Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Magn-úsdóttir, Strand- vegi 43a í Vest- mannaeyjum, fæddist í Njarðvík 8. janúar 1932. Hún lést á Heilbrigð- iststofnun Suður- lands á Selfossi fimmtudaginn 1. mars síðastliðinn. Foreldrar Mar- grétar voru Magnús Kristjánsson sjómað- ur frá Reykjadal í Vestmannaeyjum, f. 7.8. 1904, d. 25.11. 1962,og Jónína Þórðardóttir húsmóðir, f. 13.8. 1902, d. 2.1. 1992. Systkini Margrétar eru Þór- unn. f. 25.3. 1930, Kristín, f. 25.3. 1930, d. 24.11. 1994, Guðni Reyk- dal, f.28.3. 1935, Magnús Þór, f. 15.1. 1947. Hinn 11. nóvember 1950 kvænt- ist Margrét Þóri Jóhannssyni frá Höfðahúsi í Vestmannaeyjum, f. 11.05. 1922, d. 24.11. 1968. For- eldrar hans voru Jóhann Björns- son skipstjóri frá Höfðahúsi í Fá- skrúðsfirði og síðar Höfðahúsi í Vestmannaeyjum, og Ingibjörg Þórarinsdóttir frá Kóngsgerði í Leiru. Börn Margrétar og Þóris eru: 1) Jóhann, f. 20.2. 1950, sam- býliskona Þórný Kristmanns- dóttir, f. 1954. Eiginkona Jóhanns var KristínÁrnadóttir, f. 1950, þau slitu samvistum 2002. Börn þeirra eru: a) Þórir Jóhannsson, f. 18.8. 1972, maki Þórdís Geirsdóttir. Sonur þeirra er Geir Logi Þór- isson, f. 2005. b) Dagný Hulda, f. 1976, maki Andri Már Jónsson. Börn þeirra eru Krister Frank, f. 2002, og Alisa Rut, f. 2005. Árni Gretar, f. 1983. 2) Erlendur Þór- isson, f. 15.2.1957, maki Harpa Kristinsdóttir, f. 30.11. 1958, börn þeirra eru: a) stjúpsonur Tryggvi Þór, f. 1975, maki Helga Laufey, f. 1980. Börn þeirra eru María Lilja, f. 1999. Tómas Eyþór, f. 2002. Ísak Andri, f 2005. b) Ívar Þór, f. 1978, sambýliskona Elsa Kristjánsdóttir, f. 1987, Dóttir Sædís Lind, f. 2000. Móðir hennar er Þorgerður Sigurbjörnsdóttir, f.1982. c) Kristinn Þór Erlendsson, f. 1982, sambýliskona Þórdís Jóna Bragadóttir, f. 1977. Börn þeirra eru: a) stjúpsonur Brynjar Daði, f. 1998. stjúpdóttir Rúna Dís, f. 1999. Baltasar Karl, f. 2005. 3) Magnús Þórisson, f. 9.5. 1966, sonur hans er Matthías, f. 1986.Barnsmóðir er Valgerður Jóhannesdóttir. Margrét ólst upp í Árbæ í Vest- mannaeyjum ásamt systkinum sín- um, þar til hún hóf búskap með eiginmanni sínum Þóri árið 1950. Þórir og Margrét bjuggu í Eyjum og byggðu þar Heiðarveg 22. Mar- grét vann við fiskvinnslu í Eyjum. Þau fluttu búferlum á Selfoss árið 1959 með tvo syni sína, Jóhann og Erlend, og þar fæddist Magnús sonur þeirra. Margrét hóf þá störf í mötuneyti M.B.F. á Selfossi,þar sem Þórir var húsvörður, þar til hann varð bráðkvaddur 1968. Mar- grét kynntist sambýlismanni sín- um Matthíasi Ingibergssyni frá Sandfelli í Vestmannaeyjum, f. 22.1. 1933, d. 31.10. 2006, árið 1970 og hófu þau sambúð það ár. Þau bjuggu á Seyðisfirði frá 1972-1974, en fluttu síðan til Vestmannaeyja árið 1974 og bjuggu þar alla tíð síðan. Útför Margrétar fer fram frá Aðventistakirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 13,30. Fyrir hugskotssjónum mínum lifa enn æskudagarnir í Árbæ, þar sem við Dídí, Gréta og Reykdal uxum úr grasi. Í skjóli mömmu og pabba átt- um við yndislega æsku og í minning- unni eru dagarnir bjartir og sólríkir. Gréta var geðrík og glaðlynd stúlka og þeim persónueinkennum hélt hún alla ævi. Við systurnar þrjár vorum ævinlega samrýmdar, einkum á æskuárum, en svo fluttum við allar hver í sína áttina og sköpuðum okkur tilveru, með eiginmönnum og börn- um. Alltaf héldum við þó sambandi eins og kostur var, enda áttum við helgan sess í hjörtum hver annarrar. Stórt skarð var þó höggvið í systk- inahópinn þegar Dídí féll frá, árið 1994. Gréta varð fyrir sárum missi ung að aldri þegar Þórir, fyrri eiginmaður hennar, lést í blóma lífsins. Alvarleg veikindi herjuðu líka á hana seinni hluta ævinnar. Náttúrulegt geðslag hennar sagði þá til sín, en hún var ætíð létt í skapi, þrátt fyrir marga misjafna ágjöf. Ég veit að Gréta átti sterka trú í hjarta sínu, en fræjum hennar var sáð af okkar kærleiksríku foreldrum á bernskuárunum. Það var svo árið 1999 sem ég flutt- ist aftur til æskustöðvanna í Vest- mannaeyjum, þar sem Gréta og Matti, seinni maður hennar, höfðu all- lengi búið. Við systurnar vorum sér- lega nánar síðustu árin og varla leið sá dagur sem við hittumst ekki eða hringdumst á. Það var gott að treysta vináttuböndin og þó að heilsuleysi Grétu væri henni oft á tíðum farar- tálmi var oft glatt á hjalla hjá okkur og mikið spjallað um gömlu dagana, sem og hversdagsleg viðfangsefni. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stund- ir. Þyngsta raun Grétu varð henni einnig um megn. Matti lést í lok októ- ber eftir erfið veikindi og þá var skilj- anlega mjög af Grétu dregið. Veikindi hennar ágerðust og nú, aðeins fjórum mánuðum eftir andlát Matta, er hún öll. Með þessum fáu minningarorðum langar mig að þakka systur minni innilega fyrir samfylgdina. Ég sendi ennfremur sonum Grétu, þeim Jóa, Ella og Magga, og fjölskyldum þeirra, mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Megi algóður Guð veita okkur öll- um styrk í sorginni. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (Valdimar Briem) Þórunn. Þegar ég var barn dvaldi ég stund- um hjá Grétu móðursystur minni á Selfossi. Þá var Gréta ung kona og mér þótti hún ákaflega góð frænka, sem gaf sig að mér og ræddi við mig um marga hluti. Mér er minnisstætt hvað það var alltaf fínt heima hjá Grétu og hún sjálf fín í tauinu. Gréta þoldi heldur ekki neinn slóðaskap eða ósnyrtileg- heit og lét mig heyra það ef mér varð á í messunni. Tvennu get ég til dæmis aldrei gleymt. Eitt sinn stóð ég inni í stofu hjá henni og var að bursta á mér hárið. Ég hafði sítt og mikið hár og burstaði það vandlega, án þess að hugsa mikið annað á meðan, en skyndilega stóð Gréta yfir mér og sagði ákveðin: „Aðalheiður! Það er nauðsynlegt að bursta á sér hárið, en það gerir maður aldrei inni í stofu! Þú ferð inn á baðherbergi og burstar hárið þar!“ Eins var það þegar ég hafði tekið mig til og þvegið upp fyrir hana, nokkuð roggin með mig. Þegar ég hafði lokið því þakkaði hún mér vel fyrir uppþvottinn, en leiddi mig að vaskinum og benti mér á matarleifar í niðurfallinu, sem mér hafði ekki kom- ið til hugar að hreinsa. „Þú skalt alltaf taka bréf og hreinsa úr niðurfallinu eftir uppþvottinn, Aðalheiður mín. Annað er ósnyrtilegt.“ Þetta hef ég munað allar götur síð- an og mér finnst það aumur uppþvott- ur, ef ekki er hreinsað úr niðurfallinu! Gréta frænka er í minningunni allt- af hress og kát, þrátt fyrir þungbær veikindi sem hún glímdi við seinni hluta ævinnar. Það eru ekki mjög mörg ár síðan, en einu sinni sem oftar dvaldi Gréta á Reykjalundi sér til heilsubótar. Þá sóttum við mamma hana og saman fórum við í Kolaportið. Gréta dró á eftir sér súrefniskútinn en var samt manna hressust og Margrét Magnúsdóttir mann. Hugur vina og vandamanna er hjá þeim í Laufási. Það er sárt að kveðja en gleðin yfir því að hafa kynnst jafn mætum manni og sr. Pétri Þórarinssyni græðir sárin. Góða ferð, gamli vinur. Gísli Sigurgeirsson. Fimmtudaginn 1. mars fengum við í Grenivíkurskóla þær fréttir að vin- ur okkar og samstarfsfélagi, sr. Pét- ur Þórarinsson, væri látinn. Hann og Inga, eiginkona hans, hafa verið mikilvægur hluti af skólastarfinu frá 1991 þegar Pétur var ráðinn prestur að Laufási. Pétur var með kirkjuskóla fyrir nemendur í 1.–7. bekk og sá um fermingarfræðslu fyrir nemendur í 8. bekk. Hann náði einstaklega vel til barnanna, þau gátu til hans leitað til að fá styrk eða bara hreinlega til að tala um daginn og veginn. Tengsl nemenda og starfsmanna við Pétur voru því náin. Pétur lagði ekki upp með að vera með fyrirlestra fyrir börnin. Hann lagði áherslu á að vekja þau til um- hugsunar um siðferðileg málefni sem snerta líf allra. Hann lagði samræð- una og samvinnuna til grundvallar í starfi sínu með börnunum. Það líkaði þeim vel og þau voru því virkir þátt- takendur í þessum samverustund- um. Börnin vissu að Pétur myndi skilja þau og því voru þau óhrædd við að ræða málin. Sama má í raun segja um allt hans samstarf við okkur í Grenivíkur- skóla. Pétur var alltaf boðinn og bú- inn að veita ráðgjöf og ræða málin. Hann gaf sér alltaf tíma þó að það væri mikið að gera hjá honum. Hann hafði einstaklega þægilega og trausta nærveru. Pétur Þórarinsson var maður sem við gátum treyst á. Hans er nú sárt saknað en minn- ingin um traustan vin og samstarfs- félaga lifir áfram. Hugur okkar er nú hjá Ingu, Þórarni, Elínu, Hóbbu, Þórarni, Jóni Helga, Írisi, Heiðu, Birni, systkinum, barnabörnum, ættingjum og vinum Péturs. Við biðjum algóðan guð að styðja og styrkja þau í sorginni. Að lokum vilj- um við minnast Péturs með ljóði sem nemendur sungu oft með honum í samverustundum. Hvíl í friði, kæri vinur. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson.) Nemendur og starfsfólk Grenivíkurskóla. Stórt skarð er höggvið í hið eina sanna B-lið Þórs í knattspyrnu. Séra Pétur Þórarinsson hefur kvatt þenn- an heim. Pétur varð loks undan að láta, eftir áratuga baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Barátta hans var bæði löng og ströng. Þótt Pétur hafi verið búinn að missa báða fætur vegna veikinda sinna, var hann engu að síður ómiss- andi liðsmaður B-liðsins. Hann var virkur þátttakandi á Pollamóti Þórs í knattspyrnu. Þegar hann hafði tæki- færi til mætti hann í leiki liðsins og var þá jafnan fyrirliði. Hann fór þá inná völlinn og heilsaði fyrirliða and- stæðinganna. Skipti þá engu hvort Pétur renndi sér inn á völlinn í hjóla- stólnum, eða studdist við hækjur á sínum gervifótum. Hann lét svo ekki sitt eftir liggja á hliðarlínunni á með- an leikirnir fóru fram og sendi okkur kveðjurnar með háværum öskrum og ekki var orðbragð hans alltaf mjög kristilegt. Áður, á meðan hann var heill og spilaði með okkur sagði hann alltaf, þar sem hann stóð sem klettur í vörninni, að hann hefði op- inbert leyfi til að jarða menn, jafnt utan vallar sem innan. B-liðið hefur haldið hópinn til fjölda ára, þar sem leikmenn og fjöl- skyldur þeirra hafa átt saman ánægjulegar stundir, haldið m.a. þorrablót og ógleymanlegar útihá- tíðir í Laufási á hverju sumri. Á þeim stundum lék Pétur stórt hlutverk og hans verður sárt saknað. Það var meira lagt á herðar Péturs og hans fjölskyldu en marga annarra og hef- ur lífið oft verið þyrnum stráð. Þau hjón hafa þó sýnt ótrúlegt æðruleysi, verið virkir þátttakendur í samfélag- inu og verið ómetanlegir vinir og fé- lagar. Það eru forréttindi að hafa átt séra Pétur að vini og munum við ávallt minnast hans með mikilli hlýju. Í hugum okkar verður myndin af Pétri umlukin geislum húmors, vináttu og einlægni. Kæra Inga, Þór- arinn, Jón Helgi og Heiða Björk, tengdabörn og afabörn, missir ykkar er mikill. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að veita ykkur styrk í sorginni. Blessuð sé minning séra Péturs Þórarinssonar. F.h. B-liðs Þórs, Kristján Kristjánsson og Oddur Helgi Halldórsson. Pétur Þórarinsson  Fleiri minningargreinar um Pét- ur Þórarinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Gísli Gunnarsson, Jóhann Baldvinsson, Jón Aðalsteinn Baldvinsson,Hólum, Davíð Bald- ursson, Eskifirði, Helgi og Helga, Sigurður Ólafsson, Örn Þórsson og Mattý Einarsdóttir, Margrét og Kristján Valur, G. Bender, Stína Gísladóttir. V i n n i n g a s k r á 45. útdráttur 8. mars 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 3.000.000 kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 4 3 0 7 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8 1 3 0 2 8 3 1 5 4 5 8 8 2 5 5 1 5 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1462 12938 28508 43328 46892 61287 3119 18340 43121 46126 59619 78267 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 6 3 8 1 2 2 2 4 2 0 3 8 6 2 9 6 7 0 3 7 2 3 4 5 1 3 8 8 6 2 8 8 2 7 2 5 9 9 1 7 2 2 1 2 3 8 1 2 1 9 9 1 2 9 7 5 5 3 8 4 1 6 5 1 7 9 5 6 3 5 0 0 7 3 3 5 9 2 9 4 1 1 2 8 6 1 2 1 9 9 2 2 9 8 9 3 3 9 5 8 4 5 2 6 8 9 6 4 9 7 0 7 4 1 9 9 3 1 6 8 1 3 7 7 1 2 2 9 3 6 2 9 9 9 1 3 9 7 3 2 5 3 1 3 2 6 5 3 2 4 7 4 8 3 8 3 9 8 5 1 4 6 9 4 2 3 8 6 5 3 3 0 7 1 4 0 6 9 0 5 3 6 5 6 6 5 6 2 6 7 5 6 3 5 4 6 2 0 1 5 3 0 0 2 4 8 0 9 3 3 1 0 1 4 0 7 6 0 5 4 2 9 9 6 7 0 1 9 7 7 2 7 9 6 0 7 6 1 5 3 1 9 2 5 2 8 6 3 3 2 1 1 4 1 1 1 8 5 4 8 4 7 6 7 1 1 4 7 7 5 8 8 6 8 0 5 1 5 4 4 2 2 5 6 3 5 3 3 6 6 3 4 1 6 7 6 5 5 7 2 7 6 7 8 4 6 7 7 8 3 8 7 1 6 6 1 5 7 3 5 2 6 2 6 3 3 3 8 2 2 4 2 4 7 6 5 7 4 4 7 6 8 4 1 2 7 9 5 9 6 7 5 0 6 1 7 4 1 6 2 6 2 8 0 3 4 0 0 5 4 5 1 8 1 5 8 6 5 2 6 9 6 5 6 8 8 2 2 1 9 7 3 4 2 7 7 2 0 3 4 3 2 7 4 5 9 1 5 5 8 7 3 4 7 0 0 7 5 9 2 9 0 1 9 8 3 2 2 9 0 5 4 3 5 7 4 6 4 7 0 9 6 5 9 4 5 4 7 0 5 1 6 9 5 8 4 2 0 3 7 0 2 9 2 5 9 3 6 0 2 2 5 1 1 5 3 6 2 7 7 1 7 1 4 6 5 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 0 9 0 2 6 2 0 4 5 4 3 1 0 0 4 4 1 5 8 0 5 1 9 0 2 6 4 3 8 1 7 3 5 3 1 3 4 9 0 6 5 2 0 9 6 7 3 1 2 8 7 4 1 5 8 7 5 1 9 0 7 6 4 5 5 6 7 3 7 8 3 2 3 2 9 7 0 1 2 1 7 3 2 3 1 7 5 3 4 1 6 8 6 5 1 9 3 1 6 5 2 8 0 7 3 8 8 1 2 9 8 1 0 0 2 4 2 1 8 6 5 3 1 7 8 8 4 1 9 3 6 5 2 6 3 0 6 5 8 8 6 7 4 2 3 4 7 8 8 1 0 0 3 3 2 1 8 8 8 3 2 0 7 2 4 2 8 1 2 5 3 0 0 6 6 6 2 3 6 7 4 2 5 4 1 0 4 4 1 1 1 1 4 2 2 8 0 6 3 2 0 9 0 4 2 9 9 6 5 3 3 3 9 6 6 2 7 1 7 4 3 1 9 1 4 0 5 1 1 8 9 8 2 3 1 9 9 3 2 1 3 3 4 3 2 0 5 5 3 3 7 6 6 6 5 0 3 7 4 3 3 7 1 7 8 9 1 2 0 5 4 2 3 2 9 7 3 2 4 7 9 4 3 3 4 3 5 3 6 8 9 6 6 6 0 9 7 4 7 2 7 1 8 0 9 1 2 2 6 6 2 3 6 6 8 3 2 7 6 2 4 3 7 3 6 5 4 1 4 3 6 6 7 7 5 7 4 8 4 2 2 0 8 9 1 2 4 7 5 2 4 4 1 4 3 3 0 8 5 4 4 1 5 9 5 4 8 0 6 6 6 8 8 9 7 4 9 9 5 2 2 1 6 1 2 4 8 6 2 5 0 6 2 3 3 4 3 1 4 4 7 2 2 5 4 9 0 9 6 7 0 0 4 7 5 7 9 3 2 3 4 5 1 2 9 5 5 2 5 3 4 7 3 3 6 4 0 4 4 9 4 8 5 5 7 1 5 6 7 0 4 6 7 5 9 2 1 2 7 3 3 1 3 5 9 9 2 5 3 5 5 3 4 1 3 8 4 5 0 1 6 5 5 9 5 4 6 7 5 6 5 7 5 9 4 6 2 8 6 1 1 4 1 6 9 2 5 6 8 7 3 4 5 0 3 4 5 2 2 9 5 6 0 0 5 6 8 3 6 5 7 5 9 5 6 3 3 8 3 1 4 6 2 8 2 5 7 9 9 3 6 5 1 6 4 5 3 4 0 5 6 3 1 1 6 8 6 8 0 7 6 0 0 1 4 2 5 0 1 4 6 3 0 2 5 8 6 0 3 6 8 0 3 4 5 4 4 5 5 6 3 4 4 6 8 7 2 4 7 6 0 3 4 4 4 4 5 1 5 0 2 2 2 6 0 7 1 3 6 8 6 7 4 5 5 0 6 5 7 2 3 8 6 9 0 5 6 7 6 4 6 5 4 4 7 2 1 5 5 9 3 2 6 5 9 5 3 7 0 2 5 4 5 8 5 8 5 7 2 4 3 7 0 1 3 7 7 6 4 8 9 4 5 6 9 1 5 6 2 3 2 7 1 0 4 3 7 7 0 2 4 7 2 5 3 5 7 6 2 8 7 0 1 4 1 7 6 7 9 8 5 4 4 4 1 5 8 8 0 2 7 3 9 4 3 7 8 2 2 4 8 0 3 3 5 8 1 2 8 7 0 4 0 3 7 6 9 8 2 6 2 2 0 1 5 9 0 5 2 7 6 9 6 3 7 8 8 6 4 8 2 9 3 5 8 6 1 5 7 0 7 2 7 7 7 3 7 0 6 3 3 1 1 6 1 0 9 2 7 8 2 9 3 8 3 7 9 4 8 6 4 3 5 9 4 7 0 7 1 3 8 1 7 8 0 5 9 6 5 9 6 1 6 2 0 1 2 8 1 5 3 3 8 6 0 5 4 8 7 8 5 6 0 6 7 0 7 1 4 9 2 7 8 5 6 5 6 8 6 9 1 6 9 3 5 2 8 1 8 8 3 8 6 2 8 4 8 9 8 8 6 0 8 5 5 7 1 7 1 8 7 8 7 3 6 7 0 1 2 1 7 4 0 8 2 8 2 9 8 3 8 6 8 0 4 9 0 1 3 6 1 0 6 4 7 1 8 3 6 7 8 8 7 9 7 0 3 3 1 7 8 2 5 2 9 3 8 4 3 9 2 7 3 4 9 3 2 7 6 1 0 8 3 7 2 1 0 8 7 9 1 1 6 7 0 8 8 1 7 8 5 6 2 9 5 6 6 4 0 0 8 5 4 9 7 4 8 6 1 4 5 3 7 2 5 9 1 7 3 7 8 1 8 5 0 4 2 9 7 2 7 4 0 3 4 5 4 9 8 0 9 6 2 7 1 3 7 2 9 6 4 7 4 1 6 1 8 7 1 4 2 9 9 3 9 4 0 3 7 4 4 9 9 4 2 6 2 9 9 2 7 3 0 5 7 8 2 8 9 1 8 9 2 4 3 0 0 0 1 4 1 3 0 6 5 0 6 0 9 6 3 3 0 1 7 3 3 7 4 8 5 4 3 1 8 9 9 7 3 0 0 7 5 4 1 3 5 6 5 0 8 7 0 6 3 7 6 6 7 3 4 6 9 8 8 0 6 2 0 1 4 3 3 0 5 7 0 4 1 5 5 2 5 1 2 9 5 6 4 0 4 8 7 3 4 7 4 Næstu útdrættir fara fram 15. mars, 22. mars & 29. mars 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.