Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Málfríður Sig-urðardóttir fæddist á Akranesi 29. ágúst 1927. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 28. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin í Tryggvaskála á Akranesi, þau Sig- urður Jónsson, húsasmiður f. 25. júlí 1906, d. 16. september 1982 og Þóra G. Guðjóns- dóttir, húsfreyja f. 6. júlí 1902, d. 12. júlí 1992. Systur Málfríðar eru Guðbjörg, f. 23. maí 1929 og Guð- jónína f. 8. janúar 1934. Þann 23. mars 1946 giftist Mál- fríður Guðmundi Ó. Guðmunds- syni f. 1. nóvember 1922. For- eldrar hans voru Guðmundur Vigfús Guðjónsson, sjómaður, f. 14. mars 1884, d. 28. ágúst 1957, og Jóhanna Björg Guðmunds- dóttir, húsfreyja, f. 9. ágúst 1885, d. 23. apríl 1971. Fyrsta búskaparár Málfríðar og Guðmundar leigðu þau íbúð að Hólabraut 17 á Akureyri. Þann 3. Lidiu Andreeva, f. 20. júlí 1966. 3) Birgir, f. 21. júlí 1949, hann er kvæntur Ragnheiði Ingu Haf- steinsdóttur, f. 10. mars 1952. Börn þeirra eru: a) Sigurður Rún- ar, f. 24. júlí 1986. b) Kristjana Birna, f. 18. október 1988. 4) Jón Þór f. 2. ágúst 1956, sambýliskona hans er Ástríður Jónasdóttir f. 30. maí 1955. Börn þeirra eru: a) Þóra Björg, f. 27. apríl 1980. b) Sólveig, f. 22. ágúst 1982. c) Sig- urður, f. 10. desember 1986. Dótt- ir Ástríðar og fósturdóttir Jóns Þórs er Ína Dóra, f. 14. september 1975. Barnabörn Málfríðar og Guð- mundar eru ellefu, barna- barnabörn eru níu og barna- barnabarnabarn er eitt. Auk húsmóðurstarfa starfaði Málfríður utan heimilis í um tvo áratugi á rannsóknastofu Sjúkra- hússins á Akranesi. Eitt af helstu áhugamálum hennar um langt árabil var þátt- taka í kirkjukór og kirkjunefnd Akraneskirkju. Útför Málfríðar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. mars og hefst athöfnin klukkan 14. júlí 1946 festu þau kaup á húsi á Akra- nesi, sem nefnt var Akrafell, þar bjuggu þau fram til 15. des- ember 1954 að þau fluttu að Stillholti 9 á Akranesi. Það hús byggðu þau og bjuggu þar alla tíð síðan. Synir Málfríðar og Guðmundar eru: 1) Sigurður Guðmunds- son, f. 28. september 1946, hann kvæntist Fanneyju Láru Einarsdóttur, f. 28. júlí 1946. Þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru: a) Málfríður, f. 28. ágúst 1965. b) Þórdís f. 6. febr- úar 1970. c) Birna f. 7. apríl 1974. Sigurður kvæntist Ólöfu Bettý Grétarsdóttur f. 19. janúar 1951, þau slitu samvistir. Sigurður er kvæntur Huldu Guðbjörnsdóttur, f. 27. desember 1951. 2) Björgvin Trausti, f. 8. júlí 1948, hann kvæntist Lilju Steinþórsdóttur f. 2. ágúst 1949. Þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru: a) Rósa, f. 1. nóvember 1977. b) Una, f. 10. des- ember 1983. Björgvin er kvæntur Í dag er til moldar borin hjart- kær tengdamóðir mín Málfríður Sigurðardóttir. Kynni okkar Fríðu, eins og hún var jafnan kölluð, hóf- ust á Þorláksmessu árið 1978. Fyr- ir klaufaskap misstum við mæðg- urnar af Akraborginni til Reykjavíkur. Það lá því beinast við að nota tækifærið til að hitta til- vonandi tengdaforeldra í fyrsta skiptið. Ekki varð ég fyrir von- brigðum með móttökurnar hjá þeim hjónunum, þegar við höfðum heilsast var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Oft síðar hefur mér verið hugsað til þess hversu mér þótti Fríða myndarleg kona þegar ég sá hana en við frekari kynni kom svo fljótt í ljós hve vönduð og vel gerð hún var á allan hátt. Dótt- ur minni Ínu Dóru, gekk hún strax í ömmu stað og tók sem sínu eigin barnabarni og voru þær mjög nán- ar alla tíð. Sjálf eignaðist ég í henni mína bestu vinkonu. Þegar við Jón fórum að búa saman var hún full áhuga um góð- an framgang búskaparins og lagði sitt af mörkum til þess að svo gæti orðið. Alltaf var hún boðin og búin til aðstoðar ef svo bar undir og af alþekktu lítillæti sínu taldi hún það jafnan ekkert vera sem hún gerði fyrir aðra, hún hefði bara gaman af. Mér er hugstætt hversu glað- lynd Fríða var alla tíð, örstutt var í grínið og beitti hún þá gjarnan fyrir sig orðtökum og setningum sem hún hafði heyrt á yngri árum. Sumt hafði hún eftir föður sínum, en hann var manna gleggstur að sjá spaugilegu hliðar mannlífsins, öðru hafði hún tekið eftir sjálf og tileinkaði sér á góðri stundu í góðra vina hópi. Þegar alvarlegri mál bar á góma var hún nærgætin og kom þá best í ljós hennar innri maður, en hún mátti ekkert aumt sjá án þess að bregðast við. Ef máli var hallað gegn einhverjum sagði hún jafnan eins og móðir hennar sagði gjarnan við slíkar að- stæður: „Það á hver það hann á.“ Með því áttu þær við að í öllum byggi eitthvað gott, þó ef til vill væri annað miður. Áhugi hennar á námi og tóm- stundum barnanna okkar var mér mikils virði og sú hvatning, sem hún veitti þeim, hefur nýst vel. Jafnframt lýsir það henni best hve börnin hafa haft mikinn áhuga á að vera í samskiptum við hana frá fyrstu tíð og allt fram að andláti hennar. Þótt ekki hafi skólaganga Fríðu verið löng var hún hafsjór af fróðleik og átti auðvelt með að miðla öðrum af honum. Hún hafði mikinn áhuga á íslenskri tungu og lagði ríka áherslu á rétt ritað og mælt mál. Mér er minnisstætt þegar við fjölskyldan og Fríða og Guðmund- ur fórum í nánast árviss ferðalög okkar, þó ekki væri um neinar langferðir að ræða. Hún var iðin við að fræða samferðafólkið um það sem fyrir augu bar, það er dýrmætt fyrir börnin að hafa átt slíka ömmu, sem alltaf var fús til að svara hinum ólíklegustu spurn- ingum sem upp komu við hin ýmsu tækifæri. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Fríðu fyrir öll árin sem við höfum verið samferða. Með hlýhug mun ég minnast þess tíma, sem hefur verið mér afar lærdómsríkur og dýrmætur. Hvíl í friði. Þín Ástríður. Elsku amma okkar er látin. Við minnumst hennar með söknuð í brjósti en einnig með þakklæti fyr- ir allan tímann sem við fengum með henni. Amma var einstök kona. Hún var, eins og margar konur af henn- ar kynslóð og svosem fleiri kyn- slóðum, í meira en fullu starfi við að hugsa um aðra. Aðeins 22 ára gömul hafði hún eignast þrjá syni. Sá fjórði, faðir okkar, fæddist svo þegar hún var 29 ára. Það var oft ansi mikið að gera hjá henni því afi var oft og tíðum að vinna í burtu og amma þurfti þá að hugsa ein um synina og heimilið. Amma var eins og fólk ímyndar sér góðar ömmur. Hún var einstaklega hlý við okkur krakkana og kom þannig fram við okkur að okkur fannst við geta talað um alla hluti við hana, sama hvort það var eitthvað sem var að plaga okkur eða eitthvað sem var skemmtilegt. Hún talaði ekki illa um nokkurn mann og hugsaði lítið um það sem henni mislíkaði heldur einbeitti sér frek- ar að því sem var vel gert. Það er líklega eitt besta veganestið handa fólki sem er að eldast og þroskast. Þegar við systkinin fórum í Fjöl- brautaskólann á Akranesi dvöldum við á heimavistinni eða leigðum húsnæði annars staðar í bænum. Mörgum fannst skrýtið að við vær- um ekki hjá afa og ömmu sem bjuggu bara stuttan spöl frá skól- anum. Ástæðan var einföld, við vissum að ef við hefðum búið á Stillholtinu hefði ömmu fundist að hún bæri ábyrgð á okkur og hefði hugsað of mikið um okkur, ef hægt er að orða það þannig. Eins var svosem líka vitað að hún myndi vaka eftir okkur ef við brygðum okkur á eitt ball eða svo. Við vild- um ekki að hún hefði áhyggjur af okkur og þess vegna var þetta ágætt fyrirkomulag. Hins vegar vorum við mikið á Stillholtinu, kíktum eitthvað þangað á hverjum degi. Stundum sinntum við heima- lærdómnum þar og amma var afar áhugasöm um námið hjá okkur. Hún lagði á minnið í hvaða fögum við vorum og vildi alltaf fá afrit af stundaskránni svona til þess að geta fylgst með. Eftir að við flutt- um til Reykjavíkur og fórum í há- skóla fylgdist hún jafn vel með þó svo að lengra væri á milli okkar. Síðustu árin var minnið farið að gefa sig ásamt öðru eins og gerist og gengur. Amma varð vör við að hún var farin að gleyma og áttaði sig stundum ekki alveg á því sem var að gerast í kringum hana. Það var erfitt að horfa upp á það þegar hún fann það sjálf að hún var farin að gleyma. Hún mundi gamla tím- ann hins vegar yfirleitt alveg eins og hlutirnir hefðu gerst í gær og þess vegna var oft betra að ræða frekar um gömlu dagana. Eitt var samt alltaf hægt að tala um núna undir það síðasta. Það var hann Nökkvi hennar Ínu systur okkar sem fæddist fyrir rétt rúmu ári síðan. Amma var alveg heilluð af honum, hún talaði mikið um hann og spurði hvernig hann hefði það og strauk honum og spjallaði við hann þegar hún hitti hann. Það var svo gaman að sjá hvað hann hafði góð áhrif á hana. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar samveru- stundirnar, hlýjuna og gæðin. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Þín, Þóra Björg og Sigurður. Elsku amma. Okkur langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Það var alltaf svo gott að koma á Stillholtið til ykkar afa. Eftir að við fluttum norður, og svo til Reykjavíkur, urðu heimsóknirn- ar á Stillholtið ekki eins margar og við hefðum viljað en þegar við hitt- umst var það alltaf jafngaman og gott. Við áttum líka oft löng og góð samtöl í síma sem byrjuðu alltaf með sömu kveðjunni og enduðu með sömu kveðjunni. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín mikið og við verðum duglegar að segja börnunum okkar frá þér, við vild- um að þau yngri hefðu fengið að kynnast þér betur. Elsku afi. Guð gefi þér og okkur öllum styrk á þessum erfiðu stund- um. Þórdís og Birna Þegar ég fregnaði lát minnar kæru frænku og móðursystur Fríðu leitaði hugurinn til baka upp Akranes þegar ég lítil stelpuhnáta var í sumardvöl hjá ömmu og afa í Tryggvaskála. Í þetta notalega hús litu þær gjarnan inn til ömmu á morgnana, á leið úr mjólkurbúð- inni, þessar kjarnakonur sem að mér stóðu og umvöfðu á allan hátt – ömmusysturnar Jóna og Maja, svo móðursysturnar Nína og Fríða. Ekki komu þær allar í einu en ég greindi á hljóðskrafinu upp á loft, þar sem ég teygði úr mér í rúminu, hverjar væru nú í húsi. Þegar heyrðist háum rómi og glettnum, eftir stutt bank: „Góðan daginn, allir á lífi hér?“ þá heyrði ég að þetta var Fríða frænka. Ég klæddi mig í hasti; best að drífa sig niður í trakteringarnar og fylgjast með, nú var von á ein- hverju hressilegu. Fríða hafði þann eiginleika að velkjast ekki um of í smáatriðum heldur hefja þau upp í græskulausi skopi – og hló þá manna hæst. Þá smitaðist Maja sem líka var grall- ari, hún ók sér allri, sló sér á lær og hló svo undir tók í eldhúsinu en amma, sem að vanda stóð við elda- vélina, fylgdist með í hógværð sinni kímin á svip, ég stóð hjá fliss- andi út í loftið – fiskiflugurnar í glugganum sáu sitt óvænna og flugu út. Þegar frá leið og mjólkurbúðin var flutt úr okkar nágrenni inn í Stillholt, þar sem Fríða bjó, þá skokkaði ég með ömmu á morgn- ana inn í Mýri sem kallað var, þá var komið við hjá Fríðu. Þar var líf og fjör í húsinu – strákarnir henn- ar á svipuðu reki og ég – svo ég varð oft eftir part úr degi að leik við frændur mína. Fríða var dugnaðarforkur til allra verka og stjórnaði öllu heim- ilishaldi innan dyra af röggsemi og útsjónarsemi – mig minnir að ég hafi kannski ekki gert mikið gagn þar inni, það var heldur ekki til þess ætlast – en ég snuddaðist í sendiferðir eða handlangaði þvott úr vindu eða á snúru. Það var gaman að fylgjast með frænku minni í þvottastússinu í kjallaran- um, dampinn lagði upp úr suðu- pottinum, í gegnum gufuna grillti ég í hana þar sem hún snaraði flík- unum milli bala og vindu og hljóp svo léttfætt upp brattan stigann í eldamennsku og bakstur þess á milli. Hún frænka mín var alla tíð heimakær, langferðalög voru henni ekki að skapi, en hún fylgdist vel með viðburðum innanlands sem ut- an. Það var henni nóg að lesa um þá og hlusta eftir þeim í gegnum útvarp og sjónvarp. Hún reyndist fólkinu sínu vel, ungu sem öldnu, ekki síst foreldr- um sínum og móðursystrum í þeirra veikindum við ævilok. Hún var elst þriggja systra og var ávallt hlýtt samband þeirra á milli þó í fjarlægð væri. Það var nota- legt að sitja með þeim systrum þegar þær hittust þrjár saman í hinsta sinn, dagstund í ágúst sl. á heimili Fríðu – að horfa og hlusta á þær og skynja þessa umhyggju og hlýju sem stafaði frá þeim hverri til annarrar. Grunnt var á glettninni í augum Fríðu þrátt fyr- ir erfið veikindi sem þjökuðu hana en nú höfðu orðið hlutverkaskipti á heimilinu, Guðmundur maður hennar annaðist nú alfarið um heimilið, eldhús, þvotta og þrif, og ekki síst hana frænku mína. Það var hennar lán í veikindunum hversu vel hann var á sig kominn, og gerði henni kleift að vera heima sem lengst. Í minningunni um Fríðu birtist mér kona sem gustaði oft af, réttsýn og heil, gat stundum verið dulítið þver, það var ekki langsótt, en bráðfyndin og skemmtileg, hlý og næm ef eitt- hvað var að, hafði yndi af tónlist, söng og trallaði þegar svo bar und- ir. Við endurfundina við fólkið sitt hinum megin er sem ég sjái hana fyrir mér, keika og lausa úr fjötr- um sjúkleika, koma stormandi til þeirra á sinn snaggaralega háttt og segja: „Jæja, þá er ég komin.“ Minningin um Fríðu er björt og fögur. Ég sendi Guðmundi, sonum þeirra og fjölskyldum, sem og systrum hennar samúðarkveðjur. Farðu sæl, frænka mín, inn í feg- urð himins, Þóra Grétarsdóttir. Einhverju sinni var verið að taka upp kartöflur heima í sveit- inni. Aldrei þessu vant hafði ég enst óvenju lengi í kartöflugarð- inum og var orðið ansi kalt á tán- um þegar ég kom inn í drekkutím- ann til ömmu. Amma lét mig setjast á stól, klæddi mig úr ull- arsokkunum og tók utan um tás- unar á mér með höndunum þar til mér var orðið svo dásamlega hlýtt. Ég veit ekki af hverju þetta til- tekna atvik situr svona sterkt í mér. Kannski vegna þess að ég man að ég hugsaði með mér hvað ég væri verulega heppin að eiga svona góða ömmu. Amma fékk allt- af stjörnur í augun þegar hún minntist bíóferðanna sem hún og Jórunn vinkona hennar stunduðu af miklum móð þegar fyrstu bíó- sýningarnar fóru fram á Skagan- um. Þar voru stjörnur á borð við Gregory Peck og Ava Gardner í sviðsljósinu og yfirleitt komu þær stöllur hágrátandi út úr Báruhús- inu yfir dramatískum endalokum kvikmyndanna enda átti amma auðvelt með að setja sig í spor annarra, hvort sem var á hvíta tjaldinu eða í hversdagsleikanum. Þó svo að peningar væru af skorn- um skammti í Tryggvaskála eins og annars staðar gaf pabbi hennar henni alltaf aura fyrir bíóferðum. Einhverju sinni hafði hann það þó á orði í gríni að það væri ekki nógu gott að hún kæmi alltaf grátandi heim úr bíóinu, myndirnar væru greinilega ekkert sérlega skemmti- legar. Amma kallaði mig yfirleitt angastýrið sitt og oft aumingja stelluna hennar ömmu sinnar, en bætti því alltaf við að ég væri eng- inn aumingi, hún tæki bara svona til orða. Ég á eftir að sakna henn- ar á svo margan hátt. Kannski hljómar það kjánalega en ég á eftir að sakna þess að heyra hvernig hún ræskti sig. Það var eitthvað svo sérstakt og það gerir það eng- Málfríður Sigurðardóttir ✝ Bróðir okkar og vinur, INGVI MÁR GEIRHARÐSSON, Erluási 68, Hafnarfirði, sem lést þriðjudaginn 27. febrúar verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu mánudaginn 12. mars kl. 13.00. Systkini hins látna. Íbúar og starfsfólk Erluási 68. ✝ Móðir okkar, INGUNN EINARSDÓTTIR húsfreyja á Aðalbóli í Hrafnkelsdal, lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 7. mars. Útförin auglýst síðar. Börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.