Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 23 SUÐURNES Grindavík | „Góðan daginn, Grind- víkingur!“ er heiti nýs bæjarblaðs sem gefið er út í Grindavík. Stefnt er að því að blaðið komi út mánaðarlega. Kristinn Benediktsson ljósmynd- ari gefur blaðið út, skrifar það, tekur ljósmyndir og safnar auglýs- ingum. „Ég bjó í Grindavík í tutt- ugu ár og þekki staðinn vel frá fyrri tíð. Eftir að ég hef verið að sækja sjávarút- vegsfréttir hingað síðustu tvö árin hef ég endurnýjað kynnin og komist að raun um að bær- inn hefur tekið stakkaskiptum. Hann hefur stækkað mikið og eflst á þess- um tíma,“ segir Kristinn um tildrög þess að hann ákvað að hefja útgáfu bæjarblaðs í Grindavík. Hann segir að ekki hafi verið gefið út reglulegt bæjarblað í Grindavík í áratug eða svo og hann finni að þörfin er fyrir hendi. Kristinn hefur verið að skrifa og ljósmynda fyrir ýmis fyr- irtæki og félög í Grindavík að und- anförnu og hann segir að sú vinna nýtist við útgáfu blaðsins. Ræstur með ljóði Heiti blaðsins er upphafslína úr ljóði eftir Örn Arnarson, Grindvík- ingur, og er ljóðið birt á forsíðu fyrsta tölublaðsins. Kristinn segir í blaðinu að kvæðið hafi verið ort úti á sjó þar sem Magnús Stefánsson, skáldið Örn Arnarson, hafi verið með Grindvík- ingi til sjós á togara og ræst hann einn morguninn með ljóðinu. Annars er í blaðinu mikið af ljósmyndum og stuttum fréttum úr mannlífinu. Aðal- viðtalið er við séra Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur, forsetja bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. „Góðan daginn, Grindvíkingur!“ Í HNOTSKURN »Kristinn Benediktsson gefurút bæjarblað í Grindavík. »Hann var fyrr á árum ljós-myndari við Morgunblaðið og síðar fréttaritari blaðsins í Grindavík um skeið. Hann hefur fjallað mikið um sjávarútveg. »Þá starfaði hann árum samanvið fiskvinnslu og sjó- mennsku. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Uppgangur Mikil uppbygging hef- ur verið í Grindavík undanfarin ár. Kristinn Benediktsson Keflavík | Nanna Bryndís Hilm- arsdóttir sigraði í söngkeppninni Hljóðnemanum sem fram fór á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrrakvöld. Hún flutti lagið „Gleym mér ey“ ásamt félögum sínum þeim Guðrúnu Hörpu Atla- dóttur og Sigurði Frey Ástþórs- syni. Mikið var lagt í keppnina að þessu sinni sem fram fór fyrir troð- fullum sal, að því er fram kemur á vef FS. Þannig var hver keppandi kynntur með skemmtilegu mynd- bandi áður en hann kom fram. Ellefu flytjendur stigu á svið og lögðu allir mikið í atriðin sín sem einnig voru fjölbreytt. Dómnefnd- ina skipaði landsþekkt tónlist- arfólk af Suðurnesjum, Rúnar Júl- íusson, Heiða Eiríksdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir. Nanna tekur þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri. Í öðru sæti varð Sigurður Friðrik Gunnarsson og Árni Þór Ármannsson þriðji. Vann Hljóð- nemann Ljósmynd/Guðmann Kristþórsson Sigurvegarar Guðrún Harpa Atla- dóttir, Sigurður Freyr Ástþórsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. ÞÉR OG ÞÍNUM ER BOÐIÐ Í HEIMSÓKN! Sýning á nýjum og fullbúnum húsum við Norðurtún 33, Egilsstöðum og Melbrún 6, Reyðarfirði. Sérlega falleg hús, eikarparket á gólfum og innanstokksmunir frá Marco. Kaffi og meðlæti á staðnum Verið velkomin – sjón er sögu ríkari Ítarlegarupplýsingar um eignirnar er að finna á www.iav.is EGILSSTAÐIR – REYÐARFJÖRÐUR OPIÐ HÚS FÖSTUDAGINN 9. MARS KL. 14–18 LAUGARDAGINN 10. MARS KL. 12–17 Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, www.iav.is www.iav.is Seyðisfjörður | Listaháskóli Ís- lands og Dieter Roth-akademían eru mætt í menningarmiðstöðina Skaftfell á Seyðisfirði og segir Þórunn Eymundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skaftfells, það vera líkt og fyrsta vorboðann í menn- ingarlífi Seyðfirðinga. „Þetta er sjötta árið í röð sem Dieter Roth-akademían, undir stjórn Björns Roth myndlistar- manns, heldur nokkurra vikna vinnubúðir í Skaftfelli fyrir hóp myndlistarnema,“ segir Þórunn. „Hópurinn vinnur náið saman í tæpar þrjár vikur að undirbúningi sýningar sem verður opnuð 17. mars að þessu sinni. Stór hluti bæjarbúa er viðriðinn undirbúning sýningarinnar þar sem nemend- urnir vinna að verkum sínum inni á verkstæðum bæjarins, undir handleiðslu þess hagleiksfólks er þar starfar.“ Kann hópurinn bæj- arbúum bestu þakkir fyrir aðstoð og velvild í garð hins unga lista- fólks. Listnemarnir, þau Christelle Concho, Harpa Dögg Kjartans- dóttir, Inga Martel, Irene Ósk Bermudez, James Greenway, Nika Kupyrova, Sigurrós Svava Ólafs- dóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Þór- unn Maggý Kristjánsdóttir og Arild Tveito, eiga að sögn Þór- unnar fyrir höndum ævintýralega dvöl á Seyðisfirði. Þau fá einstakt tækifæri til að kynnast innviðum bæjarins og íbúum hans. Björn Roth leiðir þau í ýmis ævintýri og sýnir þeim hvernig listin leynist víða í lífinu í kringum okkur. Gestum Skaftfells gefst færi á að spjalla við nemendurna við vinnu sína þar sem þeir hafa komið sér fyrir í sýningarsalnum. Sjálf sýningin, sem verður opnuð 17. mars, mun standa til 11. maí. Ljósmynd/Skaftfell Í Skaftfelli Nemendur úr Listaháskóla Íslands og Dieter Roth-akademíunni. Vorboði listalífs á Seyðisfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.