Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur Þór-arinsson fæddist á Akureyri 23. júní 1951. Hann lést á Landspítalanum 1. mars. Foreldrar hans eru hjónin Halldóra Elín Jóns- dóttir, f. 10. október 1928, og Þórarinn S. Halldórsson, f. 4. júní 1928. Systkini Péturs eru Aníta, maki Ingvar Vagns- son, Jón Helgi, maki Margrét Ein- arsdóttir, og Erna, maki Pétur Snæbjörnsson. Pétur kvæntist 15. júní 1971 Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 10. ágúst 1950. Foreldrar hennar voru Guð- finna Sigríður Jónsdóttir, f. 17. desember 1920, d. 4. mars 2000, og Siglaugur Brynleifsson, f. 24. júní 1922, d. 8. febrúar 2003. Systkini Ingibjargar eru Guðrún, Sigþrúður (látin), Brynleifur Gísli, Guðbrandur, Júlía og Hallgrímur. Hálfsystkini Ingibjargar, börn Siglaugs og Ingibjargar Þ. Steph- ensen, eru Þorsteinn, Dóróthea Kirkjuþingi 1998 til 2002. Pétur starfaði mikið að æskulýðsmálum kirkjunnar, var sumarbúðastjóri Sumarbúðanna við Vestmanns- vatn, í stjórn Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti (ÆSK), í æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar og formaður sumarbúðanefndar þjóðkirkjunnar. Í stjórn Presta- félags Hólastiftis. Tók virkan þátt í starfi Ungmennahreyfing- arinnar og sat í stjórnum ung- mennafélaga. Í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga. Stundakennari við grunnskóla og sat í skólanefnd. Varaþingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra fyrir J-listann, samtök um jafnrétti og fé- lagshyggju, og sat um skeið á Al- þingi. Jafnhliða preststörfum var Pétur bóndi frá árinu 1977, fékk viðurkenningar fyrir sauð- fjárrækt og gegndi trún- aðarstörfum fyrir sauðfjár- bændur. Pétur samdi m.a. sálminn Í bljúgri bæn og árið 1996 kom út bókin Lífskraftur, baráttusaga Péturs og Ingu í Laufási, þar sem sagt er frá langri glímu Péturs við sykursýki, sem hann greindist með á háu stigi barn að aldri, og afleiðingar hennar. Útför Péturs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 9. mars, kl. 13.30. Jarðsett verður í Lauf- áskirkjugarði. Júlía og Brynleifur. Pétur og Ingibjörg eignuðust þrjú börn. 1) Þórarinn Ingi, bóndi, f. 22. ágúst 1972, búsettur í Laufási, kona hans er Hólmfríður Björnsdóttir og börn þeirra eru Pétur, Katla og Ingólfur Birnir. 2) Jón Helgi, framkvæmdastjóri, f. 27. febrúar 1974, bú- settur á Grenivík, kona hans er Íris Þorsteinsdóttir og börn þeirra eru Birta María og Þorsteinn Ágúst. 3) Heiða Björk, nemi, f. 7. febrúar 1985, búsett í Laufási, sambýlis- maður hennar er Björn Magnús Árnason. Pétur var stúdent frá MA 1971 og cand. theol. frá HÍ 1976. Hann vígðist prestur 3. október 1976 og var sókn- arprestur í Hálsprestakalli frá 1976 til 1982, í Möðruvallapresta- kalli frá 1982 til 1989, í Gler- árprestakalli frá 1989 til 1991 og í Laufásprestakalli frá 1991. Hann var prófastur í Þingeyjarprófasts- dæmi 1999 til 2006 og sat á Kveðja frá Prestafélagi Íslands Við andlát sr. Péturs Þórarinsson- ar þyrlast upp minningar og myndir frá gefandi samverustundum á langri samleið. Yfir þeim öllum er já- kvæður blær fagnaðar, hlýju og ákefðar. Sr. Pétur var stórhuga og heilsteyptur í þjónustu kirkjunnar hvarvetna þar se5ningunum og á myndum hugans er hann aldrei einn, alltaf Inga og Pétur. Inga er stór- kostleg, einstök. Prestsfrú með stórum staf, manni sínum stoð og stytta í einu og öllu, trúföst og já- kvæð. Saman stóðu þau í blíðu og stríðu og saman unnu þau að því að breyta stríðu í blítt! Þrátt fyrir veik- indi sr. Péturs um árabil eru minn- ingarnar um hann ekki markaðar sjúkdómsskugga heldur bjartar og hressilegar. Hann auðgaði okkur hin með jákvæðu viðmóti og uppörvandi umhyggju. Hann sýndi í verki að sönn lífsgæði eru ekki eingöngu háð góðri heilsu og þægilegum ytri að- stæðum og bar sig betur en margir sem þó virðast hafa það mun betra. Sr. Pétur Þórarinsson átti bjarg- fasta, æðrulausa trú og óhagganlega, himneska von. Nú er sú von orðin að veruleika. Við syrgjum hann vissu- lega og söknum hans ákaflega en umfram allt þökkum við líf, þjón- ustu, eldmóð og umhyggju þeirra hjóna. Guð blessi minningu sr. Péturs og allt það sem hann gaf okkur – prestum, sóknarbörnum, vinum sínum. Og Guð styrki og blessi Ingu og fjölskylduna alla. „Guði séu þakkir sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“ (I. Kor. 15:57). Ólafur Jóhannsson formaður. Pétur Þórarinsson hefði getað haslað sér völl á mörgum sviðum. En tvennt valdi hann að ævistarfi og sinnti hvoru tveggja með ágætum. Fyrst og fremst var hann prestur. Þar var hann afburðamaður, fataðist hvergi í því ofurvandasama starfi. Þess vegna fólu menn honum trún- aðarstörf á því sviði. Þess vegna varð hann ekki bara sálusorgari sóknar- barna sinna. Umdæmi hans í þeim efnum náði vítt um land. Ólíklegasta fólk leitaði styrks hjá honum, ekki síst þeir sem veikir voru og beygðir og sáu í honum stólpann sem alltaf stóð óhagganlegur og lét erfiðan sjúkdóm aldrei beygja sig. Í öðru lagi var hann bóndi. Þar var ástríða hans, öryggisventill og hvíld frá erf- iði aðalstarfsins. Hann sótti endur- næringu í að sitja hálfa nóttina í sér- útbúnum traktor sínum og slá, þeytast á sexhjólinu upp um Lauf- ásinn og niður í hólma til að smala, sitja úti í fjárhúsum og hlusta á mús- íkina sem verður til þegar 400 kindur standa við garða og bryðja töðuna, smellandi hornum hver við aðra og við garðabandið. Fótaleysi var engin hindrun ef þurfti að skella sér niður í króna á vorkvöldi og hjálpa gemlingi að bera. Ég held að hann hafi strax séð þegar hann kom í Laufás að nú væri hann kominn heim. Prestakallið og söfnuðirnir af þægilegri stærð og Laufás ákjósanlegur staður til að búa með sauðfé. Strax var hafist handa að koma upp góðum fjár- stofni. Þeir tóku einhuga á því Þór- arinn og hann, báðir lunknir rækt- unarmenn og náðu árangri. Þar sem byrjað var með 40 kindur haustið 1991 er nú eitt stærsta fjárbú í Eyja- firði. Séra Pétur var virtur og dáður af næstum öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Var þó ekkert öðruvísi en aðrir dauðlegir menn þar sem maður hitti hann á kirkjurtöppunum, í fjár- húsunum, eða heima við eldhúsborð- ið. Gat eins og hver annar verið bráð- ur eða blíður, gamansamur eða alvörugefinn, upprifinn eða fúll. Aldrei leiðinlegur, þeim mun oftar skemmtilegur. Viðræðufús um allt nema veikindi sín. Hann var aldrei sjúklingur þótt hann þyrfti að dveljast löngum stundum á sjúkrahúsum, ekki ör- kumlaður þótt hann missti báða fæt- ur. Dauðinn var ekki á dagskrá þótt lífið héngi stundum á bláþræði. Hann var önnum kafinn að lifa fram á síðasta dag. Að yfirgefa teiginn á miðjum slætti kom ekki til greina. Þess vegna vorum við óviðbúin þegar stríðinu var allt í einu lokið og bardagamaðurinn fallinn. Því stríð var það, langt og hart, háð af karl- mennsku og æðruleysi. Þeim sem horfðu á kom oft á óvart hversu hetjulega var varist, hvernig alltaf var staðið upp eftir hverja orrustu. Í því stríði stóð hann ekki einn. Þar var Inga sverð hans og skjöldur þar til yfir lauk. Hún stóð reyndar þétt við hlið hans í hverju sem var. Alltaf. Hún gat verið bóndi, prestur og sálu- sorgari allt eftir því hvað þurfti hverju sinni. Þar sem annað þeirra var var hitt venjulega líka. Í dag er sorg og söknuður efst í huga sóknarbarna hans. Þegar frá líður þakklæti fyrir það sem hann var og fyrir að fá að hafa hann þó þetta lengi. Innilegar samúðarkveðj- ur frá söfnuðinum í Laufás- og Grenivíkursókn til foreldra hans, Ingu og fjölskyldunnar allrar. Bless- un Guðs vari yfir þeim. Björn Ingólfsson. Kveðja frá íbúum Grýtubakkahrepps Látinn er séra Pétur Þórarinsson sóknarprestur í Laufási. Árið 1991 fluttu Pétur og Inga með fjölskyldu sína í Laufás þegar Pétur gerðist sóknarprestur okkar í Grýtubakkahreppi. Það var mikið lán fyrir okkur að fá Pétur og fjöl- skyldu í Laufás. Hann var náttúru- barn og áhugamál hans voru á marg- an hátt þau sömu og íbúanna. Náttúrubarnið undi hag sínum vel í Laufási og að hans tilstuðlan hefur staðurinn byggst upp. Fáir staðir eru fegurri en Laufás, fegurðin þar eru engu lík. Sauðfjárræktin átti mikil ítök í huga Péturs og hann var alla tíð virkur í búskapnum hjá Þórarni syni sínum. Ný dráttarvél var keypt fyrir nokkrum vikum, sérútbúin fyrir Pét- ur svo hann gæti haldið áfram að taka þátt í búskapnum. Ekki átti að láta deigan síga. Forðum kom Pétur á fótboltaleiki á Grenivík og mátti þá bæði sjá og heyra hann láta til sín taka á hliðarlínunni. Hann var mikill keppnismaður og hafði oft orð á því að hann hefði þótt helst til grófur meðan hann sjálfur hafði heilsu til að spila inn á vellinum. Já, Pétur tók þátt í gleði okkar og sorgum og var góður félagi og vinur. Á gleðistund- um var hann hrókur alls fagnaðar. Ekki var Pétur búinn að vera lengi í Laufási þegar veikindi hans ágerð- ust. Sykursýkin gerðist æ áleitnari og þrátt fyrir nýjustu tækni lækna- vísindanna áttu þau ekki ráð sem dugðu. Þótt við vitum að Pétur ætti sínar erfiðu stundir þá var veikind- unum tekið með miklu æðruleysi. Hann hafði mikla lífslöngun og við vitum að hann hugsaði það eitt að lifa áfram og láta veikindin ekki buga sig. Hann ætlaði að aka á nýju drátt- arvélinni á Laufástúnunum í sumar. Í raun getum við þakkað fyrir að hafa fengið að hafa Pétur þó þetta lengi hjá okkur og það er ekki síst Ingu að þakka. Hún stóð alltaf eins og klettur við hlið hans hvað sem á dundi. Og þar var ekki verið að mála dekkri mynd en þurfti. Hvert sam- félag ber mark sitt af þeim sem þar búa. Því hefur það verið okkur mikið lán að fá að njóta krafta fjölskyld- unnar í Laufási og fengur að því að bæði Þórarinn og Jón Helgi hafa sest hér að með fjölskyldur sínar. Sú von okkar er einlæg að Inga geti líka búið með okkur eins lengi og hún óskar. Elsku Inga, Þórarinn, Jón Helgi, Heiða og allt ykkar fólk, foreldrar og systkini Péturs. Íbúar Grýtubakka- hrepps votta ykkur innilega samúð sína. Við þökkum Pétri fyrir allt og vitum að hann tekur vel á móti okkur þegar þar að kemur. Guðný Sverrisdóttir Kveðja frá Þingeyjarprófastsdæmi. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum,“ segir Páll postuli á einum stað. Þessi hvatning átti vel við sr. Pétur í Laufási, sem borinn verður til moldar í dag, langt um ald- ur fram. Sr. Pétur var sálnahirðirinn mikli og góði, sem umfram allt hafði hann dýrmæta hæfileika til að bera að setja sig í spor annarra, auðga gleðina á hamingjustundum sóknar- barna sinna, sýna hlýju og nærfærni á stundum sorgar og erfiðleika. Það var eitthvað í fari Péturs, eins konar náðargáfa sem hann bjó yfir, sem gerði það að verkum að fólki hlaut að líða vel í návist hans. Vissulega var hann alvarlegur þegar það átti við, en oftar en ekki stutt í húmorinn og græskulausa stríðni. Með einlægri framkomu sinni átti hann auðvelt með að ná til hjartaróta þeirra sem hann talaði til, hvort sem það var í helgihaldinu eða í persónulegum samskiptum. Pétur var einnig þeirr- ar gerðar að hann hlaut að teljast til forystu fallinn hvar sem hann var, enda góðum gáfum gæddur. Og yndi hafði hann af búskapnum alla tíð og lét þar ekkert aftra sér. Hetjuleg barátta hans við illvígan sjúkdóm vakti þjóðarathygli. Þar sýndi hann þrautseigju og æðruleysi, sem okkur hinum er flestum óskiljanleg. Pétur vildi aldrei gera mikið úr veikindum sínum en dró heldur aldrei dul á hvert hann sótti kraft. Hann gat því án efa tekið undir með postulanum þegar hann segir: Allt megna ég fyr- ir hjálp hans sem mig styrkan gjörir. Já, Pétur minnti oft á klettinn sem ekkert virtist fá bifað – og bar þann- ig nafn með rentu. Reynsla hans af veikindum varð fjölmörgum öðrum styrkur í þeirra eigin baráttu, Pétur var þannig lifandi vitnisburður um gildi trúarinnar, hvernig það er hægt að varðveita lífsgleðina og vonina mitt í andstreymi. Margir leituðu til hans, bæði seint og snemma, til þess að þiggja stuðning og hjálp, eða fá hann til að vinna prestsverk og víst er að vinnudagur hans var jafnan langur og strangur. Harður var hann við sjálfan sig og hlífði sér lítt. Ekki er hægt að tala um Pétur án þess að minnast á hana Ingu því að vissulega var hún hans mikla og góða stoð og stytta. Og það var einmitt í hinni helgu þjónustu sem Pétur naut sín best, að boða og vitna um þann Guð kærleikans sem kristnir menn játa trú á. Sr. Pétur var að störfum nán- ast fram á síðasta dag og er það mik- ið þakkarefni. Kallið kom, eftir að allt hafði verið gert sem í mannleg- um mætti stóð til að veita líkn og lækningu. Það er vissulega sárt að kveðja hann svo snemma. Mynd hans mun ekki gleymast þeim sem hann þekktu. Og ekki er vafi á því í mínum huga, að nafn hans mun skipa verðugan sess í kristnisögu þjóðar- innar, þó ekki væri nema fyrir sálm- inn fallega „Í bljúgri bæn“. Sá sálm- ur verður trúlega sunginn í margra mannsaldra. Blessuð sé minning Péturs Þórarinssonar. Guð blessi þig, Inga, börn ykkar, tengdabörn, barnabörn og ástvini alla. „ Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur“ (Fil. 1) Þá fullvissu hygg ég að sr. Pétur hafi átt. Jón Ármann Gíslason. Miðvikudagsmorguninn 1. mars berast þau dapurlegu tíðindi að Pét- ur í Laufási sé látinn. Fréttin berst hratt um sveitina okkar og langt út fyrir hreppsmörk. Pétur var einstak- lega vel látinn maður og vinsæll. Kannski mátti búast við að svona gæti farið fyrr en síðar þar sem eng- um duldist að Pétur barðist við erf- iðan sjúkdóm. Engu að síður kemur lát prestsins okkar á óvart. Þau Pétur og Inga tóku saman ung að árum og engin orð fá lýst hversu mikilvæg þau voru hvoru öðru. Eftir að Pétur veiktist alvar- lega af sykursýki sem olli því að taka þurfti báða fætur var það í raun ein- stakt hversu vel Inga stóð með manni sínum og aðstoðaði hann við allt það sem hann tók sér fyrir hend- ur. Gilti þar einu um hvort þar væri um embættisverk að ræða eða per- sónuleg málefni. Viljastyrkur Péturs og áræði voru einstök og bónbetri mann var ekki að finna. Allir sem þekktu Pétur vissu að hann fór nokk- uð geyst síðustu árin ef tekið er tillit til heilsufars en þetta var einfaldlega hans leið og nálgun. Inga stóð með honum í því eins og öðru. Pétur var einstaklega góður prestur og eftirsóttur á mannamót- um enda hrókur alls fagnaðar. Ósjaldan var hann fenginn til að stjórna samkomum og veislum. Hann var í essinu sínu þegar hann stjórnaði brúðkaupsveislu systur sinnar Ernu og Péturs Snæbjörns- sonar sem fram fór í Reynihlíð og ávarpaði gesti með þessum orðum: „Verið þið öll velkomin á kjördæm- isþing framsóknarmanna í Norð- austurkjördæmi.“ Hann var fram- sóknarmaður og var stoltur af því. Pétur var áhugasamur um búskap og þá sérstaklega sauðfjárrækt. Hann hafði sauðfé á flestum þeim stöðum þar sem hann gegndi prests- þjónustu. Ég er ekki frá því að hann hafi einmitt haft það í huga þegar hann valdi sér sóknir til að þjóna. Eftir að heilsan fór að gefa sig var það einstaklega ánægjulegt fyrir Pétur að Þórarinn sonur þeirra hjóna skyldi einmitt vera gæddur sömu eiginleikum og faðirinn hvað varðar brennandi áhuga á búskap. Þórarinn rekur myndarlegt sauð- fjárbú í Laufási ásamt fjölskyldu sinni og fór Pétur gjarnan um á fjór- hjóli til að fylgjast með búskapnum. Auk Þórarins eiga þau Pétur og Inga, Jón Helga, sem er viðskipta- fræðingur og vinnur hjá Íslenskum verðbréfum, en býr ásamt fjölskyldu sinni á Grenivík, og dótturina Heiðu sem búsett er tímabundið í Dan- mörku ásamt sambýlismanni sínum. Fjölskyldan var Pétri mikilvæg og ekki síst barnabörnin fimm. Það verður erfitt að fylla það skarð sem nú hefur verið höggvið í samfélagið við Eyjafjörð sem Pétur sinnti svo vel. Við kveðjum prestinn okkar með virðingu og þakklæti. Innilegar samúðarkveðjur til Ingu, Þórarins, Jóns Helga og Heiðu. Einnig til tengdabarna, barnabarna og foreldra Péturs, þeirra Elínar og Þórarins. Minningin um góðan dreng lifir. Valgerður Sverrisdóttir. ,,Þú munt ganga fyrir Drottni að greiða vegu hans og veita lýð hans þekkingu á hjálpræðinu, sem er fyr- irgefning synda þeirra. Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og beina fótum vorum á friðar veg. (Lúk 1: 77–79.) Þessi helgu orð úr guðspjalli Lúkasar lýsa fyrirheitunum er Jó- hannesi Zakaríassyni, sem síðar nefndist skírarinn voru ungum gefin. Þau voru prédikunartexti dr. Sigur- björns Einarssonar biskups, þegar hann vígði sex guðfræðinga til presta í Dómkirkjunni 3. október 1976. Sr. Pétur Þórarinsson prófast- ur var einn okkar sem þá þáðum vígslu. Með sr. Pétri eru tveir horfn- ir úr þeim vina- og vígslubræðra- hópi. Sr. Sighvatur Birgir Emilsson sem lengstum þjónaði í Noregi kvaddi fyrir rúmu ári. Blessuð sé minning þeirra, og gefi Guð góðan ávöxt af þjónustu þeirra við að greiða veg Drottins og miðla hjálp- ræði hans. Við fórum hver til sinnar þjónustu, norður í land, austur og vestur, vígðumst til safnaða sem við höfðum fullan hug til að þjóna vel. Við vorum auðvitað bara stráklingar og flestir síðhærðir í þá daga. En okkur fannst flestum öruggara að hafa skegg, svona til að þekkjast frá fermingardrengjunum okkar. Þann- ig var líka með Pétur. En annað hafði hann fram yfir okkur. Hann hafði starfað að barna- og æskulýðs- málum í kirkjunni meira en við hinir allir til samans. Hann tók starfsdag- inn snemma á akri Drottins. Eftir prestsvígsluna fór hann norður á heimaslóðirnar og lét til sín taka við prestskap og búskap. Sr. Pétur sýndi hvarvetna árvekni og fram- sækni í boðun sinni. Hann var glaður og góður þjónn Guðs síns. Og hann var drengur góður hvar sem hann var og fór. Hann bar með sér lífs- kraft trúar sinnar bæði í andstreymi og í meðbyr. Hann valdist víða til forystu og trúnaðarstarfa. Og reynsla hans gerði hann eflaust ennþá næmari á hag og kjör fólksins sem hann þjónaði og samfélagsins í heild. Það var okkur afar dýrmætt og styrkti helg vinabönd að koma saman með eiginkonum okkar fimmta hvert ár en þannig höfum við fagnað vígsludeginum okkar og allt- af ásamt vígsluföður okkar, dr. Sig- Pétur Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.