Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.06.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. JUNÍ 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 35,00 kr. eintakið. A|rlegur hátíöisdagur Isjómanna er nú hátíð- legur haldinn víöa um land. Sjávarútvegur og sig- lingar eru meginstoðir í íslenzku efnahagslífi. Þeg- ar sjómenn koma saman til hátíðarhalda í dag eru alvarlegar blikur á lofti í þjóðarbúskap íslendinga. í einmuna góðæri undanfar- inna ára hefur stoðunum verið kippt undan efna- hagsstarfseminni í þjóð- félaginu. Ráðdeildarleysi vinstri stjórnar hefur leitt til þeirra miklu erfiðleika, sem við stöndum nú frammi fyrir. Fram til þessa hefur verðlag á sjávarafurðum aldrei verið hærra en undanfarin ár. Þannig hafa ytri aðstæður verið hinar ákjósanlegustu að því undanskildu, að afli síóustu vetrarvertíðar varð minni en áður. Ringulreiðin í efnahags- starfseminni hefur nú leitt til þess, að kjör sjómanna hafa rýrnað stórlega í samanburði við kjör land- verkafólks. Pétur Sigurðs- son ritari Sjómannasam- bands íslands lýsir þvf í viðtali við Morgunblaðið í dag, að vinstri stjórnin hafi með síðustu bráðabirgða- lögúm lagt bann við því, að launakjör sjómanna hækkuðu í samræmi við þær kjarabætur, er samið var um í almennum kjara- samningum á liðnum vetri. Sjómenn fengu 11% kjara- bót með fiskverðshækkun um sl. áramót, en meðl kjarasamningunum og eft- ir vísitöluuppbætur 1. marz fengu aðrir launþegar um 30% kauphækkun. | Ríkisstjórnin hefur þannig rýrt kjör sjómanna um 19%. Við þessar aðstæður halda sjómenn hátíð í dag. í viðtali þvf við Pétur Sigurðsson, sem vitnað er til hér að framan, kemur fram, að sjómenn fá ekki skilið, hvers vegna ríkis- stjórnin vegur með þessum hætti að þeim einum. Hér er um að ræða eina af mý- mörgum afleiðingum þess stjórnleysis, sem hér hefur ríkt undanfarin þrjú ár. Síðustu efnahagsráðstafan- ir sýna gleggst, að vinstri stjórnin hefur ekkert bol- magn til þess að greiða úr þeirri efnahagsringulreið, sem hún hefur komið af stað. Þess vegna verða sjómenn að sæta þessum afarkostum. En óstjórnin hefur ekki einungis leitt til þess, að sjómenn fá ekki eðlilegar kjarabætur miðað við land- verkafólk. Útgerðin á nú við mikla rekstrarerfið- leika að etja og horfur eru á, að stór hluti bátaflotans stöövist, ef ekkert verður að gert. I tíð viðreisnar- stjórnarinnar fór fram veruleg endurnýjun báta- flotans og hafin voru kaup á nýjum skuttogurum. Því starfi hélt núverandi ríkis- stjórn áfram. Hér er um að ræða einhver mikil- virkustu framleiðslutæki, sem þjóðin á nú völ á. Skut- togararnir geta tryggt betri og meiri atvinnu en áður og jafnframt stuðlað að jafnvægi í byggð lands- ins. Gallinn er hins vegar sá, að vinstri stjórnin hef- ur staðið að þessari endur- nýjun án þess aö tryggja, að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Á þessu ári er talió, að hallarekstur togaranna muni nema um 1000 milljónum króna. Kristján Ragnarsson for- maður Landssambands íslenzkra útvegsmanna segir í viðtali við Morgun- blaðið í dag, að verðlags- þróun innanlands hafi ver- ið fádæma óhagstæð fyrir útgerðina, og afkomu bæði útgeröarfyrirtækja og frystihúsa muni reka í strand á þessu ári, ef ekki verði gripið til róttækra að- gerða. Þá segist Kristján Ragnarsson treysta því, að sú ríkisstjórn, sem tekur viö eftir kosningar, takist á við vandann, en láti ekki reka á reiðanum. Þá bendir formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna á, aö síðar á árinu muni óhjákvæmilega koma til verulegra efnahagsörðug- leika, sem m.a. muni koma fram í miklu atvinnuleysi, ef ekki verði gripið í taumana. Þannig hefur vinstri stjórnin með ráðdeildar- leysi sínu kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli þeirra atvinnutækja, sem afkoma landsmanna byggist á. En jafnhliða þessum erfiðleikum, sem vinstri stjórnin hefur kallað yfir þjóðina, verður hún að horfast í augu við þá staðreynd, að fisk- stofnarnir eru f hættu. Vetrarvertíðin gefur ótvírætt til kynna, hvert stefnir í þeim efnum. Af þeim sökum er ljóst, að íslendingar verða jafn- framt endurreisn efna- hagslífsins að leggja enn meira kapp á verndun fiskstofna og takmörkun veiða á miðunum um- hverfis landið en til þessa. Einn þátturinn í því starfi er án nokkurs vafa út- færsla landhelginnar í 200 sjómílur. Flest bendir nú til þess, að meirihluti þjóöa á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóöanna styðji hugmyndir, sem settar hafa verió fram um 200 sjómílna efnahagslögsögu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst þvíyfir, að hann muni beita sér fyrir út- færslu efnahagslög- sögunnar í 200 mílur. Um þá stefnu verður þjóðin að sameinast í alþingis- kosningunum. Á SJÓMARNADAG 1 Reykjavíkurbréf ^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Laugardagur 8. Hættunni hefur ekki verið bægt frá Þegar úrslit sveitarstjórnakosn- inganna lágu fyrir, var auðvitað mikið um það rætt á ritstjórn Morgunblaðsins, hvernig túlka bæri þau. Menn velta fyrir sér kosningaúrslitum bæði fyrir kosningar og eftir þær. Þegar að kosningum líður velta menn því fyrir sér hvernig þær muni fara, og þegar talningu atkvæða er lokið, hefjast bollaleggingar um það hvers vegna þetta hafi gerzt og hitt ekki, hvað valdi því, að einn flokkur hafi unnið á, en annar tapað. Satt bezt að segja verður aldrei fundin neín endanleg niðurstaða af slíkum bollaleggingum. Enginn getur með vissu um það sagt, hvað valdið hafi afstöðu hvers einstaks kjósenda eða fjölda þeirra, þótt auðvitað hljóti þau meginmál, sem um er barizt í hverjum ein- stökum kosningum, að valda mestu um afstöðuna. En ýmis persónuleg sjónarmið, velþóknun eða vanþóknun á mönnum, getur þar einnig valdið nokkru um. Fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík hafði Morgunblaðið lagt á það áherzlu, að fleiri en sjálfstæðismenn yrðu að kjósa D-listann, ef sigur ætti að vinnast. Fólkið í borginni yrði að sameinast um að tryggja traustan borgarstjórnarmeirihluta, sam- hliða því sem það lýsti vanþóknun sinni á vinstri stjórnínni. For- ustumenn Sjálfstæðisflokksins i borgarmálefnum höfðu einnig gefið slíkar yfirlýsingar. Þess vegna hefði ekki verið heiðarlegt eftir á að leggja á það megin- áherzlu, að Sjálfstæðisflokkurinn ætti það fylgi, sem upp úr kjör- kössunum kom, og þess vegna hét fyrsta forustugrein Morgunblaðs- ins að afstöðnum kosningum ekki Sigur Sjálfstæðisflokksíns heldur Sigur fólksins. Sigur fólksins En hver var þessi sigur fólks- ins? í Reykjavik tryggði fólkið sér trausta forustu í borgarmál- efnum, en jafnframt lýsti það vantrausti á vinstri stjórnina, og það gerðu menn líka hvarvetna annars staðar um landið. Sumir kynnu raunar að álykta, að hinn mikli stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn í sveitar- stjórnakosningunum nægði til þess, að leiðtogar annarra stjórn- málaflokka gerðu sér grein fyrir þvi, að fólkið vildi ekki áfram- haldandi vinstri stjórn, og þess vegna væri þeirri hættu bægt frá, að vinstri stjórnin sæti áfram að afloknum kosningum eða ný vinstri stjórn yrði mynduð. Þvi miður fer þvi viðs fjarri, að þessi árangur hafi náðst í sveitar- stjórnakosningunum. Þvert á móti er fyllsta ástæða til að ætla, að ný vinstri stjórn verði barin saman eftir kosningar, ef Sjálf- stæðisflokkurinn hlýtur ekki þann þingstyrk, að hann einn geti hindrað myndun slikrar stjórnar. Olafur Jóhannesson forsætis- ráðherra hefur ítrekað lýst þvi yfir, að hann hafi efnt til þing- rofsins í þeim tilgangi að leita trausts þjóðarinnar til áframhald- andi stjórnarsetu með öðrum vinstri mönnum, og hann hefur sagt, að sú stjórn, sem nú starfar, sé ekki bráðabirgðastjórn. Hún muni halda áfram að kosningum afstöðnum, ef vinstrí menn hafa afl til þess að veita henni brautar- gengi. Á því leikur heldur enginn vafi, að hart mun lagt að Alþýðu- flokknum að ganga til samvinnu við aðra vinstri flokka, ef úrslit mála á Alþingi byggjast á afstöðu þess flokks. Þau heljarátök, sem átt hafa sér stað í Framsóknarflokknum að undanförnu, hafa valdið þvi, að forustumenn flokksins hafa sí- fellt færzt lengra til vinstri til að reyna að halda í fylgi flokksins á vinstri kantinum. Og formaður Framsóknarflokksins gefur um það skýlausar yfirlýsingar eins og áður greinir, að hann hyggist halda áfram feigðarflaninu að kosningum loknum, ef hann getur. Hættunni á vinstri stjórn hefur þess vegna hvergi nærri verið bægt frá. Þvert á móti er hún yfirvofandi, og það þarf hver og einn að gera sér fullljóst, til þess að unnt verði að varast vinstri slysin. Æskan og kjölfestan Fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar var hér í blaðinu ritað um afstöðu æskufólkstil þjóðmál- anna og sú von látin í ljós, aó unga fólkið gerði sér gleggri grein fyrir megindráttum stjórn- mála en kommúnistar stundum vilja vera láta, er þeir halda, að þeir geti laðað til sín æskulýðinn með slagorðaglamri, falsrökum og hreinum ósannindum. Og vonin var ekki út í bláinn, óskin rættist. Unga fólkið flykktist um Sjálf- stæðisflokkinn, bæði í Reykjavík og úti um land. Æskulýðurinn er nú menntaðri en nokkru sinni fyrr. Ungafólkið Ólafur Noregskonungur skoðar nýja hraunið í Eyjum fylgist vel með framvindu þjóð- mála, en það hefur ekki síður áhuga á heimsmálunum. Það gerir sér grein fyrir því, að lýð- ræðislegir stjórnarhættir eiga viða undir högg að sækja. Mikill meirihluti mannkyns býr við ein- ræóisstjórnarfar. Þessar þjóðir hafa ýmist aldrei kynnzt lýðræð- inu eða þeim hefur haldist svo illa á þvi, að upplausnaröfl hafa grafið undan stoðum þess, svo að einræðisstjórnarfar hefur fylgt í kjölfarið. Sundrung og uppiausn vinstri aflanna á íslandi hefur sýnt fólk- inu fram á, að lýðræðislegir stjórnarhættir væru beinlínis í hættu, ef þessi öfl ættu að ráða ríkjum. Og æskufólkið var ekki ginnkeypt fyrir þvi að stuðla á þjóðhátíðarári að þvi að stoðum yrði kippt undan heilbrigðri lýð- ræðislegri þróun hérlendis. í öllum lýðræðisþjóðfélögum verður að vera einhver kjölfesta, eitthvert afl, sem er nægilega sterkt til þess að leiða þjóðina á örlagastundu. Og allir vita, að kjölfestan í íslenzku stjórnarfari hefur verið og er Sjálfstæðis- flokkurinn. I Sjálfstæðisflokknum hefur tekizt að laða til samstarfs fólk úr öllum stéttum, starfshópum og landshlutum. Þetta fólk hefur þá sameiginlegu hugsjón að vilja varðveita frelsi einstaklinga og þjóðarinnar allrar. Það er fólk framfara og frjálsyndis. Raunar er sjálfstæðisfólkið á Íslandi miklu fleira en það, sem skipar 1,1 1 rl -1 ' 1 1 ........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.