Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁN FREKARI virkjana fyrir stóriðju verður raforkuverð til al- menningsrafveitna orðið helmingi lægra að raungildi árið 2010 en það er nú. Þetta mat las ég í skýrslu Landsvirkjunar fyrir rúmum ára- tug. Á árinu 2005 var raforkusala Landsvirkjunar til al- menningsrafveitna á níunda milljarð króna. En er þessi mikli kostnaður heimila og fyrirtækja í landinu í samræmi við eðlilegar arðsemiskröfur Lands- virkjunar eða beitir Landsvirkjun yf- irburðastöðu sinni og leggur á heimilin og fyrirtækin í landinu eins konar stór- iðjuskatt? Til að svara þessari spurningu voru árs- reikningar Landsvirkjunar skoðaðir aftur til ársins 1965 er hún var stofn- uð og mat lagt á rekstur og upp- byggingu virkjana vegna raf- orkusölu til almenningsrafveitna. Tvær leiðir voru valdar. Annars veg- ar var gert ráð fyrir að virkjanir reistar fyrir 1974 með síðari end- urbótum, að Búrfellsvirkjun (I&II) meðtaldri, væru nýttar til raforkuframleiðslu til almenningsveitna. Hins vegar að virkj- anir reistar fyrir 1969 að viðbættum minni virkjunum á stærð við Villinganesvirkjun væru reistar með þriggja ára millibili fram til ársins 2005 til að sinna raforkuþörf almenningsveitna. Niðurstöður þessara útreikninga sýna að við eðlilega langtíma arðsemiskröfur er stóriðjuskattur Landsvirkjunar á heimilin og fyr- irtæki í landinu vel yfir tveir millj- arðar króna á ári, en hér er einungis lagt mat á stóriðjuskatt Landsvirkj- unar. Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja selja einnig raforku til stóriðju og væri fróðlegt að fá sambærilegt mat á raf- orkuverði til almennings við eðlilega arðsemiskröfu sinntu þær stofnanir einungis raforkusölu til almennings. Í meðfylgjandi töflu sést að heild- söluverð KW-stundar til almenn- ingsrafveitna er þrefalt hærra en til stóriðju eða á 4,18 krónur á móti 1,40 krónum til stóriðju. Í ljósi gríðarlegra hagsmuna heimila og fyrirtækja í landinu og sömuleiðis vegna náttúruverndar og stóriðjuuppbyggingar væri æskilegt að trúverðugur aðili á borð við Rík- isendurskoðun legði mat á hvort raf- orkuverð til almenningsrafveitna sé hærra en ella vegna stóriðjusamn- inga, en í lögum um Landsvirkjun segir í 13. gr. „… Til orkusölusamn- inga til langs tíma, við iðjuver sem nota meira en 100 Gwst á ári, þarf Landsvirkjun leyfi ráðherra þess er fer með orkumál. Slíkir samningar mega ekki að dómi ráðherra valda hærra raforkuverði til almennings- rafveitna en ella hefði orðið.“ Í gegnum árin hefur Ríkisend- urskoðun farið yfir fjármál og starf- semi fyrirtækja og stofnana sem tengjast hinu opinbera og komið fram með gagnlegar athugasemdir um rekstur og starfshætti þeirra. Dæmi þar um eru athuganir á starf- semi sjúkrahúsa, Byggðstofnunar, þjóðkirkjunnar og nú síðast Byrg- isins. Í ljósi yfirburðastöðu Lands- virkjunar og þess hversu gríðarleg fjárhagsleg umsvif hennar eru og það á ábyrgð allra landsmanna er það skoðun mín að Ríkisend- urskoðun eigi að hafa reglubundið eftirlit með fjármálalegum um- svifum hennar og verðlagningu og gæta þar hagsmuna almennings. Fyrir áhugasama eru ársreikn- ingar Landsvirkjunar allt aftur til ársins 1965 að finna á vefsíðu minni www.johannrunar.is Milljarða stóriðju- skattur heimila og fyrirtækja Jóhann Rúnar Björgvinsson fjallar um raforkuverð » Í ljósi gríðarlegrafjárhagslegra um- svifa Landsvirkjunar er það skoðun mín að Rík- isendurskoðun eigi að hafa reglubundið eftirlit með starfsemi hennar. Jóhann Rúnar Björgvinsson Höfundur er hagfræðingur og fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Raforkusala í milljörðum króna Raforkusala í GW-stundum Heildsöluverð á KWst í krónum Ár Almenn. Stóriðja Almenn. Stóriðja Almenn. Stóriðja 1998 5,9 3,1 2.118 3.471 2,80 0,88 1999 6,3 3,8 2.192 4.284 2,86 0,90 2000 6,6 4,7 2.272 4.683 2,91 1,01 2001 6,8 6,2 2.242 4.956 3,03 1,24 2002 7,0 6,5 2.263 5.222 3,10 1,25 2003 7,4 5,5 2.310 5.232 3,22 1,05 2004 7,7 5,9 2.304 5.234 3,33 1,12 2005 8,9 7,2 2.119 5.193 4,18 1,40 UMHVERFISMÁL og nátt- úruvernd hafa verið áberandi í um- ræðunni undanfarin misseri enda snerta þessi málefni framtíð komandi kyn- slóða. Flestir Íslend- ingar hafa skilning á mikilvægi þess að fara vel með landið og nýta það skynsamlega. Menn greinir hins vegar á um hvað sé eðlileg nýting og hvað eigi að vernda. Þó að ég telji mig áhuga- mann um umhverfi og náttúru er ég í ýmsum málum á öndverðum meiði við sumt það fólk sem telur sig umhverfissinna. Það sem veldur þessum ólíku við- horfum er m.a. mismunandi sýn fólks á annars vegar manninn og hins vegar á náttúruna. Sumir líta nánast á manninn sem aðskotahlut á jörðinni og sjá flest verk hans í því ljósi. Að þeirra mati er það sem er náttúrulegt gott en mannanna verk miklu síðri. Þessi viðhorf gera það að verkum að sumir dýra- verndunar- eða umhverfissinnar eru ekki endilega miklir mannvinir þó aðrir séu það vissulega. Aðrir líta hins vegar á manninn sem hluta af náttúrunni og mótar það viðhorf þeirra í umhverf- ismálum. Þeir líta á vistkerfi, sem maðurinn hefur með aðgerðum sín- um skapað, t.d. akra, tún, skrúð- garða og ræktaða skóga, sem eðli- legan hluta af lífríkinu en ekki náttúruspjöll. Í huga þessa fólks felst náttúruvernd fremur í því að varðveita fjölbreytileika lífríkis og náttúru, varðveita jarðveg, vötn og andrúmsloft fyrir eiturefnum, of- nýta ekki auðlindir o.s.frv., en miklu síður í því að banna aðkomu mannsins að auðlind- um og náttúrunni. Dæmi um togstreitu ólíkra grunnsjón- armiða er umræðan um hvalveiðar. Sumir vilja algert bann við hvalveiðum, óháð því hvort viðkomandi teg- und sé í útrýming- arhættu eða ekki. Aðrir viðurkenna rétt okkar til hvalveiða en eru á móti þeim vegna þess að þeir telja við- skiptahagsmuni í húfi. Það er stundum sagt að við séum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að veiða hval. En er það svo? Ég hef rætt um hvalveiðar við fólk frá Svíþjóð og Ástralíu, en rík- isstjórnir þessara landa og ýmsir fleiri hafa mótmælt hvalveiðum okkar. Þegar þetta fólk hefur áttað sig á því að sumar hvalategundir við Ísland telja tugi þúsunda dýra, og að ekki sé ætlunin að veiða nema lítið af hverri tegund, finnst flestum veiðarnar sjálfsagðar. Rétt eins og Svíum finnst sjálfsagt að veiða elgi, sem eru stærstu land- spendýr þeirra, og Áströlum finnst sjálfsagt að veiða kengúrur, sé þess gætt að ganga ekki nærri stofnunum. Hjá stórum hluta fólks tengist andstaða gegn hvalveiðum engum eða röngum upplýsingum. Hópurinn sem er algjörlega and- vígur hvalveiðum er ekki stór en áhrifamikill. Þessar röngu upplýsingar eiga ekki aðeins við um hvali. Í sumum ríkjum Afríku er orðið svo mikið af fílum að þeir eru til vandræða á ýmsan hátt, skemma t.d. rækt- arlönd bænda, en undir merkjum verndar er íbúunum bannað að halda stofnunum í skefjum með veiðum. Þó að ég sé mikill aðdá- andi íslenska hestsins finnst mér fráleitt að hann verði alfriðaður og fái að fjölga sér óhindrað í landinu. Slík ráðstöfun yrði hvorki hest- inum né landinu til góðs. Hið sama finnst mér gilda um hvali, fái þeir að fjölga sér óhindrað. Þjóðir heimsins þurfa að geta nýtt auðlindir sínar af skynsemi og þar má ekki undanskilja stærstu spendýr jarðarinnar. Að öðrum kosti verður öll stjórnun, hvort sem er á land- eða sjávarnytjum, mjög erfið. Það gagnar lítið að tak- marka veiðar mannsins á einni fisktegund ef stórtækir neytendur sömu tegundar fá að fjölga sér óhindrað. Það er einnig erfitt fyrir bændur Afríku að framleiða mat á ökrum sínum ef ekki má halda villtum stofnum stórra grasbíta í skefjum. Þegar þrengir að í nátt- úrunni ryðjast þessi dýr inn á akr- ana. Hófleg nýting þessara stóru spendýra er því grundvallaratriði sem þarf að standa vörð um. Bar- áttan fyrir þessum málstað getur kostað fórnir til skemmri tíma litið en er nauðsynleg til lengri tíma. Ef ekkert er gert eykst vandinn og kröfur ákveðinna hópa um algera friðun ganga æ lengra og þá þreng- ir að sama skapi að þessum tveimur matarforðabúrum heimsins, land- inu og sjónum. Hagsmunir okkar í þessu máli eru margs konar. Eitt er að mikilli fjölgun hvala fylgir verðmætatap í fiski. Annað er verðmæti hvala- afurðanna sjálfra, það þarf að hressa upp á gamla markaði og e.t.v. afla nýrra. Ennfremur þarf að þróa nýjar afurðir með það í huga að nýta sem mest af hvalnum til manneldis, iðnaðar og handverks. Síðast en ekki síst snýst þetta um að vísindaleg og hagnýt sjónarmið fái að ráða við nýtingu auðlinda. Það má svo deila um það hvort nægilega mikið hafi verið gert af því að kynna málstað okkar. Fag- legar upplýsingar verða að vera vopn okkar í þeirri baráttu. Það þarf að vera til góður bæklingur og góð heimasíða með upplýsingum um hvalastofna hér við land, sögu hvalveiða, nýtingu hvalaafurða fyrr og nú og áform um framtíðarnýt- ingu hvalastofna, hvalveiðar jafnt sem hvalaskoðun. Fólk í við- skiptum þarf að hafa slíkt efni und- ir höndum til að geta frætt við- skiptavini sína. Ég tel þetta gott mál til að berjast fyrir á al- þjóðavettvangi og að margir muni njóta góðs af. Náttúruvernd og hvalveiðar Guðni Þorvaldsson fjallar um umhverfismál og náttúruvernd » Flestir Íslendingarhafa skilning á mik- ilvægi þess að fara vel með landið og nýta það skynsamlega. Menn greinir hins vegar á um hvað sé eðlileg nýting og hvað eigi að vernda. Guðni Þorvaldsson Höfundur starfar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Munurinn á því sem er og virð- ist vera, raunveruleika og ímynd- un, sýnd og reynd, hefur lengi ver- ið viðfangsefni heimspekinga og rithöfunda. Margir hafa stúderað sér- staklega hvað raun- veruleikinn sé, hvernig samspili hans við hugmynda- flug mannsins sé háttað og hvað gerist ef það hárfína jafn- vægi raskast, og snýst jafnvel við. Langþekktustu dæm- in í þessa veruna í bókmenntasögunni eru skáldsögurnar Don Kíkóti eftir spænska sautjándu aldar rithöf- undinn Cervantes og Frú Bovary eftir franska nítjándu aldar rithöf- undinn Flaubert. Í báðum tilfellum er að aðalpersónan orðin svo hel- tekin af lestri, annars vegar ridd- arasagna og hins vegar ást- arsagna, að bóklestur viðkomandi yfirtekur skynjun hans og hennar. Þetta fólk ánetjaðist bókunum og lét þær stýra sér í stað þess að vera við stjórnvölinn eins og fólk flest og lesa sér til ánægju og fróðleiks. Tapaði sér í sýndarveru- leikanum sem nú er svo oft talað um, var net- og tölvuleikjafíklar þessa tíma. Að henda á vefinn Ástæða svolítið ögrandi yf- irskriftar þessa greinarstúfs er sú að þótt okkur sem við þetta vinnum finnist vefurinn vera raun- verulegur er það ekki endilega svo með alla. Því er áhugavert að velta fyrir sér merkilegri þverstæðu sem maður verður oft var við í þessu starfi: vefurinn er hluti af daglegu lífi fólks og margt af því mikilvægasta sem við tökum okkur fyrir hendur, s.s. að fylla út skatt- skýrsluna eða skipuleggja sum- arfríið okkar, framkvæmum við á vefnum. En á sama tíma eru vef- mál oftar en ekki skilgreind sem aukaverkefni innan fyrirtækja og stofnana, eitthvað sem fólk hleypur af og til í, gjarna til að „henda einhverju inn á vefinn“ eins og það er kallað. En myndi þetta sama fólk tala um að henda einhverju í ársskýrslu, kynningarbækling eða fjárhagsáætlun? Senni- lega ekki. Enn nýjabrum Hvernig stendur á þessu? Sennilegasta skýringin er sú að vef- urinn er tiltölulega nýlega orðinn aðgengilegur almenningi. Ekki eru nema fimmtán ár eða svo síðan einmenningstölvur fóru að streyma inn á hvert heimili, kannski tíu ár síðan þær urðu nettengdar og enn styttra síðan öflugar ADSL teng- ingar voru komnar á nánast hvert heimili og vinnustað. Vefurinn hef- ur því enn þá stöðu að vera hálf óraunverulegur í huga margra, jafnvel þótt þeir nýti sér hann talsvert í leik og starfi. Lagaramminn og lýðræðið Ein birtingarmynd þessa er sú staðreynd að lagaramminn utan um það sem birt er á vefnum hefur ekki fylgt þeirri öru þróun sem þar hefur átt sér stað, lögin eru ekki í takt við samtímann og tæknina. Annað mál sem við hljót- um að taka alvarlega er lýðræð- isleg umræða, og hún fer í vaxandi mæli fram á netinu. Fulltrúa- lýðræðið, þingræðið eins og við þekkjum það, er mjög gott fyr- irkomulag, og annað betra senni- lega vandfundið. Þó virðist sem bilið milli almennings, einkum ungs fólks, og stjórnmálamanna fari heldur breikkandi eins og sést á því að kosningaþátttaka í síðustu sveitarstjórnarkosningum var með minna móti. Besta leiðin til að rétta þessa einkennilegu slagsíðu er auðvitað heilbrigð, opin, gagnrýnin og gagnsæ umræða í fjölmiðlum, á fundum og, síðast en ekki síst, á netinu. Netið er orðið aðgengilegt nánast öllum hérlendis og margir stjórnmálamenn og -flokkar eru farnir að átta sig á gildi þess að vera með smekklega og efnisríka heimasíðu. Vefurinn er þannig stórmerkilegt lýðræðistæki. Vönduð rafræn stjórnsýsla Er vefurinn raunverulegur? Já, hann er það, en innihald hans er hins vegar í misgóðu sambandi við raunveruleikann, oftar en ekki er hann hreinlega blekkingavefur. Það er því stöðugt viðfangsefni okkar sem vinnum að vefmálum hjá Reykjavíkurborg, að efnið á vef borgarinnar sé einmitt ekki blekkingavefur, heldur raunveru- leg, skýr og skilmerkileg fram- lenging á þeirri fjölbreyttu þjón- ustu og starfsemi sem borgin býður upp á. Að rafræn stjórn- sýsla sé jafn vönduð og skilvirk og hefðbundin stjórnsýsla, helst ívið betri Er vefurinn raunverulegur? Friðrik Rafnsson skrifar í tilefni tækniráðstefnu sem nú stendur yfir » Vefurinn hefur ennþá stöðu að vera hálf óraunverulegur í huga margra, jafnvel þótt þeir nýti sér hann tals- vert í leik og starfi. Friðrik Rafnsson Höfundur er verkefnastjóri vefþróunar hjá Reykjavíkurborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.