Morgunblaðið - 09.03.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 09.03.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 23 SUÐURNES Grindavík | „Góðan daginn, Grind- víkingur!“ er heiti nýs bæjarblaðs sem gefið er út í Grindavík. Stefnt er að því að blaðið komi út mánaðarlega. Kristinn Benediktsson ljósmynd- ari gefur blaðið út, skrifar það, tekur ljósmyndir og safnar auglýs- ingum. „Ég bjó í Grindavík í tutt- ugu ár og þekki staðinn vel frá fyrri tíð. Eftir að ég hef verið að sækja sjávarút- vegsfréttir hingað síðustu tvö árin hef ég endurnýjað kynnin og komist að raun um að bær- inn hefur tekið stakkaskiptum. Hann hefur stækkað mikið og eflst á þess- um tíma,“ segir Kristinn um tildrög þess að hann ákvað að hefja útgáfu bæjarblaðs í Grindavík. Hann segir að ekki hafi verið gefið út reglulegt bæjarblað í Grindavík í áratug eða svo og hann finni að þörfin er fyrir hendi. Kristinn hefur verið að skrifa og ljósmynda fyrir ýmis fyr- irtæki og félög í Grindavík að und- anförnu og hann segir að sú vinna nýtist við útgáfu blaðsins. Ræstur með ljóði Heiti blaðsins er upphafslína úr ljóði eftir Örn Arnarson, Grindvík- ingur, og er ljóðið birt á forsíðu fyrsta tölublaðsins. Kristinn segir í blaðinu að kvæðið hafi verið ort úti á sjó þar sem Magnús Stefánsson, skáldið Örn Arnarson, hafi verið með Grindvík- ingi til sjós á togara og ræst hann einn morguninn með ljóðinu. Annars er í blaðinu mikið af ljósmyndum og stuttum fréttum úr mannlífinu. Aðal- viðtalið er við séra Jónu Kristínu Þor- valdsdóttur, forsetja bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. „Góðan daginn, Grindvíkingur!“ Í HNOTSKURN »Kristinn Benediktsson gefurút bæjarblað í Grindavík. »Hann var fyrr á árum ljós-myndari við Morgunblaðið og síðar fréttaritari blaðsins í Grindavík um skeið. Hann hefur fjallað mikið um sjávarútveg. »Þá starfaði hann árum samanvið fiskvinnslu og sjó- mennsku. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Uppgangur Mikil uppbygging hef- ur verið í Grindavík undanfarin ár. Kristinn Benediktsson Keflavík | Nanna Bryndís Hilm- arsdóttir sigraði í söngkeppninni Hljóðnemanum sem fram fór á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrrakvöld. Hún flutti lagið „Gleym mér ey“ ásamt félögum sínum þeim Guðrúnu Hörpu Atla- dóttur og Sigurði Frey Ástþórs- syni. Mikið var lagt í keppnina að þessu sinni sem fram fór fyrir troð- fullum sal, að því er fram kemur á vef FS. Þannig var hver keppandi kynntur með skemmtilegu mynd- bandi áður en hann kom fram. Ellefu flytjendur stigu á svið og lögðu allir mikið í atriðin sín sem einnig voru fjölbreytt. Dómnefnd- ina skipaði landsþekkt tónlist- arfólk af Suðurnesjum, Rúnar Júl- íusson, Heiða Eiríksdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir. Nanna tekur þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður á Akureyri. Í öðru sæti varð Sigurður Friðrik Gunnarsson og Árni Þór Ármannsson þriðji. Vann Hljóð- nemann Ljósmynd/Guðmann Kristþórsson Sigurvegarar Guðrún Harpa Atla- dóttir, Sigurður Freyr Ástþórsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir. ÞÉR OG ÞÍNUM ER BOÐIÐ Í HEIMSÓKN! Sýning á nýjum og fullbúnum húsum við Norðurtún 33, Egilsstöðum og Melbrún 6, Reyðarfirði. Sérlega falleg hús, eikarparket á gólfum og innanstokksmunir frá Marco. Kaffi og meðlæti á staðnum Verið velkomin – sjón er sögu ríkari Ítarlegarupplýsingar um eignirnar er að finna á www.iav.is EGILSSTAÐIR – REYÐARFJÖRÐUR OPIÐ HÚS FÖSTUDAGINN 9. MARS KL. 14–18 LAUGARDAGINN 10. MARS KL. 12–17 Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, www.iav.is www.iav.is Seyðisfjörður | Listaháskóli Ís- lands og Dieter Roth-akademían eru mætt í menningarmiðstöðina Skaftfell á Seyðisfirði og segir Þórunn Eymundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skaftfells, það vera líkt og fyrsta vorboðann í menn- ingarlífi Seyðfirðinga. „Þetta er sjötta árið í röð sem Dieter Roth-akademían, undir stjórn Björns Roth myndlistar- manns, heldur nokkurra vikna vinnubúðir í Skaftfelli fyrir hóp myndlistarnema,“ segir Þórunn. „Hópurinn vinnur náið saman í tæpar þrjár vikur að undirbúningi sýningar sem verður opnuð 17. mars að þessu sinni. Stór hluti bæjarbúa er viðriðinn undirbúning sýningarinnar þar sem nemend- urnir vinna að verkum sínum inni á verkstæðum bæjarins, undir handleiðslu þess hagleiksfólks er þar starfar.“ Kann hópurinn bæj- arbúum bestu þakkir fyrir aðstoð og velvild í garð hins unga lista- fólks. Listnemarnir, þau Christelle Concho, Harpa Dögg Kjartans- dóttir, Inga Martel, Irene Ósk Bermudez, James Greenway, Nika Kupyrova, Sigurrós Svava Ólafs- dóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Þór- unn Maggý Kristjánsdóttir og Arild Tveito, eiga að sögn Þór- unnar fyrir höndum ævintýralega dvöl á Seyðisfirði. Þau fá einstakt tækifæri til að kynnast innviðum bæjarins og íbúum hans. Björn Roth leiðir þau í ýmis ævintýri og sýnir þeim hvernig listin leynist víða í lífinu í kringum okkur. Gestum Skaftfells gefst færi á að spjalla við nemendurna við vinnu sína þar sem þeir hafa komið sér fyrir í sýningarsalnum. Sjálf sýningin, sem verður opnuð 17. mars, mun standa til 11. maí. Ljósmynd/Skaftfell Í Skaftfelli Nemendur úr Listaháskóla Íslands og Dieter Roth-akademíunni. Vorboði listalífs á Seyðisfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.