Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning Svonefndar sjálfshjálparbækur byggjastað því mér hefur sýnst á því sem kallamá almælt sannindi eða almenna vitn- eskju. Til að mynda deila menn varla um það að þeim vegnar yfirleitt vel í lífinu sem skipu- leggja tíma sinn vel, bægja frá sér þráhyggju og slæmum hugsunum og eru fullir sjálfs- trausts. Frá því sjónarhorni eru bækur þess- arar gerðar þarfaþing þeim sem á þurfa á sjálfstyrkingu að halda og reyndar má færa fyrir því rök að flestir hafi gott af að tileinka sér margt það sem kennt er í slíkum ritum þó að leiðir að því marki sé alla jafna betra að finna með almennri skynsemi en með því að lesa bækur sem pakka sannindum inn í gervi- vísindi eða trúarstagl.    Sjálfshjálparfræðin eru arðbær í meira lagiog bækur þeirrar gerðar eru gjarnan met- sölubækur víða um heim, því við viljum öll verða betri, eða flest í það minnsta. Reglulega rísa líka bylgjur sjálfshjálparfræða, allir verða að kynna sér þennan eða hinn fræðinginn, lesa allt sem hægt er um þessa eða hina aðferðina. Algengt er að þessi fræði berist hingað frá Bandaríkjunum, enda eru trúarbrögð þar markaðsvædd, sjálfshjálpartrú líka. Nú ber aftur á móti svo við að mest selda sjálfshjálparbók vestan hafs er ættuð frá Ástr- alíu. The Secret heitir hún.    The Secretkemur ef- laust út á ís- lensku fljótlega enda er markaðs- setning á bókinni snilldarlega út- færð; í senn höfð- að til þeirra millj- óna sem keyptu Da Vinci lykilinn og þeirra sem keypt hafa bækur eftir Mitch Albom, Paulo Cohelo og Robin Sharma og ótal ann- arra sjálfshjálparfræðinga. Leyndarmálið er nefnilega sannkallað leyndarmál, eða var það í það minnsta þar til Rhonda Byrne kom upp um allt saman.    Eins og því er lýst á vefsetri útgáfunnar ogótal vefsetrum reyndar sem mæra bók- ina hefur leyndarmálið verið ljóst öllum helstu stórmennum sögunnar, Plato, Leonardo Da Vinci, Galileo, Napóleon, Victor Hugo, Jesú Kristi, Ludvig van Beethoven, Abraham Lin- coln, Thomas A. Edison, Alfred Einstein og Dale Carnegie, svo dæmi séu tekin. Allir þekktu þessir andans jöfrar leyndarmálið, eða réttara sagt Leyndarmálið, og nýttu það í vís- indum sínum, listsköpun, heimspeki, stjórn- málastarfi, hernaðarbrölti eða gróðabralli.    Leyndarmálið mikla var þó aðeins varðveittí munnlegri geymd í gegnum aldirnar og það var ekki fyrr en Rhonda Byrne, fráskilin miðalda móðir sem glímdi við þunglyndi rakst á bók frá 1910 sem hét því dægilega nafni Vís- indin við að verða ríkur, The Science of Gett- ing Rich. Í þeirri bók var því haldið fram að það eina sem þyrfti til að verða auðugur væri að hugsa sér það – ef maður hugsar nógu stíft um það sem mann langar í fær maður það. (Þetta er sem sagt leyndarmálið, Leynd- armálið, sem þú, kæri lesandi, færð hér grat- ís.) Gleymum því svo ekki að hvert selt eintak af Leyndarmálinu er sönnun þess að það sé sann- leikur – aðstandendur útgáfunnar, sem hljóta að vera öðrum fremri í fræðunum, vaða í pen- ingum geislandi af lífshamingju á öllum mynd- um. Þarf frekari vitnanna við? Leyndarmál aldanna Leyndarmál Markaðssetning á The Secret er snilldarlega útfærð; í senn höfðað til þeirra milljóna sem keyptu Da Vinci lykilinn og þeirra sem keypt hafa bækur sjálfshjálparfræðinga. AF LISTUM Árni Matthíasson » Það eina sem þarf til aðverða auðugur er að hugsa sér það – ef maður hugsar nógu stíft um það sem mann langar í fær maður það. Ludvig van Beethoven arnim@mbl.is VIÐ OG við er fyrsta sólóplata Ólafar Arnalds. Á henni flytur Ólöf þægilega vísnatónlist í anda Spil- verksins og Megasar en einnig má heyra áhrif úr austur-asískri tón- list og djassi. Söngstíll Ólafar gef- ur Við og við einstakt yfirbragð, röddin hennar er mjög sérstök en engu að síður afskaplega falleg. Stemmningin á plötunni er dýr- mæt, hún minnir á eitthvað gamalt og gott. Hvort sem það er eldhúsið hjá ömmu, fyrstu plötur Megasar eða bara að sitja í lopapeysu úti á túni – þá er það sér-íslensk líðan. Textarnir á Við og við eru á ís- lensku og bæði undirstrika hæfi- leika Ólafar og einlægni ásamt því að vera skemmtilega heimilislegir. Ólöf fjallar um daglega hluti eins og Ártúnsbrekkuna, vináttu og annað slíkt. Þetta gerir hún í þægi- legu tómi tónlistar sem er laus við óþarfa tilgerð og prjál. Einfaldar laglínur fá að njóta sín í hófstilltum en vel hugsuðum útsetningum. Vandaður gítarleikur er í forgrunni flestra laganna en önnur hljóðfæri koma fyrir eins og velkomin viðbót, aldrei yfirþyrmandi, frekar eins og eðlilegt framhald á annars góðum lögum. Það þarf ekki að taka það fram að innkoma Skúla Sverr- issonar er sérlega góð, hann ljáir plötunni bassaleik sinn af visku og færni. Það sama má segja um hina hljóðfæraleikarana, listrænn metn- aður er augljóslega í fyrirrúmi. Það er gaman að heyra plötu sem inniheldur svona mikið af hljóð- færum án þess að þau rekist á og verði kraðaksleg. Kjartan Sveins- son upptökustjóri hefur unnið verk sitt vel. Ég verð að játa að ég bjóst ekki við því að Við og við væri jafn góð plata og raun ber vitni. Í stað þess að heyra krúttlegar og barnalegar raddir og útsetningar, fékk ég þroskað verk ungrar konu sem veit hvert hún ætlar sér. Ólöf sýnir hér að hún er ekki aðeins fram- bærilegur tónlistarmaður, heldur einnig áhugaverð söngkona og virkilega góður laga- og textasmið- ur. Það er á fárra færi að skapa jafn góða stemmningu og hún gerir á Við og við. Hún nær tengslum við hlustandann á augabragði svo framarlega að hann gefur henni tækifæri. Það verður fróðlegt að sjá hvert framtíðin leiðir Ólöfu Arnalds. Sungið af hjartans lyst TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur Ólafar Arnalds nefndur Við og við. Öll lög og textar eru eftir Ólöfu ut- an ljóð í númer tíu og lag & texti í númer fimm. Ólöf syngur, leikur á gítar, koto- hörpu, charanga, fiðlu, víólu, orgel og páku. Aðrir hljóðfæraleikarar eru: Skúli Sverrisson á kontrabassa, Róbert Sturla Reynisson á gítar, Kjartan Sveinsson á píanó, Matthías Hemstock á bjöllur, Hildigunnur Halldórsdóttir á fiðlu, Ari Þór Vilhjálmsson einnig á fiðlu, Þórarinn Már Baldursson á víólu, Sigurgeir Agnarsson á selló, Stefán Jón Bernharðsson á horn, Emil Friðfinnsson á horn, Sigurður Þor- bergsson á básúnu, Grímur Helgason á klarinett og Eiríkur Orri Ólafsson á tromp- et. Upptökustjórn, umsjón og ráðgjöf: Kjartan Sveinsson. Hljóðblöndun og tón- jöfnun: Birgir Jón Birgisson og Kjartan Sveinsson. Sérlegur listrænn ráðgjafi var Skúli Sverrisson. Upptökur fóru fram í Sundlauginni og Víðistaðakirkju. 12 Tón- ar gefa út. Ólöf Arnalds – Við og við  Helga Þórey Jónsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Einstök Við og við er fyrsta sólóplata Ólafar en hún hefur þó víða komið við í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. vaxtaauki! 10% Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is A RG U S / 07 -0 16 6 4.000kr.SPARAÐU 4.000kr.SPARAÐU 4.000SPARAÐU 2.990 6.990 4.000kr.SPARAÐU GÆÐI Á LÆGRA VERÐI 4.000kr.SPARAÐU Vnr. 74804118 Borvél EINHELL RAFHLÖÐUBORVÉL 18V, 2 rafhlöður fylgja. GIL DIR AÐEINS Í DAG á með an birgðir endast Hámark ein borvél á mann TECHNO.IS heldur upp á tveggja ára afmæli sitt á NASA í kvöld. Aðalnúmer kvöldsins er slóvenski plötusnúðurinn Valentino Kanzyani sem kemur fram ásamt þremur öðrum plötusnúðum, en Kanzyani er einna þekktastur fyrir að spila alltaf tvö lög á sama tíma. Auk hans koma fram Exos og Plugged, en Plugged sat einmitt í toppsæti árslista Techno.is árið 2006 með endurhljóðblöndun lagsins Koka- loca með Dr. Mister og Mr. Hand- some. Tveggja ára afmæli Techno.is á NASA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.