Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á RÉTTRI LEIÐ Það hefur ekki verið auðvelt aðskilja þau átök sem staðið hafamilli stjórnarflokkanna að und- anförnu, um stjórnarskrárákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum. Myndin sem birzt hefur almenningi af þessum átökum er sú, að framsóknar- menn hafi lagt áherzlu á, að staðið yrði við gefið loforð um að tillaga um slíkt stjórnarskrárákvæði kæmi fram á þessu kjörtímabili en að Sjálfstæðisflokkurinn héldi uppi andófi. Nú er komið í ljós, að Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur alls ekki verið að þybbast við heldur þvert á móti lagt fram nokkrar tillögur um orðalag þessa ákvæðis. Sennilega hefur ábyrgðarlaust tal einhverra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins átt þátt í því að fólk hefur fengið rangar hugmyndir um afstöðu flokksins til málsins. Um skeið mátti halda, að Framsókn- arflokkurinn ætlaði að nota þetta mál til þess að rifta stjórnarsamstarfinu. En nú er komið í ljós, að kjarninn í þingflokkn- um, með formann og varaformann í far- arbroddi, hefur staðið fast á því að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn, sem nú er orðið að veruleika. Það er auðvitað mikilvægt fyrir þjóð- ina alla að ákvæði um auðlindirnar verði tekið í stjórnarskrá og að um það verði samstaða milli allra flokka. En vafalaust eiga eftir að verða einhverjar umræður um orðalag. Til eru þeir í þessu landi sem eru ekki búnir að gefast upp við að tryggja út- gerðarmönnum eignarrétt að fiskimið- unum í kringum landið. Það má aldrei verða. Þess vegna ekki sízt er svo mik- ilvægt að ákvæði efnislega samhljóða lagaákvæðum um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði tekið í stjórnar- skrá. Einstaka áhrifamenn í Framsóknar- flokknum vildu nota þetta mál til þess að slíta stjórnarsamstarfinu. Það er erfitt að skilja hvaða hugsun lá að baki slíkum áformum. Það er svo stutt í kosningar að Framsóknarflokkurinn hefði aldrei getað þvegið hendur sínar af þeim verk- um ríkisstjórnarinnar sem hafa verið til óvinsælda fallin. Og til hvers þá að slíta stjórnarsamstarfi á þessum tíma- punkti? Það var ekkert vit í þessum hug- myndum einstakra framsóknarmanna. Nú þegar samkomulag liggur fyrir um þetta atriði er erfitt að sjá annað en framundan sé beinn og breiður vegur fyrir stjórnarflokkana, í þeim skilningi að fleiri grundvallarmál koma tæpast upp sem ágreiningi geta valdið. Eftir sem áður geta þeir átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni og þá ekki sízt Framsóknarflokkurinn ef marka má skoðanakannanir. Við öðru er tæpast að búast þegar stjórnarsamstarf hefur staðið í tólf ár og annar stjórnarflokkanna hefur setið samfleytt í ríkisstjórn í sextán ár. Geir H. Haarde hefur staðizt fyrstu alvar- legu prófraun sína. EKKI BEZTA BARÁTTUTÆKIÐ Kynbundinn launamunur og ójöfnstaða kynjanna á vinnumarkaði er ein af meinsemdum samfélags okkar. Nokkuð víðtæk samstaða ríkir um að launamuninum beri að útrýma. Hins vegar er fólk ekki sammála um aðferð- irnar. Frumvarp til nýrra jafnréttislaga, sem nefnd á vegum félagsmálaráðherra samdi og kynnt var í fyrradag, ber vott um að í nefndinni hafi meirihlutinn ver- ið þeirrar skoðunar að hægt sé að laga launamuninn með lagasetningu. Sam- kvæmt núverandi jafnréttislögum ber þó að greiða körlum og konum sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf. Samt hefur hinn kynbundni launamunur ekki horfið. Ýmsar af tillögum nefndarinnar geta stuðlað að því að bæta stöðu einstak- linga, sem telja á sér brotið og vilja sækja rétt sinn. Þannig er lagt til að kærunefnd jafnréttismála fái heimild til að kveða upp bindandi úrskurði í stað álita eins og nú er. Sömuleiðis er lagt til að jafnréttisstofa fái heimild til að krefjast upplýsinga, sem nauðsynlegar eru vegna verkefna hennar og athugana á ýmsum málum, að viðlögðum dagsekt- um. Reynslan bendir til að þetta sé nauðsynlegt. Önnur ákvæði frumvarpsins eru allt- of mikið inngrip í starfsemi fyrirtækja, án þess að séð verði að þau muni verða til þess að draga úr launamun eða kynjamisrétti. Það á t.d. við um afnám launaleynd- ar. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur áreiðanlega rétt fyrir sér þegar hann segir í Morgunblaðinu í gær að það muni engu skila. Ef eitthvað er, getur afnám launaleyndar orðið til þess að lækka laun, af því að vinnuveitendur vilji ekki ala á öfund á vinnustaðnum með því að gera betur við gott starfs- fólk, heldur greiði öllum samkvæmt kauptöxtum. Ákvæði um að fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn verði skylt að skila opinberum aðilum framkvæmdaáætlun- um um úrbætur í jafnréttismálum, að viðlögðum dagsektum, er bæði íþyngj- andi og gagnslaust. Ríkisvaldið mun aldrei hafa neinar forsendur til að meta hvort rúmlega 800 fyrirtæki hafa hvert um sig búið til gagnlega áætlun um jafnréttismál. Og ef einhver heldur að jafnrétti muni aukast við það að fulltrúum í jafn- réttisráði verið fjölgað í átján, hefur sá hinn sami mikla oftrú á tali á fundum. Haft er eftir Guðrúnu Erlendsdóttur, formanni nefndarinnar sem samdi frumvarpið í Morgunblaðinu í gær, að fyrir 30 árum hafi fólk talið að erfiðast yrði að breyta viðhorfi almennings til stöðu kynjanna, en að auðveldast yrði að breyta launamun kynjanna. Staðreyndin er auðvitað sú, að launa- munurinn hverfur ekki nema viðhorfið breytist. Enn líta margir svo á – bæði karlar og konur – að konur hafi ríkara hlutverki að gegna við heimilishald og barnauppeldi en karlar. Á meðan þann- ig er litið á, munu konur ekki njóta sömu launa eða framgangs á vinnu- markaði og karlar. Forsendan fyrir því að jafna launamuninn er að karlarnir taki meiri ábyrgð heima fyrir. Sú þróun er hafin, en ekki komin nógu langt. Leiðin til að jafna launamuninn er að berjast áfram fyrir þessari viðhorfs- breytingu og jafnframt að sannfæra at- vinnurekendur um að fyrirtæki þeirra hagnist á jafnrétti. Lagasetning, sem eykur skriffinnsku bæði í fyrirtækjun- um og hjá hinu opinbera, er hins vegar ekki bezta baráttutækið í jafnréttisbar- áttunni. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Heildsöluverð frumlyfja erí flestum tilfellum orðiðsambærilegt hér og áhinum Norðurlönd- unum, líkt og stefnt var að með samkomulagi hagsmunaaðila árið 2004. Lyfjakostnaður er engu að síður enn hár hér á landi miðað við önnur Evrópulönd og áfram þarf því að vinna að því að ná lyfjaverði niður. Þungt vegur skortur á ódýr- um samheitalyfjum og hátt verð þeirra hérlendis þó að samningar þess efnis við Actavis hafi skilað umtalsverðum árangri til lækkunar. Smásöluálagning er einnig ennþá há hér miðað við nágrannalöndin. Notkun einstakra lyfjaflokka er jafnframt önnur og meiri hér en á hinum Norðurlöndunum. Í nýrri lyfjastefnu heilbrigð- isráðherra er sérstaklega stefnt að því að lækka smásöluverð lyfja og tekið fram að apótek séu hlutfalls- lega fleiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum og rekstrarkostnaður þeirra á hverja selda einingu þar með hærri. Hefur apótekum fjölgað um 50% frá árinu 1994. „Gera þarf rekstur apótek- anna hagkvæmari til þess að nálg- ast það verð sem er í nágrannalönd- um okkar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er hún kynnti nýja lyfjastefnu í gær. Á síðasta ári leitaði ráðuneytið leiða til að auð- velda innflutning ódýrra samheita- lyfja og til að efla samkeppni á lyfja- markaði og eru frekari markmið í þá átt sett fram í lyfjastefnunni. Þar er ennfremur lagt til að kannaðar verði leiðir til lækkunar virðisaukaskatts á lyfjum og hvort slík lækkun myndi skila sér til sjúk- linga. Skattur á lyf er nú 24,5%. Siv sagði ekki búið að taka ákvörðun um slíka lækkun en að ráðuneytið hefði reiknað út að lækkun skatts- ins í 7% myndi kosta ríkið um 500 milljónir króna á ári og niðurfelling hans myndi kosta um 700 milljónir króna. Allir við sama borð Lyfjastefnan, sem gildir til ársins 2012, byggist á þremur meg- instoðum; að tryggja aðgengi allra landsmanna að nauðsynlegum lyfj- um, að tryggja öryggi, gæði og virkni lyfja og lyfjaþjónustu og að tryggja skynsamlega og hagkvæma notkun lyfja. Í stefnunni eru dregin fram þau atriði sem betur mega fara í lyfjamálum á Íslandi og sett fram áætlun um úrbætur. Ráðu- neytið og samstarfsaðilar þess munu setja sér árleg markmið í samræmi við einstök markmið framkvæmdaáætlunar. Stefnan var samin af 18 manna nefnd sem skip- uð var árið 2004. Í henni áttu sæti fulltrúar allra þingflokka, ásamt fulltrúum hagsmunaaðila, fagaðila og þeirra opinberu stofnana sem koma að lyfjamálum. Til að markmið lyfjastefnunnar geti orðið að veruleika þurfa allir aðilar, sem koma að lyfjamálum, að vinna saman að framgangi þeirra, reglum um verðlagningu þa fast þjónustugjald fyrir skil þjónustu verði greitt í stað ingar, að fullu eða að hluta. Siv segir forgangsatriði a fram bættri meðferðarheld hún felst m.a. í að sjúklinga rétt lyf og í réttum skömmt góðar og réttar upplýsingar sín. „Þetta atriði hefur miki lýðheilsuna,“ segir Siv. „Þe ir einnig miklu máli varðand kvæmni og öryggi sjúklinga helstu mistök í heilbrigðisk eru tengd lyfjagjöf. Með ke isbundnum hætti er hægt a þeim.“ Í þessu sambandi má nef stefnt er að því að fyrir ársl verði 90% allra lyfseðla rafr 50% þegar á þessu ári. Neyðarbirgðir og skort Í stefnunni er einnig fjall aðgengi að lyfjum. Kemur m að stjórnvöld skuli, í samvin hagsmunaaðila, leita allra le tryggja að nauðsynleg lyf s til í landinu. Þrátt fyrir öflu fyrirtæki hafi borið á því að lyf séu ekki til. Ábyrgð á öfl að sögn Sivjar. „Val á lyfjum hefur mest áhrif á lyfjakostnað þannig að læknar eru þar í lykilhlutverki.“ Á fundinum sagði Siv einnig frá því að komið yrði á nokkurs konar „innkaupasamlagi“ milli Landspít- alans, Landssambands sjúkrahúsa og öldrunarstofnana varðandi lyfja- innkaup. Munu þessir aðilar í fram- tíðinni sameinast um útboð og kaup á lyfjum. „Í dag eru þessir aðilar að kaupa lyf fyrir um 4 milljarða [á ári] og ég tel að við getum náð hér að lækka verð um hundruð milljóna og því mikið tækifæri á ferðinni.“ En fleiri þættir koma til sem bæði auka öryggi og lækka lyfjakostnað. Mikilvægt er að sjúklingar og allur almenningur sé vel upplýstur um lyf, meðferð og aðra heilbrigðisþjón- ustu sem þeir eiga rétt á. Í stefnunni segir að kannað verði hvort unnt sé að auka hagkvæmni lyfjanotkunar og bæta svokallaða meðferðarheldni með samkomulagi við apótekin um faglega þjónustu lyfjafræðinga og lyfjatækna og stuðla að því að að- staða sé til staðar í apótekum til að veita faglegar upplýsingar til sjúk- linga og stunda lyfjafræðilega umsjá. Til greina komi að breyta Örugg og skynsam lyfjanotkun verði tr Morgunblaði Kynntu lyfjastefnuna Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslune og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í g lyfið? Eigum við að neita h um það?“ Siv tók fram að hún teld ilvægt að standa þétt sama þeirri jafnaðarstefnu sem í velferðarkerfinu. Sagðis styðja það kerfi að lyfjane tækju til skoðunar ný lyf, s fylgja yrðu ítarlegar klíní leiðbeiningar og hefðu þá hagkvæmnisjónarmið og l isfræðilegt vægi að leiðarl „Við höfum tekið á marka þessi dýru lyf, við höfum e hingað til staðið frammi fy ari spurningu, en mér finn nálgast óðfluga. […] Þetta framtíðarmúsík, en þetta þeirra spurninga sem mun upp í náinni framtíð.“ SIV Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra sagði á fundinum í gær að á huga sinn hefðu undanfarið leitað spurningar varðandi að- gengi að dýrum lyfjum sem koma nú í auknum mæli á markað. „Það er stór spurning, hvað mega þau kosta, hvað er siðferðilega eðlilegt að gera, hvað um hagkvæmnina? Þetta er pólitísk spurning en líka læknisfræðileg. Og hún er flókin.“ Stjórnmálamenn hlytu að velta spurningunni fyrir sér. Í dag hefði þjóðin efni á þessu en spurningin væri hvort hún gæti staðið undir þessum kostnaði í framtíðinni og hvort skattgreiðendur væru til- búnir til þess. „Það er líka annað sem leitar á hugann, hvað ef sjúk- lingurinn vill borga sjálfur fyrir Hvað mega lyfin kosta og hver á að borga? Stefnt er að því að á þessu ári verði 50% allra lyfseðla rafræn. Það er öflugt tæki til að tryggja öryggi sjúk- linga og bæta þjón- ustuna við þá. Ný lyfjastefna á að tryggja örugga og skynsamlega notkun lyfja og lægra verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.