Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF F A B R I K A N Aðalfundur Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 23. mars 2007 í matsal HB Granda við Norðurgarð, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Ennfremur er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30. Óski hluthafar eftir að ákveðinmál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórnmeð nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að takamálið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HB Granda hf. %  &2' 3 ' ' &/ 4561 )78.   &*#+#,- %-+% ! ,  -  $% ,  -  ,  - $ . % ./( -% % ,  0  % ,  (1% ,  $$ $,  2 3$$ 4 +5 6 7  8$+ $,  1 6 $5 6,  9  ,  9% $ ( ,$%,  : ;0& #(<#  ,  =,  ."" #/&##0 % 3>$ ,  ( + % ,  ?  6 $% 2%6$+,  ?  6$ % ,  @A, <$,  B9C-0 D E$,  DE++$+ $&&$,  F$&$,  1/2 %   :# 4 +:& 6  %# 2$##3% 20 6$,  2  $&< ,  4 %5-  *%"%           (                                   !         !   !   !!                  !      2 $6 ; $&$ $ 6 + D$ %&*%6 + 7  :      !!   !    !    !       !    !          !     !     !     ;  ! ; ; ; ; ; !        !    ! ! !!             ;   ! ;  ; ; !     !   !  !   !!                   ;   !! ; ;    F$&$ $*) -D2H-,+ $$ (<6$ $&$    ! !             ; ; ; ; ; ; :*&  $& & @ 6 I :J.  " " ) ) " " (D:3 K-C "  " ) ) " " -  B9C:%, "  " ) ) " " B9C7,  @$ $  "( ) ) " " ? 3C K%LM%  "  " ) ) " " ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is LÍKT og greiningardeild Kaupþings gerði á miðvikudag sendu Samtök atvinnulífsins (SA) frá sér í gær at- hugasemdir við nýlegar tölur Seðla- bankans um viðskiptahalla þjóðar- búsins og skulda- og eignastöðu íslenskra fjárfesta erlendis. Telja SA að erlendar eignir séu vanmetnar um allt að 300–400 milljarða króna. Segja samtökin að uppsöfnuð er- lend eign áranna 2003–2006 eigi að vera vel yfir 1.100 milljarðar en í töl- um Seðlabankans sé hún 928 millj- arðar. Sé einnig reynt að meta verð- mæti þessara eigna komi í ljós að ekki hafi þurft mikla ávöxtun, eða 10–15% á ári, til að staðan verði 300– 400 milljörðum betri en Seðlabank- inn geri ráð fyrir. Þarna geti skeikað tölu sem sé á bilinu 25–35% af vergri landsframleiðslu. Jakob Gunnarsson, deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabankans, segir bankann styðjast við aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem sé viðurkennd hvarvetna um heim. Hann segir gagnrýni á aðferðafræð- ina einkennast svolítið af því að verið sé að skjóta sendiboða válegra tíð- inda. Bankinn beiti aðferð sinni ekki af illum hug heldur bestu getu. Hann segir fulltrúa bankans hafa áður fundað með SA vegna þessara mála og fengið þann skilning að samtökin hafi sætt sig við aðferðafræðina. Fyrir liggi að bankinn meti ekki tekjur af verðbréfum með sama hætti og fjárfestar, s.s. lífeyrissjóðir, heldur taki aðeins hreinar arð- greiðslur af þessum eignum. SA vilji taka tillit til hækkunar á markaðs- virði eignanna. Varfærnisregla „Hugsunin bakvið okkar aðferð er varfærnisregla, markaðirnir hafa ekki alltaf farið upp á við, tímabund- ið hefur orðið niðursveifla og þá verðlækkun á eignunum. Sjónarmið- ið er að menn vilja forðast slíkar sveiflur,“ segir hann. „Jafnvel þó að við breyttum um aðferðafræði væri hrein skuldastaða þjóðarinnar samt töluverð, færi kannski úr 1.350 millj- örðum niður í 1.000 milljarða,“ segir Jakob, en hann gerir einnig athuga- semdir við greiningu greiningar- deildar Kaupþings, sem einnig taldi viðskiptahallann ofmetinn. Þeir leið- rétta bara aðra hlið viðskiptajafnað- ar þ.e. gjöldin, en endurfjárfesting hagnaðar sé einnig færð á tekjuhlið og því séu nettóáhrif þeirra til aukn- ingar viðskiptahalla aðeins 15 ma.kr. sem svarar til um 1% af VLF en ekki 197 ma.kr. eins og fram hafi komið hjá Kaupþingi. SA segja Seðlabanka Íslands vanmeta erlendar eignir Sendiboðinn skotinn? Í HNOTSKURN » Ekki stendurtil hjá Seðla- bankanum að breyta útreikningi á talnagrunni, fyrst þurfi að breyta alþjóðlegri forskrift. » Fjallað verðurítarlega um þessi deilumál í næstu Peningamálum bankans. ● HLUTABRÉF hækkuðu töluvert í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 1,6% og var 7.610 stig við lokun markaða. Bréf Kaupþings hækkuðu um 2,45%, bréf FL Group um 1,99% og bréf Glitnis um 1,84%. Bréf Atlantic Petrolium lækkuðu um 1,7%. Krónan veiktist um 0,33% í gær, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Gengi dollarans er 67,41 króna, evr- unnar 88,53 og pundsins 130,15. Hækkun hlutabréfa ● KAUPÞING hef- ur ákveðið að bjóða nýja teg- und fast- eignalána þar sem ekki er greitt af höfuðstól fyrstu fimm árin eftir lántöku. Eru lánin fyrir fólk sem er að ljúka háskólanámi eða sambærilegu námi. Lánin eru til 25 og 40 ára og dreifast höfuðstólsaf- borganir vegna fyrstu fimm áranna niður á 20 eða 35 ár. Hæst geta lán- in orðið 80% af kaupverði íbúðar. Séu skilyrði uppfyllt stendur fólki til boða að taka viðbótarlán, til að ná allt að 100% fjármögnun. Kaupþing með ný lán VAXTAÁLAG og þjónustugjöld ís- lenskra banka og sparisjóða stand- ast fyllilega samanburð við sambæri- leg erlend fjármálafyrirtæki, að mati Guðmundar Haukssonar, sparisjóðs- stjóra Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis, SPRON. Í skýrslu, sem birt var á aðalfundi SPRON í gær, fjallaði Guðmundur um vexti og vaxtaálag íslenskra fjár- málafyrirtækja og sagði hann ekki verða um það deilt að vaxtastig á Ís- landi væri mjög hátt en ekki væri við fjármálafyrirtækin að sakast í því efni. Hvað verðtryggð inn- og útlán varðaði tækju verðtryggðir vextir bankanna mið af markaði með skuldabréf. „Það eru þannig ríkis- skuldabréf eða skuldabréf með rík- isábyrgð sem leggja grunninn að verðtryggðum vöxtum á Íslandi. Álag bankanna á slíka vexti er lágt og vaxtakjör bankanna ekki óeðli- lega há umfram þá vexti sem rík- issjóður þarf að greiða,“ segir Guð- mundur. Óverðtryggðir vextir taka hins vegar mark af stýrivöxtum Seðla- banka Íslands, sem nú eru 14,25%. Segir Guðmundur að þar sem bank- arnir þurfi að taka lán á þessum kjörum miðist vextir á óverðtryggð- um lánum þeirra við vexti lands- bankans. Eðlilega þurfi útlánsvextir bankakerfisins síðan að vera hærri, en séu í samræmi við það sem gerist erlendis. Ekki við bank- ana að sakast Fjallað um vexti á aðalfundi SPRON Morgunblaðið/ÞÖK Vaxtakjör „Álag bankanna á slíka vexti er lágt og vaxtakjör bankanna ekki óeðlilega há,“ sagði Guðmundur Hauksson á aðalfundi SPRON í gær. ● LÍKLEGT er talið að Pálmi Haralds- son og aðilar honum tengdir séu í bestri aðstöðu til þess að eiga við- skipti við gjaldþrotabú sænska lág- fargjaldaflugfélagsins FlyMe. Sænska dagblaðið Göteborgs- Posten greinir frá því að skiptastjóri félagsins, Rickard Ström, eigi tvo kosti í stöðunni; annars vegar að reyna að finna kaupanda að rekstri félagsins og hins vegar að selja bók- unarlista þess til annars flugfélags sem þá myndi taka við þeim farþeg- um sem þegar hafa bókað flug með FlyMe. Um leið og út spurðist að Fly Me myndi fara í gjaldþrot bauð danska lágfargjaldafélagið Sterling, þar sem Pálmi er stjórnarformaður, farþegum félagsins að koma þeim á áfangastað og daginn eftir var þeim er höfðu hug á að bóka flug á vef FlyMe beint yfir á vef Sterling. Pálmi gæti hagnast á gjaldþroti FlyMe ● ORKUVEITA Reykjavíkur tapaði 1.756 milljónum króna á síðasta ári, samanborið við 4.358 milljóna hagn- að árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 8.536 milljónum en afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna voru 4.573 millj- ónir. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 9.466 milljónir en voru jákvæðir árið 2005 um rúman milljarð. Heild- ar eignir OR í árslok 2006 námu 137,3 milljörðum króna og jukust um 56% milli ára. Tap á rekstri HB Granda nam tæp- um 2 milljörðum króna samanborið við um 550 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur ársins voru 13.658 milljónir en voru 10.823 milljónir árið áður. Aukningin er m.a. skýrð með með lægra gengi krónu. OR og HB Grandi tapa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.