Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALÞJÓÐAFORSETI Lions- hreyfingarinnar, Jimmy M. Ross, hefur sæmt forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, sérstakri heið- ursorðu, en hún er einungis ætluð þjóðhöfðingjum og þjóðarleiðtog- um. Íslenskir forystumenn Lions- hreyfingarinnar afhentu forseta orðuna fyrir hönd alþjóðaforseta hreyfingarinnar við athöfn á Bessastöðum. „Forseti Íslands er sæmdur orðunni fyrir einstakt framlag hans í þágu hreyfingarinnar. Veiting heiðursorðunnar til for- seta Íslands er jafnframt mikil viðurkenning fyrir starf Lions- hreyfingarinnar á Íslandi,“ segir í tilkynningu. Að lokinni athöfninni á Bessa- stöðum áttu forystumenn hreyf- ingarinnar fund með forseta. Afhending Fulltrúar Lions-hreyfingarinnar ásamt forseta Íslands. Forseti Íslands sæmdur heið- ursorðu Lions-hreyfingarinnar ÍSLENSK sendinefnd er stödd í Ottawa í Kanada þar sem hún mun í dag funda við þarlend yfirvöld um íslensk varnarmál. „Við munum tala við fulltrúa úr utanríkis- og varnarmálaráðuneytinu,“ segir Grétar Már Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, sem á sæti í nefndinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar ræða við Kanadamenn um varnarmál og „við ætlum að greina frá okkar áhuga“, segir Grétar Már. Í raun sé um kynningu á hug- myndum Íslendinga að ræða og í framhaldinu verði svo ákveðið hvað gert verði. „Við ætlum að greina þeim frá viðræðunum sem við höf- um átt við Dani, Norðmenn og Breta og munum segja þeim frá því að við höfum áhuga á að ræða við þá,“ segir hann. Kanadamenn séu aðilar að björg- unarsveitasamstarfi milli Kanada, Bandaríkjanna og Bretlands. „Við munum greina þeim frá því að við höfum áhuga á að taka þátt í ein- hverju slíku samstarfi.“ Í íslensku sendinefndinni eru auk Grétars þau Þórunn Hafstein úr dómsmálaráðuneytinu og Sturla Sigurjónsson úr forsætisráðuneyti. Varnir rædd- ar í Kanada FÆÐISGJALD leikskólabarna í Reykjavík mun lækka frá og með 1. apríl í kjölfar þess að virðis- aukaskattur á matvæli hefur verið lækkaður. Lækkar gjaldið úr 6.370 kr. á mánuði í 6.070 kr. Samanlagt lækka útgjöld foreldra leikskóla- barna í Reykjavík vegna fæðis- kostnaðar um 20 milljónir króna á ársgrundvelli. Fæðisgjald lækkar EINN þekktasti fjallamaður heims, Steve House, mun heimsækja Ís- land í tilefni 30 ára afmælis Ís- lenska Alpafélagsins. Hann mun halda fyrirlestur og myndasýningu um ævintýri sín í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6, mánu- dagskvöldið 12. mars kl. 20. Nánari upplýsingar á www.isalp.is. Fjallafyrirlestur BORGARRÁÐ samþykkti einróma í gær að veita Kvenréttindafélagi Ís- lands styrk að upphæð ein milljón króna á ári til þriggja ára til þess að styrkja starfsemi félagsins og skrifstofu. Félagið á 100 ára afmæli á þessu ári. Markmið félagsins er að bæta réttindi kvenna. Milljón í styrk STJÓRN Glitnis banka hf. hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, sem undirrituð er af formanni stjórnar, Einari Sveinssyni: „Í framhaldi af umfjöllun fjöl- miðla um mögulegan samruna inn- lendra bankastofnana vill stjórn Glitnis taka fram að engar umræð- ur þar að lútandi hafa átt sér stað innan stjórnar Glitnis. Á undan- förnum árum hefur Glitnir styrkt stöðu sína verulega með markviss- um vexti, einkum á Norðurlönd- unum og í Norður-Evrópu. Glitnir hefur gengið í gegnum umfangs- mikið umbreytingarferli til mikilla hagsbóta fyrir viðskiptavini og hlut- hafa bankans. Bankinn hefur nú starfsstöðvar í tíu löndum og starf- semi um allan heim. Staða bankans á heimamörkuðum hans, á Íslandi og í Noregi, er mjög góð og rekstur bankans hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Á árinu 2006 tvöfölduðust tekjur og hagnaður bankans frá fyrra ári og nam hagn- aðurinn rúmum 38 milljörðum króna. Forsvarsmenn bankans hafa lýst því yfir að stefnt sé að áframhald- andi markvissum innri og ytri vexti. Það skal ítrekað að samruni við innlenda fjármálastofnun hefur aldrei verið ræddur í stjórn bank- ans, sem fer með æðsta vald félags- ins á milli aðalfunda.“ Samruni ekki ræddur í stjórn Glitnis Hita og njóta Nú getur þú framreitt ljúffenga súpu frá Knorr úr úrvals hráefni á augabragði. Tilvalin í forrétt eða sem hressandi aðalréttur fyrir tvo. Hún er tilbúin – bara að hita og njóta!Fí t o n / S Í A F I 0 2 0 2 3 5 TÆPLEGA 350 manns sóttu tón- leika í Ísafjarðarkirkju í fyrraköld. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar þeim Guðbjörtu Lóu Sæ- mundsdóttur og Örnu Sigríði Al- bertsdóttur, sem báðar eru nem- endur við Menntaskólann á Ísafirði. Guðbjört Lóa, sem er nem- andi á þriðja ári, hefur um margra ára skeið háð hetjulega baráttu við krabbamein en Arna Sigríður, sem er í fyrsta bekk, slasaðist alvarlega á skíðum í Noregi fyrir skömmu. Alls söfnuðust 400 þúsund krón- ur á tónleikunum, sem haldnir voru á vegum Sólrisuhátíðar, lista- og menningarviku MÍ. Meðal þeirra sem fram komu á tónleik- unum má nefna söngvarann Frið- rik Ómar. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Safnað fyrir skólasystur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.