Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 26
matur 26 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Ítölsk matargerð hefur löngumátt veglegan sess í huga Arn-ars Bjarnarsonar og sá áhugifékk byr undir báða vængi þegar hann fluttist tímabundið til Ítalíu ásamt konu sinni, Rakel Hall- dórsdóttur. Hann segir einfaldleik- ann og hráefnin í hávegum höfð á Ítalíu. „Við höfum alltaf verið svolítið dugleg að velta fyrir okkur mat- argerð. Svo bjuggum við á Ítalíu, reyndar í tveimur lotum, í fyrra skiptið í tæpt ár og það síðara í eitt og hálft ár. Þá gátum við ræktað þennan áhuga frekar og þar kynnt- umst við ítalskri matargerð frá fyrstu hendi. Síðan höfum við haldið okkur við hana að mestu.“ Ítalir hafa löngum verið þekktir fyrir pítsur og pasta sem að sögn Arnars er enn áberandi í mataræði þeirra. „Pastað skipar sérlega stór- an sess og fólk er jafnvel með pasta- rétti á gamlárskvöld sem meira er lagt í en hversdagslega. Risotto er einnig mikið á borðum hjá þeim en það er einmitt þessi einfaldi matur sem heillar okkur og við eldum mik- ið heima hjá okkur. Yfirleitt er þessi matur líka léttur og þó að sumir séu farnir að forðast mat á borð við grjón og pasta hafa Ítalir nú borðað það í gegn um aldirnar án þess að verða sérstaklega meint af. Ef eitt- hvað er eru þeir frekar spengilegir miðað við margar aðrar þjóðir.“ Ítalía er ekki síður þekkt fyrir vínin sem Arnar segir vera fyrsta flokks og að lokinni seinni dvölinni ytra ákváðu þau Rakel að hefja inn- flutning á þeim. Fyrirtæki þeirra heitir einfaldlega Vín og matur. „Við höfum einbeitt okkur að því að flytja inn það sem okkur finnst gott,“ seg- ir Arnar. „Sumt er ekki sérlega praktískt viðskiptalega og sumt er í mjög litlu magni. Við erum t.d. með lífrænar ólífuolíur og hunang og einnig súkkulaði frá Toscana auk vínanna. Þetta er ekki stórt fyr- irtæki enda einbeitum við okkur ein- faldlega að því sem við höfum áhuga á.“ Arnar viðurkennir að sennilega séu þau hjón töluverðir sælkerar. „Við reynum að elda á hverju kvöldi þó að stundum kaupum við eitthvað sem minna þarf að hafa fyrir, eins og fiskinn frá Fylgifiskum. Okkur finnst líka mjög gaman að bjóða fólki í mat og þá er auðvitað bæði góður matur og góð vín á borðum.“ Grilluð pítsa með rucola Með því að grilla pítsuna, nota ferska tómatsósu og mozzarella fæst karakter sem minnir á ekta, eldbak- aða pítsu frá Ítalíu. Deig: 500 ml volgt vatn 2 msk. jómfrúarólífuolía örlítið salt örlítið þurrger (1⁄4 úr litlum poka) hveiti Vatnið sett í skál, saltinu, olíunni og gerinu bætt út í og hært í þar til gerið leysist upp. Hveitinu bætt í þar til deigið er orðið nægilega þurrt til að hnoða það auðveldlega á borði. Hnoða og geyma síðan í klukkutíma eða svo. Sósa: 1,5 kg af þroskuðum tómötum 1–2 laukar (fer eftir stærð) Tómatar og laukar skornir í fernt og settir á pönnu við meðalhita í 15 mínútur eða þar til auðvelt er að losa hýðið af tómötunum. Laukarnir eru teknir úr og ekki notaðir frekar í þessa uppskrift. Hýðið fjarlægt af tómötunum og þeir síðan maukaðir í sósu í matvinnsluvél. Tómatsósan sigtuð til að ná fræjunum úr og þeim hent. Álegg: Klettasalat (rucola) Slatti af ferskri basilíku Mozzarella ostur (þessi í pokunum, fljótandi) Jómfrúarólífuolía Salt (gróft sjávarsalt) Pipar (nýmulinn) Grillið hitað vel upp og teinarnir penslaðir létt með ólífuolíu. Deiginu skipt í 8 hluta eða svo (þannig að tvær pítsur komist á grillið), hver hluti flattur mjög þunnt út og brett upp á kantana svo sósan flæði ekki út fyrir og ofan í grillið. Pítsubotn- arnir eru þá settir á heitt grillið og sósunni hellt varlega á hvern botn, ostinum raðað og salti og pipar stráð yfir. Grillað í svona 5 mínútur en passa sérstaklega að botnarnir brenni ekki með því að hafa grillið lokað og opið á víxl. Rétt áður en pítsurnar eru teknar af er rifin bas- ilíkan sett á en klettasalatið ekki fyrr en pítsan er borin fram. Ólífu- olíuna er best að hafa á borðinu svo hver geti sett hana eftir sínum smekk. Vitiano-rauðvínið frá Falesco í Umbria-héraðinu á Mið-Ítalíu pass- ar frábærlega með pítsunni. Súkkulaði-cantucci Þetta eru súkkulaðisprengjur. Can- tucci-smákökur með kakói í deiginu, súkkulaðibitum og síðan hjúpaðar með súkkulaði að hálfu. Cantucci eru þær ítölsku smákökur sem margir kalla oft biscotti en bis- cotti þýðir í raun og veru bara „kex“ á ítölsku og því réttara að nota can- tucci. Hinar ílöngu cantucci- smákökur eru í ýmsum útgáfum en sú klassíska er ljós að lit, sæt og með möndlum. 6 msk. ósaltað smjör við stofuhita 2 b hveiti ½ b ósætt kakó 1 tsk. bökunarsódi 1⁄4 tsk. salt 1 b sykur 2 stór egg 1 b möndlur ½ b 70% súkkulaði, skorið í smáa bita ½ b 70% súkkulaði, brætt til að hjúpa með (ath. bollar miðast við amerískan bolla) Hita ofninn í 180°C. Blanda sam- an hveitinu, kakóinu, bökunarsód- anum og saltinu í skál. Smjör og sykur sett í aðra skál og þeytt sam- an þar til það er létt og loftkennt. Eggjunum síðan bætt út í og þeytt varlega þar til þau hafa blandast vel saman við. Sett úr báðum skálum í hrærivél og hrært þar til það er vel blandað saman. Möndlum og súkku- laðibitum bætt út í og hrært þar til það er vel blandað saman. Deiginu skipt í tvennt og báðir hlutar settir á bökunarpappír sem smjör og hveiti hefur verið borið létt á. Báðum deighlutum er þjappað varlega niður og mótaðir þar til þeir eru fremur flatir og ílangir (um 7x25 cm), ekki of flatir þó. Bakað í ofni í 25 mínútur og kælt í um 5 mínútur. Skorið þversum niður með beitt- um hníf þannig að kökurnar verði um 2 cm á þykkt. Kökunum er síðan raðað á bökunarpappír (sárið niður) og bakaðar í svona 8 mínútur. Hálfsætt, freyðandi og ljúft Mos- cato d’Asti frá La Spinetta í Pie- monte-héraðinu á N-Ítalíu gerir smákökuátið að upplifun. Eplasalat með parmaskinku Salat (stökkt og bragðmikið – veljið það sem lítur best út hverju sinni) 2 bréf af parmaskinku (eða San Daniele) 3 epli af sitt hvorri tegundinni 1 msk. sesamfræ 3 msk. jómfrúarólífuolía 1 msk. rauðvínsedik Salt og pipar 6 ristaðar sneiðar af hvítu, ítölsku, brauði. Eplin skorin niður í þunna strimla og sett í skál. Sesamfræjum, ólífu- olíu, ediki, salati, salti og pipar bætt út í og hrært varlega með sleif (eða hrist nokkrum sinnum) þar til það blandast saman. Ristað brauðið er sett á platta, parmaskinkunni raðað yfir og síðan hellt úr skálinni yfir allt saman. Borið fram. Með þessum sumarlega rétti þarf flott, ilmríkt og brakandi ferskt hvítvín eins og Grecante frá Arnaldo Caprai í Umbria-héraðinu. Spengilegir miðað við margar aðrar þjóðir Morgunblaðið/Sverrir Eldbökuð Arnar Bjarnason skellir pítsunum gjarnan á útigrillið en þannig segist hann fá ekta, ítalska áferð á botninn. Léttur, einfaldur matur úr af- bragðshráefnum er aðal ítalskrar matargerðar www.vinogmatur.is Ítalskt Pítsan er bæði einföld og létt eins og flest í ítalskri matargerð. Nýir matreiðsluþættirhófu göngu sína ámbl.is í gær, þeirfyrstu hér á landi sem framleiddir eru eingöngu fyrir Netið. Það eru landsliðskokkarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Ragnar Ómarsson sem sjá um þættina og verða uppskriftir að því sem þeir elda á vefvarpi mbl.is birtar hér á síðum Daglegs lífs á föstudögum. Kjúklingasalat með engi- fer, hvítlauk og límónu Þetta salat er sniðugt eftir kjúk- lingaveislu gærdagsins eða þegar lítill tími er til eldamennsku. Þá er fljótlegt að grípa eldaðan kjúkling í stórmarkaðnum og rífa niður á 5 mínútum og blanda við ferskt bragð frá Asíu. Nam Prik dressing í uppskriftinni er tilvalin á eldað kjöt því vatnið fer inn í kjötið og skilur eftir ferskt bragð og er því alveg fitulaus. 1 eldaður kjúklingur (gott er að nota afganga frá kvöldinu áður) Nam Prik dressing 50 ml sódavatn eða sykur-síróp (50 ml vatn 30 g sykur) safi og börkur af 1 límónu 1 rif fínt saxaður hvítlaukur 1 lítill hnúður engifer ½ kjarnhreinsaður chili salt og pipar ferskur kóríande - má sleppa ferskt dill - má sleppa 10% sýrður rjómi í flösku er til- valin sósa þegar hugsa á um heilsuna Fínt rífið engifer, hvítlaukur og börkur af lime sem búið er að ná af með fínu rifjárni er blandið í sykursýrópið (eða sódavatnið), ásamt limesafa og fínt söxuðum kjarnhreinsuðum chili. Blandað salat Salat er blandað eftir smekk en t.d. má í þvðí hafa Baunaspírur Klettasalat Fetaost Lambastrimlar í pudina- tikkasósu með couscous og tortillakökum Afgangur af lambasteikinni (getur einnig verið kjúklingur, naut eða svínakjöt) Pudina-tikkasósa (getur einnig verið hvaða önnur tilbúinn sósa eins og salsasósa,tikkamasala, bara hvað sem hverjum og einum finnst gott.) Skerið kjötið í strimla og setjið í pott ásamt sósunni. Smakkið til með salti og pipar og haldið heitu. Couscous 4 bcouscous(hreint ,ekki með bragðefnum) 4 b vatn 3 msk. sólþurrkað tómatpestó salt og pipar smá sítrónusafi eftir smekk Blandið couscousinu saman við pestóið í skál (smá lime líka ) og hellið sjóðandi heitu vatni yfir couscousið og hrærið létt í. Setj- ið plastfilmu yfir skálina og látið standa í 10 mínútur. Þá er aðeins hrært í þessu og smakkað til með salti, pipar og sítrónusafa. Tortillapönnukökur eru skorn- ar í tvennt og aðeins hitaðar á pönnu. Setjið gott salatblað á pönnukökuhelminginn eins og t.d. Romaine, þá couscousið, kjötið í sósunni og kannski rifinn ost eða fetaostinn efst. Einnig má nota hvaða grænmeti sem er og láta bara hugmyndaflugið ráða. Meistaramatur Kjúklingasalat með engifer og hvítlauk.Lambastrimlar í pudina-tikkasósu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.