Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 16
„KÖTTURINN“ svokallaði kom tölu- vert við sögu í vitnaleiðslum yfir Sig- urði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings, og Hreiðari Má Sigurðs- syni, forstjóra bankans, í gær. Kött- urinn er krafa Baugs á hendur bank- anum, tilkomin vegna þess að stjórnendur félagsins töldu sig eiga inni söluþóknun þar sem þeir seldu hlutabréf í Baugi sjálfir. Sigurður og Hreiðar könnuðust báðir við kröfuna og töldu hana hafa verið gerða upp í gegnum önnur viðskipti við Baug. Söluþóknunin er ákæruefni tólfta liðar í endurákærunni og eru Jón Ás- geir og Tryggvi Jónsson báðir ákærð- ir fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Er þeim gefið að sök að hafa látið rang- færa bókhald Baugs þegar Tryggvi lét færa til eignar á viðskiptamanna- reikning Kaupþings og til tekna hjá Baugi rúmar þrettán milljónir króna, en engin gögn lágu að baki færslunni. Báðir hafa þeir haldið fram fyrir dómi að um væri að ræða söluþóknun vegna sölu á hlutabréfum fyrir milli- göngu félagsins. Jóhannes Jónsson sá um viðskiptin og voru hlutabréfin seld til hins norska Odd Reitan. Settur saksóknari, Sigurður Magn- ús Tómasson, spurði Sigurð m.a. hvort hann vissi til þess að þóknunin hefði verið greidd og sagðist Sigurður muna til þess að Baugur hefði farið fram á greiðslu. „Ég man eftir því að þeir töldu sig eiga rétt á þóknun, en man ekki hvernig það var afgreitt,“ sagði Sigurður og þótti líklegast að þóknunin hefði verið gerð upp í öðr- um viðskiptum. Sigurður mundi ekki hversu há upphæðin var, hvort um hefði verið að ræða prósentutölu eða ákveðinn hluta né í hvaða viðskiptum þóknunin kunni að hafa verið gerð upp og benti á að viðskipti við Baug voru afar umfangs- mikil á þessum tíma. Var hann þá spurður hvort við- skiptin væru ekki bókfærð sjálfstætt í bókhaldi, neitaði Sigurður því og einnig að það kæmi fram að verið væri að ganga frá eldri viðskiptum. Saksóknari spurði einnig út í hvort Sigurður hefði komið á skemmtibát- inn Thee Viking og játti hann því. Sagðist Sigurður hafa komið þrisvar sinnum um borð í bátinn og hefði það í öll skiptin verið með Hreiðari Má, ásamt fleirum. Var hann þá spurður í boði hvers bátsferðirnar hefðu verið og sagðist Sigurður ekki halda að neinn hefði boðið um borð. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs, spurði Sigurð út í stofnun Baugs og sagðist hann hafa tekið þátt í þeirri framkvæmd. Bar Gestur und- ir hann stofnsamning og ráðningar- samninga sem Sigurður undirritaði og kannaðist við það. Spurði Gestur þá hvort eitthvað óeðlilegt væri við samningana og sagði Sigurður að svo væri ekki, ef svo hefði verið væri nafn hans ekki á samningunum. Sett fram í viðræðum Hreiðar Már var einnig spurður út í kröfu Baugs á hendur Kaupþingi og sagðist hann muna eftir viðræðum við forsvarsmenn félagsins vegna þess, aðallega Jón Ásgeir en einnig Tryggva. Hreiðar sagði kröfuna ekki hafa verið setta fram með reikningi heldur í viðræðum. Hann sagði Baug hafa haft eitthvað til síns máls en krafan ekki verið skjalfest, fremur gerð upp í öðrum viðskiptum. Ríkislögreglustjóri sendi fyrir- spurn til Kaupþings vegna kröfunnar og var henni svarað af Helga Sigurðs- syni og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, starfsmönnum bankans. Meðal þess sem kom fram í svarinu var að kostn- aðurinn hefði ekki sést í bókahaldinu. Aðspurður sagðist Hreiðar hafa vitað af fyrirspurninni en svo langt hefði verið um liðið að hann hefði ekki áttað sig á að hverju fyrirspurnin sneri. Mikil fagnaðarlæti hjá RLS Einnig kom fyrir dóminn Helgi Sigurðsson, sem var skrifaður fyrir svarinu til RLS, og gerði hann grein fyrir því. Sagðist hann ekki hafa fund- ið hreina færslu, en gat ekki staðfest hvort þóknunin hefði verið gerð upp öðruvísi og væri því hluti af annarri færslu. Saksóknari spurði hvort hann hefði leitað til einhverra eftir upplýs- ingum, því neitaði Helgi. Gestur Jónsson spurði því næst hvort gengið hefði verið eftir því að fá svarið, og sagði Helgi að svo hefði verið. Sagðist hann hafa rætt við Jón H.B. Snorrason, fyrrverandi yfir- mann efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, í síma og greint honum frá niðurstöðu könnunar sinnar. „Hann leyndi ekki ánægju sinni með það að þessi gögn fundust ekki,“ sagði Helgi og lýsti því nánar að ósk Gests sem fagnaðarlátum á fótboltaleik. Sagði Helgi að símtalið hefði verið í fundarsíma og því hefði Guðný Arna einnig heyrt það sem fram fór. Staðfestu báðir kröfu Baugs Forstjóri og stjórnarformaður Kaupþings könnuðust báðir við kröfu Baugs á hendur bankanum vegna söluþóknunar og töldu að krafan hefði verið gerð upp Morgunblaðið/Andri Karl Samræður Hreiðar Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, og Gestur Jónsson. Í HNOTSKURN Dagur 19 »Í gær mættu sjö vitni í dóm-sal 101 í héraðsdómi Reykja- víkur vegna aðalmeðferðar í Baugsmálinu. »Skýrslutökur tóku mislangantíma en þó sýnu stystan yfir Heiðari Má Guðjónssyni, starfs- manni Novator í Lundúnum. »Heiðar var ekki á dagskránnien Jakob sagðist hafa hitt hann fyrir tilviljun og þar sem hann væri lítið á landinu ákveðið að kalla hann til vitnis. »Jakob R. Möller spurði Heið-ar út í kvöldstund í New York hinn 7. september 2001 en þá bauð Tryggvi Jónsson nokkr- um Kaupþingsmönnum út að borða. »Heiðar staðfesti veru sína áveitingastaðnum umrætt kvöld og yfirgaf dómsalinn um tveimur mínútum eftir að hann var kallaður inn. »Jakob spurði Hreiðar Má,forstjóra Kaupþings, einnig að því sama og mundi Hreiðar jafnframt eftir málsverðinum. » Í kjölfar þess að Hreiðarstaðfesti að hafa komið um borð í bátinn Thee Viking spurði Jakob hann hvort hann deildi tónlistarsmekk með Tryggva Jónssyni, og uppskar hlátur við- staddra. » Í kjölfar staðfesti Hreiðar aðTryggvi hefði séð um tónlist- ina um borð í Thee Viking þegar hann hefði verið þar. »Aðalmeðferð heldur áfram ídag og mæta m.a. þau Lárus Óskarsson, Íris Bjarnadóttir og Aðalheiður Fritzdóttir. 16 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ vakti athygli mína að blaða- maður hringdi í mig þegar enginn annar vissi að það hafði verið afhent haldlagningarskýrsla,“ sagði Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, á 19. degi aðalmeðferðar Baugsmálsins svonefnda og svaraði með því spurningum Jakobs R. Möll- er, verjanda Tryggva Jónssonar, um húsleit sem gerð var í höfuðstöðum bankans í Lúxemborg um mitt sumar árið 2003. Fram kemur í lögregluskýrslu sem tekin var af Magnúsi að íslenskur blaðamaður [Morgunblaðsins] hefði hringt og spurt út í húsleitina þá hinn sama morgun og hún var gerð. Magn- ús útskýrði reyndar að í Lúxemborg er húsleit ekki það sama og húsleit á Íslandi. Lögregla leitar ekki að gögn- um heldur hefur heimild til að leggja hald á tiltekin gögn samkvæmt hald- lagningarskrá. Yfirvöld leggja það í vald fyrirtækisins að taka gögnin saman og afhenda þegar búið er að afla þeirra. „Ég neitaði blaðamanninum, sagði að það væri ekki húsleit. Hann hringdi aftur og sagðist vita að það væri húsleit hjá mér,“ sagði Magnús sem spurði þá blaðamann hvort væri meiri frétt í því að húsleit færi fram í bankanum eða að hann vissi af því. „Hann svaraði því til að það hafi menn hagsmuni af þessu máli í ís- lensku þjóðfélagi.“ Jakob spurði þá hvort blaðamaður hefði tilgreint þá menn og neitaði Magnús því og sagði að ekki hefði frekar verið rætt við blaðamanninn. Magnús greindi jafnframt frá því að símtölin hefðu borist á milli átta og níu um morguninn, sem væri á milli sex og sjö að íslenskum tíma. Var stofnaður til að halda utan um kaupréttarsamninga Spurningar setts saksóknara, Sig- urðar Tómasar Magnússonar, til Magnúsar beindust að hlutabréfa- kaupum í breska smásölufyrirtækinu Arcadia og kaupréttarsamningum æðstu stjórnenda Baugs. Hlutabréf í Baugi, að nafnvirði fjörutíu milljónir króna, voru geymd á fjárvörslureikningi Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg og spurði saksóknari m.a. út í reikninginn og tilgang hans. Magnús sagði tilgang- inn hafa verið að halda utan um kaup- réttarsamningana og staðfesti að hafa séð gögn um þá. Varðandi ráð- stöfun á hluta hlutabréfanna á árinu 1999 sagði Magnús að samskipti hans hefðu að mestu verið við Tryggva Jónsson. Saksóknari spurði einnig hvort honum hefðu borist fyrirspurnir frá endurskoðendum Baugs varðandi stöðu á viðskiptareikningi, neitaði Magnús því og spurði á móti hvort ekki hefðu verið lögð fram gögn því til staðfestingar, en svo var ekki. Samdi starfsreglur stjórnar Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, kom einnig fyrir dóm í gær en hann var starfandi stjórnarformaður Baugs frá stofnun félagsins árið 1998 fram á gamlárskvöld 1999. Saksóknari spurði m.a. út í starfsreglur stjórn- arinnar, sem Óskar samdi, og sagði t.a.m. að ákvæði um að fjárfestingar yfir 20–25 milljónir yrði að bera undir stjórn hefðu verið til að reyna að setja bönd á Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóra Baugs, svo að stjórnin gæti fylgst betur með fjárfestingum. Hann sagði engar formlegar breyt- ingar hafa verið gerðar á reglunum en vildi ekki fullyrða um hvort algjör- lega hefði verið farið eftir þeim. Saksóknari spurði einnig út í orð Jóns Ágeirs sem hélt því fram fyrir dómi að óformlegt samkomulag hefði verið milli Baugs og fjárfestingar- félagsins Gaums um að Gaumur færi á undan í fjárfestingar og bæri því áhættuna. „Ég get fullyrt að það var ekkert formlegt samkomulag í gildi og ég veit ekki með hvaða hætti óformlegt samkomulag hefur komist á,“ sagði Óskar en bætti við að slíkt hefði þó gerst og kynni hann dæmi um það. Hann sagði að hlutverk Gaums innan Baugs hefði ekki verið skilgreint sérstaklega. Ekkert spurt út í Simons Agitur Aðspurður um kaupréttarsamn- ingana sagði Óskar að hann héldi að þeir hefðu verið lagðir fyrir stjórn fé- lagsins. Hann sagðist einnig hafa ályktað að endurskoðendur félagsins vissu um samningana, enda væri það föst regla hjá þeim að ganga á eftir slíkum samningum. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs, spurði Óskar hvort eitthvað hefði verið gert til að leyna ráðning- arsamningunum og neitaði hann því. Sagði hann fremur að gengið hefði verið milli fjárfesta fyrir stofnun fé- lagsins og samningarnir verið eitt at- riði sem sérstaklega var kynnt. Taldi hann að þeir hefðu kynnt samn- ingana á 10–30 stöðum. Gestur spurði einnig út í viðskipti Nordica og Baugs annars vegar og Simons Agitur í Danmörku og Baugs hins vegar. Sagði Óskar að það hefðu verið sambærileg viðskipti. Spurði Gestur þá hvort eitthvað hefði verið spurt út í Simons Agitur hjá lögreglu og neitaði Óskar því. „Sagðist vita að það væri húsleit hjá mér“ Forstjóri Kaupþings í Lúxemborg meðal vitna gærdagsins Morgunblaðið/G. Rúnar Gengið til þinghalds Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, Sigurður T. Magnússon saksóknari og Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar. ÁÐUR en þinghald hófst eftir há- degið óskaði Sigurður Tómas Magn- ússon, settur saksóknari, eftir því við Arngrím Ísberg dómsformann að Hreiðari Má Sigurðssyni, for- stjóra Kaupþings, yrði vikið úr dóm- sal í nokkrar mínútur svo hann gæti lagt fram ný gögn í málinu. Vörðuðu þau framburð Sigurðar Ein- arssonar, stjórnarformanns bank- ans, frá því fyrir hádegið. Arngrímur varð við ósk saksókn- arans sem skýrði svo frá að í hádeg- inu hefði hann fundið tölvubréf á milli Jóns Ásgeirs, Kristínar Jó- hannesdóttur og Hreiðars Más vegna málaferla í Bandaríkjunum sem tengdust Jóni Gerald Sullenber- ger og bátnum Thee Viking. Sigurður, sem stefnt var í málinu sem vitni, greindi svo frá að hann hefði ekki sett sig inn í það, ekki fundað með nokkrum manni né mætt fyrir réttinn. Samkvæmt sak- sóknara virtist hins vegar mega ráða af tölvubréfinu að Sigurður og Hreiðar hefðu hitt lögmann Baugs í Bandaríkjunum vegna málsins. „Þetta er hrein hryðjuverkastarfsemi“ Verjendur mótmæltu þessu harð- lega og tók Arngrímur undir þau mótmæli. Dómsformaður spurði m.a. hvernig þetta kæmi málinu við og svaraði saksóknari því til að hann teldi það skipta máli til að sann- reyna trúverðugleika vitna. Dóms- formaður sagði það töluvert lang- sótt hjá saksóknaranum. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs, spurði þá hvort þetta væri enn eitt skjalið sem óvænt finnst um há- degisbil og Jakob R. Möller, verj- andi Tryggva Jónssonar, benti á að saksóknarinn hefði með þessu nán- ast fullyrt að stjórnarformaður Kaupþings hefði sagt rangt frá fyrir dómi, og sagði hann gera það til að sigra í fjölmiðlastríði. „Hann er búinn að tryggja sér fyr- irsögn í helstinu,“ sagði Jakob og Gestur bætti um betur: „Þetta er hrein hryðjuverkastarfsemi sem hér á sér stað.“ Að lokum fór svo að tölvubréfin voru lögð til hliðar í bili. Enn valda tölvubréf uppnámi Bankastjórar báru vitni í Baugsmálinu VEFVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.