Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 45 menning Hvað segirðu gott? Allt fínt. Hverra manna ertu? Móðir mín hét Jóna Guðrún Finn- bogadóttir og faðir minn hét Jens Sófus Kjeld. Hefurðu komið á Bíldudal? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Þresti Leó Gunnarssyni.) Já, sumarið 2005, fór í gönguferð á Vestfjörðum og kom þá við á Bíldu- dal. Kanntu þjóðsönginn? Já, alveg reiprennandi. Uppáhaldsmaturinn? Lambalæri og saltfiskur með hamsatólg. Bragðbesti skyndibitinn? Fæ mér svo sjaldan skyndibita, þá helst pylsu með öllu nema steiktum. Hvaða bók lastu síðast? Á náttborðinu er nýja bókin hennar Auðar Jónsdóttur, Tryggðarpantur. Svo er ég að lesa Óliver Tvist fyrir dóttursoninn. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég sá frumsýninguna á Killer Joe, mjög flott verk. En kvikmynd? Kvikmyndina með þeim Judi Dench og Cate Blanchett, Notes on a Scandal. Hún Judi er alltaf svo æð- isleg. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Ég er nú bara að hlusta á ástarlögin úr söngleiknum Ást sem við erum að fara að frumsýna næsta laug- ardag. Það á hug minn allan þessa stundina. Uppáhaldsútvarpsstöðin? Mér finnst RÚV alltaf best. Besti sjónvarpsþátturinn? Enginn uppáhalds, aðallega fréttir og Kastljós, og svo Spaugstofan svona þegar ég hef tíma. Hvað uppgötvaðir þú síðast? Ég er alltaf að uppgötva eitthvað. Helstu kostir þínir? Aðrir verða að dæma um það. En gallar? Það verða líka aðrir að dæma um. Ingvar E. Sigurðsson og Gísli Örn Garðarsson bjóða þér báðir á stefnumót. Hvorn velur þú? Nú ég myndi reyna að redda því þannig að ég gæti farið með þeim báðum. Þú ferð á grímuball sem… Drottning, Ertu með bloggsíðu? Nei. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Hefur þú gengið um Vestfirðina? Drottning á grímuballi Kristbjörg Kjeld hefur um árabil verið ein af okkar ástsælustu leik- konum. Um þessar mundir leikur hún eitt aðalhlutverkið í nýjasta verki Vesturports, und- ir leikstjórn Gísla Arn- ar Garðarssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikkonan Kristbjörgu Kjeld finnst skyndibitamatur ekki vera matur, nema þá helst pylsa með öllu nema steiktum sem hún fær sér stundum. Íslenskur aðall | Kristbjörg Kjeld ÞEGAR ég fór á tónleika Joe Cocker í Laugardalshöll haustið 2005 hafði ég aldrei séð jafnmikið af jeppum fyrir utan Höllina. Kannski var það sú staðreynd að Stranglers voru að fara að spila, en mér fannst eins og ég hefði aldrei séð jafnmikið af svart- klæddu fólki samankomið á einum stað og í fyrradag, á þriðju tón- leikum þessara pönkgoðsagna hér á landi. Svona er stundum hægt að greina tónlistarlega kjörhópa, og voru tón- leikagestir flestir karlmenn sem voru að komast á miðjan aldur, menn sem „voru þarna“ á sínum tíma. Þá var reytingur af yngra áhugafólki og í sumum tilfellum sá ég að börn- unum, nú komnum um og yfir tví- tugt, var kippt með. Fræbbblarnir hófu leik og var gamalt og nýtt efni leikið í bland. Nokkur glæný lög fengu meira að segja að hljóma, lög sem ekki hafa enn ratað á plast. Fræbbblarnir voru í góðum og afslöppuðum gír og þegar klárað var með ofurslögurunum „Hippar“ og „Æskuminning“ var tekið að hitna nokkuð í salnum. Eftir lítið forspil komu Stranglers á svið og hentust í „Five Minutes“, en myndband við það lag var leikið linnulítið í Sjónvarpinu í aðdraganda fyrstu tónleika þeirra hérlendis 1978. Því næst var það hið stórkost- lega „(Get a) Grip (on Yourself)“ og strax á eftir kom „Spectre of Love“ af nýjustu plötunni Suite XVI. Mað- ur hífði plötuna sem kom út þar á undan, Norfolk Coast (2004), kannski fullmikið upp í ljósi þess að loks var komin ný Stranglers-plata en nýja platan má eiga það skuld- laust að þar fer hið besta verk, orku- ríkur og margslunginn pakki sem er sveitinni til sóma. Alls fengu fimm lög af plötunni að hljóma um kvöldið og stóðu þau öll undir sér á tón- leikum og vel það. Því er þó ekki að neita að þegar maður heyrir þessi þekktustu lög Stranglers fær maður hálfpartinn gæsahúð, eins mikil snilld og þau mörg eru nú. „Nice N’ Sleazy“ er gott dæmi um það, og þar sýndi leiðtogi sveitarinnar í dag, JJ Burnell, magnaða takta á bassanum. Tónleikarnir náðu svo eiginlegum hápunkti með dáleiðandi snilld- arverkunum „Always the Sun“ og „Golden Brown“. Stranglers er nú orðið fjögurra manna band – og miklu betra band fyrir vikið. Ég skil ekki alveg nú af hverju það var verið að púkka svona mikið upp á þennan söngvara, Paul Roberts, sem hætti á síðasta ári. Baz Warne gítarleikari kemur þannig sérstaklega sterkur inn, hann er líf- legur og kátur á sviði, hörkugít- arleikari, og landar söngnum vel. Burnell hljómar hins vegar meira eins og fylliraftur þegar hann syng- ur. Sveitin var alltént þétt og flott á sviði. Á tónleikunum mátti sjá að Jet Black, trymbill Stranglers, var fjarri góðu gamni en hann dvelur nú hel- sjúkur á spítala. Rótarinn hans hljóp í skarðið, 22 ára kauði, og leysti hann verkefnið vel af hendi. Burnell bað fólk um að hugsa hlýlega til Blacks og sagði að áratuga rokk og ról- líferni væri farið að taka sinn toll af honum og upplýsti að á sínum tíma hefðu hann og aðrir Stranglers- meðlimir uppnefnt hann „suguna“ („the hoover“). Stuttu síðar þurfti Burnell svo endilega að bregða á leik á íslensku og sagði við áhorfendur „mig langar að r**a konunni þinni“ (sem hljómaði samt eins og að hann langaði til að r**a kennaranum þín- um. Á Rás 2 fyrr um daginn lýsti hann því yfir að honum langaði til að r**a mömmu minni). Stranglers voru klappaðir tvisvar upp og luku leik með „Hanging Aro- und“ og „No More Heroes“ og var Burnell þá kominn úr að ofan. En það var ekki það að stemningin hefði verið svo brjáluð að þess þyrfti eitt- hvað. Stemningin í salnum var nefnilega furðudauf. Áhorfendur áttu erfitt með að sleppa sér, það var meira eins og fólk væri mætt á Stranglers- ráðstefnu en tónleika, fyrir utan tíu hörðustu hundana sem voru fremstir og sungu hvert einasta lag frá upp- hafi til enda . Það er eins og Íslend- ingar þurfi föstudags- eða laug- ardagskvöld til að geta sleppt sér almennilega og sýnt hið marg- umrædda víkingaeðli. Á milli þess eru þeir freðnir. Næst þyrfti eig- inlega að bóka Stranglers inn á Sirk- us á föstudagskvöldi, andinn á NASA var a.m.k. full bókasafnslegur fyrir minn smekk og við erum nú einu sinni að tala um pönktónleika. Þetta gap olli því að Stranglers trukkuðu í gegnum þetta meira af fagmennsku en ástríðu undir lok kvöldsins, skiljanlega þar sem fólk tók í raun aldrei almennilega við sér. Stranglers stóðu þannig sína plikt sem skilaði sér í fínum tónleikum, en hvorki meira né minna. Svartagull Morgunblaðið/Ómar Ber „Stranglers voru klappaðir tvisvar upp og luku leik með „Hanging Around“ og „No More Heroes“ og var Bur- nell þá kominn úr að ofan. En það var ekki það að stemningin hefði verið svo brjáluð að þess þyrfti eitthvað.“ TÓNLIST NASA Tónleikar bresku pönkrokksveitarinnar The Stranglers. Fræbbblarnir hituðu upp. Þriðjudagskvöldið 6. mars. The Stranglers Arnar Eggert Thoroddsen Allra síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábær tilboð á vikuferð til Kúbu 18. mars. Bjóðum gistingu á nokkrum af hinum vinsælu gististöðu okkar á hinni einstöku Varaderoströnd eða í Havana. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði á frábæru verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Kúba 18. mars frá kr. 63.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 63.990 Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli á Villa Tortuga á Varadero með morgun- verði í 7 nætur. Verð kr. 77.490 Havana í4 nætur & Varadero í3 nætur Netverð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði á Hotel Occidental Miramar í Havana í 4 nætur á Hotel Arenas Doradas á Varadero í 3 nætur Frábært tilboð á vikuferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.