Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is DÓMUR sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra á miðvikudag yfir 74 ára gömlum karlmanni sem braut kynferðislega gegn sonardótt- ur sinni er vægur, að mati Atla Gíslasonar lögmanns. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af tólf skilorðsbundna, fyrir brot gegn stúlkubarni. Fram komi í dómnum að stúlkan hefði borið dæmigerðar afleiðingar kynferðis- legs ofbeldis. „Og þessar afleiðing- ar, ef þær koma fram, eru löglíkur fyrir nauðgun eða misnotkun. Og það er auðvitað fagnaðarefni ef dómstólar líta til þess,“ segir Atli. Ljóst sé að maðurinn hafi framið brot sem geti haft ævarandi afleið- ingar fyrir stúlkuna. Atli bendir á að málsmeðferð í kynferðisbrotamálum þar sem börn eru þolendur sé mun vandaðri en þegar um fullorðnar konur sé að ræða. Það hafi verið tilhneiging hjá hæstarétti undanfarin ár að þyngja dóma í málum þar sem kynferð- isbrotamenn eru í fjölskyldu- tengslum við fórnarlömb. „Enda er ekki bara verið að brjóta líkamlega og andlega heldur er þetta svo mik- ið trúnaðarbrot.“ Fleiri mál berast Ragnheiður Harðardóttir vara- ríkissaksóknari segir að kynferðis- brotamálum gegn börnum sem koma inn á borð ríkissaksóknara hafa fjölgað ört undanfarin 10–15 ár. Í fyrra bárust embættinu 54 mál, en þau voru 35 árið 2005. Það sé aðeins misjafnt milli ára hversu mörg málin séu en ljóst að þeim hafi fjölgað mikið. „Frá 1992 til 1997 voru þetta mjög fá mál,“ segir hún og bendir á að mikil lagabreyting hafi orðið 1992 þegar kynferðis- brotakafli hegningarlaga var endur- skoðaður. Dómar í kynferðisbrotamálum gegn börnum almennt hafa verið að þyngjast og segir Ragnheiður að þessi þróun hafi hafist á árunum 2002–2003. Hún nefnir sem dæmi dóm hæstaréttar frá í mars 2002, þar sem maður braut gegn stjúp- dóttur sinni, sem hafi verið stefnu- markandi. Maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í hér- aði, sem þótti í vægari kantinum þótt það væri ekki mikið frávik frá öðrum dómum. Hæstiréttur hefði hins vegar ákveðið að maðurinn skyldi sæta fangelsi í fimm og hálft ár. Árið 1996 féllu tveir dómar þar sem sakarefni voru svipuð, að sögn Ragnheiðar. Í öðrum þeirra hafði héraðsdómur ákveðið fangelsi í sjö ár, en hæstiréttur mildaði refs- inguna í fjögur ár og sex mánuði. Sama ár hefði fallið dómur í Hæsta- rétti vegna langvarandi kynferðis- brota manns gegn dóttur sinni, en sá var dæmdur í fjögurra ára fang- elsi og hæstiréttur staðfesti dóminn. Segir dóminn hafa verið vægan 54 mál sem tengjast kynferðisofbeldi gegn börnum bárust ríkissaksóknara í fyrra og segir Ragn- heiður Harðardóttir vararíkissaksóknari að slíkum málum hafi fjölgað mjög undanfarin 10–15 ár        ! "       # $              !          %& ' ) !"                ! # $% &      !"          %* & '   + + (# )#$%$&#'  (# )( $& # )*#'   &*) +%+, $ ' + ,  '   -.(. ./.0 )    1 )! Í HNOTSKURN » Atli Gíslason lögmaður segirað við málsmeðferð í kyn- ferðisbrotamálum þar sem börn eiga í hlut séu sérfróðir með- dómsmenn. Þá fari fram betri rannsókn á andlegum afleið- ingum. » Sakfellingar í málum semvarða börn séu enda mun tíð- ari en í málum sem snúist um kynferðisbrot gegn fullorðnum konum. » Hann vilji sjá svipaðar rann-sóknir í málum fullorðinna kvenna sem orðið hafi fyrir kyn- ferðisofbeldi. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur boðið Háspennu að borgin kaupi húsnæði fyrirtækisins í Mjódd á 92 milljónir króna og afhendi félaginu, án endur- gjalds, auða íbúðarhúsalóð í Vesturbænum sem metin er á 25–30 milljónir, samkvæmt upplýsingum frá Kristínu A. Árnadóttur, skrifstofustjóri borgarstjóra, í gær. Ekki náð- ist í Vilhjálm í gær en hann er staddur erlend- is. Kristín sagði að með þessu vildi borgar- stjóri ljúka málinu og bæta Háspennu upp þann kostnað sem félagið hefði lagt út í vegna fyrirhugaðrar opnunar spilakassasalar í borginni en borgarstjóri hefði lagt mikla áherslu á að koma í veg fyrir að spilasalurinn yrði opnaður á þessum stað. Kristín sagði að verðið á húsnæðinu í Mjódd væri hið sama og Háspenna hefði á sínum tíma greitt fyrir það, að teknu tilliti til verðbóta og vaxtakostnaðar. Húsnæðið yrði annaðhvort selt eða leigt. Lóðin sem um ræddi væri í eigu Reykjavíkurborgar og væri metin á 25–30 milljónir. Hana fengi Háspenna endurgjalds- laust og án gatnagerðargjalda. Háspenna hefði fyrir sitt leyti fallist á þessi málalok en málinu hefði í gærmorgun verið frestað í borgarráði að ósk minnihlutans. Engir samn- ingar hefðu verið undirritaðir um málið. Kaupir Háspennu út úr Mjóddinni MAGNÚS Stefánsson félags- málaráðherra þurfti að óska eftir hléi á ræðu sinni um áætlun í jafnréttismálum á Al- þingi í gær vegna blóðsyk- urfalls. Magnús hafði ekki tal- að nema í nokkrar mínútur þegar honum sortnaði fyrir augum, yfirgaf ræðustól og fór úr þingsal. Uppi varð nokkur fótur og fit í þinghús- inu og þingmenn hópuðust að Magnúsi til að ganga úr skugga um að ekkert alvarlegt amaði að. Magnús fékk aðhlynningu á staðnum en fór síðan í ráð- herrabíl sínum á sjúkrahús til nánari rannsókna. Að hans sögn kom ekkert sérstakt út úr rannsóknunum en hann sagðist hafa haft mikið að gera undanfarna daga. Þing- flokksfundur Framsóknar stóð fram á nótt í fyrradag og Magnús mætti svo snemma til vinnu í gærmorgun illa hvíld- ur og ekki búinn að borða morgunmat. Magnús ætlaði bæði að tala fyrir þingsályktunartillögu um fjögurra ára áætlun í jafnrétt- ismálum og flytja skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála bar sig þó vel og sagði að- spurður að vitanlega ættu allir að hugsa vel um heilsuna. gær en horfið var frá því og Magnús ákvað að taka sér frí það sem eftir var dags. Hann Blóðsykurfall í miðri ræðu Morgunblaðið/G. Rúnar Góðar kveðjur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í þing- húsinu í gær um líðan hans og klappaði honum á öxlina. Jón hélt svo á blaðamannafund um auðlindamálið. frá árinu 2004 á þingi í gær. Til stóð að halda áfram með þessa dagskrárliði síðdegis í ALLS sögðust 56% svarenda hér á landi sem tóku þátt í könnun Gallup International á við- horfi þjóða til jafnréttis, vera sammála þeirri fullyrðingu að konur hefðu jafnan rétt og karlar á Íslandi. 38% sögðust vera því ósam- mála. Fram kemur að 91% var ósammála því að menntun væri mikilvægari fyrir drengi en stúlkur en 4% sögðust vera því sammála. Þá sögðust 84% vera sammála þeirri fullyrðingu að bæði konan og karlinn ættu að afla tekna fyrir heimilið. 7% voru ósammála því. 1.400 manns voru í úrtaki könnunarinnar hér á landi. Spurt var dagana 8. til 25. ágúst 2006 og var svarhlutfall 68,4%. Niðurstöð- urnar voru birtar í gær í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna. 56% segja jafnrétti hér á landi SEX TONNA bátur á siglingu í álandsvindi austur af Arnarnesi í Ísafjarðardjúpi bað um hjálp um hádegið í gær vegna vélarbilunar. Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði var kallaður út auk þess sem annar bát- ur við eyjuna Vigur lagði af stað til að vera til- tækur til aðstoðar ef á þyrfti að halda. Björg- unarbátarnir tveir komu á vettvang um svipað leyti í mynni Skutulsfjarðar og fylgdu bátnum síðan til öryggis inn til hafnar á Ísafirði. Bát fylgt til hafnar HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 27 ára karlmann, Sigurð Fannar Þórsson, í þriggja ára og 8 mánaða fangelsi fyrir stórfellt kókaínsmygl í nóv- ember 2006. Hann var handtek- inn í Leifsstöð með 2,9 kg af kókaíni í tösku sinni og játaði sök. Sagðist hann hafa verið fenginn til að sækja efnið en ekki komið að skipulagningu smyglsins. Hann sagðist hafa stofnað til skulda vegna fíkniefnakaupa og taldi hann að hann hefði fengið lánaðar til kaupanna um það bil 300 þúsund krónur hjá fíkniefna- sölunum en skuldin var engu að síður komin í um 1 milljón króna sl. haust. Ákærði sagðist hafa borgað inn á skuldina og einnig reynt að flýja til Svíþjóðar en ákveðið að koma aftur til Íslands og reyna að semja um skuld sína. Manninum voru settir úrslitakostir Þá hafi honum verið gefnir úr- slitakostir um að fara til Dan- merkur og sækja fíkniefni en hótað ofbeldi ella. Sætti hann einnig ofbeldi, að eigin sögn, þannig að menn bundu hann á höndum og fótum, settu hann í skott á bifreið og óku svo með hann eitthvað, sennilega inn í bílskúr eða iðnaðarhúsnæði og börðu hann. Ennfremur var hon- um hótað að „barnaperri“ yrði sendur á son hans. Að mati dómsins var ekki hægt að líta alveg framhjá því að ákærði hefði verið beittur þrýst- ingi til að fara í ferðina en brotið var engu að síður talið alvarlegt. Ákærði hefur ekki gerst brotleg- ur við refsilög áður. Málið dæmdi Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari. Verjandi var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Kol- brún Sævarsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknari. 3 ára og 8 mánaða fang- elsi fyrir kókaínsmygl Sakborningur ætlaði að borga fíkniefnaskuld HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur frá 30. mars 2006 gagnvart Kaupþingi banka hf., Landsbanka Íslands hf. og Glitni banka hf. Um er að ræða þrjú dómsmál þar sem bankarnir höfðuðu allir mál gegn ríkisskattstjóra. Var deilt um það hvort bönkunum væri skylt að afhenda ríkisskattstjóra upplýs- ingar um öll viðskipti með hluta- bréf og aðila að þeim viðskiptum á árinu 2003 sem bankarnir höfðu umsjá með. Í niðurstöðu héraðsdóms, sem staðfest var í hæstarétti, segir að tilgangur 2. mgr. 92. gr. laga nr. 90/ 2003 sé málefnalegur og beiting skattstjóra á henni hafi verið innan meðalhófsreglu. Ákvæðið feli í sér skyldu fyrir bankana að veita um- beðnar upplýsingar og þagnar- skylda víki fyrir þeirri skyldu. Töpuðu í Hæstarétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.