Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 37
inn eins og hún gerði það. Þegar amma hló fór maður sjálfur ósjálf- rátt að hlæja líka. Amma hló líka svo innilega og oft brosti hún svo breitt að augun á henni lokuðust liggur við og hún setti höndina fyr- ir munninn og hló af hjartans lyst. Og stundum hló hún svo mikið að hún varð að taka niður gleraugun til að þurrka tárin sem runnu í stríðum straumum niður brosmild- ar kinnarnar. Þegar einhver sem stendur manni afar nærri hverfur á braut til betri heims hellast margs konar tilfinningar yfir okk- ur. Þegar ég hugsa um ömmu er söknuður og þakklæti mér efst í huga. Söknuður eftir elskulegri ömmu minni sem var mér svo kær og ég á ekki eftir að sjá aftur fyrr en við hittumst hinum megin. Þakklæti fyrir að hafa verið svo lánsöm að eiga svona góða, hlýja, og dásamlega ömmu sem kenndi mér svo margt, þakklæti fyrir að hafa fengið að eiga hana svona lengi að. Amma mín lagði alltaf mikið upp úr því að kveðja fólk vel og innilega þegar hún fór. Þegar hún var búin að kveðja alla með kossi og þakka fyrir sig í bak og fyrir, endaði hún yfirleitt á því að segja: „já, og veriði bless!" Nú er komið að hinstu kveðjustund og þá vil ég þakka þér, elsku amma mín, fyrir allt og allt. Ég kvaddi þig með kossi og sagði þér og segi enn hvað mér þykir að eilífu óskaplega vænt um þig. Vertu bless. Þín Sólveig. Mig langar til þess að minnast hennar Fríðu ömmu minnar í örfá- um orðum. Við amma vorum ekki tengdar blóðböndum en hún er engu að síður eina amman sem ég hef þekkt og man eftir. Ég var þriggja ára þegar við hittumst fyrst, þegar ég og mamma komum á Skagann með pabba. Frá þeirri stundu tók amma mér sem sinni eigin og gerði allt sem hún gat til að láta mér líða vel í þessu nýja umhverfi. Mér fannst alltaf eins og amma væri verndarinn minn og ég gat alltaf leitað til hennar ef eitt- hvað var að. Allt sem amma sagði var satt og rétt og ég man eftir að hafa oft sagt við mömmu „en amma segir að það sé svona“ og þá þurfti ekki að ræða það neitt frek- ar. Allt frá því að ég kom á Still- holtið í fyrsta skiptið og þangað til að ég var komin vel yfir tvítugt var ég meira og minna með annan fót- inn hjá ömmu og afa . Þegar ég byrjaði í Fjölbrautaskóla Vestur- lands fór ég á heimavistina en var þar bara rétt yfir blánóttina fyrstu mánuðina. Allt var svo nýtt og stórt fyrir sveitastelpuna þannig að mér fannst bara öruggast að vera hjá ömmu frá því að ég var búin í skólanum á daginn og langt fram á kvöld. Kannski var ég svona óvenjuleg, eða kannski segir það meira hvað samband okkar ömmu var gott að sextán ára ung- lingsstelpa vildi frekar spjalla við ömmu sína öll kvöld en vera í fjör- inu á heimavistinni. Eftir því sem leið á skólagönguna hjá mér varð ég nú sjálfstæðari og amma sat ekki uppi með mig öll kvöld, en ég kom alltaf til hennar í kvöldmat og eftir matinn tókum við kannski í spil eða amma spáði í bolla fyrir mér. Þar sá hún iðulega einhverja draumaprinsa handan við hornið og trúlofunarhring í botninum á bollanum. Ég er svo glöð að amma náði að kynnast Nökkva, syni mín- um, því að ég veit að hann veitti henni mikla gleði. Það var svo gaman að sjá þegar hún sat með hann, hvað hún var ánægð og lifn- aði öll við. Hún spurði um hann á hverjum degi og hafði mikinn áhuga á hvernig honum farnaðist. Ég er ömmu Fríðu svo þakklát fyrir allt sem hún kenndi mér og fyrir að hafa að miklu leyti gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem manni þykir svo vænt um en ég veit að amma er á góðum stað núna og vakir yfir okk- ur. Hvíldu í friði. Þín, Ína Dóra MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 37 ✝ Svanhvít Stef-ánsdóttir fædd- ist 27. júlí 1954, í Reykjavík. Hún lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 28. febrúar 2007. Foreldrar hennar voru hjónin Stefán Sigurjónsson, pípulagninga- maður, fæddur 8. júlí 1931, dáinn 23. september 1991 og Erna Smith, kaup- kona, fædd 4. mars 1937. Svanhvít var einkabarn þeirra hjóna. Svanhvít giftist 3. september 1996 Þór Tómasi Bjarnasyni, sjómanni og pípu- lagningamanni, fæddur 18. júlí 1949. Foreldrar hans voru Bjarni G. Tómasson, bifvélavirki, fæddur 22. desember 1922, dáinn 27. júlí 2000 og Ásta Gunnhild Söberg, húsmóðir, fædd 30. nóvember 1930, dáin 4. júlí 1996. Dóttir Svanhvítar er Erna Stef- anía Gunnarsdóttir, fædd 11. des- ember 1971, maki hennar er Björgvin Hansson, fæddur 19. desem- ber 1973 og eiga þau eina dóttur saman, Stefaníu Ósk, fædd 27. júní 2002. Dóttir Ernu Stefaníu er Thelma Rós, fædd 15. októ- ber 1993. Synir Björgvins eru Jón Gísli fæddur 5. maí 1993 og Anton fæddur 16. mars 1995. Svanhvít var fædd og uppalin á Eiríksgötu 11 og flutti þaðan 1987 á Eiríksgötu 25. Svanhvít starfaði í mjólkur- og matvörubúðinni á Njálsgötu með móður sinni í nokkur ár en mest alla ævi var hún í störfum tengd- um matseld. Svanhvít og Tómas bjuggu á Snorrabraut 75 og Svan- hvít vann í Austurbæjarskóla þeg- ar hún lést. Útför Svanhvítar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 15. Nú er mín einkadóttir búin að fá hvíldina eftir stutt en erfið veikindi. Við vorum óskaplega samrýmdar mæðgur. Hún bjó hjá okkur foreldr- um sínum þangað til fyrir 20 árum að hún flytur nokkrum húsum fyrir neð- an okkur með sína einkadóttur þá orðna 15 ára. Hún giftist fyrir 12 ár- um þeim besta tengdasyni sem hægt er að fá. Ég á eftir að sakna símtala okkar því við töluðum saman á hverj- um degi. Nú hefur pabbi hennar tek- ið á móti henni því hann varð bráð- kvaddur fyrir 15 árum, þá nýorðinn sextugur. Ég bið Guð að varðveita tengdason minn og fjölskylduna. Sérstakar þakkir fá Hannes Hjartarson, Þórarinn Sveinsson og starfsfólk á Krabbameinsdeild Landspítalans 11E fyrir einstaka umönnun og hlýju í hennar garð. Guð geymi þig. Þín mamma, Erna Smith. Elsku mamma, það er sárt að kveðja þig. Við áttum eftir að gera svo margt. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Ég vil þakka þér kærlega fyrir góða um- mönnun og einstaka hlýju í minn garð. Það var svo gott að koma í heimsókn til þín, því þú áttir alltaf svo gott að borða. Veislurnar þínar voru alveg frábærar og eigum við eftir að sakna þeirra mjög mikið. En þú varst ekki bara góð mamma held- ur líka frábær amma, alltaf tilbúin að passa barnabörnin og gefa þeim eitt- hvað fallegt. Við munum hugsa um góðar minningar frá ferðalögum okkar saman. Í mínum huga ert þú búin að vera svaka hetja í þessum veikindum þínum. Ég vona að þér líði vel núna og þú vakir yfir okkur og fylgist með þegar barnabörnin þín ganga upp að altarinu og játa trú sína. Hafðu ekki áhyggjur af Tomma og mömmu þinni, ég gæti þeirra vel fyrir þig. Elsku mamma, far þú í friði. Ég elska þig. Þín dóttir, Erna Stefanía Kæra tengdamamma. Nú hefurðu fengið hvíldina eftir erfið veikindi. Þau voru frábær þessi átta ár sem við áttum saman tengd fjölskylduböndum gegnum einka- dóttur þína hana Ernu Stefaníu. Erfitt verður að fylla það skarð sem myndast hefur við fráfall þitt, sérstaklega hvað veisluhöld og mat- seld varðar. Man ég eftir mörgum flottum matarboðum og afmælum. Þú framreiddir allt á þinn einstaka máta, mikið úrval og gæði. Oft þegar við vorum stödd á Snorrabrautinni við eldhúsborðið hjá þér með krakk- ana okkar í mat var ég að velta fyrir mér hvenær allir hinir kæmu í mat. Margar skemmtilegar sögur hafa rifjast upp fyrir mér eftir að þú kvaddir þetta líf. Skemmtilegar minningar eru besta arfleifð sem hægt er að skilja eftir sig. Barnabörnunum þínum finnst allt- af jafn gaman að heyra sögurnar af þér, t.d. þegar þú smurðir snittur í útilegu. Þau eiga minningar um hvað þeim fannst gaman að sprengja inni- bombur á Snorrabrautinni um ára- mót sem við eyddum ávallt saman hjá ykkur. Hvíl í friði, mín kæra tengdamóðir. Þinn uppáhaldstengdasonur, Björgvin Hansson. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur. Við sökn- um þín mikið því þú varst svo góð amma, en við huggum okkur við það að þér líður betur núna, við vitum líka að pabbi þinn tók vel á móti þér. Við munum minnast hinna góðu smá- kakna þinna sem þú bakaðir fyrir jól- in. Við lofum þér að passa vel upp á afa sem er aleinn á Snorrabraut. Amma, hvíl í friði, við elskum þig. Thelma Rós, Stefanía Ósk, Jón Gísli og Anton. Elskuleg vinkona mín er látin langt um aldur fram. Við kynntumst 7 ára gamlar og höfum átt samleið allar götur síðan. Aldrei bar skugga á okkar vináttu. Digga var einstaklega myndarleg húsmóðir, heimilið alltaf til fyrirmyndar. Allt er varðar mat- seld og bakstur lék í höndum hennar og eru þær ófáar veislurnar sem fjöl- skylda og vinir hafa fengið að njóta í gegnum árin. Ekki ætla ég að fara nánar út í hennar lífshlaup en það var ekki alltaf auðvelt. Vil ég þakka henni fyrir samfylgdina í gegnum líf- ið. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldunnar. Jóhanna Guðjónsdóttir (Didda). Í dag þegar ég minnist góðrar vin- konu minnar og samstarfskonu er söknuðurinn mikill. Ég kynntist Diggu, eins og hún var kölluð af fjöl- skyldu og vinum, fyrir ca. 30 árum er ég aðstoðaði móðir hennar við versl- un sem hún rak. Digga var ákaflega kát og mikill húmoristi og gaman að vera í kringum hana. Síðast liðin sex ár höfum við svo unnið saman í mötu- neyti Austurbæjarskóla. Það var mjög gott að vinna með Diggu, hún var einstaklega útsjónarsöm og myndarleg til verka og þó svo að er- illinn væri mikill og aðstæðurnar erf- iðar kom alltaf sama svarið hjá Diggu, „Við reddum þessu, þetta er ekkert mál.“ Ef eitthvað var fram- undan hjá mér, ferming eða afmæli, var hún fyrst til að segja „Hvað get ég gert fyrir þig.“ Digga greindist með krabbamein síðastliðið sumar eftir að skóla lauk. Við Mezí (samstarfstúlka okkar) báðum fyrir henni og að hún kæmi með sitt hressa andrúmsloft en Guð hefur tekið hana í sínar hendur. Elsku Tommi, Erna, Erna Stefanía og fjölskylda, söknuður ykkar er mikill. Ég bið Guð að vera með ykkur og kveð Diggu með ljóði Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Brautarholti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Ása Guðjónsdóttir. Nú þegar sól hækkar á lofti og við flest öll hlökkum til að taka á móti vori og sumri skellur myrkrið á aftur á ný af miklum þunga. Vinkona mín er látin langt fyrir aldur fram, eftir harða baráttu við vágestinn krabbameinið. Höggið var þungt, en við sem þekktum hana sáum hvert stefndi þó að maður hafi haldið í vonina fram á síðustu stundu. Svandís eða Digga eins og hún var alltaf kölluð var mér einstök sem trygg vinkona eins og kom berlega í ljós þegar ég missti bróður minn árið 2001. Veislurnar hennar voru einstakar og þurfti hún ekki að fara í kennslu- stundir til að læra að útbúa þær held- ur hafði hún móður sína sem fyrir- mynd en veislur þeirra voru alltaf mjög glæsilegar og fór ég ekki var- hluta af þeim, því alltaf gat ég leitað til þeirra ef mig vantaði aðstoð. Digga var gæfumanneskja í einka- lífinu, eignaðist góða dóttur, tengda- son og barnabörn og síðast en ekki síst hann Tomma, þann einstaka mann. Þau voru samhent í því að eignast yndislegt heimili þar sem hún undi sér best. Alltaf var jafn gott að koma á Snorrabrautina til þeirra, hvort sem ég kom ein eða hafði barnabörnin mín með, meira að segja yngsta barnið fór eitt í heimsókn til Diggu og Tomma til að leika við þau. Kannski var það nammið hans Tomma eða dúkkurnar sem var að- dráttaraflið en þannig var það bara, allir voru alltaf velkomnir þangað. Eftir að Digga flutti í nágrennið, eldhúsgluggarnir snúa á móti hvor öðrum, vissum við alltaf hvenær var óhætt að hringja en það var einskon- ar þegjandi samkomulag okkar á milli að hringja annan hvorn daginn þó svo að ekki væri mikið sagt annað en pass. Hún var svo jákvæð og tal- aði aldrei neikvætt um neinn af sam- ferðarfólkinu sínu. Nú er þessi tími liðinn og kemur ekki aftur en minningarnar lifa hjá mér og verða alltaf kærar Um leið og ég bið algóðan Guð að geyma þig og varðveita, elsku vin- kona, votta ég Tomma, Ernu, Ernu Stefaníu og fjölskyldu okkar innileg- ustu samúð. Málfríður Haraldsdóttir. Svanhvít Stefánsdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU JÓNÍNU ADOLFSDÓTTUR, dvalarheimilinu Dalbæ, Dalvík, áður Munkaþverárstræti 29, Akureyri. Guð geymi ykkur öll. Friðrik Adolf Stefánsson, Stefán Már Stefánsson, Ása Sverrisdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samhug sinn, tryggð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR PÁLSDÓTTUR, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Bakkahlíð og Skógarhlíð fyrir hlýju og afar góða umönnun. Ingvar Þóroddsson, Guðrún Baldursdóttir, Þóra Ingibjörg Þóroddsdóttir, Martin Næs, Hólmfríður Þóroddsdóttir, Darri Mikaelsson og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SNJÓLAUG ELÍN HERMANNSDÓTTIR, varð bráðkvödd á heimili sínu á La Marina, Spáni, laugardaginn 3. mars. Útförin verður auglýst síðar. Halldór Guðni Pálmarsson, Logi Hermann Halldórsson, Þórhanna Þórðardóttir, Jóhann Halldórsson, Karen Christina Halldórsson, Halldór Pálmar Halldórsson, Helga Guðrún Bjarnadóttir, Herdís Halldórsdóttir, Ingvar Georg Georgsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.