Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VINSTRI græn halda áfram að auka fylgi sitt samkvæmt niður- stöðum nýrrar könnunar Capa- cent Gallup. Fylgi VG mælist nú 27,7% sem er 2,5 prósentustigum meira en í síðustu könnun. Stjórnarflokkarnir tveir tapa fylgi, en Samfylkingin stendur í stað milli kannana. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn nú með 34,5% og tapar tveimur prósentu- stigum, Framsóknarflokkurinn er með 8,5% og tapar 1,5 prósentu- stigum, Samfylkingin stendur í stað með 21,7%. Frjálslyndi flokkurinn bætir við sig einu pró- sentustigi og er með 6,4% fylgi. Líkt og áður hefur komið fram er mikill munur á fylgi flokkanna út frá kynjum. Þannig segjast 41,2% karla ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn en aðeins 29,3% kvenna segjast ætla að kjósa flokkinn. Þessar tölur snúast við þegar fylgi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar er skoðað út frá kynjum. Þannig segjast 33,9% kvenna ætla að kjósa Vinstri græna en aðeins 19,7% karla. Hjá Samfylkingunni segjast 23,8% kvenna ætla að kjósa flokkinn en 19,8% karla. Nokkur munur reyn- ist einnig hjá kjósendum Frjáls- lyndra eftir kynjum, en þar segj- ast 8,5% karla ætla að kjósa flokkinn en 3,2% kvenna. Minnst- ur munur er milli kynja þegar kemur að Framsóknarflokknum, en þar segjast 9,7% karla ætla að kjósa flokkinn og 8,7% kvenna. Þegar þátttakendur eru spurð- ir hvað þeir hafi kosið í síðustu þingkosningum má ljóst vera að mest tryggð virðist vera hjá kjós- endum Vinstri grænna annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Þannig ætla 91,5% þeirra sem kusu Vinstri græna síðast að kjósa flokkinn aftur. Alls ætla 82,3% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast að kjósa flokkinn aftur. Hjá Sam- fylkingunni er hlutfallið 56,3%, hjá Framsóknarflokknum mælist það 52,6% og hjá Frjálslyndum 39,8%. Fylgi stjórnarflokkanna dalar Vinstri græn bæta við sig 2,5% milli kannana                              "  " "  "   ""                !"# $ "   $%      &                  "     #    "  ' % GEIR H. Haarde forsætisráðherra opnaði í gær sýninguna Tækni og vit 2007 í Fífunni í Smáranum. Um er að ræða stórsýningu sem tileinkuð er tækni- þróun og þekkingariðnaði. Sýningin stendur fram á sunnudag. Að sögn Kristins Jóns Arnarsonar kynningar- stjóra er markmið sýningarinnar að kynna nýjungar og þjónustu sem í boði er í hátækni- og þekkingar- iðnaði og þá áhugaverðu þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Íslensk hátækni til kynningar EIGNARHALDSFÉLAGIÐ In- side Holding Group ehf. fyrirhugar að reisa 40 heilsárshús í Húsafelli, sem verða frá 170 fermetrum á stærð, auk veitingastaðar fyrir 500 manns. Verðið er frá 44 milljónum. Í tilkynningu félagsins vegna framkvæmdanna segir að þar muni skapast gistirými fyrir 300 til 420 manns og fundaraðstaða fyrir 10 til 400 manns. Húsunum er lýst sem „lúxusheilsárshúsum“ og er búnað- ur hannaður af austurrísku félagi. Að sögn Ingólfs Þórs Tómasson- ar, framkvæmdastjóra félagsins, hófst verkefnið árið 2003, þegar greining á þörfum markaðarins fyrir sumarhús hófst. Í ljós hafi komið að eftirspurnin væri að fær- ast í þá átt að fólk vildi heimili að heiman, þ.e. heilsárshús sem væru búin öllum búnaði. Til standi að leigja þau út hluta ársins til hótelreksturs en aðra hluta ársins verði þau nýtt sem sumarhús. Einkahlutafélag verði stofnað um hvert hús, þegar þau séu í útleigu fái eigendur tekjur. Reisa 40 heilsárshús í Húsafelli Veitingastaður fyrir allt að 500 manns Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VALGERÐI Sverrisdóttur utan- ríkisráðherra þykir miður að Sig- hvatur Björgvinsson, framkvæmda- stjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ, skuli hafa lýst því yf- ir að „fordæmalaus vinnubrögð“ hafi verið viðhöfð af hálfu utanrík- isráðuneytisins við undirbúning þeirrar tillögu að færa stofnunina undir ráðuneytið. „Mér fannst miður að hann skyldi tjá sig með þessum hætti,“ segir Valgerður. „Um málið er það að segja að við erum búin að vera í mikilli vinnu í ráðuneytinu til þess að reyna að átta okkur á því hvernig málum verður best fyrirkomið til framtíðar. Þá er ég að tala um þróunarsam- vinnu, sem er orðin gríðarlega stór þáttur í ut- anríkisstefnu Ís- lands. Að mínu mati hefur verið unn- ið ákaflega fag- lega, margir tugir manna hafa verið kall- aðir til til að heyra viðbrögð og skoðanir fólks,“ segir Valgerður, sem tekur fram að það hafi alls ekki verið þannig að all- ir hafi verið sammála um að fara þá leið sem hún legði til. Skörun ekki til framdráttar Aðspurð hver væru sterkustu rökin fyrir slíkri endurskoðun sagði hún alla sammála um að endur- skoða þyrfti lög um þróunarsam- vinnu, sem væru farin að setja skorður við starfseminni. „Það eru deildar meiningar um hvort færa eigi ÞSSÍ inn í utanrík- isráðuneytið eða viðhalda sjálf- stæðri stofnun. Það á sér stað tví- verknaður og skörun sem er stofnunni ekki til framdráttar,“ seg- ir Valgerður, sem bendir á að bæði sé unnið að þróunarmálum innan ÞSSÍ og ráðuneytisins. „Stofnunin er að fást við tvíhliða samstarf en ráðuneytið fjölþjóðlegt og tvíhliða. Það býr mikill mannauð- ur í því fólki sem starfar að þessum málum og miklar líkur á að hann nýtist betur starfi allir undir sömu stjórn.“ Innt nánar eftir þeim orðum Sig- hvats að framkoma utanríkisráðu- neytisins væri „fyrir neðan allar hellur“ segist Valgerður hafa hitt utanríkismálanefnd í gær [í fyrra- dag] og greint frá niðurstöðum skýrslunnar. Þar hafi hún lýst yfir því áliti sínu að hún teldi að það væri rétt að stíga skrefið til fulls og færa þróunarmálin í ráðuneytið og undir sérstakt svið. Hún hafi rætt við Geir H. Haarde forsætisráðherra og hann sé sammála henni. Forsætisráðherra sammála um þörfina fyrir endurskoðun á starfi ÞSSÍ Valgerður vísar ummælum framkvæmdastjórans á bug Í HNOTSKURN » Valgerður segir ekkifrekar verða aðhafst í málinu fyrir alþingiskosn- ingarnar, vinnan hafi verið afar fagleg og vönduð. » Framhaldið verði íverkahring nýs Alþingis.Valgerður Sverrisdóttir „VARMÁRSAMTÖKIN telja að þau hafi náð sínum kröfum fram. Nú er að sjá hvað kemur út úr umhverfismatinu,“ segir Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Varm- ársamtakanna, en bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í gær að deiliskipulagsgögn fyrir Helgafellsveg yrðu endurskoðuð og skipu- lagstillagan ásamt umhverfisskýrslu aug- lýst að nýju. 21. febrúar óskaði Mosfellsbær eftir því við Skipulagsstofnun að hún skæri úr um það hvort deiliskipulag Helgafellsvegar félli undir ný lög um umhverfismat áætl- ana, sem tóku gildi um mitt árið í fyrra. Stofnunin hefur nú komist að þeirri nið- urstöðu að svo sé. Bæjarráð Mosfellsbæjar sagði í yfirlýsingu í gær að niðurstaða Skipulagsstofnunar yrði ekki kærð. Katrín segir Varmársamtökin ánægð. „Nú eru þau í rauninni búin að ná sínu fram. Þetta var krafan í þeirra máli, að dómstólar myndu ógilda þá ákvörðun um- hverfisráðherra að tengibrautin ætti ekki að fara í umhverfismat.“ Það veki furðu að þegar Skipulagsstofnun fjallaði um málið hafi ekki verið gerð athugasemd við það að aðeins hluti af tengibrautinni hafi verið metinn. Þegar meta eigi umhverfisáhrif af tiltekinni framkvæmd verði að ætla að nauðsynlegt sé að skoða framkvæmdina í heild. Varmársam- tökin hafa náð sínu fram Mótmæli Varmársamtökin mótmæltu þegar framkvæmdir við brautina hófust. KÖNNUN á áhrifum hvalveiða á stærstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu er hafin á vegum samgönguráðuneytisins. Ferðamálastofu var falið að sjá um verk- efnið, að því er fram kom í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu í gær. Þar kemur einnig fram að samgönguráðherra hafi sl. haust ákveðið að könnunin yrði gerð í samræmi við tillögu ferðamálaráðs. „Ferðamálastofa fól alþjóðlegu fyrir- tæki, sem sérhæfir sig í slíkum könnunum, að annast verkefnið. Könnunin fer fram á fimm svæðum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Norðurlönd- unum,“ segir í tilkynningunni. Kanna áhrifin af hvalveiðum SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ákveðið að leggja mat á kostnað við gerð jarð- ganga milli lands og Vestmannaeyja. Til verksins verður fengið óháð ráðgjafafyr- irtæki, sem mun meta gögn um rann- sóknir og kostnaðarmat við gerð jarð- ganga. Áður hafa Vegagerðin og Ægisdyr, félag um bættar samgöngur til Vestmannaeyja, lagt fram gögn um rann- sóknir og áætlaðan kostnað. Mikill munur var á matinu og að loknu erindi bæjar- stjórnar Vestmannaeyjar og samráði við þingmannahóp Suðurlands var tekin ákvörðun um matsgerðina. Meta fýsileika Eyjaganga SAMBAND ungra sjálfstæðismanna leggst eindregið gegn því að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá þar sem kveðið er á um að náttúruauðlindir séu þjóð- areign. Þetta kemur fram í ályktun sem SUS sendi frá sér í gærkvöldi. Þar segir að skýr einkaeignarréttur að náttúru- auðlindum sé hornsteinn skynsamlegrar nýtingar auðlinda í allra þágu og að þjóðnýting hafi hvarvetna leitt til sóunar og lakari lífskjara. SUS gegn ákvæði um þjóðareign
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.