Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vorið er frábær tími til að heimsækja Prag. Bjóðum nú frábært tilboð á gist- ingu á hinum vinsælu Ibis hótelum, Ibis Smichow, Ibis City og Ibis Old Town. Í Prag mikið úrval verslana og mjög gott að versla auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Örfá herbergi eru í boði á þessu verði - fyrstur kemur fyrstur fær. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Páskar í Prag 6.-12. apríl frá kr. 59.990 Frábær tilboð á Ibis hótelunum Verð kr. 59.990 verð á mann, m.v. 2 í herbergi 6. apríl í 6 nætur á Hotel Ibis Smichow eða Ibis City með morgunmat. Gisting á Hotel Ibis Old Town kostar kr. 10.000 aukalega. Munið Mastercard ferðaávísunina Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Reuters Kínversk útrás Blaðamenn standa við BS3-bílinn frá kínverska framleiðandanum Brilliance. Genf. AFP. | Brilliance nefnist fyrsti kínverski bíll- inn, sem sýndur hefur verið á bílasýningunni í Genf. Tveir hágulir bílar frá framleiðandanum voru til sýnis og sagði forstjóri Brilliance, Hans- Ulrich Sachs, að stefnt væri að því að merkið yrði orðið þekkt í Evrópu innan fimm ára. Benti Japan og hjólbarðarnir með evrópsku merki þótt framleiddir séu í Japan. Til þess var tekið að á sýningarbásnum tengdi ekkert bílinn við Kína og veltu menn vöngum yfir því hvort það væri vegna þess að fólk tengdi kínverskar vörur ódýrri framleiðslu. | 2, 10 og 11. hann á að það hefði tekið Japana 20 ár og Suður- Kóreumenn 10 ár að öðlast trúverðugleika á evr- ópskum markaði. Fyrstu 500 bílarnir koma í höfn í Bremerhaven síðar í þessum mánuði. Þess má geta að hönnun bílsins er að hluta sótt til Ítal- íu, vélarnar eru upprunalega frá Mitsubishi í Bílasmiðir í Kína láta ljós sitt skína föstudagur 9. 3. 2007 bílar mbl.isbílar Jepplingurinn Hyundai Tucson tekinn í reynsluakstur » 6 BÍLAR Á SÝNINGU RAFDRIFINN E’MOBILE FRÁ ZEBRA MEÐAL NÝJ- UNGA Á BÍLASÝNINGUNNI Í GENF >> 2, 10 OG 11                         föstudagur 9. 3. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Fjölnir hélt sæti sínu en Þór féll úr úrvalsdeildinni>> 2-3 BIKARBARÁTTA PATREKUR JÓHANNESSON SEGIST EKKI ÆTLA AÐ TAPA ÚRSLITALEIK BIKARSINS Í FYRSTA SINN >> 4 Grétar Rafn varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark strax á 7. mínútu þegar hann stýrði boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf frá Kieron Dyer. Newcastle var síðan komið í 4:1 eftir aðeins 38 mínútna leik en Obafemi Martins gerði tvö falleg mörk og Dyer eitt. Alkmaar náði að laga stöðuna í seinni hálfleiknum og þarf því að vinna heimaleikinn í næstu viku með 2:0 eða 3:1. „Það var leiðinlegt að verða fyrir því að gera þetta sjálfsmark, ég teygði mig í boltann til að reyna að koma honum í burtu en því miður fór hann í markið. Þetta var annars ótrúlegt því leikmenn Newcastle nýttu þrjú fyrstu færin sín í leikn- um og skoruðu úr öllum þeim fjór- um skotum sem hittu á markið hjá okkur,“ sagði Grétar Rafn sem lék að vanda sem hægri bakvörður og spilaði allan leikinn, þó að hann sé tæpur vegna ökklameiðsla. „Svona leik sleppir maður aldrei,“ sagði þessi mikli baráttujaxl frá Siglu- firði. „Okkur tókst aldrei að sýna okk- ar fótbolta í leiknum, við héldum boltanum illa á miðjunni, sem vana- lega er okkar sterka hlið. En New- castle er með frábæra einstaklinga, þá Martins og Dyer, sem erfitt er að eiga við og þeir gerðu útslagið að þessu sinni. En við skoruðum þó tvö mörk á útivelli og höfum áður unnið upp tveggja marka mun í Evrópuleikjum. Við þurfum að sækja í heimaleiknum og þannig er- um við bestir,“ sagði Grétar Rafn Steinsson. Höfum unnið betri lið „ÞAÐ er frekar sárt að tapa á þenn- an hátt fyrir þessu liði Newcastle sem er ekki eins sterkt og mörg önnur sem við höfum lagt að velli í vetur, eins og t.d. PSV og Sevilla,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, við Morg- unblaðið í gærkvöld. Lið hans, Alkmaar frá Hollandi, beið þá lægri hlut fyrir Newcastle, 4:2, á St. James’ Park í UEFA-bikarnum en þetta var fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar. Grétar með sjálfsmark í Newcastle Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is KEVIN Bond, knattspyrnustjóri enska 2. deildarliðsins Bournemouth, vill fá Bjarna Þór Viðarsson lánaðan á nýjan leik frá úrvalsdeildarfélaginu Everton. Bjarni sneri aftur til Ever- ton í vikunni eftir að hafa verið í einn mánuð í herbúðum Bournemouth en hann spilaði fimm leiki með liðinu í 2. deildinni og skoraði eitt mark. Bjarni, sem er 18 ára gamall, var kallaður aftur til Everton þar sem ástralski miðjumaðurinn Tim Cahill meiddist og leikur ekki meira á tímabilinu og David Moyes vill hafa Hafnfirðinginn unga til taks ef frekari forföll verða á miðjunni hjá liðinu. „Ég mun svo sannarlega reyna að fá Bjarna aftur ef möguleiki er á því en ég hef hvorki talað við David Mo- yes eða Bjarna um þetta enn sem komið er. Ég er ánægður með frammistöðu hans með okkur. Hann færði okkur meira jafnvægi á miðj- unni, skoraði mikilvægt mark gegn Oldham og gaf okkur nýja vídd,“ sagði Bond við blaðið Bournemouth Echo en lið hans er í harðri fallbar- áttu í 2. deildinni. Bond vill Bjarna aftur til Bournemouth SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu gerir sjö breytingar á byrj- unarliði Íslands sem mætir Írlandi í Algarve-bikarnum í Portúgal í dag. Hann beitir ennfremur annarri leikaðferð en gegn Ítölum í fyrra- dag, þar lék íslenska liðið 4-5-1 eða 4-3-3, en liði dagsins í dag er stillt upp í 4-4-2. Anna Björg Björnsdóttir úr Fylki leikur sinn fyrsta A-landsleik og er í fremstu víglínu ásamt Mar- gréti Láru Viðarsdóttur. Auk Mar- grétar eru það aðeins Dóra Stef- ánsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir sem eru í byrjunarliði, af þeim sem hófu leikinn gegn Ítalíu, sem tap- aðist 1:2. Liðið er þannig skipað: Guðbjörg Gunnarsdóttir – Erna B. Sigurðardóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún S. Gunnarsdóttir, Guðný Óðinsdóttir – Dóra María Lárus- dóttir, Erla Steina Arnardóttir, Dóra Stefánsdóttir, Rakel Loga- dóttir – Margrét Lára Viðarsdóttir, Anna Björg Björnsdóttir. Írar gerðu jafntefli við Portúgal, 1:1, í fyrstu umferðinni. Írska liðið er í 32. sæti á heimslista FIFA, ell- efu sætum neðar en Ísland, en hef- ur tekið miklum framförum á síð- ustu árum. Írar töpuðu t.d. naumlega fyrir Þjóðverjum á úti- velli, 1:0, í undankeppni HM í fyrra. Þrír leikmenn frá ensku meisturun- um Arsenal eru í írska liðinu, þar á meðal markvörðurinn Emma Byrne og fyrirliðinn Ciara Grant, og margar leika í Bandaríkjunum, með félags- og háskólaliðum. Sigurður gerir sjö breyting- ar fyrir Íraleikinn í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bikar á loft Haukakonur urðu meistarar í 1. deild kvenna í körfuknattleik og þær tóku við sigurlaunum sínum eft- ir síðasta heimaleikinn í deildinni í vetur. Þær lögðu Grindavík á Ásvöllum í gærkvöld, 89:73, og þær Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyftu farandbikarnum og eignarbikarnum í leikslok. HEIÐAR Davíð Bragason úr Kili lék vel á öðrum keppnisdegi á Scanplan-mótaröðinni sem fram fer í Portúgal. Heiðar lék á 70 höggum í gær, eða 2 höggum undir pari vallar, en hann lék á 78 höggum á fyrsta keppnisdegi. Heiðar er því samtals á 3 höggum yfir pari vallar og er hann í 17.–19. sæti. Ottó Sig- urðsson úr GKG lék á 80 höggum í gær en hann var á 78 höggum í fyrradag. Ottó er samtals á 13 höggum yfir pari vallar og er hann í 42. sæti af alls 58 kylfingum. Heiðar lék vel í Portúgal Brúðkaup 09 | 03 | 07 Y f i r l i t                                  ! " # $ %               &         '() * +,,,    !         !      ! !   !              Í dag Sigmund 8 Forystugrein 28 Staksteinar 8 Umræðan 30/31 Veður 8 Minningar 32/39 Viðskipti 18 Af listum 44 Úr verinu 19 Leikhús 46 Erlent 20 Myndasögur 48 Menning 21, 43/48 Dagbók 49/53 Höfuðborgin 22 Staður og stund 50 Akureyri 22 Víkverji 52 Austurland 22/23 Velvakandi 52 Suðurnes 23 Bíó 50/53 Daglegt líf 24/27 Ljósvakamiðlar 54 * * * Innlent  Náttúruauðlindir Íslands verða framvegis þjóðareign í 79. gr. stjórn- arskrár Íslands ef frumvarp, sem for- menn og varaformenn stjórnarflokk- anna kynntu í gær, verður að lögum. » Forsíða  Vinstri græn auka fylgi sitt sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar könn- unar Capacent Gallup og mælast nú með 27,7% fylgi. Sjálfstæðisflokk- urinn mælist með 34,5%, Framsókn- arflokkurinn með 8,5%, Samfylkingin með 21,7% og Frjálslyndi flokkurinn með 6,4% fylgi. » Forsíða  Fjárfestingarbankinn Straumur- Burðarás undirbýr að skipta um nafn og flytja starfsemi sína annaðhvort til Bretlands eða Írlands. Hann gagn- rýnir harðlega nýlega reglugerð sem fjármálaráðuneytið gaf út um gjald- eyrismál. Þetta kom fram í ræðu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums, á aðal- fundi bankans í gær. » Baksíða Erlent  Skoska heimastjórnin hefur út- hlutað 13 milljónum punda, sem svar- ar um 1,7 milljörðum króna, til verk- efna sem miða að því að beisla orku sjávarins. Þróunarstarfið fer að mestu fram í sjávarorkubúi á Orkn- eyjum. » 20  Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, nýtur aðeins trausts 2% kjós- enda, ef marka má könnun sem gerð var fyrir dagblaðið Yediot Aharanot. Mun þetta gengisleysi vera einsdæmi í um 50 ára stjórnmálasögu landsins. Ástæðan fyrir þessum óvinsældum er einkum talin vera stríðið í Líbanon í fyrra sem þótti mistakast með öllu þar sem Hizbollah-skæruliðar héldu velli. En ýmis hneykslismál hafa einnig þjakað ráðherrann og fleiri liðsmenn samsteypustjórnar hans. » 20 Eftir Dagnýju Ingadóttur NÚVERANDI jafnréttislög duga ekki. Til að tryggja konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf verða launakerfi að vera gagnsæ og kynhlutlaus auk þess sem upplýsing- ar um laun verða að vera aðgengileg- ar. Þetta kom fram í ávarpi sem dreift var á fundi á Grand hóteli í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Að fundinum stóðu ASÍ, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. Gunhild Riske, mannfræðingur frá Danmörku, flutti erindi um svokallað mentor-kerfi sem tengir saman kon- ur af erlendum uppruna og þarlendar konur. Gunhild sagði að undraverður árangur hefði náðst á Norðurlöndun- um með því að hjálpa konum af er- lendum uppruna að vera partur af því samfélagi sem þær byggju í. Verið er að fara í gang með mentor-kerfið hér á landi. Sæunn Stefánsdóttir, alþingismað- ur og formaður innflytjendaráðs, sagði að öflugur stuðningur við ís- lenskukennslu mundi flýta fyrir að- lögun innflytjenda sem og styrkja stöðu íslenskunnar. Innflytjendur þurfa jafnframt að fá betri upplýs- ingar um íslenskt samfélag og rétt- indi og skyldur borgara í landinu. Það stuðlar að farsælli aðlögun og þátttöku þeirra í samfélaginu. Sæunn sagði að til þess að mæta kröfum um auknar upplýsingar mundi bækling- ur koma út á næstu dögum til að auð- velda innflytjendum fyrstu skrefin í nýju landi. Í gær var einnig opnuð heimasíðan island.is en þar eru upp- lýsingar fyrir innflytjendur. Valgerður Sverrisdóttir undirrit- aði í tilefni dagsins samstarfssamn- ing við landsnefnd UNIFEM til þriggja ára. Gert er ráð fyrir fimm milljóna króna framlagi frá utanrík- isráðuneytinu á ári. Markmið samn- ingsins er m.a. að efla kynningu á hlutverki og starfsemi UNIFEM, stuðla að samþættingu jafnréttis- sjónarmiða í verkefnum á vegum ís- lenskra stjórnvalda og auka almennt samráð og samvinnu íslenskra stjórnvalda við UNIFEM. Morgunblaðið/Sverrir Jafnrétti Baráttumenn kvenna fengu sér hádegismat saman á Grand hóteli í gær í tilefni af alþjóðlegum bar- áttudegi kvenna. Fundargestir hlýddu einnig á fróðleg erindi um jafnrétti kynjanna og málefni innflytjenda. Þörf á gagnsæi og kyn- hlutleysi í launakerfum Grípa verður til aðgerða til að jafna hlut kvenna og karla Í HNOTSKURN » Núverandi jafnréttislögduga ekki til að jafna hlut kvenna og karla. » Launakerfi verða að veragagnsæ og kynhlutlaus auk þess sem upplýsingar um laun verða að vera aðgengi- legar. » Verið er að fara af staðmeð mentor-kerfið til að auðvelda innflytjendum að að- lagast íslensku samfélagi. » UNIFEM fær 15 milljónirkróna á þremur árum í til- efni dagsins. ENGINN þeirra 50 hjúkrunarfræðinema við hjúkr- unarfræðideild HÍ sem útskrifast í vor hefur ráðið sig til vinnu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH). Í frétta- tilkynningu nemanna er bent á að þrátt fyrir vilja þeirra til að vinna á LSH virðist takmarkaður áhugi stjórnenda spítalans á að koma til móts við þá í kjarabaráttu sinni. „Í raun snýst málið ekki um ákveðna krónutölu þótt vissulega hljómi tilboð annarra stofnana upp á hærri upphæðir en verið er að bjóða nýútskrifuðum hjúkr- unarfræðingum við LSH,“ segir Elín Birna Skarphéð- insdóttir, 4. árs hjúkrunarfræðinemi. „Fyrst og fremst finnst þessum hópi hjúkrunarfræðinema einkennilegt að meðan heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir talar um að „lokka“ verði hjúkrunarfræðinga annarra landa til vinnu við LSH er ekki inni í myndinni af spítalans hálfu að bæta kjör þessa hóps hjúkrunarfræðinga og lokka þá til vinnu.“ Mannekla sé gríðarlegt vandamál á spít- alanum og segir hún framkvæmdastjóra hjúkrunar hafa lýst því yfir að fá þurfi 70% þeirra sem útskrifast ár hvert til vinnu á LSH. Til að það markmið náist hljóti yf- irstjórn spítalans að þurfa að teygja sig í átt að þeim launakjörum sem hjúkrunarfræðingum eru boðin annars staðar. Nokkrir innan þessa hóps hafa nú þegar ráðið sig til vinnu við aðrar heilbrigðisstofnanir eða fyrirtæki. Aðrir eru enn að velta fyrir sér sínum möguleikum. Enginn úr hópi 50 hjúkrunar- nema hefur ráðið sig á LSH Morgunblaðið/ÞÖK Hjúkrun Hjúkrunarfræðinemarnir segja áhuga stjórn- enda á LSH á að koma til móts við þá vera takmarkaðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.