Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 25
Vinátta Enski setterinn og hundaeigandinn bíða eftir úrskurði dómarans. Ein stærsta hundasýning heims fór fram í gær í Birmingham á Eng- landi. Ein stærsta hundasýning heims Þetta var í 104. skipti sem sýn- ingin var haldin en fyrsta sýningin fór fram árið 1891. Reuters daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 25 Dansflokkurinn, skíði og fleira Svo er um að gera að láta ekki fram hjá sér fara síðustu sýningar hinnar frábæru uppfærslu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu sem kallast Febrúarsýning. Hún verður á sunnudag kl. 20. Eins er tilvalið að skella sér á skíði um helgina, en það hefur verið opið í Bláfjöllum nokkra daga vik- unnar og ekki ólíklegt að svo verði um helgina.Gaman að fara í kulda- gallann og upplifa það litla sem eftir er af vetrinum. Nú eða skella sér norður á Akureyri og sjá Svarta köttinn hjá Leikfélagi Akureyrar. Að sigra fjöll er líka mjög gott uppátæki um helgar. Finna sér fjall, festa á sig gönguskóna og gefast ekki upp fyrr en upp á topp er kom- ið. Anda að sér þessu eina sanna fjallalofti sem er hvergi betra en á gamla góða Íslandi. Ólöf Arnalds í 12 tónum Alltaf gaman að heyra nýja og spennandi íslenska tónlist. Í dag kl. 17 verður Ólöf Arnalds með tónleika fyrir gesti og gangandi í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg. Að venju verða veitingar í boði. Rúmar tvær vikur eru síðan plata Ólafar, Við og við, kom út á vegum 12 Tóna. Tónlist Ólafar er sögð fín- gerð og viðkvæm, en líka kjörkuð og ástríðufengin. Hún er full af björtum æskuhljómum sem blandast fornum og myrkum seið sem kemur úr fjarska. Frábært bíó í Fjalakettinum Þriðja sýningarhelgi verður í hin- um kærkomna Fjalaketti sem hefur fengið góð viðbrögð. Tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í klúbb kattarins og spennandi myndir í boði núna um helgina þar sem Rússland verður meðal annars í forgrunni. Meðal þeirra mynda sem verða í boði má nefna Dauðinn á ferð, Trön- urnar fljúga og Syndir feðranna. Fyrsta kvikmynd James Dean, Austan við Eden, verður einnig sýnd í fyrsta sinn á sunnud. kl. 22. www.filmfest.is Allt fyrir brúðkaupið Þeir sem ætla að ganga í það heil- aga á næstunni ættu að kíkja inn á Brúðkaupssýningunni Já sem verð- ur í Blómavali um helgina. Þar getur að líta allt sem tengist brúðkaupum: Fatnaður, blóm og skreytingar, mat- ur og vín, ljósmyndun, skart og gjaf- ir. Fremstu söngvarar og tónlist- armenn landsins stíga á svið og flytja brúðkaupssöngva. Sýningin hefst í kvöld kl. 17. Sýningin stendur yfir alla helgina á opnunartíma Blómavals, en opið er á föstudag til kl 21 og á laugardag og sunnudag frá kl. 10 til 21. Hundrað ára afmæli ÍR Fjölskylduhátíð verður af því til- efni í íþróttahúsinu Seljaskóla á morgun laugardag kl.11 – 15. Hoppukastalar, söngatriði, trúður, töframaður og fleira. Afmælishátíðin fer fram í ÍR heimilinu að Skógarseli 12, sunnu- daginn 11. mars, þar sem meðal ann- ars verður afhending á gervigras- velli frá Reykjavíkurborg til Íþróttafélags Reykjavíkur. Inn- siglað með skotum á mark þar sem markvörður frá ÍR mun standa á milli stanganna. mælt með ... Agli Jónassyni á Húsavík þóttigott að fá sér í staup í góðra vina hópi. Og aldrei skorti vini sem vildu gleðja skáldið með smálögg. Á slíkri stundu orti hann: Vetur búinn, vorið kalt, veikt þó sólin skíni. Yljar mér þó allt sé svalt ein – af brennivíni. Varla ég í nef mitt næ, nú hefir flaskan lekið. Það eru lög að þverri æ það sem af er tekið. Jóna Guðmundsdóttir heldur uppteknum hætti og yrkir limru á dag á jona-g.blog.is. Nú gagnrýnir hún Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra fyrir að vilja setja á stofn alþjóðlegan skóla, sem Jóna nefnir yfirstéttarskóla, á Íslandi þar sem börnum erlendra starfsmanna „útrásarfyrirtækja“ yrði kennt á ensku frá grunnskóla til stúdentsprófs: Merkileg finnst mér sú frétt og furðuleg ef hún er rétt: Fyrir útrásarbörn er Vala í vörn og þau verndar frá alþýðustétt. Jóna bendir á að pólsk börn séu langflest þeirra barna á Íslandi sem hafi annað móðurmál en íslensku: Ef bæta vill barnanna hag ég býst við að núna sé lag og lýsi ekki fólsku að fræða á pólsku, þau börn sem hér búa í dag. Loks segir Jóna um yfirlýsingu utanríkisráðherra: „Nýbúadeildir skólanna gætu örugglega notað eitthvað af þeim peningum sem Vala ætlaði að splæsa á útrásarliðið og ég trúi ekki öðru en að hún vilji „hlúa að fjölskyldum starfsmanna fyrirtækjanna“ jafnvel þó að það séu bara fiskverkunarfyrirtæki.“ VÍSNAHORNIÐ Limrur og móðurmál pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.