Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 24
|föstudagur|9. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Nýir matreiðsluþættir hófu göngu sína á mbl.is í gær. Við birtum uppskriftir að þeim rétt- um sem þar voru eldaðir. » 26 netið Með því að grilla pítsuna, nota ferska tómatsósu og mozz- arella fæst karakter sem minnir á eldbakaða pítsu frá Ítalíu » 26 pítsa Reykjavík er viðkomustaður þessa helgina í spennandi og frumlegu sælkeraævintýri í Norður-Evrópu. » 27 matur Mér finnst rosalega gam-an að vinna með fólkiog það hefur verið al-veg frábær reynsla að taka þátt í þessu sjálfboðastarfi,“ segir Jón Ingi Bergsteinsson, einn þeirra nemenda í Mennta- skólanum í Kópavogi sem eru í áfanga í skólanum um sjálfboðið Rauðakrossstarf. Áfangi þessi er boðinn í samstarfi við Kópavogs- deild Rauða kross Íslands. Krakk- arnir sem eru í þessum áfanga fá að kynnast hinum ýmsu hliðum á sjálfboðastarfi. Þau vinna í einn til tvo tíma á viku, til dæmis starfa þau með ungum innflytjendum, aðstoða aldraða og langveik börn og veita stuðning við geðfatlaða í Dvöl. Ástfanginn af Danmörku „Ég valdi mér meðal annars verkefni sem kallast Eldhugar, sem felur í sér að vinna ýmis fé- lagsstörf með unglingum, og það hefur verið rosalega gaman. Ég hef líka farið á elliheimili þar sem ég hef spilað á gítarinn minn og sungið fyrir fólk sem er með Alz- heimer-sjúkdóminn. Mér finnst mjög gefandi að geta skemmt fólki og hjálpað þeim sem eiga erfitt. Og það er ekki síður gaman að vinna skemmtileg verkefni með unglingum, það er mjög skapandi. Svona sjálfboðastarf er ekki að- eins áhugavert heldur líka gott á ferilskrána mína, því ég er búinn að sækja um í læknisfræði í há- skóla í Danmörku. Ég er ástfang- inn af Danmörku og er að fara þangað núna í lok mars í þriðja sinn. Mér finnst fólkið þar frábært og menningin skemmtileg. Kaup- mannahöfn er æðisleg borg,“ segir Jón Ingi, sem útskrifast úr MK núna í vor. Jón Ingi segir að krakkarnir sem taka þátt í sjálfboðaliðaáfang- anum séu um tíu talsins. Loka- verkefni þeirra felst í því að nem- endur undirbúa og halda fata- og nytjamarkað Rauða krossins núna um helgina. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Dvalar, athvarfs fyrir geðfatlaða í Kópavogi. Hægt að gera góð kaup og styrkja gott málefni í leiðinni „Við fáum flest þessi föt úr gámum Rauða krossins í Sorpu, þar sem fólk getur farið með föt sem það vill losa sig við af ein- hverjum ástæðum. Í flokk- unarstöðinni í Hafnarfirðinum eru sjálfboðaliðar sem sjá um að flokka fötin og ákveða hvaða föt fara á markaðinn hjá okkur, hvað fer í búðina á Laugaveginum og hvað fer til útlanda. Svo hefur fólk líka gefið okkur föt og hluti til að selja á markaðinum. Þetta verður allt til sölu á vægu verði, á 100 til 1500 krónur, og við vonumst nátt- úrlega til að sjá sem flesta á markaðnum þar sem hægt er að gera góð kaup og styrkja um leið gott málefni.“ Hefur æft karate frá fimm ára aldri Jón Ingi er þó nokkuð upptek- inn maður, því auk þess að vera í fullu námi á lokaárinu sínu í Menntaskólanum í Kópavogi æfir hann og þjálfar karate, vinnur með skólanum sem sendibílstjóri og auk þess keyrir hann út Mogg- ann og Blaðið. En um helgar í frí- tíma sínum finnst honum gaman að vera með félögum sínum. „Mér finnst mjög gaman að skemmta mér með vinum mínum og kíkja í bæinn. Ég reyni líka að sinna kærustunni og eyða ein- hverjum tíma með henni. En um helgar er ég líka að þjálfa karate og keppa, auk þess sem ég þarf að sinna vinnunni, þannig að það er ekki mikill tími aflögu. Ég reyni að sofa út á laugardagsmorgnum,“ segir Jón Ingi sem hefur æft kar- ate síðan hann var fimm ára og hefur hug á að halda því áfram úti í Danmörku með læknanáminu. Jón Ingi er fjölhæfur ungur maður og eitt af mörgum áhuga- málum hans er tónlist. Hann er sjálfmenntaður á gítar, rétt eins og Eric Clapton. „Ég er alltaf að semja eitthvað og spila og syng fyrir sjálfan mig en ég hef komið við í tveimur eða þremur minni hljómsveitum. Ég tek auðvitað gítarinn með mér þeg- ar ég fer í námið til Danmerkur, það er engin spurning.“ Fatamarkaðskrakkar Krakkarnir hafa haft gaman af því að undirbúa markaðinn sem verður haldinn nú um helgina. Bíómynd: Schindler’s List, sterk og áhrifarík mynd. Kaffihús: Sólon, alltaf gott að koma þangað. Tónlist: John Mayer, mjög fjölhæfur. Skyndibiti: Subway-samloka með hollu áleggi. Útland: Danmörk, frábær í alla staði. Jón Ingi mælir meðNemendum MK stendur til boða áfangi í sjálfboða- starfi. Kristín Heiða Kristinsdóttir ræddi við músíkalskan strák sem er í þessum áfanga en hann ætlar að taka gít- arinn sinn með sér þegar hann fer í læknanám til Danmerkur í haust. „Ég hef líka farið á elliheimili þar sem ég hef spilað á gítarinn minn og sungið fyrir fólk sem er með Alzheimer-sjúkdóminn.“ Fata- og nytjamarkaðurinn verður í Sjálfboðamiðstöðinni í Hamra- borg 11 í Kópavogi laugardaginn 10. mars og sunnudaginn 11. mars kl. 11–16. Gítarinn með til Danmerkur Jón Ingi fer ekki langt án gít- arsins en hann er sjálfmenntaður í gít- arleik, rétt eins og Eric Clapton. Bæði gefandi og skemmtilegt að hjálpa öðrum sem eiga erfitt Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.