Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 33 urbirni Einarssyni biskupi. Síðast var það á þrjátíu ára vígsluafmælinu 3. október sl. Við hittumst fyrst í kór Dómkirkjunnar og hlýddum á dr. Sigurbjörn, þáðum enn blessun hans og áttum síðan kvöldið saman í góð- um fagnaði. Það er bjart yfir minn- ingu sr. Péturs. Við kveðjum kæran vin, félaga og bróður og felum hann fyrirheitum hins krossfesta og upp- risna frelsara um endurskapað líf í upprisuljóma. Við vottum Ingu, börnum þeirra sr. Péturs og ástvin- um dýpstu samúð okkar og biðjum góðan Guð sem lætur sól renna upp af hæðum að lýsa þeim veginn fram. Gunnþór, Hjálmar, Vigfús Ingvar og Vigfús Þór. Það var fyrir rúmum fjörutíu ár- um að undirritaður lagði upp í ferð til Akureyrar með æskulýðsfélögum úr Langholtssöfnuði. Fyrir norðan tóku á móti okkur félagar úr Æskulýðs- félagi Akureyrarkirkju. Seint eða aldrei gleymist þessi ferð og móttök- urnar sem við Reykvíkingarnir feng- um fyrir norðan. Þar leiddu og stjórnuðu allri dagskránni séra Pét- ur Sigurgeirsson, síðar biskup Ís- lands, og séra Birgir Snæbjörnsson. Í hópnum sem tók á móti okkur voru meðal annarra þrír ungir æsku- lýðsleiðtogar sem síðar áttu eftir að gerast þjónandi prestar. Það voru þeir Gylfi Jónsson, Pálmi Matthías- son og hann Pétur Þórarinsson okk- ar sem lést hinn 1. mars sl. eftir langa og hetjulega baráttu. Ekki þarf að geta þess að við sem komum að sunnan vorum heilluð af öllu starfinu, æskulýðsstarfinu á Akur- eyri. Síðan liðu árin og æskulýðsleið- togarnir að norðan hófu nám við guð- fræðideild Háskóla Íslands. Þar lágu leiðir okkar saman á ný. Við nám í guðfræðideildinni og í öllu félagslífi deildarinnar eignaðist ég þessa þrjá æskulýðsleiðtoga að norðan sem ævivini. Pétur tók virkan þátt í öllu fé- lagslífi guðfræðinema. Víða var kom- ið við, söfnuðir á landsbyggðinni heimsóttir og ferðast var til útlanda Innanhúsfótboltinn var stundaður en þar eins og á öllum sviðum mann- lífisins kom fram hve kraftur, lífs- kraftur, Péturs var mikill. Aldrei kom neitt annað til greina en að vinna leikinn. Sú hugsun einkenndi hann allt hans líf. Pétur ákvað að taka prestsvígslu að loknu guðfræðináminu. Hugur hans stefndi út á land og var hann vígður af séra Sigurbirni Einarssyni biskupi hinn 3. október árið l976 til að gegna Hálsprestakalli í Eyja- fjarðarprófastsdæmi. Auk Péturs voru vígðir fimm aðrir guðfræðik- andídatar til að gegna prestsþjón- ustu, þeir Gunnþór Ingason, Hjálm- ar Jónsson, Sighvatur Birgir Emilsson, sem lést á liðnu ári, Vigfús Ingvar Ingvarsson og Vigfús Þór Árnason. Þessi prestsvígsla var fjöl- mennasta vígslan í biskupstíð séra Sigurbjarnar Einarssonar biskups. Eftir vígsluna störfuðum við Pétur báðir í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Áttum við og fjölskyldur okkar margar góðar stundir saman fyrir norðan. Við prestarnir sem vorum vígðir saman tókum upp þann sið að hittast á fimm ára fresti á vígsludegi okkar ásamt Sigurbirni biskupi. Nú síðast hittumst við hinn 3. október sl. á þrjátíu ára vígsluafmælinu. Áttum við þann dag einstaka stund í Dóm- kirkjunni og ánægjulega kvöldstund með vígsluföður okkar, Sigurbirni biskupi. Þessi stund var okkur öllum mjög dýrmæt og ég veit að Pétur og Inga höfðu orð á því hve slíkar stundir væru dýrmætar í lífinu og ógleymanlegar. Já, þær voru margar dýrmætu stundirnar sem ég átti með Pétri í gegnum tíðina. Hversu oft hugsaði maður ekki, ef hann getur komið öllu þessu í verk, þrátt fyrir sína erfiðu baráttu, ætti verkið að vera létt fyrir okkur hin sem búum við góða heilsu. Þegar litið er til baka koma upp ótal minningabrot er tengjast Pétri og starfi hans. Æskulýðsmót á Siglu- firði og víða fyrir norðan. Eitt slíkt mót er mér þó afar hugstætt en það var æskulýðsmót í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. Þar var saman komið á þriðja hundrað unglinga. Einstakur andi ríkti á mótinu. Mikið var sungið, keppt var í íþróttum o.s.frv. Á einni bænastundinni kynnti séra Pétur okkur prestunum og æskulýðsfélögunum fallega bænasálminn Í bljúgri bæn og þökk til þín. Ekki var að spyrja að því að þessi fallegi sálmur Péturs náði til allra viðstaddra og síðan hefur hann náð til allra landsmanna. Mikið er það rétt „að tíminn líður en andar- takið lifir“. Mörg einstök andartök koma upp í hugann þegar líf Péturs er skoðað. Hann skilur eftir sig merk spor og ljúfar minningar. Það geisl- aði af honum í öllu lífi og starfi en í því var hann studdur á ómetanlegan hátt af eiginkonu sinni, henni Ingu. Megi minning hans falleg og björt lifa þótt ár og dagur líði. Megi hinn lifandi Guð og faðir sem ávallt er okkur „hæli og styrkur“ gefa þér, Inga mín, og fjölskyldu ykkar Péturs sinn kraft. Við Elín þökkum vináttu og tryggð liðinna ára. Vigfús Þór Árnason. Myndir Pétur úti á palli að vökva blómin, sólin skín. Hann tyggur tunguna, sönglar. Hundarnir vappa í kring. Börnin leika sér úti, sýna afa kúnstir, sækja rabarbara. Afi hættir að tyggja tunguna, fær sér rabar- bara með krökkunum sem halda áfram að sýna afa og afi hvetur. Nafnar í tölvunni. Afi prentar út ægilegar drekamyndir, amma skrif- ar ævintýralegar sögur upp úr þeim yngri sem eiga við myndirnar. Afi kemur á sexhjólinu, tekur krakkana í skúffuna, nú á að fara niður á Þor- steinsstaðaeyri og flagga fyrir æð- arkollurnar. Amma kemur á eftir afa með nestið. Krakkarnir brosa út að eyrum, að vera á hjólinu með afa og fá nesti hjá ömmu er ótrúlega gott. Pétur að snúa niður á hólmum, Þór- arinn að slá. Brakandi þurrkur, þeir halda áfram fram í myrkur. Koma heim þreyttir en glaðir. Verið að smala hólmana. Pétur á hjólinu, Ingólfur Birnir með afa, þeir söngla báðir. Eftir viðeigandi bölv og ragn í talstöðvunum rennur féð upp að fjárhúsunum. Afi segir krökkun- um til, hvar eigi að standa þegar fénu er ýtt inn í fjárhúsin. Féð virðist vænt. Komin er nótt, enn sést tíra frá skrifstofunni hans Péturs. Lík- lega að vinna við skýrsluhaldið, ómvöðvinn skal færður rétt inn. Daginn eftir er spáð í líflömbin. Fjölskyldan öll við borðstofuborð- ið, gott að borða, mikið spjallað og hlegið. Pétur með hnyttnar setning- ar og gerir góðlátlegt grín að Ingu. Samband þeirra einstakt. Alltaf svo mikið öryggi. Pétur á sjúkrahúsinu, þjakaður af einhverju meini. Kemur heim tvíefldur, nú væri gott að fjölga fénu. Feðgar fara í málið og láta verða af því. Aðventukvöld í kirkj- unni, Pétur og Inga með leikþátt. Pétur rebbinn, Inga gæsin. Leikið af fingrum fram þar til kirkjugestir, ungir sem aldnir, hlæja dátt. Gemlingur að bera, ekkert geng- ur, grindin þröng, lambið stórt. Pét- ur sóttur heim í rúm, ekki vel frísk- ur. Beint út í fjárhús, sest ofan í króna, talar við kindina, tyggur tunguna. Nær í fót, svo annan, ekki líður á löngu áður en hann dregur nýfætt lamb að snoppu móðurinnar og fær hana til að kara lambið. Út- ataður í sauðburðarskít kemur hann sér upp úr krónni, brosir, virðist miklu frískari en þegar hann kom. Bjartsýnn, hlakkaði til sumarsins. Búinn að kaupa nýjan traktor, ætlaði að heyja sem aldrei fyrr. Fór á sjúkrahúsið eins og svo oft en kom ekki til baka í þetta sinn. Traktorinn stendur ónotaður á hlaðinu, við erum hnípin. Ef við tök- um okkur Pétur til fyrirmyndar verður framtíðin góð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hólmfríður. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Pétri og Ingu í Laufási sumarið 1996, þegar ég var hjá þeim sumarlangt að rita frásögn þeirra, sem hlaut titilinn Lífskraftur. Sá tit- ill var sannarlega réttnefni, því lífs- krafti og kærleika geislaði frá þeim hjónum. Það var ómetanlegt að fá að njóta hinnar hlýju nærvera þeirra, gleði og gáska fjölskyldunnar og elskusemi þeirra allra. Þrátt fyrir langa baráttu við sykursýki og á stundum sár vonbrigði, leit Pétur aldrei á sig sem sjúkling. Honum fannst sem orðið eitt og sér fæli í sér uppgjöf og var þess fullviss að ef fólk, sem ætti við veikinda að stríða, hætti að nota þetta orð um sjálft sig, væri hálfur sigur unnin í baráttunni. Líf Péturs sjálfs var lifandi sönnun þess. Jafnvel þegar hann hafði verið gerður tveimur fótleggjum styttri, eins og hann sagði, þá var hann ekki sjúklingur. „Engir tveir líkamar eru eins,“ sagði hann, „og minn líkami býr við þetta sérstaka ástand. Því ástandi þarf einfaldlega að mæta og reyna eftir bestu getu að uppfylla þær kröfur sem það gerir. Það er allt og sumt. Svo einföld og yfirveguð niðurstaða fæst ekki bráttulaust. Hún er fengin eftir harða glímu hið innra, glímu við sjálfan sig – og glímu við Guð. Niðurstaða Péturs er merkileg frá mörgum sjónarhorn- um, en ekki síst sem dýrkeyptur ávöxtur gríðarlegrar reynslu sem hann miðlaði svo ríkulega til ann- arra, sem glímdu einir við sitt ástand, sínar efasemdir, sinn Guð. Líkaminn er ekki manneskjan held- ur verkfæri hennar. Manneskjan sjálf er andinn sem býr í efninu; efn- ið er misvel útbúið og það er for- gengilegt, en það er andinn sem stjórnar og lifir. Þetta viðhorf Péturs hefur verið mörgum ómetanleg hvatning. Sigrar Péturs á hinum krefjandi verkefnum daganna voru unnir af þeim hjónum í sameiningu, því þar sem Pétur var, þar var Inga einnig. Áföllin sem þau mættu voru sannarlega mörg, en sigrar þeirra voru líka stórir. Það er jú fyrst í erf- iðleikunum sem reynir á hver maður er í raun, hvaða styrk maður býr yf- ir. Samvinna Ingu og Péturs var ein- stök í hinu daglega lífi í Laufási, sem ekki aðeins var stórt sveitaheimili heldur einnig fornt prestssetur þar sem fjöldi gesta renndi í hlað til að skoða sig um og þiggja leiðsögn og kaffi. Þar fyrir utan kallaði starf prestsins á mikinn gestagang og margvíslegt umstang á öllum tímum sólarhrings. En allt voru þetta að- eins verkefni, sjálfsögð verkefni hins daglega lífs, unnin af sérstakri alúð og umhyggju. Þau hjónin hafa mörgu grettistakinu lyft sem ekki fór hátt eða æðrast var yfir, heldur einfaldlega gert af þeirri hlýju og nærgætni sem þeim var eðlislæg. Fyrir Pétri var bóndinn samverka- maður Guðs í náttúrunni, ábyrgur fyrir þeirri jörð sem honum hafði verið treyst fyrir. Og sem prestur var Pétur samverkamaður kærleik- ans í mannlífinu. Hann bjó yfir mikl- um andlegum styrk sem hann átti auðvelt með að miðla og það fylgdi honum hlýr kraftur og máttug út- geislun þegar á reyndi. En einnig svo mikil blíða og sönn hjartans gleði. Svo margslungið og flókið sem prestsstarfið getur verið, má með sanni segja að það hafi verið mörg- um blessun að Pétur Þórarinsson skyldi hafa gert það að ævistarfi sínu. Það gaf honum mikið, jafnt og það hefur einnig reynt mikið á hann, eins og hvern þann sem rækir starf sitt af ábyrgð og vill leysa hvert verkefni sem best af hendi. Hinn fagri og tæri sálmur hans, Í bljúgri bæn, segir meira en mörg orð um hug Péturs, ekki aðeins um trú hans, heldur ekki síður hver hann var af hjarta; einlægur, opinn, hreinn og beinn. Pétur var glaðlyndur og af- skaplega skemmtilegur maður og kunni vel að gefa ríkulega af gleði sinni. Því er fyrir mikið að þakka, þar sem líf og starf Péturs Þórarins- sonar er, gjafir hans til samferða- manna eru verðmæti sem munu vaxa séu þær gefnar áfram. Og þegar hann kveður nú er gott að geta þakk- að fyrir svo góðar stundir með svo góðum dreng. Þannig minnist ég hans, með djúpu þakklæti fyrir sum- arið í Laufási og einstaklega gefandi samveru við Pétur og Ingu og fjöl- skyldu þeirra. Friðrik Erlings. Eyjafjarðarsól hefur brugðið birtu. Sr. Pétur Þórarinsson er genginn. Garpur, sem barðist til hinstu stundar. Lífskrafturinn virt- ist óþrjótandi. Þegar öll sund voru talin lokuð fann hann nýja sóknar- leið. Vann sig út úr erfiðleikunum og stóð keikur tilbúinn í baráttu við næstu vá. Þannig mönnum er fengur í að kynnast. Sr. Pétur Þórarinsson var ekki fyrir það að fara troðnar slóðir. Hann valdi ævinlega þá leið sem hans sannfæring bauð. Fyrir vikið fór hann stundum fram úr sjálfum sér og stundum kostaði það átök að viðurkenna mistökin. Ódauðlegt kvæði hans, Í bljúgri bæn, segir sína sögu. Pétur gat verið víxlgengur; hann var mennskur, en hann var tilbúinn að viðurkenna mistökin og biðja almættið fyrirgefningar Pétur gat líka verið æringi ef hon- um þótti það henta. Hann hafði ekki þá trú að það væri kristniboðinu til framdráttar að prestar væru leiðin- legir. Helgislepja var honum ekki að skapi. Stundum galgopaðist hann jafnvel út yfir siðferðileg mörk en það var fyrirgefið. Minning hans og boðskapur lifir, en helgislepjuprest- arnir gleymast. Við brölluðum margt í orðræðum við sr. Pétur. Hann hafði einverju sinni á orði að það væri ekki nema eitt ráð til að verjast leiðinlegu fólki. Það fólst einfaldlega í því að leiða það hjá sér. Þá gæfist það upp og færi. Lengi vel notaði Pétur þetta ráð gagnvart sykursýkinni sem hann greindist með á barnsaldri. Hann reyndi að leiða hana hjá sér, hunsaði hana jafnvel, lét eins og hún væri ekki til. Sykursýkin móðgaðist og sendi Pétri hverja kárínuna á eftir annarri. Pétur vildi ekki gefa eftir, barðist af metnaði í íþróttum og öðr- um leikjum ungmenna, á meðan orka var til. Mottóið virtist vera; betra er stutt líf og skemmtilegt en langt og leiðinlegt! Með árunum áttaði Pétur sig á þeirri staðreynd að sykursýkin var það þaulsetin að hún varð ekki hrak- in burtu með leiðindum. Hann reyndi að ná sáttum en sykursýkin er langrækin. Hún nagaði og nagaði. Líffæri fóru að gefa sig, blóðrásin þrengdist, hjartað sendi viðvörun og þar kom að taka þurfti fætur. Húm- orinn var þó aldrei langt undan. Pét- ur sagði súrt að geta ekki lengur jarðað félaga sína í knattspyrnu þótt hann hefði til þess réttindi! Hann fór á stúfana en gat ekki gengið úr stjórn Kaupfélagsins! Já, Pétur var eftirsóttur í stjórnir og ráð, enda ráðagóður. Hann vann að málefnum kirkjunnar, sveitar sinnar, íþróttafélaga, ungmenna- félaga og bændasamtakanna, svo eitthvað sé nefnt. Eitt kjörtímabil var hann varamaður Stefáns Val- geirssonar á Alþingi. Ég minnist þess hins vegar ekki að hann hafi þrælað sér út fyrir samtök bindind- ismanna í sinni sveit! Þrátt fyrir öll áföllin var sr. Pétur sáttur við skapara sinn. Hann hélt trú sinni. Hann reiddist hins vegar hastarlega þegar eiginkonan, Inga Svava, veiktist af krabbameini. Þá talaði hann á kjarnyrtri íslensku við guð sinn. Það dugði. Inga er einstök baráttukona. Hún er eins og eikin, brotnar ekki; bognar aðeins við mót- læti en réttir alltaf úr sér aftur. Sér björtu hliðarnar á hverju máli. Hún var happafengur Péturs; eiginkona, hjúkrunarkona og hjálparprestur. Þar að auki ól hún manni sínum þrjú börn sem Pétur var afar stoltur af. Þau undu sér best í sveitinni og með aðstoð sveitunga og safnamanna tókst þeim að gera Laufás að því fjöl- sótta menningarsetri sem það er í dag. Þar að auki byggðu Pétur og Þórarinn sonur hans upp fjárbú, sem er eitt það stærsta við Eyjafjörð í dag. Inga og börnin syrgja mætan SJÁ SÍÐU 34 ✝ Okkar ástkæri, ÞORVARÐUR GUÐMUNDSSON bóndi, Stekkum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 4. mars. Útförin verður gerð frá Selfosskirkju laugardaginn 10. mars kl. 11.00. Sigríður Elín Guðmundsdóttir, Haukur Guðjónsson, Böðvar Sigurjónsson, Guðmundur Lárusson, Margrét Helga Steindórsdóttir, Valdimar Heimir Lárusson, Elísabet Helga Harðardóttir og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Dr. rer. hort. EINAR I. SIGGEIRSSON, andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 7. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Friðriksdóttir, Gylfi Magnús Einarsson, Katrín Jónína Björgvinsdóttir, Valgarð Einarsson, Linda María Stefánsdóttir, Margrét Ástrún Einarsdóttir, Þórir Kristinsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartans þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, PÉTURS VIÐARS KARLSSONAR, Grenigrund 38, Selfossi, sem jarðsunginn var frá Selfosskirkju laugardaginn 24. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll. Brynhildur Tómasdóttir, Páll Pétursson, Auður I. Ottesen, Kristján Karl Pétursson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Hrund Pétursdóttir Winckler, Anders Winckler, Hjörtur Leví Pétursson, Ásdís Ýr Aradóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.