Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 21 NM 74 Margir kallaðir — einit útvalmn FRANSKI rithöfundurinn Albert Camus sagði eitt sinn: „Aðeins þegar ég er áhorfandi að iþrótta- kappleikjum, endurlifi ég bernsku mina, og finn þær tilfinningar gleði og vonbrigða streyma um mig, sem börn ein geta fundið. Af þessum ástæðum sæki ég svo oft iþróttamót — til þess að kalla fram ferskleikann i sjálfum mér." Sjálfsagt eiga margir eftir að finna til sömu kenndar og rithöf- I undurinn dagana 13. júni til 7. júlí. en þá fer fram i Vestur-Þýzka- landi ein mesta iþróttahátíð, sem haldin er: Lokakeppni heims- meistarakeppninnar i knatt- spyrnu. Aðeins Olympiuleikarnir vekja meiri athygli en þessi keppni, sem milljónir 'manna um altan heim munu fylgjast með af lifandi áhuga. í þessari lokakeppni taka þátt sextán lið: Brasilia, Vestur-Þýzka- land, ítalia, Júgóslavia, Pólland, Sviþjóð, Búlgaria, Uruguay, Chile, Argentíná, Ástralia, Zaire, Haiti. Skotland, A-Þýzkaland og Hol- land. Undanfarin tvö ár hafa flest þessara liða staðið i ströngu við að vinna sér rétt til þátttöku i keppni hinna beztu. og mörg góð lið hafa orðið að lúta þeim örlög- u » ~itia ima. Maira að segja he'.nsmeistararnir iri 1966, 6ng- len igar, eiu nú ekki lengur n e al 1 3 boztu. Og ýmislegt á örugglega eftir að henda áður en liðin þrjú, sem verðlaunin hljóta, stiga á verð- launapallinn. Gleði og vonbrigði eru óaðskiljanlegir förunautar í slfkri keppni sem þessari, þar sem margir eru katlaðir en aðeins einn útvalinn. Stjörnur munu kvikna i keppninni og aðrar slokkna, meiðsli eins leikmanns geta komið i veg fyrir árangur heils liðs og þannig mætti lengi telja. Verða þeir stiörnur HM? Franz Beckenbauer 1 VÉSTUR-Þýzkalandi vita allir, að átt er við Franz Beckenbauer, þegar rætt er um Franz keisara. Og Beckenbauer, sem er f senn fyrirliði Evrópumeistaraliðs Bay- ern Munchen og þýzka landsliðs- ins, býr lfka sem keisari. í Miinchen-Griinwald, sem er auð- mannahverfi borgarinnar, á Beckenbauer 10 herbergja ein- býiishús, með grfðarstórum garði og sundlaug. Hús þetta er byggt f gömlum spánskum stfl og skortir hvergi fburð, innanhúss eða utan. Heimilisfangið er Ludwig- Thomas Strasse númer 13, og þangað hafa forráðamenn ýmissa liða heimsótt hann að undan- förnu með tékkheftið upp á vas- ann. Beckenbauer hefur látið f það skína, að hann sé falur, en það þýðir ekkert að nefna neinar smáupphæðir við hann eða fé- lagið — lágmarkstala er 45—60 milijónir króna. Beckenbauer vill ekki gera mikið úr möguleikum Þjóðverja f heimsmeistarakeppninni. — Við verðum með í slagnum, segir hann, — en það má alls ekki gleyma þvf, að það eru sextán þjóðir, sem keppa um titilinn, og allar eiga þær möguleika. Það er auðvitað hægt að þrengja hópinn niður í fjórar — fimm og ég tel Þýzkaland f þeim hópi. Beckenbauer segir, að eftir- minnilegast á knattsp.vrnuferli hans sé eftirtalið: 1) Þegar hann var 19 ára og liði hans tókst að vinna sig upp f Bundesligan. Þetta gerðist árið 1964. 2) Þegar lið hans vann Evrópubikar bikar- hafa árið 1967 f úrslitaleik við Glasgow Rangers. 3) Þegar lið hans vann Evrópubikar meistara- liða f ár með því að sigra Atletico Madrid. A bjálka í stofunni á heimili Beckenbauers eru letruð þessi orð: Að leggja upp mörk, að koma í veg fyrir mörk, að skora mörk. Þetta eru lífsreglur Franz keis- ara Beekenbauers á knattspyrnu- vellinum, og þær ætlar hann sér að halda í heimsmeistarakeppn- inni. Johan Cruyff FYRIR fremsta knattspyrnu- mann Ilollands snýst tilveran aðallega um tvennt: Mörk og pen- inga. Það fyrrnefnda gefur hið sfðarnefnda af sér. Johan Cruvff hefur skorað mörg mörk á ferli sínum og hann hefur einnig fengið mikla peninga. Hann var t.d. keyptur frá sfnu gamla félagi, Ajax, til spánska liðsins Barcelona fyrir svimandi háa upphæð. Og það sýndi sig, að Johan Cruyff var þessara peninga virði fyrir félagið. Barcelona var á botninum í 1. deildinni þegar hann kom, en er lauk varð liðið spánskur meistari með ótrúlegum yfirburðum. Það kom líka fljótlega í Ijós hvaða áhrif það hafði hjá gamla félaginu hans, Ajax, að Cruvff var ekki lengur til að skora mörk- in. Liðið varð að láta hollenzka meistaratitilinn f hendur helztu andstæðinga sinna. Feyenoord, og þátttaka liðsins í Evrópubikar- keppninni var ekki með sama glæsibrag og áður. Johan Cru.vff hefur aldrei öðl- azt eins miklar vinsældir og sum- ir aðrir knattspyrnumenn. Hann vill helzt ekki ræða við blaða- menn, og mörgum finnst Iff hans snúast of mikið um peninga. Reyndar segja þeir, sem til þekkja, að Cruyff sé ekki tiltak- anlega fégráðugur, en það sé hins vegar karl tengdafaðir hans, sem ræður töluverðu á bænum. Johan Cruyff er von Hollands f þessari heimsmeistarakeppni. Það er hann, öðrum leikmönnum fremur, sem á að bera liðið fram til sigurs, og það verður engan veginn létt verk, þegar litið er til mótherjanna, sem vafalaust gera hvað þeir geta til þess að stöðva þennan hættulega leikmann. Hol- lenzkir blaðamenn segja, að þessi keppni þýði allt eða ekkert fyrir Johan Cruvff. Takist honum að skara fram úr sé framtíð hans trygg, en misheppnist honum, má búast við því, að halla taki undan fæti fyrir honum. Cruvff gerir sér sjálfur grein fvrir þessu, og lítur til keppninnar með sambiandi kvíða og eftirvæntingar. Billy Bremner AN baráttuþreks og kjarks ná menn ekki langt í íþróttum. Knattspvrnumaðurinn Billy Bremner hefur baráttuþrek á við heilt lið, enda stundum kallaður „litla, rauðhærða vélin" og sagt er með nokkrum sanni. að hann sé höfuð og hjarta skozku knatt- spyrnunnar. Knattspvrnan hefur verið allt í lífi Bremners. Hann lauk t.d. aldrei skólanámi. Lundúnaliðið Leeds frétti um þennan efnilega pilt og þegar útsendarar félagsins komu til Glasgow fundu þeir drenginn þar sem hann lék sér einn með knött á skólalóðinni. Þeir fylgdust með honum um stund, nógu lengi til þess að fram- tíð Bremners var ráðin. Allan sinn feril hefur Bremner leikið með Leeds og áhangendur liðsins segja, að leikaðferð Leeds sé leik- aðferð Bremners og að svipmót Leeds-liðsins sé einnig svipmót hans. Billy Bremner er nú 33 ára og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.