Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði Salmon oil Laxalýsi fyrir æðakerfið og stirð liðamót. SNJÓFRAMLEIÐSLA í Bláfjöllum og Skálafelli er efst á óskalista Blá- fjallanefndar, að sögn Önnu Krist- insdóttur, formanns nefndarinnar. Borgarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að könnuð verði hag- kvæmni þess að hefja snjófram- leiðslu í Skálafelli. Í greinargerð með tillögunni segir að núgildandi samn- ingur um skíðasvæðin renni út í árs- lok og því þurfi bráðlega að taka ákvarðanir um nýframkvæmdir næstu ára. Ennfremur kemur fram að unnið sé að því í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur að skoða möguleika á snjóframleiðslu í Blá- fjöllum, en vegna mögulegra ný- framkvæmda sé einnig rétt að kanna þennan möguleika í Skálafelli. Anna Kristinsdóttir bendir á að Reykjavík taki ekki ákvarðanir fyrir stjórn skíðasvæðanna heldur verði að vinna málin í sátt við öll tólf sveit- arfélögin sem hlut eigi að máli og Bláfjallanefnd sé nú í viðræðum við þau um áframhaldandi þjónustu- samning vegna rekstursins. Fram- lag sveitarfélaganna til fram- kvæmda sé búið og framhaldið byggist á áframhaldandi samstarfi. Anna segir að samkvæmt útreikn- ingum Orkuveitunnar sé grunn- kostnaður við að koma upp snjó- framleiðslu í Skálafelli um 80 milljónir króna en um 200 milljónir kr. í Bláfjöllum. Óskastaðan sé að farið verði út í snjóframleiðslu á báð- um stöðum en ljóst sé að uppbygging í Skálafelli hafi verið með minnsta móti á undanförnum árum. Sveitar- félögin eigi eftir að svara því hvað þau vilji gera og ljóst sé að Bláfjalla- nefnd hafi ekki sérstakan áhuga á því að kaupa fleiri lyftur. Jón Ásgeir Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Skíðasambandi Ís- lands og ÍR, segir snjóframleiðslu í Skálafelli fráleita og vill fá fram- leiðsluna í Bláfjöll. Anna segir að báðum svæðunum fylgi miklar til- finningar en ástæða þess að Reykja- vík borgi 70% af rekstrarframlaginu sé að Skálafell hafi farið inn í rekst- urinn með Bláfjöllunum. Ætli menn að hafa svæðin á jafnræðisgrundvelli liggi fyrir að það þurfi að leggja meira í Skálafellssvæðið. Hafa beri í huga að 230 millj. kr. tap hafi verið á rekstrinum og verið sé að fara í skipulagsbreytingar. Hins vegar fari ekki á milli mála að vilji allra, sem vilji halda uppi góðum rekstri í fjöll- unum, sé að fara út í snjóframleiðslu. Það sé næsta skref en það verði samt ekki stigið nema með aðkomu sveit- arfélaganna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Snjóframleiðsla Gervisnjór úr svonefndum snjóbyssum fellur á skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri. Snjóframleiðsla er efst á óskalista Bláfjallanefndar AUSTURLAND AKUREYRI EINAR Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur hefur verið fenginn til að gera nákvæma veðurspá fyrir skíðasvæð- ið í Hlíðarfjalli tvisvar í viku. Spárn- ar eru gerðar snemma morguns mið- vikudaga og föstudaga, á grunni nýjustu reiknilíkana, og birtar á Netinu þannig að skíðafólk getur gengið að þeim vísum með morgun- kaffinu þessa daga. „Þetta tíðkast á flestum skíða- svæðum í heiminum og er liður í því hjá okkur að segja fólki að veðrið í 500 metra hæð yfir sjó sé ekki eins og niðrí í bæ,“ segir Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður skíða- svæðis Akureyringa. Veðurspáin er sérstaklega sniðin að aðstæðum í Hlíðarfjalli, Einar þekkir vel til aðstæðna þar enda mikill skíðaáhugamaður og vonar að veðurspáin komi skíðafólki að góðum notum. Samkvæmt spá Einars verð- ur breytileg eða norðlæg átt á svæð- inu í dag, 5–7 m/s, snjókoma lengst af degi og einnar gráðu frost. Á morgun spáir hann góðu veðri, snjómuggu og tveggja stiga frosti en gerir ekki ráð fyrir skíðaveðri á sunnudaginn. Skíðaveður um helgina? Einar Sveinbjörnsson Guðmundur Karl Jónsson TENGLAR .............................................. www.hlidarfjall.is LÁRA Stefánsdóttir, kerfisfræðing- ur, varaþingmaður og áhugaljós- myndari, er fimmtug í dag; verður L ára skv. rómverskum tölum. Í tilefni dagsins er komin út bók, Vinaslóð – Lára L-ára með ljósmyndum henn- ar og ljóðum eiginmannsins, Gísla Gíslasonar. Ljósmyndadella Ein opna í bókinni er helguð hverjum og einum skólafélaga Láru frá því í Samvinnuskólanum á Bif- röst; eitt ljóð og ein ljósmynd. „Ljóðið er tileinkað þeim nemanda en er ekki endilega um hann. Hver opna er sett upp eins og lítið sendi- bréf frá nemandanum til bekkjarins en er algjör skáldskapur, að minnsta kosti í flestum tilfellum. Stundum er eitthvað pínulítið falið í ljóðinu um viðkomandi en ljóðin geta alveg staðið ein og sér,“ segir Lára. Þau Gísli voru skólafélagar á Bif- röst. Þetta ljóð samdi hann um sjálf- an sig: Ég leit í spegilinn í morgun Og sá að hann var orðinn gamall Ég fór út í BYKO og keypti mér nýjan Hengdi hann upp, fægði og pússaði Leit svo í hann og sá Að það var ég Sem var orðinn gamall. Lára er með ólæknandi ljós- myndadellu og Gísli yrkir, en hvers vegna að gefa út bók? Svarið er ein- falt: „Þetta kom þannig til að bekkj- arsystir mín frá því á Bifröst, Jó- hanna Leópoldsdóttir, tilkynnti að bókin ætti að koma út! Við útskrif- uðumst úr Samvinnuskólanum 1976 og vorum vön því, bekkurinn, að ef Jóhanna sagði að við ættum að gera eitthvað, þá gerðum við það, enda er það yfirleitt svo dæmalaust skemmtilegt. Jóhanna er fram- kvæmdastjóri í eðli sínu og eftir að hún varð öryrki ákvað hún að vera framkvæmdastjóri yfir ýmsum verkefnum. Þetta er eitt þeirra og hún er ritstjóri bókarinnar!“ Stafrænt Lára hefur afþakkað gjafir í til- efni afmælisins en færir hins vegar sjálfri sér þá gjöf að bókin kemur út. „Mér þótti vænt um að margir vildu eignast þessa bók; vegna þeirra var hægt að gefa bókina út og í henni er listi yfir allt þetta fólk.“ Ung fékk Lára áhuga á ljósmynd- un. „Ég var alltaf að mynda en þetta var ekki auðvelt áhugamál; það var dýrt að framkalla en ég var líka svo óþolinmóð að ég vildi sjá árangurinn strax.“ Þess vegna má segja að það hafi verið himnasending fyrir Láru þegar stafræna tæknin ruddi sér til rúms. „Hún hentar mér. Árangur- inn kemur strax í ljós og ef mig vantar upplýsingar fer ég á Netið og spyr vini mína á ljosmyndasam- keppni.is, fæ jafnvel svar strax og tek góða mynd! Eins og um daginn þegar ég tók myndir af tunglmyrkv- anum. Þær eru flottar!“ Sendibréf frá nem- endum til bekkjarins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ljósmynd og ljóð Lára Stefánsdóttir og Gísli Gíslason. Lára gefur sjálfri sér óvenjulega gjöf með aðstoð þeirra sem vildu kaupa gjöfina … Lára L ára í dag og gefur út bók TENGLAR .............................................. www.lara.is FARÞEGUM með Strætisvögnum Akureyrar fjölgaði um 78% í febr- úar miðað við sama tíma í fyrra. Í janúar var fjölgunin um 60% og því óhætt að segja að bæjarbúar taki þeirri nýbreytni vel að hafa ókeypis í strætó . Farþegafjöldi á dag í febrúar var að meðaltali 687 árið 2006 en í ný- liðnum febrúar var meðalfjöldi far- þega á dag 1.226. Að sögn Stefáns Baldurssonar forstöðumanns Strætisvagna Ak- ureyrar hefur fjölgunin orðið á öll- um leiðum og á öllum tímum dags. 78% aukning á notkun strætós ALLS bárust 33 umsóknir um stöðu framkvæmdastjóra Akureyrar- stofu. Hlutverk hennar er að sinna menningarmálum, markaðs- og ferðamálum og atvinnumálum al- mennt fyrir hönd bæjarins. Vinsælt starf Seyðisfjörður | Seyðfirðingar halda upp á 100 ára afmæli skólahússins á Suðurgötu 4 alla næstu viku, en hinn eiginlegi afmælisdagur er 14. mars. Skólahald var fyrst á Seyðisfirði veturinn 1881–1882. Vitað er að árið eftir hófu 14 nemendur nám við skól- ann og voru þeir orðnir 22 í mars sama vetur. Núverandi skólahús kom tilhöggv- ið frá Noregi og var reist á þremur mánuðum árið 1907 og þótti þá og þykir enn hið glæsilegasta hús. Steinn Stefánsson segir í skólasögu Seyðisfjarðar að það hafi verið byggt af miklum stórhug, og vafalaust ver- ið glæsilegasta skólahús landsins ut- an Reykjavíkur á þeirri tíð, byggt í hallarstíl sem sjá má. Sagði Friðrik konungur 8., sem heimsótti Seyðis- fjörð 1907, að ekki hefði hann átt von á að koma í höll á Seyðisfirði. Húsið var um árabil samkomuhús Seyðfirðinga, þar var leikfimisalur og bæjarstjórnarsalur, íbúð skóla- stjóra og íbúð húsvarðar. Á tímabili var einnig rekin gosdrykkjaverk- smiðja í kjallaranum. Skólahald Seyðfirðinga fer enn að miklu leyti fram í þessu glæsilega húsi, sem nú hefur verið friðað. Nemendur eru rúmlega eitthundrað og kennarar um tuttugu. Þetta er því stærsti vinnustaður bæjarins. Skóla- stjóri Seyðisfjarðarskóla er Jóhanna Gísladóttir. Meðal þess sem á boðstólum verð- ur í hátíðarvikunni eru sýningar á margvíslegum verkum nemenda og óvænt atriði í skólanum á milli kl. 10 og 11:30 alla daga í næstu viku. Nemendur hafa í tilefni aldarafmæl- isins kannað aldur húsnæðis allra grunnskóla á landinu til samanburð- ar, unnið er að stuttmynd auk þess sem hver árgangur verður með sitt eigið atriði og bekkjarblaðið er til- einkað skólahátíðinni. Í stofu 3 verða sýningar á gömlu námsefni, verkefn- um og munum sem tengjast sögu skólans. Gestum verður boðið í þrautaleik um skólann. Dregið verð- ur úr réttum lausnum og verðlaun veitt í afmæliskaffinu, sem haldið verður fyrir alla bæjarbúa miðviku- daginn 14. mars kl 15.30–17.30. Skólahátíð verður sama dag kl. 19.30. Til stendur að hefja byggingar- framkvæmdir á vordögum við nýjan skóla á Seyðisfirði. Kóngi kom höllin á óvart Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í öndvegi Hið fagra skólahús Seyð- firðinga stendur í bæjarmiðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.