Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.03.2007, Blaðsíða 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 FÖSTUDAGUR 9. MARS 68. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 200 KR. MEÐ VSK. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  NA 10–15 m/s og snjókoma á Vest- fjörðum, annars S og SV 8–15, skúrir eða él, og stormél á SA-landi. Þurrt að mestu NA-lands. » 8 Heitast Kaldast 6°C -1°C SVIFRYK á Akureyri reyndist mun meira fyrstu tvo mánuði ársins en reiknað var með. Þrif gatna í bænum hafa verið stór- aukin frá áramótum en engu að síður hef- ur svifryk þegar farið yfir heilsuvernd- armörk 13 daga – 57% þess dagafjölda sem leyfilegur er á árinu. „Þetta eru sláandi tölur og málið mjög alvarlegt,“ sagði Jón Birgir Gunn- laugsson, verkefnisstjóri umhverfismála hjá Akureyrarbæ, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Markvisst er stefnt að því að draga úr svifryki hvarvetna og færri dagar eru leyfilegir yfir heilsuvernd- armörkum í ár en í fyrra skv. reglugerð. „Leyfilegir dagar“ yfir mörkum eru ein- ungis 23 á þessu ári. Svifryk er mælt í míkrógrömmum á rúmmetra á sólar- hring. Fyrstu tvo mánuðina mældist það hæst 281 og fór þrisvar yfir 200. Mælt er á horni Glerárgötu og Tryggvabrautar. Til samanburðar má nefna að allt árið 2006 og það sem af er þessu fór ekkert sólahringsgildi yfir 200 í Reykjavík. Líklegt er að framkvæmdadeild Ak- ureyrarbæjar leggi það til við bæjaryf- irvöld að reynt verði að rykbinda götur með magnesíumklóríðblöndu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svifryk Glerárgatan er Íslandsmethafi. Enn eykst svifrykið „Sláandi tölur“ fyrstu mánuðina á Akureyri EIGI Straumur-Burðarás að ná markmiðum stjórnar um að verða alþjóðlegur banki verður hann að hafa frelsi til að ákvarða sjálfur um sín mál, ekki síst í hvaða gjaldmiðlum hann telur hagstæðast að stunda viðskipti. Kom þetta fram í máli stjórnarformanns bankans, Björgólfs Thors Björgólfssonar, á aðalfundi bankans í gær. „Víða þætti slíkt frelsi sjálfsagður hlutur. Engu að síður hefur á Íslandi borið á gagnrýni á ákvarðanir Straums-Burðaráss. Heyrst hafa raddir um að takmarka þurfi frelsi fjármálafyr- irtækja og í framhaldinu hafa stjórnvöld með undarlegum hætti brugðið af leið aukinnar al- þjóðavæðingar og viðskiptafrelsis,“ sagði Björgólfur og vísaði þar til nýlegrar reglugerð- ar fjármálaráðuneytisins þar sem settar voru reglur um uppgjör fjármálafyrirtækja og skil- yrði fyrir því að þau fái að gera upp í erlendri mynt. Bretland kemur til greina Sagði Björgólfur að hingað til hefðu stjórn- völd viljað auka samkeppnishæfni íslenskra fjármálafyrirtækja og að mikill og góður árang- ur hefði náðst á undanförnum árum og sagðist ekki skilja þau höft sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að skella á íslensk fjármálafyrirtæki. „Slíkar fyrirvaralausar breytingar knýja fyrir- tæki á borð við Straum-Burðarás til að kanna möguleika á að færa félagið til annars lands. Til greina koma bæði Bretland og Írland þar sem í boði er 12,5% tekjuskattur til 10 ára að lág- marki.“ Í samtali við Morgunblaðið sagði Björgólfur ólíklegt að bankinn flytti starfsemi sína úr landi. „Það er mín einlæg von að við þurfum ekki að gera það en það er mér skylt að segja hluthöfum frá því að það sé verið að skoða þetta sem eitt af þeim úrræðum sem við höfum ef það tekur að þrengja að starfsumhverfi okkar hér,“ sagði hann. Gagnrýnir stefnu stjórn- valda á fjármálamarkaði Stjórn bankans kannar möguleika á að flytja Straum-Burðarás úr landi Í HNOTSKURN » Straumur-Burðarás varð fyrst ís-lenskra fjármálafyrirtækja til að gera upp reikninga sína í evrum. » Á aðalfundi í gær var samþykktheimild til stjórnar að breyta hlutafé bankans í evrur. EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur nú til skoðunar meinta ölvun lögreglumanns á Akureyri sem ásamt starfsbræðrum sín- um var kallaður út til að sinna vettvangi banaslyssins í Hörgárdal aðfaranótt sunnudags þegar ítalskur karlmaður bú- settur hér á landi lést í bílveltu. Tildrög málsins munu hafa verið þau að lögreglumaðurinn kom á vettvang og hitti þar fyrir starfsbræður sína. Þótti hann lykta af áfengi er hann mætti á staðinn og var því talin ástæða til að taka af honum öndunarsýni og senda hann í blóðprufu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislög- reglustjóra verður málið skoðað nánar en það hefur verið sent ríkissaksóknara þar sem ákveðið verður hvort ákæra verði gefin út fyrir brot í starfi. Þegar mál af þessum toga eru skoðuð eru höfð til hliðsjónar ákvæði lög- reglulaga og starfsmannalaga auk al- mennra hegningarlaga. Lögreglumaður grunaður um ölvun á vettvangi ♦♦♦ NEMENDUM Hagaskóla, Árbæjarskóla og Rimaskóla í Reykjavík verður boðið í haust að fara hraðar í gegnum 8., 9., og 10. bekk og ljúka náminu á tveimur árum í stað þriggja. Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður menntaráðs, sagði að með þessu vildu menntaráð og skólayfirvöld nýta augljósa kosti þess að hafa sveigjanleg skil milli grunn- og framhaldsskóla. Einnig væri komið til móts við þarfir afburðanemenda og þeim gert kleift að sníða námið að eigin getu. Líklegt væri að fleiri grunnskólar mundu að ári liðnu bjóða dugmiklum nemendum að taka 8.– 10. bekk á tveimur árum, að mati Júlíusar Vífils. Skólarnir sem bjóða upp á þessa hraðferð í haust eru allir fremur fjölmennir. Júl- íus Vífill sagði það hafa átt stóran þátt í að þeir urðu fyr- ir valinu. „Það getur verið erfitt fyrir nemendur að fara á skemmri tíma í gegnum grunnskólann ef ekki er sæmilegur hópur á sömu leið. Við bindum vonir við að þátttaka verði nægileg til að það myndist hópur í hverjum skóla.“ Júlíus Vífill sagði að foreldrar í Hagaskóla hefðu óskað eftir fundi með honum og Einari Magnússyni skólastjóra fyrr í vetur. „Þar ósk- uðu þeir eftir að leið eins og þessi til styttingar grunnskólanámsins yrði boðin nemendum í Hagaskóla. Það ánægjulega var að við í mennta- ráði vorum að undirbúa nákvæmlega það sem foreldrarnir voru að óska eftir. Ég naut þeirrar ánægju að sýna þeim drög að skýrslu, sem kom út þann sama dag, og innihéldu þessi áform.“ Skýrsla þessi var unnin af starfshópi á vegum menntaráðs sem var falið að leita leiða til að auka sveigjanleika milli skólastiga. Verða tvö ár í 8.–10. bekk Árbæjarskóli, Hagaskóli og Rimaskóli bjóða styttingu námstíma í haust Júlíus Vífill Ingvarsson LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu ásamt umferðareftirliti Vegagerðarinnar hafði afskipti af um 20 flutningabílum á Suður- landsvegi í gær vegna frágangs á farmi og fleiri atriða. Um helm- ingur ökumannanna var kærður fyrir brot á reglugerð um frágang farms og ganga þurfti enn lengra með fjóra úr hópnum með því að kyrrsetja þá. Þótti frágangur farms á bílum þeirra svo slælegur að ekki var talið forsvaranlegt að leyfa þeim að halda áfram. Á 30 mínútum voru þrír bílar kyrrsettir þar sem farmur skag- aði of hátt upp fyrir hliðarvarnir bílanna. Morgunblaðið/Júlíus Vörubílstjór- ar kyrrsettir Vöruflutningabílar með ótryggan farm kyrrsettir VEFVARP H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Hefur þú smakkað nýju súkkulaðiostakökuna? Nýjung í næstu verslun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.