Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 3

Morgunblaðið - 02.10.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 á Morgunblaðið/Karl T. Sæmundsson Vatnsborð lækkaði um 30 metra í Grænaióni Hlaup varð í Súlu fyrir nokkru og er talið að vatnsborð í Grænalóni hafi lækkað um 25 til 30 metra. Myndina tók Karl T. Sæmundsson þegar hann flaug yfir lónið í bUðskaparveðri eftir hlaupið. í baksýn sjást Skaftafellsfjöllin og Öræfajökull. Skaftá seld: Söluverð 22 millj. króna EIMSKIP seldi í fyrradag Skaft- ána, sem fyrirtækið keypti af Útvegsbankanum á sínum tima. Söluverðið var 22 milljónir króna, sem er sama upphæð og Eimskip keypti Skaftána á á sínum tima. Eins og kunnugt er, var Skaftáin kyrrsett á sínum tíma í Antwerpen. Útvbegsbankinn keypti hana svo á uppboði í Antwerpen og seldi Eim- skip. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að sama verð hefði fengist, og Eimskip greiddi fyrir skipið. Hann sagði að skipið hefði verið slet í því ástandi sem það var, þegar Eimskip keypti það. Hefði það verið afhent nýju eigend- unum í Antwerpen í fyrradag, og myndi að líkindum fara í ávaxta- flutninga frá höfnum við Miðjarðar- hafið, til hafna á meginlandi Evrópu. Háskóli íslands 75ára: Gefur Líf- fræðistofnun smásjár- sneiðartæki HARALDUR Ágústssou viðar- fræðingur afhenti í gær Liffræðistofnun Háskólans smá- sjársneiðartæki að gjöf. Smásjársneiðartækið, sem er af vönduðustu gerð, er gefið í tilefni 75 ára aftnælis Háskólans. Tækið er notað til að gera þunnsneiðara af plöntu- og dýravefjum fyrir smá- sjár. Verðmæti þess er um 220 þúsund krónur ásamt fylgihlutum. Haraldur hefur einnig ánafnað Háskóla íslands viðarsafn sitt, sem í dag telur nær 1700 sýni. Skotmaðurinn í gæzluvarðhald til 8. október MAÐURINN, sem var handtek- inn vegna gruns um að hann hefði skotið á bifreið í Breið- holti, hefur játað verknaðinn. Skotið var á bifreið í Breiðholti á miðvikudag í síðustu viku. Rann- sóknarlögreglan handtók manninn á föstudag og var hann úrskurðað- ur í gæsluvarðhald á laugardag fram til 8. október. Svíþjóð- arför Stein- gríms frestað HEIMSÓKN Steingríms Her- mannssonar, forstætisráð- herra, til Sviþjóðar hefur verið frestað. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, fór þess á leit að heimsókninni, sem vera átti dag- ana 6. - 7. okt. n.k, yrði frestað vegna fundar leiðtoga Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í Reykjavík 11. - 12. okt. n.k. og varð Ingvar Carlsson, forsætis- ráðherra Svía við þeirri beiðni. Metsölublad á hverjum degi’ Gakktii imi í töfrafieim tótústarmnaf Saía Causamiða á tónCdka SirfóníufiCjómsveitarmnar í októBermánuði er fiafln. Einnuj forsaCa á aukatónCeika vetrarins. Lausamiðar ocj áskriftarkort eru seCcf í Girnd við Lcekjargötu aCCa virka cfaga kL 13—17. Komdu og vetdu pér sceti jýrir veturinn. Áskriftarkort giCdir á 8 tórdeika í einu. Kortin eru ekki persónuBundin þannig að áskrijandi sem cf einkverri ástceðu kemst ekki á tónCeika getur Cánað það öðrum. TónCeikaskrá vetrarins Ciggur jrammi í GimCi og á öCCum FieCstu jerðaskrifstojum Sorgarinnar^ CíCjómpCötu- og CiCjóðfcera- versCunum og menningarmiðstöðvum. Náðu þér í eintak eða kringdu og við sencCum þér skrána Cieim. ECCiCífeyrisþegar njóta 30% afsCáttar cfverði áskriftarkorta. Símar SinfóníuhCjómsveitarinnar eru 622255 og 22310. GreiðsCukortaþjónusta. < í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.