Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 42
|föstudagur|9. 3. 2007| mbl.is staðurstund Árni Matthíasson fjallar um hina merku bók The Secret, og ljóstrar upp miklu leyndarmáli sem hún hefur að geyma. » 44 af listum Arnar Eggert Thoroddsen skellti sér á tónleika með The Stranglers á NASA og var ekk- ert sérlega sáttur. » 45 dómur Leikkonan Kristbjörg Keld kann þjóðsönginn reiprennandi og er hrifin af lambalæri og saltfiski með hamsatólg. » 45 íslenskur aðall Helga Þórey Jónsdóttir er hæstánægð með fyrstu sóló- plötu Ólafar Arnalds og gefur henni fullt hús stiga. » 44 tónlist Eddie Murphy leikur aðal- hlutverkið í gamanmyndinni Norbit, þar sem hann leikur jafnt karla og konur. » 46 kvikmyndir Eftir Díönu Dögg Víglundsdóttur „ÞETTA er fyndið hlutverk en samt sem áður upplifir áhorfandinn líka þjáninguna í því að eldast og horfa upp á ástvini sína verða veikari. Þetta er nú samt allt sett fram með broslegum hætti,“ segir Skapti Ólafsson um hlutverk sitt í söng- leiknum Ást. Í þessu nýjasta verk- efni Vesturports leikur Skapti Adolf, eiginmann hinnar heilabiluðu Rósu, sem leikin er af Jette Svövu Jakobsdóttur. Heillandi karakter með sterka rödd Síðast þegar Skapti spreytti sig í leikhúsi var hann tólf ára gamall. Aðspurður hvernig á því standi að hann sé farinn að leika á sviði eftir öll þessi ár segir hann það ósköp einfalt, leikstjórinn Gísli Örn hafi hringt í hann og boðið sér hlut- verkið. „Hann þurfti nú samt nokkrar til- raunir til að sannfæra mig um að taka þetta hlutverk. En um leið og ég hitti hann þá vissi ég að ég var í góðum höndum. Hann er svo mikill töframaður, þessi strákur,“ segir Skapti með aðdáun í röddinni. „Það eru fáir með eins töfrandi nærveru og hann Gísli Örn.“ Það sama segir Gísli Örn um ástæðu þess að Vesturport hafi ákveðið að ráða Skapta, þó hann skorti leiklistarbakgrunn. „Hann er heillandi karakter með sterka og fallega rödd,“ segir Gísli Örn. Heiður að vinna með slíkum hópi fólks Skapti hefur fengist við margt í gegnum tíðina og er alls ekki óvan- ur sviðinu þar sem hann hefur spil- að með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var einn af brautryðjendum poppsins á Íslandi á sínum tíma. Sem nemandi í Austurbæjarskóla tók hann svo þátt í uppfærslu söng- leiks og kveðst hann vera stoltur af því að fá annað tækifæri í þeim geir- anum. Skapti segir að þau Gísli Örn og Kristín Ólafsdóttir aðstoðarleik- stjóri séu mjög fær og nái vel til þeirra sem eldri eru. „Nærvera þeirra gerir það að verkum að ég virðist gleyma öllum skjálfta og stressi,“ segir Skapti. „Það er náttúrulega svolítið stress- andi fyrir svona áhugamann eins og mig að stíga á svið með slíkum leik- urum og eru hér á ferð.“ Skilaboðin í Ást eru falleg og þörf, að lífið er ekki ein stór Holly- wood-mynd og að það er ekki aðeins unga, fallega og fræga fólkið sem verður ástfangið. Öðru nær, hægt er að finna ástina á ný þegar fólk eld- ist. Og þó ástinni fylgi ekki eilíf hamingja er alltaf hægt að finna broslegu hliðarnar ef menn eru með rétta hugarfarið. Aðspurður segist Skapti alveg vera opinn fyrir fleiri hlutverkum í framtíðinni. „Ég er nú ekki dauður úr öllum æðum enn svo, já, ég væri alveg til í að prófa það.“ Ástin spyr ekki um aldur Morgunblaðið/Ásdís Á öllum aldri Skilaboðin í Ást eru falleg og þörf, að lífið er ekki ein stór Hollywood-mynd og að það er ekki aðeins unga, fallega og fræga fólkið sem verður ástfangið. Öðru nær, hægt er að finna ástina á ný þegar fólk eldist. Morgunblaðið/Ásdís Síungur Skapti Ólafsson. Skapti Ólafsson hefur fengist við margt í gegnum tíðina. Hann hefur verið söngvari, prentari og lög- reglumaður en einna þekktastur er hann fyrir flutning sinn á laginu „Allt á floti alls staðar“. Hann leikur eitt af hlutverkunum í söngleiknum Ást sem Vesturport setur upp, en um er að ræða hans fyrsta verk á sviði frá því hann var 12 ára gamall. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is FÆREYSKI listamaðurinn Zacharias Heinesen opnaði í gær sýningu á verkum sínum í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Heinesen hefur haldið tryggð við Ísland frá því að hann dvaldi hér árið 1958 og nam í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykja- vík. Þetta er því ekki hans fyrsta sýning hér á landi, enda segist hann sjálfur hafa sterkar taugar til landsins. „Ég skil og tala svolítið í tungumálinu svo mér finnst alltaf auðvelt að koma til Íslands,“ segir Heine- sen. Þórshöfn blasir við Þemað í þeim myndum sem verða til sýn- is í Hafnarborg segir Heinesen vera lands- lag. „Þetta eru landslagsmyndir sem gerðar eru á kúbískan máta,“ útskýrir listamað- urinn. „Tveir þriðju hlutar myndanna eru nýjar en þriðjungur þeirra er nokkurra ára gamall.“ Heinesen segist sækja innblástur sinn fyrst og fremst til Færeyja og náttúr- unnar þar. „Ég er hrifnastur af færeysku landslagi, en það er reyndar ekki ýkja ólíkt því íslenska,“ segir listamaðurinn en hann sækir viðfangsefni sín iðulega í húsaþyrp- ingar við hafið og útsýnið frá vinnustofu sinni, en þar blasir við hluti Þórshafnar og höfnin þar. Sonur Williams Heinesen Heinesen er fæddur í Færeyjum árið 1936, en hann er sonur rithöfundarins kunna Williams Heinesen. Hann lærði list sína í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn eftir að hafa dvalið hér á landi. Hann hefur haldið fjölda sýninga, bæði einn og með öðrum og eru mörg verk eftir hann í eigu erlendra og íslenskra safna. Heinesen er þekktastur fyrir olíu- og vatnslitamálverk sín en hann hefur einnig unnið að bókaskreytingum, tréristum og klippimyndum. Morgunblaðið/RAX Listamaðurinn Zacharias Heinesen við mynd frá Kvívík í Færeyjum, eyjan Koltur í bak- grunni. Sýning á verkum Heinesen var opnuð í gær í Hafnarborg. Ekki svo ólíkt Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.