Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 27 www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! PATREKUR 1,5 Síðustu sýningar sunnudag, mánudag og þriðjudag! LEG Ímyndunarveikin eða Þögn Molières sýningar 22/3 og 23/3 Mögnuð leiksýning frá Frakklandi FRANSKT VOR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU PÉTUR OG ÚLFURINN Allt að verða uppselt! Takmarkaður sýningafjöldi! Sýningar í Barbican leikhúsinu 28/2–10/3 Þjóðleikhúsið í útrás PÉTUR GAUTUR SLÆR Í GEGN Í LONDON! Er allt að verða vitlaust? Frábær fjölskyldusýning! SITJI GUÐS ENGLAR Sýning sunnudag kl. 14.00 Undanfarin ár hafa nor-rænir matreiðslumennog einstaklingar starf-andi í matvælageiranum lagt áherslu á að finna og skilgreina matarsérstöðu hvers lands fyrir sig, s.s. hvað það sé sem löndin hafi uppá að bjóða sem sé sérstakt. Ákveðin stefnumótun hefur átt sér stað og t.d. á Íslandi er greinilegt hvað ís- lenskt hráefni matreitt á nútíma- legan og frjóan hátt er farið að vera meira áberandi á veitingastöðum. Í menningu annarra þjóða, t.a.m. S-Evrópuþjóða, er skilgreining á matarverðmætum samofin menn- ingu landanna og hin fjölbreytta og ríkulega matarmenning þessara þjóða hefur hingað verið mikið að- dráttarafl fyrir okkur Norður- Evrópuþjóðir. Nú er það hins vegar að gerast að Suður-Evrópuþjóðir eru að „uppgötva“ matarmenningu okkar og virðist sem löndin hafi tek- ið sig saman um að veita okkur at- hygli á þessu sviði og forvitnin og al- úðin sem við erum farin að veita okkar eigin hráefni í ríkara mæli því greinilega að skila sér. Dæmi um þessa athygli er spenn- andi og frumlegt sælkeraævintýri sem ber yfirskriftina „A Journey from Water to Wine“, eða Ferðalag frá vatni til víns. Um er að ræða ferðalag þar sem áfangastaðirnir eru þekktir fiskveitingastaðir höf- uðborga Norður-Evrópu, en þar- lendir matreiðslumeistarar munu leiða saman ítölsk vín, ítalskt vatn og svo fisk úr Norður-Atlantshafi í formi gala-matseðils og er Reykja- vík viðkomustaðurinn þessa helgina. Matarævintýrið hefst í kvöld á veitingahúsinu Tveimur fiskum þar sem Gissur Guðmunds- son matreiðslumeistari hefur sett saman matseðil sem hann nefnir Ying and Yang menù. Meðal áfangastaða í Norður- Evrópu eru einnig veitingahúsin VIVA í Kaupmannahöfn, Sjomagas- inet í Gautaborg og Ely í Dublin. Ferðalag frá vatni til víns Hin ósamstæða tvennd vatn og vín er órjúfanleg, einkum og sér í lagi þegar kemur að matargerð og borðhaldi. Fiskurinn er e.t.v. það hráefni sem tengir best saman vatn og vín: hann fæðist í vatni og er oft eldaður í víni. Hve mikið geta vatn og vín umbreytt og full- komnað fisk sem hráefni við matreiðslu? Skiptir tengingin á milli vatns, víns og fisks í mismun- andi samsetningu virki- lega máli? Þetta eru spurningar sem verður reynt að „svara“ í mat- seðlum matreiðslumeist- aranna sjö. Á ferðalaginu taka hinir ítölsku að- standendur púlsinn á norrænni matarmenn- ingu og þróun hennar, en markmiðið er einnig að til verði nýjar uppskriftir sem „ferji fiskinn úr sjón- um yfir á diskinn með viðkomu í umræddum vökvum í eldhúsinu“. Í lok ferðalagsins sem hefst á Íslandi og endar í Finnlandi munu menn svo standa upp með ríkulegt safn uppskrifta og sumir hafa e.t.v. uppgötvað hvernig megi para saman hina ítölsku vökva og norrænt hráefni í nýjum og bragð- samhljómi. Á bás San Pellegrino Vinitaly, vínsýningunni miklu í Veróna um næstu mánaðamót, verður svo ferðasagan sögð og matreiðslumeistararnir og mat- seðlarnir kynntir, en San Pellegr- ino stendur ásamt vínframleiðand- anum Roberto Bava og Acqua Panna að verkefninu. Fiskur, vatn og vín Sérstakt Bass Tuba, moscato-vín frá Bava, verður borið fram með rabarbara og skyri. Norræn matar- gerðarlist er smám saman að stimpla sig inn í alþjóðamatar- samfélagið, segir Hanna Friðriksdóttir. Aðdráttarafl norð- urslóða er ekki ein- ungis sérstök náttúran og sagan, heldur vek- ur matarmenningin sí- fellt meiri forvitni út- lendinga. Sjá nánari upplýsingar á www.bava.it Ljúffengt Dæmi um samruna vatns, víns og fisks. Hvítvínsgufusoðin bleikja með kryddjurtum og balsamiksósu. Á bás San Pellegrino Vinitaly, vínsýningunni miklu í Veróna um næstu mánaðamót, verður svo ferðasagan sögð og mat- reiðslumeistararnir og matseðlarnir kynntir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.