Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „NÁTTÚRUAUÐLINDIR Íslands skulu vera þjóðareign.“ Svona mun 79. gr. stjórnarskrár Íslands hljóða ef frumvarp sem formenn og vara- formenn stjórnarflokkanna kynntu á blaðamannafundi í gær verður að lögum. Framsóknarflokkurinn hefur sótt stíft að staðið verði við stjórn- arsáttmála ríkisstjórnarflokkanna en í honum er kveðið á um að ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign þjóðarinnar verði bundið í stjórnar- skrá. Samkvæmt frumvarpinu mun ákvæðið þó ná til náttúruauðlinda í heild og að þær skulu vera þjóðar- eign en ekki sameign þjóðarinnar. Í greinargerð með frumvarpinu kem- ur fram að hugtakið sameign þjóð- arinnar, sem er notað í fiskveiði- stjórnunarlögum, hafi verið gagnrýnt fyrir að vera villandi og að það gefi um of til kynna að um hefð- bundinn einkaeignarrétt sé að ræða. Líkt og Geir H. Haarde, forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði á blaðamannafundi um málið í gær hefur landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktað um að yrði flutt tillaga um stjórnarskrár- ákvæði um auðlindir sjávar væri rétt að hún yrði víðtækari og næði því til auðlinda almennt. Flokksþing Framsóknarflokksins samþykkti einnig sl. helgi ályktun um sameign á auðlindum almennt og þess vegna ekki óeðlilegt að sú tillaga skyldi verða ofan á. Engin eignaupptaka Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagðist á fundinum í gær fagna þessum áfanga og að þarna væri framfylgt ákvæði stjórn- arsáttmálans. „Meginmarkmiðið með þessu er að staða nýtingarheim- ilda haldist óbreytt, þ.e.a.s. að t.d. fiskveiðiheimildir verði ekki háðar beinum eignarrétti heldur haldist sem afturkræfur nýtingarréttur eða afnotaréttur,“ sagði Jón og bætti jafnframt við að þetta bæri vitni um þann vana í stjórnarsamstarfinu að líta á vandamál sem viðfangsefni og leysa þau. Jón sagði þó jafnframt að innan Framsóknarflokksins hefði verið sterkur stuðningur við störf auðlindanefndar frá árinu 2000. „Þetta er eitt af því sem við þurftum að samræma,“ sagði Jón. Geir H. Haarde sagði að með frumvarpinu væri ákvæði í fiskveiði- stjórnunarlögum um sameign þjóð- arinnar á nytjastofnum við Íslands- strendur hækkað í tign og fært í stjórnarskrána í útvíkkaðri mynd. Hins vegar myndi það ekki kippa grundvelli undan ákveðnum atvinnu- greinum eða breyta eignarréttinum. „Ég vil leggja áherslu á að hvað varðar fiskveiðiauðlindina þá er ekki hugmyndin að þetta raski neinu,“ sagði Geir og ítrekaði að þrátt fyrir skilgreiningu á þjóðareign væru öll eignarréttindi sem heyra undir 72. gr. stjórnarskrárinnar varin. „Það er engin eignaupptaka framundan á grundvelli þessa.“ Aðspurður sagði Geir eflaust vera skiptar skoðanir um þetta innan Sjálfstæðisflokksins. „Það eru áreið- anlega raddir um að það eigi að ganga lengra, t.d. í átt við það sem auðlindanefndin árið 2000 lagði til. Svo vitum við líka að það eru raddir í hina áttina sem vilja hafa þetta öðru- vísi,“ sagði Geir. Hefði mátt bíða Frumvarpið verður flutt sem þingmannafrumvarp og sagði Geir að stutt væri eftir af þingi og því þyrfti að reyna á það hvort stuðning- urinn yrði jafnbreiður og hefur verið um stjórnarskrárbreytingar. „En miðað við það sem aðrir flokkar hafa sagt örvæntum við ekki í þeim efn- um.“ Geir sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að þetta væri Framsókn- arflokknum jafnmikið alvörumál og kom á daginn. „Þegar það var ljóst fórum við í það að finna lausnina,“ sagði Geir og áréttaði jafnframt að aldrei hefði staðið annað til af hálfu Sjálfstæðisflokks en að standa við stjórnarsáttmálann. „En við hefðum alveg sætt okkur við það að þetta mál biði.“ Stjórnarandstaðan vildi ekki tjá sig efnislega um málið í gær og sögðu leiðtogar hennar að gefin yrði út sameiginleg yfirlýsing í dag að höfðu samráði við sérfræðinga. Náttúruauðlindir verði þjóðareign Tekur til náttúru- auðlinda í heild en ekki eingöngu auðlinda sjávar Morgunblaðið/G. Rúnar Sátt og sæl Stjórnarflokkarnir hafa sammælst um nýtt frumvarp um stjórnarskrárákvæði þessi efnis að náttúruauðlindir séu þjóðareign. Í HNOTSKURN » Forystumenn Framsókn-arflokksins lýstu því skýrt yfir í síðustu viku að þeir vildu stjórnarskrárákvæði um sam- eign þjóðarinar á sjávar- auðlindum í samræmi við stjórnarsáttmála. » Sjálfstæðismenn voru mis-hrifnir af því og óttast sumir að slíkt ákvæði vegi að fiskveiðistjórnunarkerfinu. » Ekki hafði náðst samstaðaum málið í stjórnarskrár- nefnd. » Stjórnarandstaðan hefursagst vilja sameignar- ákvæði en enn er óvíst að frumvarpið uppfylli hennar kröfur. Stjórnarflokkarnir kynntu í gær frumvarp sem felur í sér stjórnarskrárbreytingu Mikill órói var í Alþingishúsinu í gær enda biðu þingmenn eftir fregnum af lendingu í auðlindamál- inu svonefnda en málið hafði geng- ið milli Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar. Frumvarp um málið var kynnt á blaðamannafundi og stjórnarandstaðan var heldur ósátt við að fá frumvarpið í hendur á eft- ir blaðamönnum. Enn er óvíst hvort málið nær í gegn enda virðast flokkarnir hafa misjöfn markmið í huga. Styttri en samt langur Gert hafði verið ráð fyrir löngum þingfundi í gær en þar sem jafn- réttismálin féllu af dagskrá vegna veikinda Magnúsar Stefánssonar styttist fundartími talsvert. Þing- fundur stóð engu að síður fram á kvöld en fyrirferðarmesta málið á dagskrá var svonefndur sauðfjár- samningur. Þá var talað töluvert lengi um frumvarp samgöngu- ráðherra um íslenska alþjóðlega skipaskrá en markmið með laga- setningunni er að stuðla að skrán- ingu kaupskipa á Íslandi. Órói á Alþingi Anna Kristín Gunnarsdóttir 7. mars Offors Fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hefur farið með miklu offorsi gegn bændum og þinglýst kröfu til alls lands sem er 400 metrum yfir sjávarmáli, sums staðar farið niður í 100 metra og jafnvel niður í flæðarmál eins og dæmin úr Fjörðum sanna. Afleiðingar þessa eru m.a. að eigendur lenda í erf- iðleikum hjá lánastofnunum, jarð- irnar eru illseljanlegar á meðan á málarekstri stendur, [...] og upp- byggingu á jörðunum og borga þarf af þessum skuldbindingum áratug- um saman þó svo að ríkið sé löngu búið að slá eign sinni á land þess. Það er óþolandi að ríkisvaldið setji líf og afkomu fólks í slíka tvísýnu eins og gert er með þessari aðför að landeigendum. Meira: www.althingi.is/akg Einar K. Guðfinnsson 8. mars Útsýni á eigin nafla Við höfum heyrt síbylj- una gegn landbún- aðinum. Hver mann- vitsbrekkan af fætur annarri hefur ráðist gegn landbúnaðinum, reitt hátt til höggs gegn þessari mik- ilvægu atvinnugrein og haft uppi ómerkilegan og ómálefnalegan áróð- ur gegn íslenskum landbúnaði. [...] Gerist það ekki að birt er skoð- anakönnun sem kunngerð var á Búnaðarþingi á dögunum, þar sem fram kemur afdráttarlaus stuðn- ingur alls almennings við landbún- aðinn. Þvert ofan í skoðanir speking- anna. Þarna kemur það sem sé enn einu sinni í ljós. Mannvitsbrekk- urnar, spunameistararnir, álitsgjaf- arnir, oflátungarnir og þeir sem ein- ir þykjast vita eru orðnir berir að því að himinn og haf skilur á milli þeirra og almenningsálitsins. Það er greini- legt að úr fílabeinsturnum þeirra er lítið útsýni, nema oná eigin nafla. Meira: www.ekg.is ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA „ÞETTA mál er flutt að gefnu tilefni eins og við þekkjum öll, dapurlegu tilefni,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær þegar hann mælti fyrir frumvarpi um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn en aðdragandinn að frumvarpinu er sú um- ræða sem farið hefur fram um aðstæður drengja sem voru á vistheimilinu Breiðavík. Stjórnarand- stöðuþingmenn töldu nauðsynlegt að nefndin rannsakaði fleiri tilvik, s.s. upplýsingar um harð- ræði og kynferðisbrot í Heyrnleysingaskólanum á árum áður og starfsemi Byrgisins. Samkvæmt frumvarpinu er forsætisráðherra veitt heimild til að setja á fót nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn sem hafa verið aflögð en sérstaklega er tekið fram að heimildin nær ekki til þeirra stofnana sem eru starfandi þegar lögin taka gildi. Geir sagði að nefndin ætti fyrst að kanna starfsemi Breiðavík- urheimilisins á árunum 1950–1980 og ljúka þeirri könnun á þessu ári. Að því loknu væri mögulegt að fela nefndinni rannsókn á öðrum vist- og meðferð- arheimilum en með frumvarpinu er búin til um- gjörð utan um þá rannsókn sem ríkisstjórnin hafði áður ákveðið að færi fram. Rætt hefur verið við Róbert R. Spanó, lagaprófessor við Háskóla Ís- lands, um að hann taki að sér formennsku í nefnd- inni. Össur Skarphéðinsson sagði að ekki væri nægj- anlegt að rannsaka stofnanir sem höfðu börn og unglinga í sinni umsjá, full ástæða væri m.a. að rannsaka sérstaklega upplýsingar um að einstak- lingar hefðu sætt harðræði og illri meðferð í Byrg- inu. Þá spurði hann hvort ekki væri sjálfsagt að rannsóknin næði einnig til Heyrnleysingjaskólans og minnti á að nýlega hefði Sigurlín Margrét Sig- urðardóttir, óháður þingmaður, greint frá því hversu skelfileg líðan barna hefði verið í skólan- um, s.s. einelti, ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. „Af hverju talar hann bara um Breiðavík. Ég held að málefni Heyrnleysingjaskólans séu miklu verri,“ sagði Össur um ræðu Geirs. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson tóku undir með Össuri að rannsóknin yrði að beinast að fleiri heimilum en Breiðavík. Geir H. Haarde svaraði því til að byrjað yrði á að rannsaka Breiðavík og síðan yrði kannað hvort það þjónaði skynsamlegum tilgangi að halda rann- sókn áfram, engum stofnunum yrði hlíft. Í þingsal Þingmenn gæta stundum orða sinna. Fleira rannsakað en Breiðavík Guðjón Arnar Kristjánsson: „Mér sýnist að þetta sé kannski svolítið vafasöm framsetning. Ég óttast að það sé verið að festa ákveðna hluti í sessi sem við er- um algjörsamlega ósammála í Frjálslynda flokknum. Ríkis- stjórnin er búin að vinna í þessu í nokkra daga án þess að bera nokk- uð undir okkur og við höfum ekki haft tíma til að kynna okkur þetta. Jón Kristjánsson: „Ég var fylgj- andi því að farið yrði að tillögu auðlindanefndar en þetta er dálítið knappara. […] Ég veit ekki betur en það sé sameig- inlegur skilningur stjórnarflokk- anna að þetta eigi hvorki að auka né minnka réttindi í sjávarútvegi og jafnframt að með þessu sé tryggt að ekki vinnist hefðarréttur á hver eigi fiskinn í sjónum.“ Ögmundur Jónasson: „Það hefur farið fram vinna um stjórn- arskrárbreyt- ingar sem við höfum tekið full- an þátt í. En síð- an bregður svo við að með hraði er soðin saman breytingartillaga án aðkomu okkar og án nokkurrar tilraunar til sam- ráðs við okkur. Þetta eru forkast- anleg vinnubrögð.“ Össur Skarphéð- insson: „Við höfum eins og ábyrgri stjórnarandstöðu sæmir ákveðið að taka okkur tíma til að skoða þetta vel. Okkur þykir sem ríkisstjórnin hafi brotið allar hefðbundnar sam- skiptareglur við stjórnarandstöð- una […]. Skýringar á frumvarpinu virka mjög sundurlausar og þver- stæðukenndar á köflum.“ Einar Oddur Kristjánsson: „Við gerum þetta í fullkomnu trausti þess að þetta muni ekki raska neinu í skipan þessara mála. Margir hafa gagnrýnt það réttilega að mínum dómi að menn skuli fara að flytja mál um stjórnarskrá með svo litlum fyr- irvara. En þetta var pólitísk nið- urstaða og við vonum að það haldi.“ ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag. Flest málin sem eru á dagskrá eru komin út úr nefnd og því um aðra eða þriðju umræðu að ræða. Vegna anna hefur verið ákveðið að hafa þingfund á morgun en alla- jafna eru ekki þingfundir á föstu- dögum. Þá hefur verið ákveðið að hefja þingfundi klukkan 10.30 alla næstu viku þar sem mörg mál bíða afgreiðslu og áætluð þinglok eru næsta fimmtudag. Dagskrá þingsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.