust þau að Minniborg og voru þar í 4 ár. Þeim búnaðist vel og voru samhent i öllum verkum. enda maðurinn mjög útséður og vinnu- gefinn. Arið 1966 bauðst þeim húsvarð- arstaða við félagsheimilið Borg í Grímsnesi, sem þau tóku að sér. Það sýndi sig fljótt, að þarna var frúin á réttum stað, það var alveg sama hvar á var litið. bæði í íbúö- inni og samkomuhúsinu, allt bar vott um sérstaka snyrtimennsku þeirra hjóna og var til fyrirmynd- ar. Vár þó oft ekki álitlegt að þrífa húsið eftir böll og ýmsar samkomur. Nú virtist allt leika i lyndi hjá þessum hjónum, maðurinn hafði skapað sér nokkuð góða atvinnu auk húsvarðarstarfsins og efni og afkoma mjög góð; gátu þau þvi brugðið sér ef svo bar undir og stóð nú til að fara í ferðalag til Noregs með bændaför þangað, 12. júní næstkomandi. Hinn 14. f.mánaðar fóru hjónin til Reykjavikur og bjuggust við að koma um kvöldið, en þá veiktist frúin og var flutt á sjúkrahús og þó að þar væri allt gert henni til bjargar dró að því, sem verða vildi, hún lézt þar 31. f.m. Þó að þetta sé sú ferð, sem við eigum öll eftir að fara, datt mér sízt i hug, að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hana i þessu lifi, þar sem hún veif'aði mér úr bíln- um. Það er stundum gott að vita ekki lengra fram í tímann. Nú við leiðarlok hennar vil ég, sem þessar línur skrifa, ekki láta hjá líða að þakka fyrir þau kynni og samverustundir, sem ég hef átt með þessari konu og manni henn- ar þau ár, sem við höfum búið í nágrennini. Þar var oft skipzt á græskulausu gamni, sem einbúa kom sér stundum vel að vera að- njótandi. Með þessum fátæklegu linum vil ég aðeins kveðja þessa góðu konu og óska henni allra heilla við vistaskiptin, sem mér finnst að hefðu mátt dragast um nokkur ár í viðbót. Eg vil og með þessuin línum óska öllúm skyldmennum hinnar látnu alls hins bezta með kærri þökk til þeirra, sem ég hef kynnzt, og veit, að þau eiga bjarta minningu um hana. Að síðustu vil ég flytja eigin- manni og dóttur mína dýpstu sam- úð við fráfall góðrar konu og móð- ur. Eg stóð í sömu sporum fyrir 10 árum og fer því nærri um það ásand, setn ríkir nú i hugum ykk- ar, en verið viss um það, að sá, sem öllu ræður, græðir sárin og þið munuð finnast siðar, þar sem engar þrautir eða þjáningar ríkja. A. Einarsson. Hún Esther hans Gulla er dáin. Eg staldra við þessi orð og reyni að átta mig á þeim rökum til- verunnar, sem gera þau að veru- leika. Sorg er safn tilfinninga, saknaðar, tómleika og máttvana reiði, vegna þess að vinir eru hrifnir burt frá okkur án þess að við fáum við ráðið. Við skiljum ekki af hverju kona á bezta aldri þarf að kveója lífið, meðan hún á svo mörgu ólokið að okkar dómi. Eg byrjaði þessi kveðjuorð með því að segja-,,Hún Esther hans Gulla", en þannig var Esther gjarna auðkennd af okkur, frænd- fólki Gunnlaugs eiginmanns hennar. Að nokkru leyti var ástæðan ef til vill sú, að fleiri einstaklingar í fjölskyldunni báru nafnið Esther, en ég held einnig, að það hafi verið hið innilega og nána samband, sem var milli þeirra hjóna, sem olli því, að nöfn þeirra voru svo oft nefnd saman til auðkennis. Ég kynntist Esther fyrst sem stráklingur, er hún sumarið 1947 Framhald á bls. 41 LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 21800 VIÐ HÖFUM TEKIÐ UPP: FÖT MEÐ VESTI, RÖNDÓTT, EINLIT, LJÓST DUNIGAL TWEED, FALLEGIR LITIR ÞAR Á MEÐAL LJÓSIR SUMARLITIR □ MJÖG FALLEGA STAKA SPORTJAKKA □ BOLI QSTUTTERMA JERSEY SKYRTUR í FALLEGUM LJÓSUM LITUM □ TERELENE & ULLARBUX- UR MJÖG FALLEGIR LITIR □ MJÖG GOTT ÚRVAL AF LÉTTUM SKYRTUM MYNSTRUÐUM OG EINLITUM. LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 21800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.